Dagur - 14.10.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 14.10.1999, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 - 3 Er drottning í heiðinni Hjdnin á Læk í Ölfusi hafa ekki setið auðiun höndum. Hafa plantað 80 þúsund plöntum síðustu árin. „Yndis- leg vinna,“ segir Hrönn á Læk. Hjónin Hrönn Guðmundsdóttir og Hjörtur Jónsson á Læk í Ölf- usi hafa ekki setið auðum hönd- um undanfarið. Þau hófu skóg- rækt á óræktuðu landi fyrir tveimur árum og eru nú búin að planta um 80 þúsund skógarplöntum í um 90 hektara lands, sem liggur ofan Læks. Frábært samstarf við Suður- landsskóga „Við byrjuðum nú eiginlega 1997,“ segir Hrönn. Þá gerðum við tilraunaplöntun í samvinnu við Suðurlandsskóga með um 3500 plöntur og kom það ágæt- Iega út. Arið eftir hófum við síð- an plöntun af fullum krafti. Við höfum bæði plantað í óunnið land og eins höfum við látið herfa landið með svokölluðu TTS - herfi, en það myndar einskonar rastir, sem gróa fljótt upp aftur. Það hefur gefið góða raun. Ég hef átt mjög gott samstarf við Suðurlandsskóga og starfsfólkið þar er frábært, hvað varðar ráð- gjöf og ýmsar úrlausnir sem við höfum leitað til þeirra með.“ Hjónin Hrönn Guðmundsdóttir og Hjörtur Jónsson á Læk í Ölfusi á sínum fjaiiabíi, þar sem þau hafa með skógrækt búið sér til sannkallaðan unaðsreit. Vil stofna skógræktarfélag Það er auðséð að þau hjónin eru eins og fósturforeldrar allra plantnanna og liggur við að þau þekki hverja plöntu, svo mikil alúð er lögð við starfið. „Ég er svo lfka búin að vera að planta ann- arsstaðar, og hef nú plantað í það heila rúmlega 200.000 plöntum með hjálp ýmissa sem komið hafa mér til aðstoðar," segir Hrönn. „Ég myndi hafa áhuga á að stofna skógræktarfélag í Ölf- usi og það eru margir sem hafa áhuga á því. Ég held að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær það verður gert, en ég held að því fyrr sem skógræktar- félag er stofnað því betra." Á mér draumsýn Hrönn horfir yfir svæðið sem hún er búin að planta í. „Þetta er yndisleg vinna og ég upplifi mig eins og drottningu hér uppi á heiðinni, þar sem trén eru þegn- arnir mínir. Ég er svo heppin, að eiga mér draumsýn, sem ég sé fram á að rætist, en það er að sjá þessar litlu plöntur verða að skógi.“ - HS „Er svo heppin, að eiga mér draumsýn, sem ég sé fram á að rætist, en það er að sjá þessar litlu plöntur verða að skógi, “ segir Hrönn. myndir: hs „Hef plantað í það heila rúmlega 200.000 plöntum, “ segir Hrönn. Saga memungarseturs Ut er að koma saga Skdgaskóla undir EyjafjöUiim, sem lagði upp laupana í vor eftir fimmtíu ára farsælt starf. Jón R. Hjálmarsson, lengi skólastjóri þar, ritar bókina. Á næstu vikum kemur út bókin Menningarsetrið í Skógum, þar sem Jón R. Hjálmarsson á Sel- fossi mun rekja sögu Skógaskóla undir Eyjafjöllum. Sagan er frá árinu 1949, þegar Héraðsskólinn í Skógum var stofnaður, og fram á þetta ár þegar skólastarfi í Skógum var hætt. Bókin verður um 180 blaðsíður og er í stóru broti, en í henni eru birt skóla- spjöld með myndum af nemend- um flestra ára sem skólahald var í Skógum. „Ég held að Skógaskóli hafi verið góður skóli,“ segir Jón R. Hjálmarsson, sem var skólastjóri í Skógum í nítján vetur. „Skólinn hafði tiltrú fólks, ekki síst for- eldra sem voru virkilega öruggir með börnin sín þegar þeir sendu þau til náms í Skógum. Það var líka einkennandi að nemendur náðu góðum árangri, bæði í skól- anum sjálfum og eins þegar út í lífið kom.“- Skógaskóli var hér- aðsskóli frá 1949 og fram til 1991, er hann var gerður að framhaldsskóla. Þegar best lét voru nemendur í Skógum á bilinu 100 til 120 og var aðsóknin mikil. Komu nem- endur í skólann víða að. Síðan fækkaði þeim ár frá ári og þegar komið var fram á síðasta ár þótti einboðið að hætta skólahaldi, svo lítil var aðsóknin orðin. - Áætlan- ir eru uppi um að skólahúsinu í Skógum verði í næstu framtíð fundið nýtt hlutverk, til dæmis tengdu Byggðasafninu, en náin samvinna hefur alla tíð verið milli þess og skólans. Útvaip Suóurlands FM 96,3 & 105,1 Fimmtudagurinn 14. október 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland Sigurgelr Hilmar 09:00-12:00 Eyjólfur Guðrún Halla 12:00-13:00 Með matnum Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferð og flugi Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands Soffía M. 19:00-22:00 Sem sagt Svanur Bjarki 22:00-01:00 Kvöldsigling Kjartan Björnsson Föstudagurinn 15. október 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland Sigurgeir Hilmar 08:20-09:00 Svæðisútvarp Suðurlands Soffía Sigurðardóttir 09:00-12:00 Eyjólfur Guðrún Halla 12:00-13:00 Með matnum Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferð og flugi Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands Soffía Sigurðardóttir 19:00-20:00 íslenskir tónar Jóhann Birgir N 20:00-22:00 Dýsel Unnar Steinn 22:00-01:00 Lífið er Ijúft Valdimar Bragason Laugardagurinn 16. október 09:00-12:00 Morgunvaktin Guðrún Halla 12:00-13:00 íslenskt tónlistarhádegi Jóhann Birgir 13:00-16:00 Vanadlsin Svanur Gísli 16:00-19:00 Tipp topp Jón Fannar 19:00-22:00 Draugagangur Kiddi Bjarna 22:00-02:00 Bráðavaktin Skarphéðinn Sunnudagurinn 17. október 09:00-10:00 Heyannir Sofffa Sigurðardóttir 10:00-12:00 Kvöldsigling (e) Kjartan Björnsson 12:00-15:00 Tóneyraö Skarphéðinn 15:00-17:00 Árvakan Sofffa M. Gústavsdóttir 17:00-19:00 Davíðssálmar Davíð Kristjánsson 19:00-20:00 íslenskir tónar Jóhann Birgir 20.00-21:00 Elvis frá A-Ö Jói og Halli 21:00-22:00 Spurningakeppni HSK Valdimar Bragason 22:00-24:00 Spáðu í mig Gestur og Lilja Mánudagurinn 18. október 07:00-09:00 Góðan dag Suðuriand Sigurgeir Hilmar 09:00-12:00 Eyjólfur Guðrún Halla 12:00-13:00 Spurningakeppni HSK (e) Valdimar Bragason 13:00-14:00 Heyannir(e) Soffía Sigurðardóttir 14:00-17:00 Rjómagott Gulli Guðmunds 17:00-19:00 Á ferð og flugi Valdimar Bragason 19:00-22:00 Bleika tunglið Fannar 22:00-24:00 Dag skal að kveldi lofa Þriðjudagurinn 19. október 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland Sigurgeir Hilmar 09:00-12:00 Eyjólfur Guðrún Halla 12:00-13.00 Með matnum Tölvukallinn 13.00-17.00 Rjómagott Gulli Guðmunds 17:00-19:00 Á ferð og flugi Valdimar Bragason 19:00-22:00 Skeggjaða beljan Vignir Egill 22.00-24.00 Þungarokkið Jón Hnefill Miðvikudagurinn 20. október 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland Sigurgeir Hilmar 09:00-12:00 Eyjólfur Guðrún Halla 12:00-14:00 Árvakan (e) Sofffa M. Gústavsdóttir 14:00-17:00 Rjómagott Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferð og flugi Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands Sofffa M. 19:00-22:00 Sportröndin Fanney og Svanur Bjarki 22:00-24:00 Meira en orð Sigurbjörg Grétarsd. Fimmtudagurinn 21. október 07:00-09:00 Góðan dag Suöurland Sigurgeir Hilmar 09:00-12:00 Eyjólfur Guðrún Halla 12:00-13:00 Með matnum Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferð og flugi Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands Soffia Sigurðardóttir 19:00-22:00 TP 3 Svanur Bjarki 22:00-01:00 Kvöldsigling Kjartan Björnsson sprungu-, leka- og múrviðgerðum VIÐGERÐIR OG VIÐHALD FASTEIGNA ER OKKAR FAG LEITIÐ TIL VIÐURKENNDRA FAGMANNA! Husaklæðningp SÍMATÍMIMILLIKL 10.00-13.00 555 1947 • FAX 555 4277 • 894 0217

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.