Dagur - 02.10.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 02.10.1999, Blaðsíða 5
Xfc^nr LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 - S FRÉTTIR L Vegagerð um Tj ör- nes veröur flytt HúsvíMngar segjast ima niðurskurði á hafnarframkvæmdiiin vegna jiess að vega- framkvæmdum um Tjömes verði flýtt. Áform ríkisstjórnar Davíðs Ods- sonar um frestun opinberra framkvæmda til þess að draga úr þenslu í þjóðfélaginu koma víða niður. Meðal þeirra framkvæmda sem fresta á eru viðamiklar hafn- arframkvæmdir við Húsavíkur- höfn, eins og Dagur hefur skýrt frá. Húsvíkingar eru ekki sáttir við að verið sé að fresta fram- kvæmdum við höfnina á Húsavík vegna þenslu á suðvesturhorni landsins en hins vegar hafa stað- ið yfir viðræður við samgöngu- yfirvöld um það hvenær fram- kvæmdum verður fram haldið. Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri á Húsavík, segir að Húsvík- ingar geti sætt sig við frestun á framkvæmdum við höfnina enda hafi það verið kynnt í tengslum Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík við ákveðnar breytingar í áfanga- skiptingu í vegagerð út á Tjör- nes. Varnargarðurinn mun sam- kvæmt þeirri breytingaráætlun hins vegar koma að notum haustið 2001, eins og núgildandi áætlun gerði ráð fyrir. Kostnað- aráætlun vegna brimvarnar- garðsins nemur 475 milljónum króna en því til viðbótar kemur kostnaður vegna stálþils upp á 130 milljónir króna og 70 millj- ónir króna vegna þekju á garð- inn, eða alls 675 milljónir króna. Verklok vegna vegar um Tjörnes eru hins vegar áætluð árið 2003 og þá verður komið bundið slit- Iag allt austur að Lundi í Oxar- firði, til mikilla hagsbóta fyrir Norður-Þingeyinga. „Rygging gijótvarnargarðsins í höfninni verður unnin í einum áfanga árið 2001 í stað þess að dreifa því á tvö ár. Það eru ýmis rök sem mæla með því, fram- kvæmdin verður hagkvæmari því það er fólginn í því aukinn kostn- aður að leggja út hálfan brim- varnargarð og ganga síðan frá endanum fyrir veturinn og opna síðan aftur að vori og keyra hann síðan út til fullnustu ári síðar. Það á að vinna í Tjörnesvegi næsta sumar og það er ljóst að ekki hefðu verið keyrðir um 50 þúsund rúmmetrar af grjóti úr Tjörnesnámunni við Máná eftir veginum á sama tíma og verið er að vinna í honum. Því hefði önn- ur hvor framkvæmdin þurft að færast til. Það sem við sjáum nú er aukinn kraftur í vegagerð út á Tjörnes þannig að um mitt ár 2001, þegar við þurfum að flytja allt þetta stórgrýti eftir veginum frá Máná, sem er stærsta grjótið og það síðasta sem fer utan á garðinn, verður það flutt eftir vegi með fullum burði og bundnu slitlagi. Það mun enn- fremur daga úr kostnaði við verkið, því verktaki þarf þá ekki að sæta þungatakmörkunum,“ segir Reinhard Reynisson, bæj- arstjóri á Húsavík. - GG STAK vill einnig 44% Formaður Stak segir Kristján ÞórJúlíusson hafa breytt um skoðun. Tillögur bæjar- ráðs Akureyrar um að hækka mánaðarlaun bæjarfulltrúa um liðlega 44%, eða úr 45 þús- und kr. í 65.000 þúsund krónur, vekur athygli Jakobínu Björns- dóttur, formanns Starfsmannafé- lags Akureyrarbæjar (STAK), og segir hún að bæjarfulltrúar hljóti að ætla öðrum launþegum Akur- eyrar sem eru að bera sig saman við höfuðborgarsvæðið, sömu umbun, þ.e. þessi hækkun gangi jafnt yfir alla. Þessi ákvörðun hljóti að benda til þess að hægt sé að greiða hærri laun. Jakobína segist hins vegar reikna með að það kosti STAK-félaga harða baráttu ef þeir eigi að gera sér vonir um 44% kauphækkun í næstu kjarasamningum, en samningar eru lausir 1. maí árið 2000. „Samkvæmt könnunum eru meðallaun á Akureyri lægri en í Reykjavík. Þetta hljóta að vera skilaboð til allra annarra at- vinnurekenda hér á svæðinu að svæðið verði ekki Iengur undir í samanburðinum við Hafnarljörð og Reykjavík. Nú sé lag að hækka launin.“ - GG Áhersluinunur til kröfugerda Efling áttar sig ekki á Samiðn og VR. Ekki hægt að auka kaup- mátt nema hækka launin. Ólíkur samn- ingstími innan Efl- ingar. Svo virðist sem töluverður áherslumunur sé að verða á af- stöðu stéttarfélaga til kröfugerða í komandi kjarasamningum. I það minnsta telur Halldór Björnsson, formaður Eflingar - stéttarfélags, að á fundum Samiðnar og Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur í vikunni hafi komið fram að fólk hafi það svo gott að það þurfi ekki að gera neinar kaupkröfur heldur fá ein- hverja aukningu kaupmáttar. Svo sé ekki hjá Eflingu. Halldór segist því ekki átta sig á því hvernig sé hægt að auka kaup- mátt öðruvísi en að hækka laun- in. Ef einhver kaupmáttaraukn- Halldór Bjömsson, formaður Eflingar. ing sé sótt til ríkisins þá sé það aðeins ávísun á skattahækkanir. Mismunandi gildistími Kjarasamningar Eflingar - stétt- arfélags renna út í febrúar nk. að undanskildum samningum Sóknar sem verða ekki Iausir fyrr en í október á næsta ári. Halldór Björnsson segir að vegna þessa hafi tvær leiðir verið ræddar. Annars vegar að semja til ein- hvers lengri tíma og reyna þá að semja við viðsemjendur Sóknar um einhverjar breytingar á þeirra samningi. Hins vegar að semja til skamms tíma, eða til árs þannig að samningar Sóknar og Eflingar verði lausir á svipuð- um tíma. Helstu viðsemjendur Sóknar séu ríki og borg. Ekkert verr en aðrir Stjórn Eflingar fundaði um síð- ustu helgi f Haukadal þar sem farið var yfir stöðu mála og hvernig félagsfólk hefur komið út úr gildandi samningum. Þar voru hins vegar ekki lagðar nein- ar línur vegna komandi kjara- samninga. Halldór Björnsson segir að þessi mál muni skýrast á næstunni. Hann segir að félags- fólk Eflingar hafi ekki komið neitt verr út úr þeim en aðrir, þótt vissulega hafi ýmsir hópar fengið viðbót með aukasamning- um eins og kunnugt sé. - GRi-i 3 milljónjr fyxir skattsvik Hæstiréttur dæmdi á fimmtudag mann til að greiða 3 milljónir króna í ríkissjóð vegna vanskila á virðisaukaskatti, sem Iagður var á Raf-Ós hf. og Raf-Ós ehf. á ár- unum 1993-1996 er hann var framkvæmdastjóri og formaður stjórnar beggja félaganna. Ekki var fallist á kröfu framkvæmda- stjórans um frávísun málsins. Hæstiréttur mildaði dóm héraðs- dóms sem hljóðaði upp á tveggja mánaða fangelsi. Akærði hélt því fram að rannsókn málsins hafi verið ófullnægjandi að því leyti, að félagið hafi átt verulegar ijár- hæðir í frádráttarbærri veltu, sem ekki hafi verið dregnar frá áður en virðisaukaskattur hafi verið á lagður. Greiði framkvæmdastjórinn ekki milljónirnar þrjár innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu hæstaréttardómsins þarf hann að sæta fangelsisvist í þrjá mánuði. Einnig þarf hann að greiða helm- ing málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti. - BJB Ný jpóstmiðstöð íslandspósts Islandspóstur opnar síðdegis í dag nýja póstmiðstöð við Stórhöfða í Reykjavík með aðstoð Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Mið- stöðin tekur við hlutverki núverandi póstmiðstöðvar í Armúla 25. Nýja miðstöðin er 5.700 fermetrar að stærð en gamla aðstaðan var um 3.500 fermetrar. Húsið er hannað af Arkitektum sf. í Skógarhlíð og aðalverktaki framkvæmda var ÓG Bygg. Forráðamenn íslands- pósts segja miðstöðina marka tímamót í starfsemi fyrirtækisins og að- staðan gefi möguleika á að innleiða nýjar og spennandi áherslur í þjónustu við viðskiptavini Islandspósts. Sigur lífsins gaf 45 mflljónir Fjársöfnun SÍBS, er bar heitið Sigur lífsins, lauk formlega í gær með því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók skóflustungu að Endur- hæfingarmiðstöð á Reykjalundi. Fyrir afrakstur söfnunarinnar, sem gaf 45 milljónir króna, verður byggingin reist. Þar verður göngudeild ólafur Raqnar Gríms- með fullkomnum þjálfunarsal og sérhæfðri son tók fy^u skóflu- sundlaug. stunguna að Endur- _ , - - hæfingarmiðstöð ígær. Samkaup kaupir Voruval ------------------------ Samkaup hf. hefur keypt verslunina Vöruval í Bolungarvík af Bene- dikt Kristjánssyni kaupmanni. Nýir eigendur hafa þegar tekið við rekstrinum og mun Benedikt stjórna versluninni áfram fyrir hönd Samkaups. Verslunin verður rekin með óbreyttu sniði fyrst um sinn en síðar í vetur mun hún bætast í hóp svokallaðra Sparkaupsverslana sem verða þá einnig á Suðurnesjum, Austfjörðum og í Reykjavík. Vöruval mun þá fá nýtt útlit og breyttan afgreiðslutfma. framkvæmdastj óri Svanhildur Kaaber hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og þingflokks VG. Hún tók formlega til starfa nú um mánaðamótin en hún hefur verið virk í stafi VG frá upphafi og er nú vara- formaður. Svanhildur var um árabil formaður Kennarasambands Islands. Steinþór Heiðars- son, sem verið hefur starfsmaður hreyfingar- innar frá upphafi og var kosningastjóri hennar á landsvísu sl. vor, starfar áfram fyrir flokkinn fram á næsta ár en þá hyggst hann snúa sér að frekara námi. - S.DÓR Svanhfldiir Svanhildur Kaaber.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.