Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 3
FTMMTVOAGUR 2. SEPTEMBER 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Sindri Snær Kolbeinsson, Theodór Dagur Ólafsson og Heigi Helgason voru svo önnum kafnir að leika sér í skólanum að þeir höfðu ekki einu sinni tíma til að segja hvað þeir eru gamlir. Svo gaman er í skólanum. mvndir: teitur Þorsteinn Ólafsson er í 5. bekk Brekkuskóla. mynd: bilu Gaman að læra tengiskrift! Eftirvænting, spenm og tilhlökkun ríkiráskóla- lóðum og -göngumfyrstu skóladagam á haustin. Arna Kristjánsdóttir er í 5. bekk Brekkuskóla. og aga. Hvað kurteisi og aga varðar eru kjörorðin: „Komum fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur." Kurteisi er tillitssemi og agi er að fara að settum reglum og kröfum. Það er að mörgu að gæta þegar krakkarnir byrja í skólanum á haustin. -GHS „Það er gaman í skólanum af því að þetta er fyrsti dagurinn okkar í sjö ára bekk,“ segja vinkonurnar Ingi- björg Ýr Hafliðadóttir, 6 ára, og Karen Ösp Pálsdóttir, 7 ára, þar sem þær Ieika sér í stóru steinun- um á skólalóð Isaksskóla í Reykja- vík. Ingibjörg er ekki enn komin á þann aldur að vera búin að tileinka sér þá hugsun eldri nemenda að það sé leiðinlegt í skólanum og bætir því við af hjartans einlægni: „Það er gaman af því að við ætlum að læra tengiskrift!" Fullur skóladagur fyrsta daginn Ingibjörg Ýr Hafliðadóttir, 6 ára, og Karen Ösp Pálsdóttir, 7 ára, eru að byrja í Eftirvænting og spenna ríkti á sjö ára bekk íísaksskóla. skólalóðum grunnskólanna á höfuð- -------------------------------- borgarsvæðinu og Akureyri í gær þegar ungviðið streymdi í skólana í síbreytilegu veðri, í flestum tilvikum til að ná í stundatöflur og bókalista en í sumum tilvikum til að vera full- an skóladag, þannig var það til dæm- is í Isaksskóla þar sem börnin mættu klukkan 8.30 í gærmorgun og voru fram til tvö. Ingibjörg Ýr Pálmadótt- ir, kennari í Isaksskóla, segir að það sé alltaf gaman þegar skólarnir byrja á haustin, sérstaklega hjá yngstu börnunum. „Börnin hlakka alltaf til að byrja í skólanum og hitta félagana eftir sumarið." Pappírsflóðið er í flestum tilfellum gríðarlegt fyrsta skóladaginn; inn- kaupalistar með Iistum yfir stílabæk- ur, liti og fleiri nauðþurftir í skóla- starfið, miðar um mjólkuráskrift, Anita Jónsdóttir, Úna Ármannsdóttir, Brynja Björk Guðmundsdóttir og Telma kennsluáætlun að ógleymdri stunda- Rut Gunnarsdóttir, 5 og 6 ára, létu vel afsér fyrsta skóladaginn sinn. töflunni, upplýsingar um heilsdags- ------------------------------------------------------- skólann og íþróttakennsluna, kurteisi Sjálfstæðir skólar Talsverðar nýjungar eiga sérstað inmn grunnskólanm í Reykjavík á nýhöfnu skólastaifi. Sjálfstæði skólanm eykst, stöðugtfleirí skólar eru einsetnirog tölv- umfjölgarauk þess sem átak verðurgert í náttúrufræðigreinum. Hvorki meira né minna en 15 þúsund nemendur hófu starfs- dag sinn í grunnskólum Reykjavíkur í morgun og er fjölgunin gríðarleg, um 300 einstaklinga milli ára eða heil- an skóla, svo að einhver sam- líking sé notuð. Steinsteypan innan grunnskólans hefur auk- ist verulega milli ára, fjórar viðbyggingar eru teknar í notk- un í haust og með þeim næst að einsetja þijá skóla til viðbót- ar sem þegar eru einsetnir. Nýr skóli, Korpuskóli á Korpúlfs- stöðum, tekur til starfa. Börnin þar verða 140 talsins. Aukið sjálfstæði Á fundi hjá Fræðslumiðstöð- inni i Reykjavík í gær kom fram að sjálfstæði skólanna hefur aukist og skólum hefur verið úthlutað íjárhagsramma sem gefur þeim aukið svigrúm til að hagræða í rekstri og við- haldi, eða sem nemur 20 pró- sentum af fjárhagsáætluninni, þó að auðvitað sé ætlast til þess að skólarnir haldi þeirri þjónustu sem þeir eiga að veita. Fjárhagsramminn nær ekki yfir laun starfsfólks í skól- um þannig að skólastjórar fá afar takmarkað, nánast ekkert, vald á því sviði. Svipuðu hefur verið komið á innan grunn- skólanna á Akureyri. Skólastjórar í sjö stærstu skólunum í Reykjavfk hafa fengið aukinn stjórnunarkvóta og hafa getað fjölgað milli- stjórnendum, ráðið fjármála- stjóra, aðstoðarskólastjóra, skrifstofustjóra eða jafnvel fag- stjóra í kurteisi og aga enda eru skólarnir afar stórar stofn- anir með nemendur í hund- raða tali. Nýr skóli tekur til starfa í Reykjavík í haust en það er Korpuskóli sem er staðsettur til bráðabirgða að Korpúlfs- stöðum. Þar verða 140 börn við nám í vetur. Skóladagur í 1 .-4. bekk leng- ist um eina kennslustund á viku og fer úr 29 tímum í 30. Hádegisstund verður fyrir yngstu nemendurna í 13 skól- um, tæpur klukkutími sem skiptist í matartíma og útiveru. Þá hafa 370 nýjar tölvur ver- ið settar upp í skólunum í sumar en 400 voru settar upp í fyrra. I vetur verða um 13 nemendur á hverja tölvu en markmiðið er að um fimm nemendur verði um hverja tölvu innan fárra ára. Búið er að afskrifa allar tölvur af gerð- inni 386 eða þaðan af eldri. Atak verður gert í náttúru- fræðigreinum og verða fjórir móðurskólar sem eiga að vera í fararbroddi á sviði þessarar kennslu, skipuleggja námskeið og annast kynningu og ráðgjöf. Ný netsíða um náttúrufræði- kennslu er á slóðinni www.is- mennt.is/vefir/natur. Hagráð og starfsdeild Ýmsar nýjungar eru á döfinni á Akureyri, starfsdeild til að tengja saman bóknám og starfsval fyrir þá nemendur sem eiga við erfiðleika að stríða í bóknámi og svokallað hagráð, eða nemendaverndar- ráð, sem í sitja stjórnendur skólans, sérkennari og sálfræð- ingur og eru tekin fyrir málefni nemenda sem eiga við vanda að stríða. Hagráði hefur verið komið á með formlegum hætti til tveggja ára í Brekkuskóla og Lundarskóla. Þá er meðal annars búið að ráða kennsluráðgjafa til að vinna með skólunum til að festa í sessi forskóladeildir tón- listarskólans en þær eiga að starfa í grunnskólunum. Kennsluráðgjafinn mun vinna með bekkjarkennurum að tón- list í bekkjunum. -GHS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.