Dagur - 02.10.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 02.10.1999, Blaðsíða 10
PP«n v >« h u- m n c nin f‘ n n i> ,> n t i Rússar komnir inn í Téténíu RUSSLAND - Rússnesk stjómvöld staðfestu í gær fréttir af því að rúss- neski herinn sé byijaður að fikra sig inn í Téténíu, en það þykir merki um að brátt muni bardagar á landi hefjast þar. Sergejev utanríkisráðherra sagði markmið hersins vera að tryggja ákveðið öryggisbelti meðfram landamærunum, en vildi ekki útiloka að herinn ætli sér að halda áfram allt til Grosní, höfuðborgar Iandsins. Loftárásir Rússa á Téténíu hófust fyrir tíu dögum. Ætla að umkrmgja ftna hverfið JÚGÓSLAVÍA - Stjórnarandstæðingar í Júgóslavíu hyggjast breyta um aðferðir við að láta andstöðu sína við stjóm Slobodans Milosevic í ljós, eftir að lögreglan hefur í tvígang beitt valdi gegn mótmælendum, sem ögmðu stjómarherrunum með því að ganga inn í hverfið Dedinje í Belgrað, en þar búa m.a. Slobodan Milosevic og fleiri ráðamenn. Nú ætla mótmælendumir ekki að fara í mótmælagöngu, heldur loka umferð- inni inn í hverfið með bílum. Elementin og orkustöðt’arnar Samspil orkti og htigar Sköpunarorkuna í dansi og jóga Opnun á œðra sjálfi í hugleiðslu Snertijóga Gleði og kœrleika Kennart Kristbjörg Kristmundsdóttir Námskeiðið verður haldíð: 15.-17. oktober nk. að Glerárgötu 32 Akureyri. Vpþlýsingar og skráiiing i símum: 557 3913 og 861 1373. Samráðsvettvangur um gerð Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að vinna rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Markmið Rammaáætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti vatnsafls og jarðvarma. Tekið verður tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis virk- janahugmynda, samhliða því að skilgreina, meta og flokka áhrif þeirra á náttúrufar og náttúru- og menningarminjar. f þessu sambandi verður einnig litið á hagsmuni allra þeirra sem nýta viðkomandi svæði. Skipuð hefur verið sérstök Verkefnisstjórn til að vinna að þessu verkefni. Fjórir faghópar munu starfa með Verkefnisstjórn og skoða einstaka þætti þeirra virkjanahugmynda sem lagðar verða fram til mats. Skráning félaga og samtaka Stjórnvöld leggja áherslu á að halda uppi samráði við almenning og félagasamtök á meðan unnið er að gerð Rammaáætlunarinnar. í þes- sum tilgangi hefur Landvernd verið falið að koma á virkum sam- ráðsvettvangi. Til að stuðla að uppbyggingu slíks samráðsvettvangs óskar Landvernd eftir því að frjáls félög og samtök sem hafa hug á að fá reglulega upplýsingar um framvindu verkefnisins sendi beiðni þess efnis til Landverndar. í tilkynningunni þarf að koma fram nafn, heimilisfang og netfang viðko- mandi félags eða samtaka auk nafns þess einstaklings sem er tengiliður vegna þessa verkefnis. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn laugardaginn 16. október nk. kl. 14.00-16.00 í fundarsal sem heitir Náman í Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands (við Tæknigarð, Dunhaga 5), og með fjarfundabúnaði á Akureyri (Háskólanum, Þingvallastræti, stofu 16), Egilsstöðum (Menntaskólanum), Höfn í Hornafirði (Fjarfundaverið í Framhaldsskólanum) og á fsafirði (Þróunarsetur Vestfjarða, Árnagötu 2-4). Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir tilgangi og markmiðum Rammaáætlunarinnar, skipulagi og stjórnsýslu verkefnisins, þróun aðferða við mat á virkjunarhugmyndum og rannsóknum sem unnið er að vegna þessa verkefnis. Landvernd - Samráðsvettvangur Landvernd, Skólavörðustíg 25,101 Reykjavík Sími: 552 5242 Netfang: landvernd@landvernd.is Tk^ur' Afjiiælisiiátírt með heriirn í aðalhlutverki Zhu Rongji segir að vegna afskipta Banda- ríkjamanna sé stríð við Taívan orðið nán- ast óhjákvæmilegt. Kinverjar héldu upp á það með pomp >g pragt í gær að fimmtíu ár væru liðin frá því Mao Zedong lýsti yfir stofnun Kínverska Al- þýðulýðveldisins. Sjálf alþýðan fylgdist einkum með þessum hátíðarhöldum í sjónvarpinu, en á Torgi hins himneska friðar í Beijing voru saman komnir um 500.000 manns, þar á meðal allir helstu ráðamenn landsins ásamt úr- valssveitum kínverska hersins, sem sýndu bæði leikni sína í lík- amsæfingum og nýjustu og bestu stríðsvopnin. Oryggis- gæsla var gríðarlega mikil, torgið var vandlega lokað af og þess vandlega gætt að enginn óhoð- inn kæmist inn á svæðið. Hersýningin var sú stærsta sem sett hefur verið á svið í hálfrar aldar sögu Alþýðulýð- veldisins. 400 skriðdrekar og far- artæki með kjarnorkuflugskeyt- um og sprengjuvörpum óku yfir torgið og orrustuþotur, sprengju- flugvélar og þyrlur flugu yfir höfðum mannfjöldans. „Kínverska þjóðin hefur aldrei borið höfuðið jafn hátt né notið jafn mikillar athygli alls um- heimsins eins og í dag,“ sagði í leiðara helsta dagblaðs kínverska Kommúnistaflokksins, Dagblaði alþýðunnar. I hátíðarræðu sinni boðaði Ji- ang Chemin, forseti Kína, að mikil verkefni væru framundan, hvatti þjóðina til að sýna dugnað sinn í verki og sagði stjórnvöld stefna á viðamikla „sósíalíska nútímavæðingu“ á næstu árum. Jafnframt Iofaði hann „glæstan árangur“ eftir hálfrar aldar sögu Alþýðulýðveldisins og sagði: „Reynslan hefur sýnt svo ekki verður um villst að sósíalisminn er eina leiðin til að bjarga og halda áfram þróuninni í Kína.“ Einnig vék hann að Taívan í ræðu sinni og sagði að Kínveijar myndu halda áfram þeirri stefnu sinni, sem gerir ráð fyrir „frið- samlegri sameiningu og að ríkið sé eitt, en kerfin tvö“ líkt og gerðist þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong og Macao. Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, notaði hins vegar tækifær- ið í hátíðarræðu sinni í gær m.a. til að gagnrýna Bandaríkin vegna afstöðu þeirra til Taívans. Sagði hann að stuðningur Bandaríkj- anna við Taívan hafi orðið til þess að efla kjarkinn í Lee Teng- hui, forsætisráðherra Taívans, sem noti hvert tækifæri sem gefst til að færa sig upp á skaft- ið. Nú sé svo komið að stríð milli Taívans og Kína sé nánast óhjá- kvæmilegt, allt vegna afskipta Bandaríkjamanna, segir Zhu Rongji. Ohugur í Japönum Kjamorkuslys eru ekkert nýmæli í Japau. Hættuástandi var aflýst að hluta til í Japan í gær og hundruð þús- und manna fengu Ieyfi til að fara aftur heim til sín, en meira en 300.000 manns voru beðnir um að rýma heimili sín á fimmtudag vegna hættu á geislavirkni í kjöl- far kjarnorkuslyssins sem varð í úranvinnslustöð í Tokaimura, skammt norður af Tókíó. Hins vegar var enn talið ríkja hættuástand í sjálfri vinnslustöð- inni og næsta nágrenni hennar, og þangað fékk enginn Ieyfi til að fara nema þeir sem unnu að því að koma ástandinu aftur í viðun- andi horf. Þetta er alvarlegasta kjarnorku- slys sem orðið hefur í Japan. Þrír starfsmenn úranvinnslustöðvar- innar urðu fyrir það mikilli geisl- un að þeir liggja nú á sjúkrahúsi, þar af voru tveir taldir vera í Iífs- hættu. Slysið hefur valdið töluverðum óhug meðal Japana, en auk þre- menninganna urðu 49 manns fyr- ir geislun en þurftu þó ekki að Ieggjast inn á sjúkrahús. Mannleg mistök ollu slysinu, og barst geislavirk lofttegund út í and- rúmsloftið. Stjórnvöld viður- Japanskir Grænfriðungar krefjast þess að úranvinnslustöðinni verði lokað. kenndu einnig í gær mistök sem ollu því að viðbrögð við slysinu urðu ekki nógu hröð. Kjarnorkuslys eru samt sem áður ekki ýkja óalgeng í Japan. Þetta er annað kjarnorkuslysið sem á sér stað þar á þessu ári, en þann 12. júlí í sumar brast rör í kjarnorkuveri í Tsuruga. Yfirvöld halda því fram að engin geisla- virkni hafi þó borist út í andrúms- loftið þá. Árið 1998 varð eitt kjarnorku- slys í Japan, þann 6. apríl, og þurfti þá að loka einum kjarna- ofni eftir að kælipumpa hætti að virka. Þrjú kjarnorkuslys urðu árið 1997, og urðu 37 verkamenn fyr- ir geislavirkni í einu þeirra. Árið 1995 varð eitt kjarnorkuslys í Jap- an. - GB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.