Dagur - 28.10.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 28.10.1999, Blaðsíða 1
1 Ranns óknar s etrið í Eyjum fimm ára Á fimm ára afmæli Rannsóknarseturs Háskóla íslands í Eyjum. Á myndinni eru, frá vinstri talið: Úlafur Elíasson, Arnar Sigurmundsson, Gísli Pálsson, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Nanna Þóra Áskelsdóttir og Þór Vilhjálmsson. Eyjavefurinn er eitt þeirra verkefna sem ýtt er úr vör á iiunn ára af- mæli Rannsdknarset- urs Háskóla íslands í Eyjum. Efling og þró- un rannsókna í byggð- um landsins, verkefni Setursins. I síðustu viku voru fímm ár liðin fVá því að Rannsóknarsctri Há- skóla Islands í Vcstmannaeyjum var komið á fót í samráði við Há- skóla Islands og Vestmannaeyja- bæ. „I því endurspeglast vilji Há- skólans og nokkurra rannsóknar- stofnana til þess að efla rannsókn- ir og þróun í byggðum Islands," eins og segir í samantekt um starf- semi Rannsóknarsetursins síðast- liðinn fimm ár. Forstöðumaður Rannsóknarsetursins er Páll Mar- vin Jónsson, en hann er jafnframt útibússtjóri háskóladeildarinnar. í tilefni af þessum tímamótum var boðið til móttöku í Rannsóknar- setrinu síðast liðinn föstudag og mætti þar margt góðra manna úr háskólasamfélaginu, en meðal gesta voru Páll Skúlason rektor HI, Jóhann Sigurjónsson for- stöðumaður Hafró, Þorsteinn Ingi Sigíússon formaður samstarfs- nefndar HI og Vestmannaeyja, þingmenn og starfsmcnn slofnun- Endurreisnar- félag á Eyrar- bakka Unnið er þessa dagana að stofn- un Endurreisnarfélags á Eyrar- bakka, sem hefur að markmiði að efla byggðarlagið á ýmsa lund. Það eru Eyrbekkingarnir Friðrik Erlingsson rithöfundur og Þórir Erlingsson veitingamaður sem vinna að stofnun félagsins, sem á að komast á Iaggirnar á næst- unni. Innan félagsins verða starf- andi íbúaráð, umhvcrfisráð, hús- friðunar- og minjaráð, handverks- og listaráð og ferðaþjónusturáð. Allir félagsmenn verða starfandi í einhverju af þessum ráðum og einn úr hvetju ráði situr síðan í stjórn sem tekur endanlegar ákvarðanir og er tengiliður við sveitarstjóm Arborgar. „Að færa gamla miðhæjarkjarn- ann í þann stíl sem var um síð- ustu aldamót er eitl af baráttu- málunum. Okkur finnst þetta spennandi verkefni og möguleik- arnir sem fylgja því óhemju mild- ir,“ segja þeir Þórir og Friðrik í samtaíi við Dag. - sjd ndnar bls. 2. arinnar. Komið var á fót samstarfsnefnd Háskóla Islands og Vestmanna- eyja sem hefur unnið að stefnu- mótun og stjómun en í nefndinni eiga sæti Þorsteinn I. Sigfússon stjórnarfomaður, sem er fulltrúi Háskólaráðs, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, Gísli Már Gíslason prófessor, Gísli Pálsson prófessor, Hafsteinn Guðfinnsson forstöðu- maður, Sighvatur Bjarnason, og Sigmar Hjartarsson forstöðumað- ur. Um skilgreind markmið Seturs- ins var tekið mið af því að gera það að útstöð Fláskólans, einkum á sviði náttúmrannsókna og skyldra þátta í samspili manns og sjávar. Ahersla var lögð á miðlun þekk- ingar til samfélagsins í Eyjum og til háskólastúdenta og víðar með hjálp nýjustu upplýsingatækni. I Rannsóknarsetrinu hefur verið boðið upp á aðstöðu til meistara- verkcfna, sem hafa verið unnin á breiðu sviði frá hagræðingu í frystihúsum til fiskifræði sjó- manna. - Stofnarnir innan Rann- sóknarsetursins eru fímm og hafa á að skipa um fjórtán starfsmönn- um, sem eru ýmist í verkefna- tengdri vinnu eða fastráðnir for- stöðumenn, sérfræðingar, eða al- mennir starfsmenn viðkomandi stofnanana. A fimm ára afmælinu bárust Setrinu ýmsar bókagjafir og heilla- óskir. Má þar nefna allar útgáfu- bækur Háskólaútgáfunnar og rannsóknarit Hafró og ýmislegt fleira. Einnig var tilkynnt að ákveðið hafi verið að veita styrk til bandarísks háskólstúdents, sem ynni að rannsóknum við Setrið er tengdist samspili manns og hafs í Vestmannaeyjum. Styrkur þessi verði veittur í samvinnu við Full- bright stofnunina, en hann mun verða kenndur við sendiherrahjón Bandaríkjanna á Islandi, Ambassador and Mrs. Day Olin Mount Fellowship, en þeim hefur verið einkar hlýtt til Eyja ogY mikl- ir aufúsugestir þar. Eitt af þeim verkefnum sem ákveðið hefur verið að ýta nú úr vör er á sviði gangvirkrar marg- miðlunar og fengið hefur nafnið Eyjavefurinn. Þetta verður alhliða upplýsingavefur, sem unninn verður í samráði við Rannsóknar- setrið og hefur Sparisjóður Vest- mannaeyja ákveðið að styrkja verkefnið nú eða þann hluta þess sem að Vestmannaeyjum snýr í til- efni af 100 ára ártíð Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrum sparisjóðs- stjóra og skólastjóra Gagnfræða- skólans í Eyjum. Það er Gísli Páls- son, prófessor og forstöðumaður Mannlræðistofnunar Háskóla Is- lands, sem stýra mun þeirri vinnu. Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Úlfuss. Hörfeyg- inghag- kvæm Unnið hefur verið að hag- kvæmnisathugun á vatnsfeyg- ingu hörs hér á landi og ráðgert að setja upp verksmiðju í Þor- lákshöfn. Fyrstu vísbendingar um arðsemi feygingarverk- smiðju gefa til kynna að fýsilegt geti verið að setja á fót slíka verksmiðju hér á landi, hvort sem notaður yrði íslenskur hör eða innfluttur. „Við tökum vel á móti öllum tækifærum sem bjóðast. Þetta hefur heilmikil áhrif, bæði bein og óbein, þannig að við erum mjög spennt fyrir því að fá svona fyrirtæki inn í bæinn,“ segir Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölfuss, en ákveðið hefur verið að sveitarfélagið Ieggi eina millj- ón króna fram sem hlutafé í undirbúningsfélagið. Hvert framhaldið verður veltur síðan á árangri af tilraunum sem frani- kvæmdar verða. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í vikunni að Orkuveita Reykjavíkur taki þátt í stofnun undirhúningsfé- lagsins. Vatnið nukilvægt Það er fyrirtækið lslensk Ný- sköpun sem kannað hefur rekstrarlega hagkvæmni feyg- ingarverksmiðju og meðal þess sem fram kemur í skýrslu um verkefnið er að hvcrgi í Evrópu sé hægt að framkvæma vat.ns- feygingu með sarna hætti o; v á Iandi, meðal annars >na þess að vatn er ekki til staoar í þeim mæli sem þarf og þét ! !i víðast hvar of mikið fyrir lilra. i skólp sem til verður í fram- Ieiðslu af þessu tagi. Talið er að fjölmargir notkunarmöguleikar blasi við, þar sem hör og aðrar náttúrutrefjar eru grunnhráefni í ýmsar iðnaðar- og neysluvörur. Tilraunir með ræktun á hör sem gerðar hafa verið á vegum land- búnaðarráðuneytisins og sunn- lenskra hænda gefa vísbendingu um að unnt sé að rækta hann í miklu magni hér á landi. - HI / þessari viku hafa nemendur í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands unnið á vikublaðinu Fréttum undir öruggri handleiðslu starfsmanna þar. Þetta er í fjórða sinn sem nemendur deildarinnar gera vfðreist til Eyja til að komast í nokkurt samband við starfið. Myndin er tekin af nokkrum nemanna ásamt Guðbjörgu HHdi Kolbeins, lektor i fjöl- miðlafræði, rétt áóur en haldið var um borð í Herjólf í Þorlákshöfn sl. sunnudag. | i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.