Dagur - 05.11.1999, Qupperneq 4

Dagur - 05.11.1999, Qupperneq 4
20-FÖSTUDAGUR S. NÓVEMBER 1999 Og^ttr ’ LÍFIÐ í LANDINU Þegar landbúnaðarráð- herra íslensku þjóðarinn- ar kveðst standa and- spænis erfiðustu ákvörð- un hérlendra valdsmanna í þúsund ár, þá má ekki minna vera en að reyna að leggja honum örlítið lið við að mynda sér skoðun - þótt vér smá- fuglarnir finnum að sjálf- sögðu til smæðar vorrar og vanmegunar að ráða heilt slíkum skörungi sem Guðni Agústsson er. Kæruleysislegt orðalag á borð við þetta ætti hins vegar ekki að breiða yfir að ég er í rauninni sammála Guðna Agústssyni þegar hann leggur þá ákvörðun sem hann verður nú brátt að taka að jöfnu við það þegar Þor- geir Ljósvetningagoði ákvað, eftir að hafa legið undir feldi, að landsmenn skyldu allir taka nýja trú. Guðni Agústsson þarf að skera úr um hvort hinu íslenska kúa- kyni skuli útrýmt en flutt inn annað frá útlöndum í staðinn, og það meirað segja af öllum löndum heimsins frá Noregi. Að vísu fæ ég ekki trúað því að rétt eins og á næsta ári verður haldið upp á þúsund ára afmæli kristnitökunnar, þá verði eftir önnur þúsund ár, árið þrjú þúsund altso, haldin mikil hátíð á Þingvöllum til þess að fagna því að Islendingar skyldu hafa haft vit á að skipta um kúakyn og flytja inn norskar kýr í stað þeirra íslensku. En málin eru þó að mörgu leyti sambærileg. íslenskir bændur hryðjuverkamenn? Því miður sýnist mér að íslenskir kúa- bændur séu upp til hópa fylgjandi þeim hryðjuverkum sem einliverjir vondir menn hafa lagt til að framin verði á ís- lenska kúastofninum. Það sýnir líklega best að bændur landsins séu enn fastir í viðjum Bjarts í Sumarhúsum, sem fyrir- leit kúna meira en aðrar skepnur, enda þótt honum mætti vera fullljóst að ekkert var betra börnum hans en ylvolg mjólkin úr hinni íslensku kú. Það ber nefnilega vott um mikið virðingarleysi við góða skepnu að bændur skuli yfirleitt geta hugsað sér að fella þennan merkilega ís- lenska kúastofn. Þá á ég ekki fyrst og fremst við hollustueiginleika hinna ís- lensku kúa, þótt mjólkin úr þeim muni vera að ýmsu leyti hollari en sú norska sem menn vilja fara að láta flæða hér um allt, heldur einnig og ekki síður við lík- amlega fegurð hinnar íslensku kýr og ágæta andlega eiginleika hennar. Islenska kýrin er nefnilega einhver fal- UMBUÐA- LAUST skrifar Því miður sýnist mér að íslenskir kúabændur séu upp tii hópa fyigjandi þeim hryðjuverkum sem einhverjir vondir menn hafa lagt til að framin verði á fslenska kúastofninum. Það sýnir líklega best að bændur landsins séu enn fastir I viðjum Bjarts í Sumarhúsum, sem fyrirleit kúna meira en aðrar skepnur, enda þótt honum mætti vera fullljóst að ekkert var betra börnum hans en ylvolg mjólkin úr hinni íslensku kú. Það ber nefnilega vott um mikið virðingarleysi við góða skepnu að bændur skuli yfirleitt geta hugsað sér að fella þennan merkilega íslenska kúastofn," segir lllugi Jökulsson. Samsett mynd. legasta skepna sem maður sér í náttúr- unni, þótt ekki sé hún mélkisuleg; fegurð hennar er óregluleg líkt og íslensk nátt- úra og fjölbreytileikinn í litum og form- um á skrokki hennar er ævinlega sannur unaður þegar maður á leið um sveitir Iandsins. Að ætla sér að fórna þessari feg- urð hinnar rammíslensku kýr fyrir norskar beljur sem allar eru eins, en að vísu með stærri júgur, það fæ ég ekki annað séð en hljóti að vera angi af sömu hvötum og fá menn um þessar mundir til að flytja inn nektardansmeyjar í stórum stíl. Menn kunna ekki að meta það sem beír hafa hér heima, þótt það kunni að vera klætt í ýmsa liti og form, en sé ekki eitt bert risastórt júgur. Af hverju ekki drepa hestana líka? Og íslensku kýrnar eru líka gáfuðustu skepnur sem landið hefur alið. Það vita allir sem gegnt hafa hlutverki kúasmala í æsku að það er hægt að spjalla við kýrnar um alla heima og geima og þær leggja ætíð eitthvað forvitnilegt til málanna, en aldrei hef ég til dæmis heyrt íslenska kind segja nokkurn skapaðan hlut af viti - hvað þá hestinn, sem nú er þó svo mjög snobb að fýrir. Og meðal annarra orða, ef það á að skipta um kúakyn bara af því eitthvað annað kyn en okkar ís- lenska er aðeins arðbær- ara, af hverju drepum við ekld bara alla okkar hesta og komum okkur upp ar- abískum gæðingum í staðinn? Ekld eru kýrnar að minnsta kosti að éta upp gróður landsins, líkt og hestarnir eru á góðri leið með, svo hvers eiga þær að gjalda? Eg bind að vísu miklar vonir við að Guðni Agústsson sé svo mikil sál, fagurkeri og sannur Islendingur að hann láti ekki stundarhagsmuni einhverra gráðugra verk- smiðjueigenda - sem kalla sig nú bændur - glepja sig til þess að drepa hinar fögru, gáf- uðu og forvitnu íslensku kýr; þær eiga svo sannarlega betra skilið, eftir að hafa þol- að með okkur súrt og sætt í meira en ...„éger mest hræddur um að eftirþúsund ár verði ekki litið á það sem neitt hátíðarefni þegaríslenska kúakyninu varútrýmt og einhverjarnorskar beljurfluttarinn í staðinn. Það verði talinn sorgarviðburður frekar enhitt.“ þúsund ár, og því miður í þeirra tilfelli víst aðallega súrt. Það er skammarlegt að nú þegar við höfum loks skilyrði til að búa kúnum okkar sóma- samleg heimili, eftir allar þessar myrku aldir, þá skulum við ætla að drepa þær allar saman og flytja svo bara inn nýjar, frá Noregi. Kýrog kristmdómur Eg sagði áðan að ég bygg- ist ekki við því að eftir þúsund ár yrði haldið með sama hætti upp á þá ákvörðun sem Guðni Agústsson stendur nú frammi fyrir og halda á uppá kristnitökuna á næsta ári. Þar kemur hvorttveggja til að þótt ég sé raunar þeirrar skoðunar að kýr séu, hafi verið og verði manninum ekki síðra þarfaþing heldur en kristindómur þá er ég hræddur um að þeir ráðamenn sem setja niður hátíðir á Þingvelli beri ekki nógsamlega virðingu fyrir þessum gáfuðu skepnum til þess að skjóta upp fána þeim til heiðurs, hvað þá meira. Og svo hitt að ég er mest hræddur um að eftir þúsund ár verði ekki litið á það sem neitt hátíðarefni þegar íslenska kúakyninu var útrýmt og einhverjar norskar beljur fluttar inn í staðinn. Það verði talinn sorgarviðburður frekar en hitt. Raunar hefur það vakið athygli mína að biskup Islands, herra Karl Sigur- björnsson, hefur haft bæði nægilegt vit og snoturt hjartalag til þess að minnast á að afmæli kristnitökunnar megi ekki verða tóm gleðistund, heldur verði kirkj- an líka að nota þetta tækifæri til að iðr- ast, iðrast þess sem hún hefur gert á hluta landsmanna í þúsund ár. Þetta er afar virðingarvert sjónarmið og fari nú svo ógæfulega að hinar íslensku kýr verði felldar þá þykir mér líldegra að eftir þús- und ár dragi menn fremur lærdóm af þessu fordæmi biskupsins heldur en slái upp hátíð, og minnist þess því með sorg og fánum í hálfa stöng þegar fyrst var far- ið að baula á norsku á íslenskum túnum. Pistill llluga varflutlur i morgunþætti fídsar 2 i gær.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.