Dagur - 09.09.1999, Side 4

Dagur - 09.09.1999, Side 4
4 - FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 SUÐURLAND Úti á akrinum. Kornuppskera þessa sumars á Suðurlandi ætlar að verða ágæt. mynd: -billi. Stofnfimdur íslenska vindorkufélagsins Stofnfundur Islenska vindorkufélagsins verður haldinn á Hótel Hvolsvelli í dag, fimmtudag, en að félaginu standa Bæjarveitur Vest- mannaeyja og Selfossveita bs. Eins og fram hefur komið í Degi er ætlun félagsins að setja upp tólf vindrafstöðvar, sex við Eyrarbakka og jafn margar á nýja hrauninu í Vestmannaeyjum. Þær eiga að geta framleitt umtalsverða raforku og nú er til skoðunar hjá ESB umsókn um styrk til uppsetningar þeirra enda er hér um nýsköpunarverkefni að ræða. Vænst er svara við umsókn þessari alveg á næstunni. Komspretta suinarsms ágæt Ágætt útlit í komrækt. Rigning plagar sunnlenska bændur „Utlitið með kornsprettu sumars- ins er ágætt,“ segir Magnús Finn- bogason bóndi á Lágafelli í Aust- ur-Landeyjum. Hann segir veðr- áttu á Suðurlandi í sumar hafa verið með eindæmum góða og því hafi sprettan verið góð. Það sem geri þó bændum lífið leitt þessa dagana sé mikil úrkoma, dag eftir dag þar sem meira að segja rignir í glampandi sólskini, að því er Magnús segir. Komrækt á Suðurlandi er mik- ið stunduð í Austur-Landeyjum og hafa bændur þar haft alla tíð nokkra forystu. Segir Magnús Finnbogason að nú láti nærri að um tveir þriðju hlutar bændanna í sveitinni stundi komrækt. Þá er mikil kornrækt einnig stunduð undir Eyjaijöllum, ekki síst Vest- ur-EyjafjölIum. Annarsstaðar er kornrækt dreifðari og ekki stund- uð jafn skipulega bæ af bæ einsog gerist í austanverðri Rangárvalla- sýslu. Bændur á Suðurlandi stunda fyrst og fremst ræktun á byggi, enda aðstæður allar til ræktunar á höfrum prýðilegar. Komið er fyrst og fremst notað sem skepnufóður, er súrsað í tunnur og einkum borið í mjólkurkýr og virkar þannig vel. -SBS. Hótel Elúðir 1 gagnið Áformað er að nýtt 32ja herbergja hótel á Flúðum verði formlega tekið í notkun um næstu mán- aðamót, en einstaka áfangar þess hafa verið teknir í notkun í sumar eftir því sem framkvæmdum hef- ur miðað áfram. Gistirýmið var tekið í notkun í júní en móttöku- og veitingaaðstaða var tekin í notkun nú í byxjun vikunnar. Hótel Flúðir verða starfræktar undir merkjum Flugleiða, sem jafnframt er stærsti hluthafinn. Aðrir stórir hluthafar eru Hruna- mannahreppur, Atgeir sem er Ijárfestingafélag Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands og Búnaðarfé- lag Hmnamannahrepps er einnig með vænan eignarhlut. Þá eru ótaldir ýmsir smærri fjárfestar í héraði sem lagt hafa málinu lið. Sérstök áhersla verður á Hótel Flúðum Iögð á ráðstefnuhald og er markaðssetningu hótelsins hagað með slíkt í huga. Að sögn Sigurðar Inga Sigurðssonar, for- manns stjómar hótelsins, hefur nýting verið afar góð í sumar og útlitið á næstunni er ágætt. Yfir- menn á Hótel Flúðum eru hjónin Edda Bjarnadóttir og Hermann Isidórsson. Það er Edda sem er hótelstjóri en Hermann er yfir- matreiðslumaður. - SBS. k SUÐURLANDSVIÐTALIÐ Þrettán sækja iiiii Héraðsdóm Alls þrettán umsækjendur eru um embætti héraðsdómara, án fasts sætis, en fyrsta starfstöð hans yrði þó við Héraðsdóm Suðurlands. Embættið verður veitt af dómsmálaráðherra frá og með 1. október næstkomandi. Þau sem sækja um starfið eru; Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofu- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, Benedikt Bogason, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Björn Baldursson, lögfræðingur, Ingveldur Einarsdóttir, settur héraðsdómari, Júlíus B. Georsson, settur héraðsdómari, Már Pétursson, aðstoðarmaður héraðsdómara, Ragnheiður Bragadóttir, settur héraðsdómari, Ragnheiður Thorlaci- us, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi, Sigurður Georgsson, hæstarétt- arlögmaður, Sigurjóna Símonardóttir, settur héraðsdómari, Tryggvi Þorhalsson, framkvæmdastjóri stjórnsýsiusviðs Hornafjarðar, Þor- gerður Erlendsdóttir, settur héraðsdómari og Þorsteinn Pétursson héraðsdómslögmaður. - SBS. Endurbætt í Flúðaskóla Framkvæmdum er þessa dagana að Ijúka við miklar endurbætur á Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Kennslustofum fjölgar um tvær og eru þær þar sem áður var vinnuaðstaða kennara og skrifstofur skóla- stjóra og aðstoðarskólastjóra. Þær flytjast svo aftur á efri hæð skóla- hússins þar sem heimavistaraðstaða nemenda var fyrr á árum. Nú er hennar ekki lengur þörf, enda öllum nemendum ekið til og frá skóla daglega. Milli 170 og 180 nemendur eru í Flúðaskóla í vetur og í Hruna- mannahreppi er mikil frjósemi, segir oddviti sveitarfélagsins. - SBS. Láuasjóðux viU selja Listaskála Lánasjóður Vestur-Norðurlanda sem eignaðist Listaskálann í Hvera- gerði í sl. viku ætlar að reyna að selja skálann aftur sem allra fyrst, að því er fram kemur í Sunnlenska. Sjóðurinn sem átti 1. veðrétt í skálanum bauð í hann 35 millj. kr og fékk. Guðmundur Birgisson bóndi á Núpum í Ölfusi bauð 31 millj. kr. í skálann. I Sunnlenska vill hann ekki gefa upp hvort hann hyggist freista þessa að kaupa skálann af sjóðnum en blaðið hefur eftir honum að nýtingarmögu- leikar skálans séu ýmsir. -SBS. Þorlákshöfn hentar afar vel Steingrímur Leifsson, framkvæmdastjðri Frostfisks. Frostfiskurhf. hefur keypthús Vinnslustöðvar- innar í Þorlákshöfn og hyggst hefja þarfisk- vinnslu ogfara jafnframt í útgerð. lOmanns fá vinnu hjá Frostfiski á nýjumstað. | - Hafið þtð hjá Frostfiski verið lengi að líta í kringum ykkur utn að færa út kvtarnar í starfseminni einsog þið eruð nú að gera með þvt að kaupa fiskvinnsluhús Vinnslustöðv- arinnar i Þorlákshöfn? „Við höfum verið vakandi fyr- ir nýjum möguleikum síðustu árin, en fyrir þremur mánuðum eða svo opnaðist þessi mögu- leiki að flytja starfsemina aust- ur í Þorlákshöfn þegar Vinnslu- stöðin hætti með starfsemi sína þar. Málið var skoðað frá ýms- um hliðum, en það endaði svo með því að við keyptum húsið í Þorlákshöfn af Vinnslustöðinni auk bátsins Danska Péturs sem fylgir um 500 tonna þorsk- kvóti. Síðan kemur Vinnslu- stöðin aftur inn í þetta dæmi með okkur með þvf að kaupa 40% hlutafjár í Frostfiski, og *s«~ííiai k jgwíajfí þannig fjármögnum við þessi kaup í Þorlákshöfn að hluta. Endanlegt kaupverð er þó ekki gefið upp.“ - Hvað getur þú sagt mér um þetta fyrirtæki, Frostfisk? „Við stofnuðum þetta fyrir- tæki árið 1992 og það er í eigu okkar bræðra, mín og Þorgríms bróður mfn, en við erum úr Ólafsvík. Einnig á Sigurður Agústsson hf. í Stykkishólmi hlut í fyrirtækin. Við höfum einbeitt okkur að vinnslu fisks sem síðan er sendur út nýr og ferskur með flugi á markaði bæði austan hafs og vestan. Það er vaxtarbroddur í slíkri fiskvinnslu, en við höfum verið að vinna um 4.000 tonn af fiski á ári, sem við kaupúm nánast eingöngu á mörkuðum og fáum nánast allsstaðar af landinu.11 »3» miöeate «*r' i j -A—- ______Í i_____________ - Hve margir starfsmenn hafa verið hjá ykkur í Reykja- vtk að undanförnu? „Þeir hafa verið um tutttugu og fimm talsins, en mun fjölga talsvert með flutningum okkar í Þorlákshöfn eða í um fjöru- tíu. Það er alveg ljóst að allir starfsmennirnir munu ekki fylgja með okkur austur, enda eiga ekki allir hægt um vik meðal annars vegna fjölskyldu- aðstæðna sinna. Því eru starfs- mannamálin nokkuð það sem við verðum að fara sérstaklega yfir. Hitt er þó annað að Þor- lákshöfn er ekki i nema hálf- tíma fjarlægð frá Reykjavík og er nánast'úthverfi borgarinn- ar.“ - Hvernig mun Þorlákshöfn henta ykkur hjá Frostfiski fyrir starfsemi ykkar? „Afar vel. Við erum við höfn- ina og skammt úti fyrir eru ein- hver bestu og fengsælustu fiskimið landsins. Þá erum við einnig að eignast okkar eigin bát og allt þetta mun miklu breyta fyrir starfsemi okkar. Munum við meðal annars draga úr þessu miklu flutning- um á fiski sem hafa verið til okkar nánast allsstaðar að af landinu og hafa verið okkur mjög kostnaðarsamir. En nú munu möguleikar okkar til allra aðfanga verða mun betri og við hyggjumst svo mest sem við megum stýra starfsemi okk- ar inn á Suðurlandið. Starf- semin flytur austur endanlega eftir um tvo mánuði og við áætlum að verka f Þorlákshöfn úr um 5.000 tonnum fisks á ári.“ -SBS. * i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.