Dagur - 16.09.1999, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999
SUÐURLAND
Líkkistuklæði saumað af Ingibjörgu Jánsdóttur í Kaliforníu með þurrkuðum blómum sem séra Valdimar Briem
týndi handa henni og sendi árið 1910. Einn afþeim munum sem tengjast kristnitökunni sem nú er til sýnis í
Húsinu.
æðið fljúgandi
1 Husmu
Sýningm Klæðið fljúg-
andi er nú í Byggða-
safninu í Húsinu á Eyr-
arbakka. Ýmsir mimir
sem tengjast kristni-
tökunni eru til sýnis,
meðal aunars líkklæði
og íjalir úr prédikuuar-
stól
í Byggðasafni Ámesinga í Húsinu
á Eyrarbakka hefur verið sett upp
sýningin Klæðið fljúgandi. A sýn-
ingunni, sem er liður í kristni-
tökuhátíð Arnesprófastsdæmis,
kennir ýmissa grasa, meðal ann-
ars má nefna fjalir úr predikunar-
stól sem smíðaður og skreyttur
var af Amunda „smið“ Jónssyni
íyrir Illuga Hannesson prest í
Villingaholti. A (jölunum eru
myndir af Kristi og guðspjalla-
mönnunum. Einnig gefur að líta
grafskrift á tréspjaldi eftir Ófeig
Jónsson á Heiðarbæ í Þingv'alla-
sveit en textinn var saminn af Páli
skálda presti um Vemharð Gunn-
arsson lögréttumann á Laugar-
vatni sem lést 1836.
„Athyglisverðasti gripur sýning-
arinnar er Klæðið fljúgandi eða
líkkistuklæði Ingibjargar Jóns-
dóttur sem fæddist að Gaulveija-
bæ árið 1875 en dó í Suður-Kali-
forníú 1964. Ingibjörg ólst að
verulegu leyti upp hjá séra Valdi-
mari og Ólöfu Briem á Stóra-
Núpi. Um tvítugt giftist Ingibjörg
Bjarna Guðmundssyni smið á
Stokkseyri. Vom þau svo fátæk að
þau höfðu engin ráð til að setja
bú saman. Fór Bjami til Vestur-
heims er þau höfðu átt þrjú börn.
Arið eftir braust hún til Winnipeg
með tvö af bömum þeirra og fann
mann sinn. Síðan byggðu þau sér
bjálkakofa í Saskatchewan og
bjuggu þar í tuttugu ár áður en
þau fluttu til Kaliforníu. Alla tíð
var hugur hennar bundinn æsku-
stöðvunum. Hún skrifaðist á við
séra Valdimar og í fímmtíu ár
geymdi hún, eins og helgan dóm,
þurrkuð blóm sem hann hafði
tínt og sent henni. Þegar hún Iá
banaleguna fékk hún tvö af börn-
um sínum til að hjálpa sér við að
sauma líkkistuklæði þar sem
blómin eru felld inn í teppið.
Heilagur andi í dúfulíki skreytir
miðju klæðisins en sá fugl skyldi
bera sál hennar heim til Islands
er yfír lyki,"
Byggðasafn Árnesinga, Húsinu,
Eyrarbakka, er opið á laugardög-
um og sunnudögum kl. 14-17 í
september og október. Á öðrum
tímum er opið eftir samkomulagi.
Sýningunni Klæðið fljúgandi lýk-
ur sunnudaginn 31. október.
-SBS.
SUÐUR L A NDSVIÐ TALIÐ
Mjölnir fær
Víilmgaholtsveg
Vörubílstjórafélagið Mjölnir í Árnessýslu átti lægsta tilboðið í
Iagningu 6,1 km. Iangrar uppbyggingar Villingaholtsvegar, það er
frá Hróarsholti og að Kolsholti. Verður vegurinn byggður upp og
einnig lagt á hann slitlag. Kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins
hljóðaði uppá 35,6 millj. kr., en Mjölnismenn buðu hinsvegar í
verkið fyrir 27,7 millj. kr., sem er um 79% af kostnaðaráætlun.
-SBS.
íþróttahús
ekki hoðlegt
Iþróttahúsið við Gagnheiði á Selfossi er ekki boðlegt til íþróttaiðk-
unar, segir í umsögn sem Körfuknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur
sent til íþróttaiðkunarnefndar félagsins. Þetta kemur fram í Dag-
skránni. Deildin hefur lagt áherslu á að fá fleiri tíma til íþrótta-
iðkunar en hefur ekki fengið, en í viku hverri hefur það þrjá tíma
miðað við núverandi stöðu. Þau atriði sem körfuknattleiksmenn
telja íþróttahúsinu við Gagnheiði til lasts eru meðal annars leki,
léleg lofræsting, reykingarlykt frá kjötvinnslu Hafnar sem er í
næsta húsi svo og ónýtar körfur en fleiri nothæfar körfur þarf til.
-SBS.
Gimnar
sýnir í Eden
Nú stendur yfir í
Eden í Hveragerði
myndlistarsýning
Gunnars Granz, al-
þýðulistamanns á Sel-
fossi. Stendur sýning-
in fram til 26. sept-
ember næstkomandi.
„Þar sýnir hann um
50 kraftmikil verk í
litum og formi úr
listasmiðju sinni.
Þessa sýningu tileink-
ar hann nýrri öld með
von um gott gengi ís-
lensku þjóðarinnar,“
segir í fréttatilkynn-
ingu.
Gunnar Grans með nokkur þeirra verka sinna
sem hann sýnir nú í Eden.
Njála er ónýttur auður
ArthúrBjörg-
vin Bollason
forstöðumaður Sögusetursins
ArthúrBjörgvin mun
veita Sógusetrinu á
Hvolsvelli forstöðu. Þar
erbrugðið Ijósi á sögu lið-
inna alda, ekhi sístNjálu
semforstöðumaðurinn
segirónýttan auð.
- Hvenær tókst þú við þessu
starfi og í hverju felst það?
„Ég tók við nýja starfi í gær,
miðvikudag. Sögusetrið er til
húsa við Hlíðarveg á Hvolsvelli
og þar hefur verið komið upp
sýningum sem tengjast meðal
annars Njálu og víkingaaldar-
tímanum. Fyrr á þessu ári var
opnuð kaupfélagssýning þar
sem brugðið er ljósi á sögu og
stofnun Kaupfélags Rangæ-
inga. Einnig er þarna horn þar
sem má sjá sitthvað sem teng-
ist veiði í Eystri-Rangá. I Sögu-
setrinu hefur verið komið upp
skála sem er hannaður sam-
kvæmt hugmyndum manna
sem best þekkja til bygginga-
listar fyrri alda hér á landi. Þar
er svo Njálusýning þar sem fólk
getur ferðast í gegnum aldirnar
og atburði þeirra. Þá erum við
að taka upp samstarf við Frið-
rik Sigurðsson, meistarakokk á
Hvolsvelli, um veisluhöld f
skálanum fyrir fólk sem vill
þangað koma í sögualdarveislur
þar sem skemmtun og fróð-
skaparmál verða í bland. - Á
vegum Sögusetursins hafa svo
verið settar upp merkingar á
ellefu stöðum í Rangárþingi,
frægum sögustöðum Njálu; svo
sem Bergþórshvoli, Vorsabæ,
Velli, Hlíðarenda og Vatnadal.
Allt miðar þetta að því að gera
söguslóðir Njálu sem aðgengi-
legastar ferðamönnum."
- Hverjir standa að rekstri
Sögusetursins?
„Það eru sex sveitarfélög í
austanverðri Rangárvallasýslu
og stjórnarformaður Söguset-
ursins er Sæmundur Holgeirs-
son, tannlæknir á Hvolsvelli.
Mikill atorkumaður. Myndar-
lega hefur að mínu mati verið
staðið að uppbyggingu seturs-
ins og uppsetningu sýninganna
hefur Björn G. Björnsson leyst
vel af hendi. Hann hefur meðal
annars notað Tröllaskóganæl-
una svonefndu, sem er einn
helgasti gripur Þjóðminjasafns-
ins, sem einkennistákn Sögu-
setursins og kemur það mjög
vel út.“
- Hvaða fyrirætlanir hefur
þú í hinu nýja starfi?
„Þær eru margar, ég vil til
.dæmis auka fjölbreytnina í sýn-
ingarhaldinu þó ég vilji ekki út-
lista þær hugmyndir mfnar
frekar hér. Þá vil ég einnig,
með það í huga sem Halldór
Laxness sagði, að Njála væri sú
bók sem væri íslendingum
kærast, kynna hana betur fyrir
fólki ekki síst krökkunum. Mig
langar að fara í skóla á Suður-
landi og kynna hana þar. Njála
á vinsældum allra aldurshópa
að fagna, það sjáum við best á
þeim vinsældum sem Njálu-
námskeið Jóns Böðvarssonar í
Endurmenntunarstofnun Há-
skóla Islar.ds njóta. Þar fara
saman Jón sem er auðvitað frá-
bær maður og Njála sem er
stórkostlegt bókmenntaverk.11
- Hefur þú einhver tengsl
við Rangúrþing áður og munt
þú flytjast austur?
„Fjölskyldan flyst síðar í
mánuðinum að Torfastöðum í
Fljótshlíð. En tengsl við hérað-
ið hef ég ekki önnur haft til
þessa en að ég er búinn að vera
leiðsögumaður í 25 ár og hef
oft farið þarna um og nú síðast
hef ég verið leiðsögumaður í
ferðum með erlenda ferða-
menn sem eru að koma hingað
á slóðir Islendingasagnanna og
þá höfum við endað í Rangár-
vallasýslu, verið þar tvo síðustu
dagana. Eg sé fyrir mér að á
næstu árum muni aukast mjög
ferðir um slóðir Islendinga-
sagnanna, þá í samræmi við að
við kynnum þær betur fyrir út-
lendingum. Áð því leyti tel ég
að til dæmis Njála sé ónýttur
auður.“
- SBS.
i