Dagur - 02.10.1999, Qupperneq 9

Dagur - 02.10.1999, Qupperneq 9
 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 - 9 vera í þessu frumvarpi en þekkst hafi um langt árabil. TiiiilnmiK'im Og eftir meira en 20% árlega aukningu í fjárfestingum árin 1996-98 og síðan enga aukningu í ár og aðeins 2% spáða aukningu árið 2000 virðist sem „ljárfesting- arfylleríið" hafi náð hámarki (en endar vonandi ekki í „timbur- mönnum"). Frumvarpssmiðir segja frum- varpið líka leggja áherslu á aðhald í ríkisrekstrinum jafnframt því sem tekið sé á þeim umframút- gjöldum stofnana sem orðið hafi á þessu ári. Heilbrigðiskerfið endalaus hofuðverkur Rekstrarkostnaður heilbrigðiskerf- isins umfram heimildir segir frum- varpið vera helsta vandann á út- gjaldahUðinni.. /Vhersla hafi verið lögð á að greina þann vanda og til- lögur gerðar um 1,4 milljarða við- bótarframlög til að styrkja rekstur heilbrigðisstofnana. í frumvarpi til fjáraukalaga verði einnig lögð til veruleg hækkun á framlögum þessa árs. Ljóst sé að áfram verði að vinna að tillögum um hvernig brugðist verði við miklum og vax- andi útgjöldum í heilbrigðiskerf- inu. Möguleikar á breyttu rekstr- arformi séu m.a. til skoðunar ásamt auknu samstarfi og verka- skiptingu sjúkrastofnana, þannig að nýjungar og fjölbreytni fái not- ið sín. „M.a. verði skilið á milli hlutverks rfkisins sem kaupanda þjónustunnar annars vegar og veitanda hennar hins vegar.“ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir klipptu í sameiningu á borða þegar brúin yfir gatnamót Miklubrautar og Skeiðarvogs var vígð í gær. Einnig opnuðu þau formlega síðari áfanga tvöföldunar Suðurlandsbrautar milli Grensásvegar og Skeiðarvogs, ásamt undirgöngum við Skeiðarvog. - mynd: eól. Klippt á borðann Vegagerðin og Reykjavíkurborg stóðu sameiginlega að gerð mis- lægra gatnamóta við Skeiðarvog og brúarinnar yfir Miklubraut. Heildarkostnaður við verkið var 470 milljónir króna, þar af greiddi Vegagerðin 380 milljónir. Þess má geta að heildarumferð um gatnamótin er talin vera um 70 þúsund bílar á sólarhring. Verktakar við framkvæmdina voru Arnar Kristjánsson ehf., Völur hf. og Sveinbjörn Sigurðs- son hf. Aðalhönnun var í hönd- um Línuhönnunar hf. Tvöföldun Suðurlandsbrautar kostaði borgina 95 milljónir króna. Verktaki þar var Háfell ehf. Þá fjármagnaði Reykjavíkur- borg gerð undirganga við Suður- landsbraut sem kostuðu 45 milljónir króna. Göngin tengja Mörkina við Skeifuna. Völur hf. sá um gerð ganganna. Þess má geta að í tengslum við þessar framkvæmdir stóðu fyrir- tækin við Mörkina fyrir fjöl- skylduhátið í gær. Boðið var upp á skemmtiatriði, veitingar, tón- Ieika með Skítamóral og flug- eldasýningu. Hátíðarhöldin í Mörkinni halda áfram í dag. Auðlindanefhdin á endasprettinum Jóhannes Nordal, for- maður auðlinda- nefndarinnar, segir nefndarmenn stefna á að skila skýrslu um eða upp úr næstu ára- mótum. Þjóðardeilan um auðlindagjald endurspeglast í uefndinni, segir Lúð- vík Bergvinsson al- þingismaður. Auðlindanefndin svokallaða, sem skipuð var til að gera tillög- ur um hvernig staðið skuli að nýtingu auðlinda landsins, von- ast til að skila skýrslu um eða uppúr næstu áramótum. Stóra málið þar er að sjálfsögðu fisk- kvótinn og sú spurning hvort upp skuli tekið auðlindagjald við úthlutun hans. Jóhannes Nor- dal, fyrrum bankastjóri Seðla- bankans, er formaður nefndar- innar. Hann var í gær spurður hvort von væri á því að nefndin fari að ljúka störfum og skila lokaskýrslu? „Það hefur ekki verið ákveðið ennþá hvenær við skilum loka- skýrslunni af okkur. Við skiluð- um bráðabirgðaskýrslu og ýms- um gögnum í mars sl. Þá var reiknað með að við reyndum að koma verkinu langt á þessu ári Jóhannes Nordal, formaður nefndarinnar. og ég vonast til að okkur takist það. Eg er að gera mér vonir um að okkur takist að skila einhverj- um niðurstöðum, ég fullyrði ekki lokaskýrslu, um eða upp úr næstu áramótum,“ sagði Jó- hannes. Hann segir að mikil vinna hafi farið fram í nefndinni og að hún hafi safnað miklum gögnum og þau verið rædd. Hann sagðist telja að verkinu hafi miðað eðli- Iega áfram. Ágremingui uin auðlinda- gjald Lúðvík Bergvinsson alþingis- maður á sæti í auðlindanefnd- inni. Hann segist ánægður með þá vinnu sem þar hafi farið fram sem og öll vinnubrögð innan nefndarinnar. . „Við erum hins .vegan ^ikkert Lúðvík Bergvinsson, nefndarmaður. farin að ræða í neinni alvöru um niðurstöður. Það er fyrst og fremst undirbúningsvinna sem fram hefur farið til þessa," segir Lúðvík. Stóra málið sem nefndin glím- ir við er hið mjög svo umdeilda auðlindagjald, kvótasala eða hvað menn vilja kalla það. Að Msu er mikill meirihluti þjóðar- innar fylgjandi kvótagjaldi, ef marka má fjölmargar skoðana- kannanir þar um, en sægreifa- valdið í landinu er sterkt og mál- ið því hið erfiðasta. „Auðlindagjald í sjávarútvegi er auðvitað bið stóra ágreinings- mál í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna er það fullkomlega eðlilegt að sá ágreiningur endur- speglist í auðlindanefndinni,“ sagði Lúðvík Bergvinsson. . - . . ...........—S.DÓR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.