Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGVR 27. NÓVEMBER 1999 ro^tr FRETTIR Átök magnast hjá Framsókn Frains ókiiarineim í Norðurlandi vestra krefjast þess að PáU Pétursson sitji áfram sem ráðherra. Flokks- systkini þeirra í Norð- urlandskj ördæmi eystra vilja að staðið verði við samkomulag- ið og að Valgerður S verrisdóttir taki við ráðherradómi. Ólagan vex innan Framsóknar- flokksins vegna þeirrar ákvörðunar Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra að virða að vettugi gerðan samning við formann flokksins og þingflokk um að víkja úr ráðherra- stóli um eða í kringum áramótin fyrir Valgerði Sverrisdóttur. Nú hafnar Páll því að taka við Byggða- stofnun eftir að hún hefur verið flutt til iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. Hann ber því við að frum- varpið um Byggðastofnun, sem er tilbúið sé öðru vísi en upphaflega hafi verið talað um. I frumvarpinu er gert ráð fyrir meiri völdum ráð- Páll Pétursson félagsmála- ráðherra. herra hjá Byggðastofnun en verið hefur. Framsóknarmenn í Norður- landskjördæmi vesta, kjördæmi Páls, Iýsa yfir eindregnum stuðn- ingi við það að Páll sitji áfram sem ráðherra. „Við viljum að Páll verði áfram ráðherra. Kjördæmisráðið sam- þykkti stuðningsyfirlýsingu við hann. Þar er Iýst yfir stuðningi við störf hans sem ráðherra og skorað á þingflokkinn að veita honum áframhaldandi brautargengi til setu í ríkisstjórn," sagði Magnús Ólafsson, bóndi á Sveinsstöðum, en hann er formaður kjördæmis- ráðs Framsóknarflokksins í Norð- Valeröur Sverrisdóttir Alþingis- maður. urlandi vestra. Hann sagði að auðvitað gætu framsóknarmenn í Norðurlandi vestra ekki tekið fram fyrir hend- umar á þingflokknum, hann ráði í þessu máli. Menn fyrir norðan vildu að Páll sæti áfram og því yrði eflaust ekki fagnað yrði hann lát- inn víkja gegn eigin vilja. Staðið verði við samkomulagið Framsóknarmenn í Norðurlands- kjördæmi eystra, kjördæmi Val- gerðar Sverrisdóttur, eru ekki sam- mála flokkssystkinum sínum í vesturkjördæminu. „Við viljum að staðið verði við samkomulagið sem gert var í vor. Við reiknum Iíka með því að svo verði og trúum því ekki fyrr en við tökum á því að það sem um var tal- að við stjómarmyndunina gangi ekki eftir, svo einfalt er það nú,“ sagði Þórarinn E. Sveinsson, for- maður kjördæmaráðs Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Þingmenn sem Dagur ræddi við í gær vildu ekki ræða málið undir nafni enda væri það ofur við- kvæmt. Þeir Halldór Ásgrímsson formaður og Finnur Ingólfsson varaformaður flokksins áttu fund með Páli í vikunni um þetta mál en þar leystist deilan ekki og mun lítið hafa komið út úr fundinum. Þingmenn segja að þegar þeir greiddu Páli atkvæði sem ráðherra í þingflokknum í vor hafí þeir gert það á försendum samkomulags um að hann viki fyrir Valgerði Sverrisdóttur. Engin dagsetning var nefnd en rætt um áramótin eða byijun næsta árs. Ef Páll neiti nú að láta af embætti hafi þeir greitt honum atkvæði á fölskum forsend- um í vor og því verði að kjósa upp á nýtt. Þess vegna eru allar líkur á því að þingflokkurinn taki málið upp skipti Páll Pétursson ekki um skoðun. — S.DÓR INNLENT Steinunn Stefánsdóttir ritstjóri skoðar nýútkomið kynningarrit Fræðslustofnunar Reykjavíkur ásamt Gerði G. Óskarsdóttur fræðslustjóra og Sigrúnu Magnús- dóttur, formanni fræðsluráðs. Stafrænir gninnskólar „Grunnskóli framtíðarinnar verð- ur stafrænn,“ segir í grein í nýút- komnu blaði sem Fræðslumiðstöð Beykjavíkur hefur gefið út, en þema þess er framtíðarskólinn. Greinarhöfundur leggur til að hver nemandi hafi tölvu fyrir sig í skólanum og vinni í tölvuvæddu umhverfi. Skólasöfn munu í fram- tíðinni gegna auknu hlutverki sem upplýsingaveita skólans og náms- efni verður tölvutækt að hluta. „Opni skólinn" öðlast nýtt líf og þverfagleg einstaklingsverkefni og hópvinna taka við af bekkjar- kennslu sem miðast við einstakar námsgreinar. A næstu dögum verður kynningarritið sent heim til foreldra tæplega 15 þúsund barna í 37 skólum á Reykjavíkursvæð- inu. Neikvæð viðvönm frá HB Haraldur Böðvarsson hf. á Akra- nesi hefur sent frá sér neikvæða afkomuviðvörun. Reiknað er með tapi af reglulegri starfsemi þetta árið en hagnaði af heildarstarf- semi. Ástæða rekstrarhalla er einkum sú að loðnuafli á sumar- og haustvertíð hefur brugðist. Þá hcfur afkoma fiskvinnslu í landi verið óviðunandi en ljósið í myrkr- inu er að rekstur bolfiskvinnslu á sjó hefur gengið vel. Til að mæta þessu hefur HB gripið til ýmissa aðgerða scm vonast er til að skili árangri þegar upp verður staðið. Framtakssjóður Samingur var undirritaður í gær í húsakynnum Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins um vörslu svokallaðs Framtakssjóðs. Sjóðurinn verður í vörslu Fjárfestingafélags Austurlands, Landsbankans, Fjárfestingafé- lags Vestmannaeyja og Framtakssamlags EFA og er ætlað að fjárfesta í arðvænlegum nýsköpunarfyrirtækjum, með sérstakri áherslu á lands- byggðina. Stofnframlag sjóðsins er einn milljarður króna. Vilja íþróttahús Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri, voru í vikunni afhentir undirskrifarlistar með nöfnum um 800 kosningabærra íbúa í Síðuhverfi á Akureyri „...þar sem óskað er eftir skjótri úrlausn á leikfimi- og félags- aðstöðu við skólann," einsog það er orðað. Óskir íbúanna hafa beinst að því að íþróttahús yrði byggt við skólann, en mál þetta var reifað á fundi sem fulltrúar þeirra sem afhentu undirskriftarlistana áttu með bæjar- stjóra. — SBS. - mynd: hilmar þór Tvísköttun með Rússum Fjármálaráðherra Bússlands, Mikhail M. Kasyanov, hefur verið í hcim- sókn hér á landi síðustu daga og af því tilefni undirituðu hann og Geir Haarde í gær tvísköttunarsamning milli ríkjanna. Áður höfðu þeir félag- ar átt fund um stöðu efnahagsmála í löndunum tveimur og horfur á hcimsmarkaði. Kasyanov skoðaði síðan Nesjavallavirkjun og þjóðgarð- inn á Þingvöllum. Dagblöðin sterkasti auglýsmgamiðilliim í nýrri fjölmiðlaköim- un kemur í ljós að f jöl margir sjónvarpsáhorf- endur fara að gera eitt- hvað annað þegar aug- lýsingar birtast. Samkvæmt nýlegri Qölmiðlakönn- un Félagsvísindastofnunar eru dagblöð sterkasti auglýsingamiðill- inn, samanborið við aðra miðla. Þegar spurt var hvaða miðill réði mestu í ákvörðunartöku um kaup á vöru eða þjónustu nefndu 63% aðspurðra dagblöðin. Næstflestir nefndu sjónvarpið, eða 20%, 8% sögðu tímaritin ráða mestu og 5% nefndu útvarpið. Einnig eru niðurstöðurnar at- hyglisverðar þegar spurt var hvað menn fóru að gera þegar auglýs- ingar komu í sjónvarpi. Um 43% aðspurðra sögðust alltaf eða oft skipta um stöð þegar auglýsingar kæmu á skjáinn eða að athuga hvað væri á hinum stöðvunum. 31% sögðust stundum skipta um stöð, 14% gerðu það sjaldan og 12% sögðust aldrei skipta um stöð þegar auglýsingar birtust á skján- um. Þónokkur munur er á þessum svörum eftir búsetu. Fólk á höfuð- borgarsvæðinu er iðnara á fjarstýr- Svo virðist sem flestir noti tækifærið til að gera eitthvað annað en horfa, þegar auglýsingar birtast á skjánum. ingunni og skiptir mun oftar um stöð en fólk á Iandsbyggðinni þeg- ar koma auglýsingar. Þannig sögð- ust 51 % fólks á höfuðborgarsvæð- inu skipta alltaf eða oft um stöð á meðan 30% fólks á Iandsbyggðinni sögðust gera það alltaf eða oft. Aðeins 2% sitja fast í sófan- tim Þá leiddi könnunin það í ljós að 39% aðspurðra sögðust alltaf eða oft fara að gera eitthvað annað þegar auglýsingatími hæfist í sjón- varpinu, 42% sögðust stundum fara að gera eitthvað annað, 17% sögðust sjaldan gera það og aðeins 2% sitja sem fastast í sófanum. Miðað við aldur sjónvarpsáhorf- enda þá sögðust 11 % fólks á aldr- inum 68-70 ára alltaf fara að gera eitthvað annað þegar auglýsingar birtust á skjánum. Val fólks á miðlum þegar það ákvarðar kaup á vöru eða þjónustu er mismunandi eftir aldri. 33% fólks á aldrinum 12-19 ára sögðu dagblöðin ráða mestu um þessa ákvörðun á meðan hlutfall annarra aldurshópa er á bilinu 57-79%. Sjónvarpið réði valinu hjá hlut- fallslega flestum í yngsta hópnum, 12-19 ára, eða 47% þeirra. Dag- blöðin eru sterkur auglýsingamiðill óháð kynjum, stéttum, launum og búsetu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.