Dagur - 02.10.1999, Síða 4

Dagur - 02.10.1999, Síða 4
4-LAVGARDAGUR 2. OKTÓBKR 1999 300% auknmg á Thule-sölu Þótt fæstir vilji kannist við að þeir láti auglýsingar hafa áhrif á sig þá jókst sala á Thule-bjór um heil 300% eftir auglýsingaherferð sem stóð í nokkrar vikur á sl. hausti, upplýsir auglýsingastjóri Islenska út- varpsfélagsins í Viðskiptablaðinu - sem nefnir þetta sem dæmi þess að það sé staðreynd en ekki tilgáta að það borgar sig að auglýsa jafnt og þétt. „Allt byggist þetta á að auðvelda fólki Iífið og fækka ákvörð- unum þess,“ segir Viktor Olason. Það sé því ekki að ástæðulausu að öll stærstu fyrirtæki heims á sviði neysluvara auglýsi jafnt og þétt. Baráttan um „hilluplássið" í hugum fólks sé ekki síður mikilvæg en um hillupláss stórmarkaðanna, enda mun takmarkaðra, því langoft- ast muni maðurinn aðeins eftir þrem til fimm vörumerkjum. - HEl SH kaupir í Scandsea Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH, hefur veitt forstjóra félagsins umboð til að ganga frá samningum við Scandsea AB um kaup á 20% hlut í fyrirtækinu. Forráðamenn SH segja að með kaup- unum renni félagið enn fleiri stoðum undir hráefnisöflun fyrir mark- aðskerfi sitt og öðlist tengsl við mikilvæg útgerðarsvæði þar sem ís- lensk fyrirtæki hafi hingað til ekki náð umtalsverðum árangri. FBA Ráðgjöf hf. hafði milligöngu um þessi viðskipti. Scandsea samsteypan, sem er sænsk, hefur sérhæft sig í fjármögn- un, stjórnun og sölu frá skipum sem stunda veiðar víða um heim, einkum í rússneskri efnahagslögsögu. Eigin fiskiskip samsteypunnar eru 5, en skip samningsbundin henni eru á þriðja tug. Samtals eiga um 40.000 tonn af fiski og fiskafurðum uppruna í verkefnum Scand- sea samsteypunnar, einkum bolfiskur. Eiga ekki aö reka vinveitingahiís Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um spurningu Dags á Vísi.is eru á móti því að íþróttafélög reki vínveitingastaði. Spurt var hvort það sam- ræmdist starfsemi íþróttafélaga að þau reki vínveitingahús. Meira en tveir þriðju svarenda, eða 69%, sögðu nei, en 31% svöruðu spurningunni játandi. Hægt er að taka afstöðu til nýrrar spurningar Dags á Vísi.is. Hún er svo hljóðandi: Veldur fákeppni og samráð alltof háu grænmetisverði á íslandi? Niðurstöður verða birtar í Degi eftir viku. Vefslóðin er: visir.is vísir.is Björgimarrisi verður til Slysavarnafélagið Landsbjörg, Iandssamband björgunarsveita, verður formlega til í dag með sameiningu Slysavarnarfélags Islands, SVFI, og Landsbjarg- ar. Af því tilefni verður heilmik- ið um að vera. Dagskráin hefst með stofnþingi í Félagsheimili Seltjarnarness um morguninn. Eftir hádegið hefst hátíðardag- skrá í LaugardalshöII kl. 14 að viðstöddu björgunarsveitafólki auk innlendra og erlendra gesta. í hópi heiðursgesta verða Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti, biskupinn yfir Islandi og utanríkisráðherra. Kvöldskemmtun hefst svo kl. 19 og reiknað er með á þriðja þúsund matargestum. Síðan verður stiginn dans undir hljóðfæraleik og söng Stuðmanna. SLYSAVARNAFÉLACID LANDSBJORG Landssamband björgunarsveita Bæjarmálaráðstefna Kópavogslistans Kópavogslistinn efnir í dag til bæj- armálaráðstefnu í Þinghól í Hamraborg. Megin umræðuefni ráðstefnunnar verða bæjarmálin, gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga og helstu áherslumál Kópavogs- listans á komandi vetri. Oddiviti Iistans, Flosi Eiríksson, setur ráð- stefnuna og síðan mun íjármála- stjóri Kópavogsbæjar, Guðrún Pálsdóttir, fjalla um Ijárhagsáætl- anagerð sveitarfélaga með sér- stöku tilliti til Kópavogs. Síðan taka við umræður og fyrirspurnir og málefnahópar taka til starfa. Ráðstefnan er opin öllu stuðnings- fólki Kópavogslistans. Flosi Eiríksson. Baskar á íslandi Baskneskir hvalfangarar áttu náin samskipti við Islendinga á 16. og 17. öld segir breski sagnfræðingurinn Selma Huxley Barkham, sem hefur rannsakað veru Baska hér á landi. Hún dregur þessa ályktun af ítarlegu basknesk-íslensku orðasafni sem geymt er í Þjóðminjasafn- inu. Baskneskir hvalfangarar voru menntaðir menn að sögn Selmu og nefnir hún bréf Martins Biafranca, sem var einn þeirra sem drep- inn var í Spánverjavígunum árið 1615, því til sönnunar. Selma er stödd hér á landi í boði Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands og heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar í Lögbergi, stofu 101, á mánu- dagskvöldið. FRÉTTIR k. A Gæsa-/refaskytturnar ásamt bændunum í Villingaholti. F.v Jón Gestsson, Friðrik Sigurbergsson með refinn, Hannes Petersen, Karl Andersen, og Helgi Gestsson. Gæsaskyttur veiddu ref Gæsatúr þriggja reyk- vískra gæsaskyttna tók óvænta stefnu um síðustu helgi þegar refur tók að narta í nefbroddinn á gervi- gæsum þeirra og reyna að toga þær með sér. Rebba þótti þær raunar nokkuð staðar þessar annars mjög svo spöku gæsir, enda hafði hann ekki hugmynd um að þær voru jarðfastar á sterkum stálteini, eins og títt er um gervigæsir. Þegar hann sleppti takinu á nef- broddinum sveifluðust gæsirnar hins vegar hressilega fram og aft- ur. Það voru þrír læknar af Sjúkra- húsi Reykjavíkur, þeir Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild, Friðrik Sigur- bergsson, sérfræðingur f barna- sjúkdómum, og Karl Andersen hjartalæknir, sem lögðust út í skurð í Villingaholti í Flóa eftir að hafa stillt upp gervigæsum sínum. Þeim segist svo frá að þeir hafi fengið nokkur flug, en hitt illa þannig að aðeins ein gæs lá í valnum, sem Hannes mun hafa skotið. Þegar leið á morgun- inn fer þeim að leiðast þófið og huga að brottför, enda orðið bjart, en sammælast þó um að gefa þessu hálftíma enn. Skiptir engum togum að þeir Friðrik og Hannes sofna í skurðinum en Karl vakir. Þá heyrir hann eitt- hvert þrusk hjá gæsunum og Iít- ur upp úr skurðinum. Þar er þá rebbi að togast á við gervigæsirn- ar, en nokkrar áhyggjur grípa um sig í huga Karls, því hann hafði Iagt einu gæsina sem þeir höfðu náð um morguninn hjá gervigæs- unum, og óttaðist hann að refur- inn myndi hirða af þeim veiðina. Ihugaði hann að skjóta upp í loftið til að fæla refinn frá, en vakti svo Friðrik við hliðina á sér og bað hann í guðs bænum að kíkja á þetta mál með sér. Karl segir að Friðrik hafi hrokkið upp af blundinum. gripið byssuna, litið í kringum sig, séð refinn, miðað, skotið og hitt beint í mark. Refurinn var dauður í fyrs- ta skoti af 30 metra færi. Nú mun gæsin bíða þess að verða matreidd en refurinn verð- ur stoppaður upp. Bændurnir í Villingaholti, þeir Helgi og Jón Gestssynir, sögðu að mjög óal- gengt væri að sjá ref á þessum slóðum, en þeir höfðu þó tekið eftir því að óvenjumikið var um dauðan mófugl þarna í kring, síð- ari hluta sumars og í haust. Engin andstaða við flokksstofnun Flokksstjómarfimdur krata í dag. Lagt fyrir íuiidiim að sam- þykkja skipulagstil- lögur um stofnun stjómmálaflokks, þar sem Samfylkingm er. Alþýðuflokkurinn heldur flokks- stjórnarfund í dag þar sem lagðar verða fyrir skipulagshugmyndir um nýjan stjórnmálaflokk, sem Samfylkingin er. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins, hefur að undanförnu farið um landið, haldið fundi og kynnt flokksfólki þessar hug- myndir, sem hefur verið vel tekið af flokksfólkinu. „Það sem við væntum af þess- um fundi er að fá samþykki fyrir því að Alþýðuflokkurinn fyrir sitt --é— Ieyti fallist á að þessari undir- búningsvinnu fyrir flokks- stofnun sé lok- ið og að flokk- urinn og Al- þýðuflokksfé- lögin í landinu ^ gangi tnn t _,... . 5 &r „ . Bjorgvmsson. Samfylkinguna. --- Flokksstjórnar- fundurinn getur afgreitt þetta en hann getur hins vegar ekki sam- þykkt að leggja Alþýðuflokkinn niður. Það verður að vera flokks- þing sem tekur hina endanlegu ákvörðun um það,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson í samtali við Dag í gær. Varaformaiuiskj ör Hann segist ekki eiga von á neinni andstöðu í Alþýðuflokkn- um við þetta mál. Hvergi þar sem hann kom og hélt fundi á Iand- inu, í fyrr nefndri fundaferð, hefði komið fram nein andstaða. Þvert á móti væri fólk afar áhugasamt fyrir þessari flokks- stofnun og þeir sem mæta á flokksstjórnarfundinn í dag eru vel upplýstir um málið og ekkert þar að lútandi á að koma þeim á óvart, að sögn Sighvats. Á þessum flokksstjórnarfundi verður kjörinn varaformaður Al- þýðuflokksins eins og áður hefur verið skýrt frá í Degi. Fastlega er gert ráð fyrir að Guðmundur Arni Stefánsson alþingismaður verði kjörinn varaformaður. Þó er vitað að þeir Pétur Jónsson borg- arfulltrúi og Jakob Magnússon tónlistarmaður hafa báðir áhuga á starfinu. Samkvæmt heimild- um Dags sækir enginn þeirra það svo fast að ná kjöri að úr verði varaformannsslagur. - S.DÓR Sighvatur Björgvinsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.