Dagur - 06.11.1999, Qupperneq 8

Dagur - 06.11.1999, Qupperneq 8
P. - teei aasifv^vövi ,a auatvQiitautJ vm LAUGÁRDAGVR 6 N Ó VE MB E R 1999 -"IKlO X^MI- AFMÆLI Raghheiður Böðvarsdóttir Kirkjustarf Sunnudagur 7. nóvember - Allra heilagra messa AKUREYRARKIRKJA Hádegistónleikar Björns Steinars Sólbergs- sonar organista laugardaginn 6. nóv. kl. 12. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Messa kl. 14. Látinna minnst. Sr. Svavar A. Jónsson. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti Bjöm Steinar Sólbeigsson. Fyrirlestur sr. Gunnars Rúnars Matthíassonar, sjúkrahús- prests, í Safnaðarheimili eftir messu. Efni: Makamissir. Vöfflukaffi Kvenfélags Akureyrar- kirkju á sama tíma. Messa í Miðgarðakirkju í Grímsey kl. 14. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. FundurÆskulýðsfélags Akureyrarkirkju í kapellu kl. 17. Kirkjugöngudagur hjá Sam- hygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð. Biblíulestur í Safnaðarheimili á mánudag kl. 20 í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. GLERÁRKIRKJA Barnasamvera verður kl. 11. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Há- messa verður kl. 14. Látinna verður minnst. Kaffiveitingar verða í safnaðarsal á messu lokinni í umsjón Kvenfélagsins Baldursbrár. Ath. fundur Æskulýðsfélagsins verður kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN, AKUREYRI Sunnudagaskóli kl. 11. Bænastund kl. 16:30. Fjölskyldusamkoma kl. 17. Ung- lingasamkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 mánudag. SJÓNARHÆÐ, AKUREYRI Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13:30. Al- menn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Barna- fundur kl. 18 mánudag. Allir krakka vel- komnir, sérstaklega Ástirningar. LAUGALANDSPRESTAKALL Messa allraheilagra í Munkaþverárkirkju kl. 21. Altarisganga. LAUFÁSPRESTAKALL Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðsklrkju kl. 21. Minnst látinna og geta kirkjugestir kveikt á kerti í minningu látinna vina. BAKKAKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur, organisti Birgir Helgason. Fermingarbörn aðstoða. Foreldr- ar eru hvattir til að mæta með börnum sín- um. HRÍSEYJARKIRKJA Sunnudagaskóli kl 11. Guðsþjónusta kl. 14. Æskulýðsfundur verður í Öldu þriðjudaginn 9. nóv. kl. 17:30. STÆRRI-ÁRSKÓGSKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11. Að honum loknum verður barnakórsæfing í kirkjunni. Æsku- lýðsfundur verður í Árskógarskóla á mánu- daginn kl. 19:35. HVERAGERÐISKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11:00. Messa - altaris- ganga - minning látinna kl. 14:00. Jón Ragnarsson. EYRARBAKKAPRESTAKALL Barnaguðsþjónusta i Stokkseyrarkirkju kl. 11. Messa í Eyrarbakkakirkju kl. 14. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Hádegis- bænir kl. 12:10 þriðjudaga til föstudags. Sóknarprestur. ÁSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ein- söng og einnig nokkur lög í safnaðarheimili, þar sem kaffiveitingar verða eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. BÚSTAÐAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Allra heilagra messa. Látinna minnst. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. TTT æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. mánu- dag 17:00. DÓMKIRKJAN Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Minn- ing látinna kl. 16:00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Tónlistar- dagar Dómkirkjunnar. Tónleikar kl. 20:30. Dómkórinn flytur kórverk eftir Petr Eben og Pál P. Pálsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Magnús Björnsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Rangæingakórinn syngur. GRENSÁSKIRKJA Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00 i um- sjá dr. Einars Sigurbjörnssonar, prófessors. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju. Org- anisti Arni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jó- hannsson. HALLGRÍMSKIRKJA Fræðslumorgunn kl. 10:00. Þegar kirkjan flutti á mölina. Séra Friðrik Friðriksson: Þór- arinn Björnsson cand theol. Allra heilagra messa. Messa og barnastarf kl. 11:00. Hópur úr Mótettukór syngur. Kvöldmessa kl. 20:00. Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar organista. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Allra heilagra messa. Látinna minnst. Kam- merkór Langholtskirkju syngur ma.a úr Requiem eftir Fauré. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Eftir messu mun Kvenfélag Langholtssafnaðar selja kaffi til ágóða fyrir kirkjustarfið. Barna- starf í safnaðarheimilinu kl. 11:00. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór Laugameskirkju syngur, organisti Gunnar Gunnarsson. Hrund Þórarinsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með sínu fólki. Þjónustu annast sr. Gylfi Jónsson, héraðsprestur. Messukaffi og djús fyrir börnin á eftir. Ath! Minning látinna, sem auglýst er í Kirkjuvísi Laugamessafnaðar, flyst frá sunnudagskvöld- inu til föstudagskvöldsins 12. nóv. nk. NESKIRKJA Laugardagur: Kirkjuganga Reykjavíkurpró- fastsdæma í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku á Islandi. Lagt af stað frá BSI kl. 10:00 með rútu. Gengið frá Neskirkju í Dómkirkjuna með viðkomu í Kristskirkju og hjá Hjálpræðishernum. Félagsstarf aldraðra: Tvíréttuð heit máltíð kl. 12:30. Sr. Lárus Halldórsson segir frá mannlífi í Flatey á Breiðafirði. Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til níu ára starf á sama tíma. Messa kl. 11:00. Fræðslufundur sunnudagskvöld kl. 20:00 í safnaðarheimilinu. Jón Karlsson, sálfræðingur, flytur fyrirlestur, sem hann kallar Vonir og vonbrigði. Þar ræðir hann viðfangsefni fólks á ólíkum aldursskeiðum, vonir þess og vonbrigði. Að loknum fyrir- lestri verða umræður og fyrirspurnir yfir kaffi og léttum veitingum. SELTJARNARNESKIRKJA Messa kl. 11:00. Barnastarf á sama tíma. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. Dr. Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor í Nýja testamentis- fræðum við Háskóla Islands, flytur erindi eftir messu. Æskulýðsfélagið kl. 20-22. FRIÐRIKSKAPELLA Kyrrðarstund í hádegi á mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Otganleikari Pa- vel Smid. Einsöngur Kristín R. Sigurðardóttir. Vænst er þátttöku væntanlegra fermingar- bama og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Bænir-fræðsla, söngvar, sögur og leikir. Foreldar - afar - ömmur eru boðin velkomin með börnunum. BREIÐHOLTSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa á sama tíma. Altarisganga. Eldri barnakór kirkjunnar syngur. Organisti Daníel Jónasson. Létt máltíð í safnaðarheimili að messu lokinni. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA Kl. 11. Messa. Prestur sr. Gunnar Sigur- jónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur máls- verður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti Lenka Mátéová. Barna- guðsþjónusta á sama tíma. Umsjón Mar- grét Ólöf Magnúsdóttir. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Bænastund og fyrir- bænir mánudaga kl. 18. Tek'ið á móti bænaefnum í kirkjunni. GRAFARVOGSKIRKJA Sunnudagaskóli i Grafarvogskirkju kl. 11. Prest- ur sr. Vigfús Þór Árnason. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Anna Sigriður Pálsdóttir. Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogs- kirkju kl. 14. Sr. Kór Grafarvogskirkju og Ung- lingakór kirkjunnar syngja. Eftir guðsþjónustuna verður svo nefnt „liknarkaffi“ en framlög renna til Líknarsjóðs Grafarvogskirkju, sem notaður er til að styrkja fjölskyldur sem eiga við fjárhags- örðugleika að striða. Bænahópur kl. 20. HJALLAKIRKJA Almenn guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar. Félagar úr kór Hjalla- kirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Ein- söngvari Gunnar Jónsson. Barnaguðsþjón- usta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. KÓPAVOGSKIRKJA Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór Kárnes- skóla syngur. Börn úr barnastarfi kirkjunnar flytja helgileik. Guðsþjónusta kl. 14 í umsjá Húnvetningafélagsins í Reykjavík. Húnakór- inn syngur og félagsmenn aðstoða. Margrét Árnadóttir leikur á selló. SEUAKIRKJA Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur og fræðsla fyrir börnin. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Minnst látinna. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. KFUK fundir á mánudögum. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Amma Ragnheiður verður 100 ára næstkomandi sunnudag 7. nóvember. Hún nær með þess- um áfanga tímamótum í lífinu, sem fáum hlotnast á sinni lífs- göngu. Eg var skírður í fimm- tugsafmæli ömmu og er hennar fyrsta barnabarn. Flestum er ljóst að það er f raun mikið afrek að verða 100 ára. Margir mundu segja að þetta sé í genunum, nú á öld erfða- tækninnar, aðrir að stunda þyrfti heilbrigða lífshætti til þess að ná þessu marki. Þegar rætt er um heilbrigða lífshætti í þessu sam- bandi kemur margt upp í hug- ann. Nú er talið betra að fólk hreyfi sig mikið og stundi störf, sem haldi áhuga þeirra á við- fangsefnum og kröfum hverdags- lífsins vakandi. Já, menn skyldu gera vissar kröfur til umhverfis- ins eins og sagt er. Eg er vantrú- aður á að slík speki hafi verið út- breidd þegar amma var að vaxa úr grasi. Þá var ekki til ríkisrekið velferðarkerfi, sem aðstoðar og hleypur í skarðið ef eitthvað bját- ar á. Þá voru ekki til lyf eða með- ferðarúrræði gegn mörgum hættulegum sjúkdómum. En fólk varð að Iifa af og þá reynir á innri styrk manneskjunnar. En erfið- leikarnir á lífsferlinum eru marg- víslegir. Spænska veikin geisaði og tók mörg Iíf, fyrri heimsstyrj- öldina og kreppuárin þurfti að lifa af. Svo kom heimsstyrjöldin síðari, en þá urðu breytingar til batnaðar hér á landi. Við, sem yngri erurn þekkjum þetta í raun einungis af afspurn og getum sennilega lítið sett okk- ur inn í þetta. Amma giftist Stef- áni afa 1920 og þau fylgdust að uns hann dó 1957. Þau eignuð- ust 9 börn, misstu eina dóttur 1926 og ólu upp 1 fósturbarn ásamt hinum börnunum 8. Þetta er í raun mikið lífsverk við þær aðstæður sem þarna voru til staðar. Ég fékk að fara í sveitina frá unga aldri og dvaldi um tíma hjá afa og ömmu á Minni-Borg í Grímsnesi. Þarna fékk ég lítil verkcfni, sem hæfðu aldri mínum cins og það að hreinsa túnin að moka flórinn og halda kindununi frá túninu. Eg fékk til þess dygga aðstoð Ijárhundar sem hét því góða nafni Vaskur. Eg fór all- margar könnunarferðir á þeim árum einn míns liðs eða með Vaski. 1 gegnum landareignina rann lækur og var gaman að fylgja slóð hans allt fram að fossi, sem bærinn Foss er skírður eftir. Þá voru margir göngustígar í Minniborgarlandinu. Ég var þó nokkuð spilltur af borgarverunni og stundaði mikið fótbolta á tún- inu hjá ömmu og afa. Þó rcyndi ég að færa mig á hærra plan öðru hvoru og auka þátttöku mína í sveitastörfunum með því að læra að mjólka. Þetta mæltist vel fyrir Afmæliskvedja hjá ömmu og varð hún þá já- kvæðari gagnvart fótboltanum. Samkomulagið við ömmu var yf- irleitt gott, en vissulega hafði maður á tilfinningunni að hún vildi aðeins meira vinnuframlag. Þá man ég eftir því að við amma rifumst öðru hvoru um pólitík. Eg vildi ekki þiggja hugmyndir Framsóknarflokksins og skipta þeim út fyrir hugmyndir Sjálf- stæðisflokksins. Amma var fylgj- andi Framsóknarflokknum eins og margt sveitafólk í þá daga og mikill bóndi í sér og tók búskap- urinn hug hennar allan. Eg sakn- aði hins vegar að sjá ekki Mogg- ann í sveitinni. Ekki man ég Iengur hvernig þessi áhugi á sjórnmálum tók í mér bólfestu, en hann er sennilega hluti af því að öðlast meira sjálfstæði. Eg fékk tækifæri til að kynnast Stefáni afa og það var ánægju- legt. Hann bætti mér oft upp sjálfsálitið með því að rétta mér aur að lokinni sumarvinnu. Afi var duglegur og átti ég erfitt með að fylgja honum eftir og hef ég eflaust fundið til minnimáttar- kenndar. Ég kynntist afa í raun mjög lítið því að ég var mjög ung- ur þegar hann féll frá. Bæði afi og amma voru virk í félagsmálum sveitarinnar. Amma var organisti í Stóruborgarkirkju og afi meðhjálpari og forsöngvari þar í mörg ár. Einnig voru hon- um falin mörg trúnaðarstörf fyrir sveitina, m.a. var hann oddviti í mörg ár. Eftir að afi dó stundaði amrna búskap að Minni-Borg um langa hríð. Það finnst mér sýna fram- sækni og hugrekki. Skömmu eft- ir lát afa brann gamli bærinn á Minni-Borg og missti hún flestar eigur sínur í brunanum. Má nærri geta að þetta hafi verið henni mikið áfall. Amma þurf’ti því að byrja á því að byggja nýtt hús til þess að geta hafið búskap að nýju. Ég kom alloft að Minni-Borg eftir þetta og gat hlakkað til að hitta ömmu og lesa bækurnar frá bókasafni lestrarfélagsins í sveit- inni, fara í könnunarfcrðir til bæjanna í nágrenninu og jafnvcl að komast á hestbak og að sjálf- sögðu að sparka í boltann. Ég gerðist svo frægur að hendast af baki á fleygiferð, en hef ekki fundið til sérstaks skaða út af því óhappi. Amma þurfti aðstoð ann- arra til þess að halda búi áfram, og leigði þeim í upphafi. Þessir leigjendur þrýstu oft á um að fá jörðina alla til sinna nota, en því var amma lengi vel andvíg. Svo fór þó að lokum að hún seldi jörðina dótturdóttur sinni Unni Halldórsdóttur. Amma fluttist til Reykjavíkur um síðir og þurfti að fá hjálp tímabundið vegna veikinda. Ég hafði keypt íbúð í Fossvogi um það leyti og flutti hún í íbúð- ina og leigði í upphafi en keypti síðar af mér. Mér þótti ágætt að hún skyldi geta notið verunnar þar áður en hún flutti á Skjól, en þar hefur henni oftast liðið vel hjá góðu hjúkrunarfólki í grennd við bækur sínar og aðra persónu- lega muni. Amma er afar bókhneigð og virtist hafa stálminni á marga hluti. Hún þekkti bæjarnöfn og ábúendur víða um landið og kom mörgum að óvart í þeim efnum, þegar ekið var með hana um sveitirnar Hún átti mjög gott með að ræða um bókmenntaverk þannig að ljóst var að hún hafði í reynd kynnt sér innihald þeirra í víð- tækasta skilningi. Þetta mætti kalla að læra með hjartanu og er ólíkt þeim lærdómi sem oft við- gengst í grunnskólum og fram- haldsskólum og jafnvel háskóla. Þá kunni hún margar vísur svo sem títt er um eldra fólk. Hún hefur ávallt fylgst vel með fréttum og hinu daglega og hefur því í reynd notið ellinnar með mun betri hætti en margir upp- lifa. Þetta er ánægjulegt fyrir hana, alla fjölskylduna og starfs- 'J fólk Skjóls. Eins og ég nefndi áður er það sérstakt afrek að verða 100 ára. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á gömlu fólki, sem er mun yngra en hundrað ára. I flestum niðurstöðum var hægt að benda á það að mikil fylgni er á milli lífslengdar og þess að vera and- lega virkur. Þeir sem ekki voru virkir með þeim hætti dóu mun fyrr. Fullyrt var að þeir, sem voru 100 ára hefðu ekki sloppið betur í gegnum lífið en aðrir. Þeir urðu jafnoft fyrir áföllum og öðrum skakkaföllum í lífinu. Kannski þcir kunni betur þann galdur að vinna úr uppákomum lífsins. Það er vissulega hinn mikilvægasti af þeim hæfileikum sem þarf til að lifa af. í hnotskurn má eiginlega segja að það sé listin að lifa. Kæra amma, ég óska þér hjart- anlega til hamingju með 100 ára afmælið og vona að þú verðir með okkur enn um hríð hress og jákvæð að vanda. Kveðja frá Stefáni Einarssyni Islendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. ISLENDINGÁÞÆTTIR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.