Dagur - 28.10.1999, Síða 4
4 — FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
i.
SIJÐURLAND
Úr leikritinu lllum feng, sem Leikfélag Selfoss frumsýnir á næstu dögum.
Leikfélag Selfoss
sýnir fllan feng
Litla leiMmsiö á Sel-
fossi iðar nú af lífi, en
þar verður hin kol-
svarta kómedía Illiir
fengur eftir Joe Orton
framsýnt innan
skamms.
Leikfélag Selfoss æfir nú af full-
um krafti kolsvarta kómedíu sem
nefnist Illur fengur eftir Joe
Orton. Æfingar hafa staðið yfír
frá miðjum september og gengið
mjög vel að sögn aðstandenda.
Leikritið segir frá manni sem
hefur misst konu sína, hjúkrunar-
konunni sem annaðist konu hans
í veikindunum, syni hans sem
hefur ýmislegt annað fyrir stafni
en að syrgja móður sína og frá
starfsmanni útfararstofu sem
jafnframt er vinur sonarins. Inn í
söguna fléttast bankarán sem vin-
irnir standa fyrir og þær aðferðir
sem þeir nota til að koma fengn-
um undan. Að sjálfsögðu kemur
lögreglan við sögu og er lögreglu-
foringinn Trescott fyrirferðarmik-
ill í fVamvindu verksins og einnig
kemur bráðfyndinn aðstoðarmað-
ur hans við sögu.
Höfundinum fátt heilagt
Höfundinum er fátt heilagt, gerir
ískalt grín að hefðum og viðtekn-
um venjum og eru dásamlegir
orðaleikir aðall hans ásamt
skemmtilegum fléttum og kvik-
indislegum skotum á mannlegt
eðfi. Sex leikarar taka þátt í upp-
setningunni, flestir þrautreyndir
hjá Leikfélagi Selfoss og allir
státa af töluverðri sviðsreynsiu.
Auk þeirra vinna að sýningunni
aðrir 15 féiagar. Leikstjórinn
Oddur Bjarni Þorkelsson hefur
undanfarin tvö ár sett upp verkin
Að eilífu með Leikfélagi Dalvíkur,
Rocky Horror með Framhalds-
skólanum á Húsavík og My fair
lady með Leikfélagi Fljótsdalshér-
aðs. Hann fer frá Leikféfagi Sel-
foss til Freyvangsleikhússins, þar
sem hann mun setja upp Fló á
skinni og þaðan beint til Leikfé-
lags Húsavíkur, þar sem hann
mun setja upp nýtt verk skrifað
fyrir félagið í tilefni af 100 ára af-
mæli þess.
Fnunsýnt 4. nóvember
Frumsýning á Illur fengur verður
í litla leikhúsinu við Sigtún á Sel-
fossi fimmtudaginn 4. nóvember
kl. 20:30 og önnur sýning sunnu-
daginn 7. nóvember á sama tíma.
Miðasölusíminn er 482 2787 og
einnig fer miðasala fram í Leik-
húsinu frá klukkan 18:00 sýning-
ardaga.
Lögmeim þjóna verkalýðnum
Þjónustuskrifstofa vcrkalýðsélag-
anna á Súðurlandi og Lögmenn
Hafnarstræti 20 ehf. í Reykjavík
hafa tekið upp samstarf. Mun
lögfræðiskrifstofan verða með
viðtalstíma fyrir félagsmenn
verkalýðsfélaganna annan hvern
þriðjudag og munu lögmenn
skrifstofunnar svara þar spurn-
ingum félagsmanna um öll þau
lögfræðilegu álitaefni sem vakna.
Þjónusta þessi er endurgjaldslaus,
nema hvað félagsmenn þurfa að
greiða fyrir þjónustuna ef lög-
mennirnir taka að sér mál fyrir
viðkomandi. Hinir sömu fá þá
verulegan afslátt af taxta skrifstof-
unnar. Þeir lögmenn sem annast
þessa þjónustu er Björn L. Bergs-
son hrl., Jóhann Halldórsson hdl.
og Astráður Haraldsson hrl.
Afhendir landgræðsluverðlaun
Guðni Agústsson Iandbúnaðarráðherra mun á morgun,
föstudag, aflienda í Gunnarsholti landgræðsluverðlaun-
in 1999. I frétt frá Landgræðslu ríkisins segir að til að
ná settum markmiðum um gróðurvernd og landbætur
leggi stofnunin mikla áherslu á fræðslu, kynningu og
þátttöku almennings í landgræðslustarfi. Hlutverk land-
græðsluverðlaunanna sé að kynna og efla enn frekar
sjálfboðaliðsstarf sem unnið er víða um land í þessum
efnum, en þrír aðilar hljóta verðlaunin í ár. Sérstök dóm-
nefnd velur þá sem verðlaunin hljóta, en nefndina skipa
Magnús Jóhannesson, Sigurgeir Þorgeirsson, Nfels Arni
Lund, Sigurður Þráinsson og Sveinn Runólfsson. -SBS.
Guðni
Ágústsson,
landbúnaðar-
ráðherra.
Sleipnismenn komnir áfram
Lið Hestamannafélagsins Sleipnis sigraði lið Ungmennafélagsins
Trausta undir Vestur-Eyjafjöllum með 1 5 stigum gegn 5 í 16-liða úrslit-
um í spumingakeppni HSK og Ut-
varps Suðurlands sl. sunnudag. I
liði Sleipnins voru Sverrir Agústs-
son, Gylfi Þorkelsson og Guðmund-
ur Stefánsson. I liði Trausta voru
þeir Svanur Bjarki Ulfsson og bræð-
umir Sigurður Ottó og Rúnar Már
Kristinssynir. Spumingakeppnin
heldur áfram á sunnudag kl. 21.00,
Lið Hestamannafélagsins Sleipnis, en |,.j mætast Ungmennafélagið
sem komið er í undanúrslit í spurn- ingólfur og Hestamannafélagið
ingakeppni HSKog Útvarps Suður- Trausti. Keppnin verður síðan end-
____lands.___ urflutt í Utvarpi Suðurlands nk.
mánudag kl. 12.00. -SBS.
Timgnamenn afþakka
Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps hefur samþykkt að taka ekki þátt í
viðræðum um sameiningu sveitarfélaga í Arnessýslu á grundvelli þess
erindis sem Hraungerðis-, Villingaholts-, Skeiða-, Gnúpverja- og
Hrunamannahreppar sendu til annarra sveitarstjórna í Arnessýslu með
sameiningu sýslunnar allrar í eitt sveitarfélag í huga. I bókun sem gerð
var á hreppsnefndarfundi í Biskupstungum um þetta mál segir að hug-
ur Tungnamanna hafa staðið til sameiningar allra sveitarfélaga í upp-
sveitunum en í kosningum hafi sú tillaga ekki náð fram að ganga. Því
standi hugur Tungnamanna nú til sameiningar við Þingvallasveit,
Laugardal og Grímsnes- og Grafningshrcppa. -SBS.
Sameinmg útgerðar í Eyjuin
Gengið hefur verið frá sameiningu útgerðarfyrirtækjanna Bergs-
Hugins og Emmu í Vestmannaeyjum, að því er fram kemur í blaðinu
Fréttum í Eyjum. Þar segir að Emma verði rekin hér eftir sem dótt-
urfyrirtæki Bergs-Hugins, en sameiningin tekur að fullu gildi um
næstu áramót. Haft er eftir eigendum Emmu, þeim Kristjáni Oskars-
syni og Arnóri Páli Valdimarssyni, að rekstur útgerðar sé í dag orðinn
mjög erfiður meðal annars vegna rcglna frá Kvótaþingi. Ekki sé leng-
ur hægt að miðla kvóta milli skipa, en Emma á tvö skip, Smáey og
Vestmannaey. Samanlagður kvóti þcirra er 3.400 þorskígildi, sem
áfram haldast í Eyjum.
Skaðlegt ef fólk óttast verri þjónustu
Sr. Baldur
Kristjánsson,
sókmrprestur ogfomaður
stjórmrHeilsugæslunmr
íÞorlákshöfn.
Hugmyndir um samein-
ingu heilsugæslustöðva í
Ámessýslu í eina stofnun.
Míkilvægtaðfólk treysti
sinni heilsugseslustöð og
beri umhyggju fyrirhenni.
Stöðin íÞorlákshöfn hag-
kvæm eining, segirstjóm-
arformaður.
- Ntí hafa verið kynntar hug-
myndir tnn að sameiita allar
heilsngæslustofnanir í Árnes-
sýslu í eina stofnun. Hvemig
Ust þér á þessar hugrnyndir?
„Mér finnst ástæða til að fara
rólega í sakimar og ræða þetta
mál vel, enda er það vonandi ætl-
un Heilbrigðisráðuneytisins, sem
er eins og við vitum vandað og yf-
irvegað ráðuneyti. Sérstaklega er
mikilkvægt að málið fái umræðu í
héraði. Það er alltaf þýðingarmik-
ið að ræða mál vel sem lúta að
velferð fólks og heilsufarslegu ör-
yggi og það áður en menn gefa
sér niðurstöðuna. Fólk hefur
meðal annars valið sér búsetu
með tilliti til heilbrigðisþjónust-
unnar og það getur beinlínis haft
skaðleg áhrif íyrir byggðarlög cf
fólk fer að óttast það að þjónust-
an versni."
- Þií telur að félagsleg tengsl
tbúa á svæðinu við heilsgæsluna
sem sína þjónusttislofnun verði
tnintii tneð myttdun svona stórr-
ar stöðvar.
„Stórar einingar geta verið hag-
kvæmar og of litlar einingar geta
verið til trafala í virkri stjórnsýslu.
A hinn bóginn er mikilvægt að
fólk upplifi þjónustustofnunina
sem sína, treysti henni og beri
umhyggju fyrir henni. Hvað okk-
ur snertir hér í Þorlákshöfn þá
held ég að þetta traust og þessi
umhyggja sé fyrir hendi. Þá niá
nefna að stöðin er virkilega góð
starfseining. Eg fullyrði að hún sé
mjög hagkvæm í rekstri. I heild-
ina eru stöðugildin tæplega fjög-
ur, að starfsmanni við ræstingar
meðtöldum, og starfssvæði stöðv-
arinnar nær yfír 1.350 manna
svæði þar sem báta: og skipaum-
ferð er auk þess mikil. Stjórnun-
arkostnaður er nær enginn eða
aðeins 0,1 5% af einni stöðu. Með
öðrum orðum það er enginn
framkvæmdastjóri. Samt gengur
einingin ágætlega með virkri
stjórn og góðum starfsmönnum
og auðvitað góðu ráðuneyti á bak
við. Svona hluti þarf að skoða og
auðvitað verður það gert eða það
vonar maður.“
- Hve mihlu máli hafa hitifé-
lagslegu tengsl skipt til dæmis
við safttanir ýtniskottar til
hattda stöðinni?
„Ég minntist á það þegar við
vorum að þakka fyrir hljóðbylgju-
og rafbylgjunuddtækið um dag-
inn, en átta fýrirtæki í Þorláks-
höfn sameinuðust um að gefa
stöðinni þýðingarmikið tæki, og
menn þekkja þetta á Islandi að al-
menningur, félög og fyrirtæki
hafa stutt hcilbrigðisþjónustuna
með frábærum hætti, ég minntist
á það að menn mættu ekki glata
þessari nánd og þessari umhyggju
sem fólk ber fyrir stöðinni sinni.
Það getur vel verið að það megi
sameina þannig að þessi um-
hyggja haldist, en það er alls ekk-
ert víst. Þannig að það er á margt
að Iíta.“
- Telur þú að þessi fyrirhugaða
sameining verði að vendeika,
jajnvel með valdboði að ofan ef
ekki vill betur til?
„Ég vona að hún verði ekki
með valdboði að ofan og ég tel
fráleitt að hún verði fyrir áramót
eins og einhver minntist á. Ég
held satt að segja að svona sam-
eining verði aldrei hagkvæm hvað
snertir stöðina hér í Þorlákshöfn
og ég er ekki búinn að sjá að
svona sameining gæti bælt þjón-
ustuna við íbúa í þessum hluta
Olfussins. Hinsvegar getur vel
verið að þátttaka okkar í sameig-
inlegri stöð á Suðurlandi styrki
heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi
í heild sinni. Það verða þeir sem
bafa yRrsýnina að meta. En út af
hagsmunum þessa hluta Ölfuss-
ins myndi ég segja nei yrði ég
spurður."
-SBS.
j