Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 6
6 -LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 rD^tr ÞJÓÐMÁL Lfojmar Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjúlfur sveinsson Ritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar augiýsingadeiidar: (reykjavíK)563-1615 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Pðll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (reykjavIk) Kvóti og þrælaMstur í fyrsta lagi Sú hnattvæðing viðskipta, sem Islendingar taka í vaxandi mæli þátt í eins og aðrar ríkar þjóðir, hefur skilað fyrirtækjum hér á landi og þjóðinni í heild margvíslegum efnahagslegum ábata. En um Ieið hafa Iandsmenn fengið að kynnast enn frekar því mikla misrétti sem ríkir í heiminum - og sumir hér beinlínis reynt að græða á því eins og öðru. Þetta á til dæmis við um vöruflutninga á milli landa. Skipafélög á vesturlöndum leggja allt kapp á að leigja erlend hentifánaskip til að flytja varning- inn heim, en þau eru ódýr vegna þess að skipverjunum eru greidd smánarlaun. í öðru lagi Dapurlegt er til þess að vita að Eimskipafélagið, sem á fyrstu áratugum í sögu sinni stóð undir nafni sem óskabarn þjóðar- innar, skuli ganga á undan í því að Ieigja slíkar „þrælakistur“ eins og talsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa réttilega kall- að dallinn Nordheim, sem kom hingað til lands með vörur á vegum Eimskipa fyrir nokkrum dögum. Islensk stéttarfélög reyndu með beinum aðgerðum að tryggja skipverjum þau lág- marks mannréttindi að fá greidd laun í samræmi við kjara- samninga, en urðu að lúta í lægra haldi fyrir dómstólum sem bönnuðu félögunum frekari afskipti af mannréttindabrotum við hafnarbakkann í Reykjavík. í þriðja lagi Það var lengi kappsmál Islendinga að tryggja að íslensk skip önnuðust flutninga til og frá landinu. Eimskipafélagið var beinlínis stofnað í þeim tilgangi á sínum tíma. Harma ber að Eimskip skuli ekki sýna meiri metnað í þessu efni en dæmið um Nordheim ber glöggt vitni um. En það er líldega í fullu samræmi við tíðaranda gróðahyggjunnar og þá stefnu eigenda Eimskipa að einbeita sér fyrst og fremst að því að sanka að sér sem mestu af fiskveiðikvóta landsmanna með því að kaupa ráðandi hluti í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. I kapp- hlaupinu um kvótagullið virðist það skipta litlu máli hvort lág- marks mannréttindi séu virt um borð í skipum sem sigla á veg- um fyrirtækisins. Það er miður. Elias Snæland Jónsson Seljiun úrtölu- bankaim strax Misjafnt er hljóðið í bönkun- um. Seðlabankinn málar skrattann á vegginn, eða öllu heldur verðbólguófreskjuna, sem farin er að ríða húsum á ný og færist í aukana. Það er heldur blómlegra um að litast í Framkvæmdabanka atvinnu- lífsins, þar sem gull drýpur úr hverri tölvu og hagsældin er slík að eigendurnir hafa hagn- ast um milljarð á þeim stutta tfma síðan hann var einka- væddur. Það er einhver munur að eiga einkabanka sem malar eigendunum gullið eins og Grottakvörnin, heldur en að ríkisreka Seðlabanka með tómar gjaldeyrishirslur, sem þar að auki er með leiðinlegar verðbólgu- spár og er farinn að leggja til samdrátt í eyðslusemi og þá helst með því að legg- ja til að dregið sé úr lánveitingum. Ekki er nema von að illa gangi í Seðla- bankanum, því enn vantar í hann framsóknarbankastjór- ann og er Garri þess fullviss, að þegar fyllt verður í það stóra skarð mun efnahagurinn rétta við og spárnar glæðast. Áfram með smjörið Og ráðagóður er verðbólgu- bankinn ekki. Hvernig í ósköp- unum getur hann ætlast til að góðærið haldist ef draga á úr lánveitingum 'iil nauðþurfta eyðsluklónna. Bílvæðingin á Iangt í land til að ástandið verði viðundandi. Enn eru mörg heimili sem neyðast til að nota aðeins einn bíl og enn eru ekki nema um 20% þjóðar- innar sem eiga farartæki sem hægt er að koma upp á Eyja- bakka til að skoða gæsir í sár- um. Bílalánin vinsælu mega ekki missa sín nema síður sé. Svo þarf að halda áfram að byggja Reykjavík upp svo hún geti tekið við því fólki sem enn tollir úti á túndrunni. Verði skrúfað íyrir lánin til skóla- barna svo þau geti keypt og rekið vasasíma mun heil kyn- slóð missa allt samband við annað fólk og einangrast í mannfélaginu. Verjumst hruui Verst af öllu verður ef hætt verður að lána fjárfestum til hlutabréfakaupa. Þá verður keðjuverkun sem endar í algjörri kreppu. Fyrst fara fjármögnunarfyrir- tækin á hausinn, svo öll hin fyrirtækin sem rekin eru á hlutafé og síðan koll af kolli. Ef Seðlabankinn getur ekki hætt þessu sparnaðartali kemur ekki ann- að til greina en að einkavæða hann áður en hann eyðileggur allt okkar hátimbraða fjár- málakerfi, sem byggist á lán- um og eyðslu en ekki nfsku og aðhaldssemi. Garri Ieggur því til að Seðla- bankinn verði seldur áður en hann gerir meiri skaða með úrtölum og sparnaðarhjali. Einkavinirnir sem hreppa hann munu græða nokkra milljaðra á örfáum vikum og góðærið mun umlykja þá í skattaparadfs auðsafnara. Og þeim blönku og skuldugu verða veitt lán á hæstu vöxtum sem aldrei fyrr. GARRI drungalegi. JÓHANNES SIGURJÓNS- V SON skrifar Þjóðliðið rís upp þessa dagana og skipar sér í sveitir til stuðn- ings eða andstöðu við lögform- legt umhverfismat á Fljótsdals- virkjun. Og mikið vatn hefur raunar runnið óvirkjað til sjávar af Austurlandi frá því deilurnar hófust. A dögunum var t.d. haldinn aðalfundur í Óðni, félagi laun- þega f Sjálfstæðisflokknum. Til- vist þessa félags kemur ugglaust ýmsum á óvart, því margir hafa lengi haft þá skoðun að fyrirbær- in launþegar og Sjálfstæðisflokk- ur eigi ekki samleið, en það er sem sé komið á daginn að það eru launþegar í Sjálfstæðis- Ilokknum og þeir eru í Óðni, og Óðinn er ekki leynifélag laun- þega. I ályktun Óðins segir m.a. að Island sé „ekki bara hæli fyrir menningarsnobbara og frí- stundafígúrur." Og ennfremur er skorað á stjórnvöld að hvika í engu frá virkjunaráformum á Hælbítandi Mstimdafígúmr? Austurlandi og ekki láta „hælbíta úr forneskju“ tefja þá för. Lóðið Bjarkar Ein af þessum „frístundafígúrum og hælbítum úr forneskju" er tónlistarmaðurinn Björk, sem nú hefur opinberlega skipað sér í raðir þeirra sem vilja vernda Eyjabakka og koma í veg fyrir Fljótsdalsvirkjun. Björk hefur hingað til ekki haft mikil af- skipti af innanríksi- málum og pólitískum deilumálum hér heima, og því verða það að teljast tíðindi, þegar þessi tekju- hæsta j.frístunda- fígúra" á Islandi og þó víðar væri leitað Ieggur sitt lóð á vogarskál- ar. Og það á kannski eftir að síga í, Ióðið hennar Bjarkar. Björk Guðmundssdóttir hefur scm sé stöðu sem líkast til enginn Is- lendingur, hvorki fyrr né síðar, hefur haft. Það sem hún segir og gerir getur sem sé haft víðtæk áhrif langt út fyrir Iandsteinana, jafnvel þó það hafi ekki endilega mikil áhrif hér heima. HeímstónleLkar? Nú liggur náttúrlega ekki fyrir hvernig Björk hyggst beita áhrifum sínum í þessu mikla deilu- máli Islendinga. En gefum okkur að hún muni beita sér af fullum þunga og fái t.d. til liðs við sig fé- laga og vini í popp- og menningarkreðs- um erlendis. Heimsfrægðargeng- ið er yfirleitt íðilfúst til að styðja málstað náttúruverndar af öllum toga, verndun regnskóga í Brasil- íu, friðun hvala og sela og páfa- gauka í útrýmingarhættu og svo framvegis, samanber margvíslegt heimstónleikahald til styrktar þessum og öðrum göfugum mál- efnum í gegnum tíðina. Maður sér því hugsanlegan möguleika á að Björk smali sam- an kunningjum og aðdáendum sínum í poppinu, fólki á borð við Elton John, Clapton, Sting, Goldie, Tricky og bvað þetta Iið heitir nú allt saman, og efndi til tónleika í beinni útsendingu um veröld víða, í þeim tilgangi að standa vörð um fallegasta þjóð- garð heims. Og áhrifin hér heima yrðu ugglaust sú að stuðningur við Fljótsdalsvirkjun myndi stór- aukast. Því þó upphefðin komi að utan á Islandi, þá er ekkert sem fær landsmenn til að rísa upp á afturlappirnar og umhverf- ast í þvermóðsku eins og þegar á að fara að ráðskast með okkur og okkar mál erlendis frá, jafnvel þó við vitum og viðurkennum að við höl’um slæman málstað að verja. spuria svaurad Munu afskipti Bjarkar Guðmundsdóttur af byggingu Fljótsdals- virkjunar spilla vin- sældum hennar? Eiríkur Stefánsson fomtaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáslmíðsfjaiðar. „Margir munu lfta Björk öðrum augum eftir þetta. Meginat- riði málsins er þó að hún lifir í heimi allsnægta og ríkidæmis og gæti þess vegna byggt álver sjálf, kysi hún það. Fólk einsog hún skynjar ekki þá stöðu sem fólk á landsbyggðinni er í, hugsun hennar nær ekki svo langt. Hún lifir í heimi fræga fólksins, þar sem þykir fínt og gáfulegt að vera á móti eðlilegri nýtingu náttúru- aðlinda." Einar Rafn Haraldsson fomiaðmAfls fyrir Austurlands. „Eg vona að menn kunni að meta tónlist Bjarkar eftir sem áður, þó vera kunni að ein- hverjum sé í nöp við afskipti henn- ar af málinu. 1 viðtali í sjónvarpi sagði Björk að Island væri falleg- asta Iand í heimi og það ættum við að umgangst af ást og virð- ingu. Þessu var ég sammála sem og því þar sem hún sagðist á móti öfgum í umhverfismálum. I þriðja lagi sagðist hún á móti Eyjabakkalóni; en þar erum við ekki sammála, enda komum við sitt úr hvorri veröldinni." Haukur Snorrason Ijósmyndari og áhugamaður imt Eyja- bakka. „Frekar myndi ég halda að þau ykju vinsældir hennar. Björk er að sanna æ betur hve mik- ill Islendingur hún er og þeir sem búa og starfa erlendis sjá landið öðuvísi en við sem búum hér heima. Eftir langa veru erlendis sér maður ís- Iand í nýju ljósi. Plötur Bjarkar ættu ekki að seljast verr þrátt fyr- ir þetta, hún er nú í fyrsta sinn að viðra skoðanir sínar á íslensk- um málefnum og fólk mun virða það.„ Bubbi Morthens tónlistamiaður. „Hvaða bull er þetta? Hún er ekki svara verð og nú er ég nánast kjaftstopp að mönnum skuli þetta í hug. Þó Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur keyri áfram virkjunarstefnu sína og flokksgæðingar vilji drepa niður alla umræðu um málið þá er Björk það stór að hún stendur málið af sér. Sjálfur hef ég selt um dagana 200 þúsund hljóm- plötur og rifið kjaft á báða bóga og það hefur aldrei komið niður á sölu platna minna. Ef eitthvað er þá ætti þetta að auka vinsæld- ir Bjarkar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.