Dagur - 23.11.1999, Blaðsíða 6
6 „- ÞRIÐJUD AGU R 23. JV Ó VEMBER 19 99
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁNUÐI
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-i615 Amundi Amundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 creykjavík)
Klájnbúllurnar og vid
í fyrsta lagi
Nú hefur verið upplýst að í það minnsta fjórar nektardansmeyj-
ar hafa á þessu ári talið sig svo illa haldnar í vist sinni hjá ís-
lenskum klámbúllubændum að þær hafa leitað á náðir Kvenna-
athvarfsins. Engin ástæða er til að ætla annað en þetta sé að-
eins toppurinn á ísjakanum, þær séu mildu fleiri sem hafi haft
ástæðu til að leita til Kvennaathvarfsins en ekki gert það -
vegna ókunnugleika eða hræðslu. Nú þegar Iiggja fyrir tvö stór
fíkniefnamál þar sem nektardansmeyjar eru í lykilhlutverki. Fé-
Iags- og fjölskylduráðgjafar hafa bent á vafasamar afleiðingar
klámmenningarinnar sem fylgir nektarbúllunum og tala um
„eitrunaráhrif" þeirra á samfélagið.
1 öðru lagi
Augljóslega eru þessar búllur að meira eða minna Ieyti vett-
vangur fíkniefna, vændis og nútíma þrælahalds, þó eitthvað
hljóti þær að vera misjafnar eins og gengur. Því er ekki nema
eðlilegt, að svo miklu leyti sem menn telja að almannaheill bíði
hnekki vegna þessarar starfsemi, að þá beri að takmarka og
þrengja að henni - og slíkar takmarkanir eru raunar góðu heilli
í farvatninu. Hins vegar eru menn komnir út á hálan ís ef þeir
ætla að banna slíka starfsemi á þeim grundvelli einum að til-
teknum hópi fólks, jafnvel meirihlutanum, finnist hún ógeð-
felld og siðspillandi. Boð og bönn eru ekki Iíkleg til árangurs á
þessu sviði frekar en svo mörgum öðrum.
í þriðja lagi
Klámiðnaðurinn er einfaldlega viðskiptastarfsemi og ótrúlegur
vöxtur hans hér á Iandi síðustu misseri bendir til mikillar eftir-
spurnar. Það er þessi eftirspurn sem er áhyggjuefni - í raun
miklu frekar en klámbúllurnar sjálfar. Búllurnar lognast trúlega
út af þegar búið er að stöðva ólöglega hliðarstarfsemi þeirra.
Reksturinn verður sjálfdauður. En eftir stendur spurningin um
eftirspurnina: Hvað er það sem fær íslenska karlmenn til að
finnast það svo sjálfsagt mál að hanga inni á klámbúllum og
horfa á nektardans? Er það nýjabrumið? Eða forvitni? Vonandi
eru það ástæðurnar, því annars er þjóðarsálin mun sjúkari, en
við höfum haldið til þessa. Birgir Guðmimdsson
Hvers eiga geltir
geltir að gjalda?
Garri hefur samúð með svín-
um og rennur þar kannski
blóðið til skyldunnar. Svín eiga
sér formælendur fáa hér á
Iandi og hagsmunagæslumenn
aungva. Það hefur glögglega
komið í ljós að undanförnu í
tengslum við innflutning á
fjórfættum skepnum til Is-
lands. Innflutningur á norsk-
um beljum þykir mál af svip-
aðri stærðargráðu og
kristnitakan fyrir 1000 árum
eða svo. Og fyrrverandi meint-
ir félagar í Norrænu mannkyni
hafa legið undir feldum á
fundum hreinræktunarhreyf-
ingarinnar Islenskt kúakyn.
En enginn ráða-
maður hefur lyft litlu
klauf til þess að mót-
mæla innflutningi á
brúnum svínum sem
örugglega eiga eftir
að fordjarfa hinn
rammíslenska fagur-
bleika svínastofn sem hér hef-
ur glatt góm guma frá því
fyrstu skinkuæturnar skelltu
sneið í samlokuna sína.
Kynferðissnobb
Þó er alveg Ijóst að hér er mik-
ið alvörumál á ferðinni. Fram
hefur komið í fréttum að f
hópi þeirra svína sem nú rýta í
Hrísey svo fjarri föðurlandinu,
eru 4 geltir og 24 gyltur. Þetta
eru sannkallaðar kynjaskepnur
því þær eru af þrem kynjum og
raunar fimm ef kynferðið er
talið með sem kyn. Þarna eru
sem sé svín af landkyni, af
norsku Iandkyni, Duroc-geltir
og Jórvíkurskíris-gyltur með
fangi.
Garri viðurkennir það fús-
lega að hann er ekki fjölfróður
um ferfætt svín, en ef hann
man rétt það sem hann nam í
barnaskóla um þessar skepnur,
þá eru Duroc-geltir yfirleitt
fremur kyndaufir og tregir til
gyltna, sem hlýtur að kalla á
verulega aukinn viagra-kostn-
að svínabænda. Og Jórvíkur-
skíris-gyltur þykja á stundum
dálítið kresnar og jafnvel
snobbaðar í kynferðismálum
og hleypa ekki hvað gelti sem
er upp á sig.
I fljótu bragði virðast því
ýmsar blikur á Iofti í þessu
máli.
Sæðisáskrif-
endur
En svo mun jió ekki
vera, ef marka má
æsifréttir Dags af
málinu. Þar kemur
sem sé fram að svína-
bændur geta orðið
áskrifendur af er-
lendu svínasæði, líkt
og menningarelítan að New
York Review of Books. Og nú
vcrður því reglulega flutt inn
svínasæði og gylturnar í Hrísey
sæddar með því hvort sem
jjeim líkar betur eða ver.
Þannig að meint kyndeyfð og
kynsnobb mun Jiarna í engu
hamla.
Og vaknar þá sú spurning
hvert hlutverk hinna 24 hing-
að komnu galta á að vera? Eru
þetta kannski geltir geltir?
Fara þeir beint í hamborgara-
hryggjaframleiðslu og þaðan í
jólamatinn? Er eitthvað annað
með þessa gelti að gera? Og
eru brúnsvínasteikur eitthvað
betri en bleiksvínasteikur?
Garri beinir þessum spurn-
ingum undir feldinn til land-
búnaðarráðherra. GARRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS
SON
rv" | skrifar
List er loðið og teygjanlegt hug-
tak og skilgreiningar á því jafn
margar og skilgreinendur þess.
Það sem er list í augum eins er
Ieirburður og argasta klám að
dómi annars. Þannig hefur þetta
alltaf verið og er enn. Engin ein
kórrétt skilgreining er til á fyrir-
bærinu Iist og er breytilegt í tíma
og rúmi. Van Gogh þótti ekki
mikill listamaður á sfnum tíma
en er nú hampað sem einum
mesta málara sögunnar. Og hér
heima þótti mörgum Laxness
ekki merkilegur pappír í upphafi,
en hann er nú óumdeildur sem
mestur snillingur Islands á rit-
velli.
Breskir dómstólar afgreiddu
bókina um elskhuga lafði Chatt-
erley sem klám og bönnuðu lengi
vel en nú þykir þetta hið besta
verk og harla fölblátt í saman-
burði við harðkjarnaklám nútím-
ans. Og svona mætti Iengi telja.
Atvinnuleyfi út á
fíkjúblað?
Listamenn???
Margir gera kröfu til þess að vera
kallaðir listamenn og eru það
ugglaust að eigin mati, en ekki
allra. Það geta allir kallað sig
Iistamenn í sfmaskránni án þess
þó að vera viðurkenndir sem
slíkir af öllum lesend-
um þeirrar góðu bókar.
Það er sem sé ekki
hægt að veifa próf-
gráðu upp á að maður
sé listamaður á sama
hátt og þegar prófessor
eða pípulagningamað-
ur eiga í hlut.
Þessum staðreynd-
um gera flestir viti
bornir menn í veröld-
inni sér grein fyrir og
fara því varlega í það að skil-
greina list og ákveða að þessi sé
Íistamaður og hinn ekki. Enda
hafa margir farið flatt á slíkum
skilgreiningum og oftast er það
Ráðherrann Páll.
aðeins tíminn sem fellir endan-
legan úrskurð.
Þannig er það nú um veröld
víða. Nema náttúrlega á Islandi.
Palli er eiun í lista-
heiminmn
Hér uppi á Islandi sit-
ur sem sé ráðherrann
Páll og fer létt með að
gera það sem heimsins
klárustu hausar veigra
sér við, sem sé að
skilja hismið frá kjarn-
anum í listinni og
skera úr um það hvað
er list og hvað er ekki
list. Þetta gerir hann
með breytingu á Iög-
um um atvinnurétt-
indi útlendinga. I þessum lögum
felst meðal annars að ráðherra
getur sett reglur sem skilgreina
nánar hvaða (erlenda, væntan-
lega) hópa skuli flokka sem lista-
menn. Þessi breyting hefur að
sögn m.a. þau áhrif að yfirvöld
geta útilokað nektardansmeyjar
frá því að teljast listamenn.
Þetta eru náttúrlega tíðindi í
listaheiminum. Og þar með er
nú ljóst að ef frægustu ballet-
dansarar í heimi koma til Iands-
ins og dansa naktir í Þjóðleik-
húsinu, þá getur Páll svipt þá at-
vinnuleyfi á þeirri forsendu að
þeir séu ekki listamenn. Og
óþarfi að taka fram að sömu
dansarar umhverfast í stórkost-
lega snillinga um leið og þeir
sveipa sig fíkjublaði eða skella
lambhúshettu á koll og fá þá
auðvitað atvinnuleyfið aftur.
Og á sama hátt er Ijóst að Páll
getur ekki útilokað nektardans-
meyjar frá því að teljast lista-
menn, ef þær eru með fslenskan
ríkisborgararétt.
Það er margt skrítið í kýr-
hausnum, eins og þar stendur.
SPUlíli I
svairauð
Er Ríhisútvarpið að
mismuna haupmönnum
í Reyhjavíh með því að
útvarpa miðdegisþætti
Rásar 2 úr Kringlunni?
Eiríkur Hjálmarsson
dagskrárstjóri Bylgjutnmr.
„Ef þarna búa
engir samningar
að baki og engin
greiðsla kemur
fyrir þessar út-
sendingar Rásar
2 úr Kringlunni
þá er Ríkisút-
varpið orðinn ódýrasti auglýs-
ingamiðill á Islandi og það þykir
mér tíðindum sæta. Forsvars-
menn Kringlunnar sjá sér hag í
að útvarpað sé af staðnum og
það væri eðlilegt að þar kæmi
greiðsla fýrir. Ef marka má orð
markaðsstjóra RÚV er svo ekki
og þá vaknar auðvitað sú spurn-
ing hvort ókeypis auglýsingar í
RÚV standi fleirum til þoða.“
Ragnar Sverrisson
kaupmaðurí JMJ-Herradeild.
„Ef ég þættist
ekki hundrað
prósent viss um
að Ríkisútvarpið
fengi borgað fyrir
þetta frá Kringl-
unni þá þætti
mér þetta mis-
munun. En málið snýst um pen-
inga. Ef kaupmenn annarsstaðar
í Reykjavfk og raunar hvar sem
er á landinu eru tilbúnir í slíkt
hið sama ættu þeir ]iá að slá í
púkk og kaupa Útvarpið á stað-
inn. Hinsvegar er allt annað mál,
sem ég ætla ekki að hafa skoðun
á, hvort þetta sé rétt stefna af
hálfu ríkisfjöImiði Is.“
HaUdóra Hinriksdóttir
jramkvæmdastjóri Þróuimifélags
miðborgaritniar.
„Ríkisútvarpið er
í jijóðareign og er
rekið fyrir al-
mannafé. Því
verður það að
fara afar varlega í
óbeinni auglýs-
ingastarfsemi af
þessu tagi og gæta eðlilegs hlut-
leysis og hagsmuna fjöldans. Því
viljum við gjarnan að þeir útvarpi
líka héðan úr miðborginni, ef sú
stefna er tekin að senda út ein-
staka jjætti úr verslunarmið-
stöðvum. Kaupmenn hér við
Laugavcginn myndu væntanlega
glaðir leyfa útsendingar úr sín-
um verslunum."
RagnMldur BoUadóttir
vershinarstjóri Dressmann á
Laugavegi ogí Kriiigluiitii.
„Það Iítur út fyrir
að Kringlan fái
ákveðið forskot
fram yfir Lauga-
veginn eða önnur
verslunarsvæði
með útsending-
um Rásar 2 það-
an. Mér finnst þetta fyrirkomu-
lag á útsendingum ekki sniðugt,
ég einbeiti mér að því að selja
herrafatnað - en er ekki að skjóta
skjólshúsi yfir útvarpsmenn. Eg
vil auglýsa mig og mitt á mínum
eigin forsendum."