Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 6
VI-LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MINNINGARGREINAR Anna og Halldór Kárason Anna Kristjana Jónsdóttir Kára- son var fædd 22. júlí 1914 í Vancouver B.C. í Kanada. Hún lést 19. júlí 1999. Foreldrar hennar voru Asrún Jónsdóttir fædd á Mýri í Bárðardal 20. apríl 1893, dáin 8. mai 1981, ogjón Frímann Jónsson fæddur í Pembina Norður-Dakóta 24. október 1882, dáinn 14. ágúst 1952. Bræður Onnu voru: Baldur Theodor Johnson, fædd- ur 12. október 1912, dáinn 20. september 1933 og Karl Frank- lín Johnson, fæddur 18. mars 1919, dáinn 1971. Halldór Carl Kárason var fæddur 13. janúar 1914 í Blaine Washingtoníylki. Hann lést 8. október 1998. Foreldar hans voru Guðbjartur Kárason, fæddur á Geirmundarstöðum í Strandasýslu 22. maí 1879, dá- inn 12. september 1962, og Ingibjörg Dórothea Erlends- dóttir, fædd í Reykjavík 14. mars 1876, dáinn 19.júlí 1948. Bræður Halldórs voru Maríus Agúst Kárason, fæddur í Blaine 8. ágúst 1909, dáinn 21. sept- ember 1937 og Erlendur Helgi Kárason, fæddur í Blaine 4. febrúar 1916. Látinn. Anna og Halldór eignuðust ekki börn, en kjörsonur þeirra er Paul Halldór Kárson. Anna og Halldór voru jarðsett í Blaine í Washingtonfylki. Það var eins og allir litir dofn- uðu við andlátsfregnir þeirra Önnu og Halldórs Kárason, en þau létust með stuttu millibili á heimili sínu í Bellingham í Wasingtonfylki í Bandaríkjunum. Þó kynni okkar hæfust ekki fýrr en liðið var á ævina, urðu þau náin og dýrmæt. Við Anna vorum systradætur. Mæður okkar voru dætur Jóns Jónssonar bónda á Mýri í Bárðardal og konu hans, Kristjönu Helgu Jónsdóttur frá Leifsstöðum í Eyjafirði. Kristjana amma okkar lést eftir að hafa alið 13 börn og misst 2. Jón afi fór þá með börn sín 10 til Ameríku í Ieit að nýju Iífi. Asrún, móðir Önnu, var ein af þeim hópi, þá 12 ára gömul, en móðir mín, Aðalbjörg, varð ein eftir af hinni stóru fjöl- skyldu sem hún sá aldrei eftir það. Ásrún giftist árið 1912 Jóni Frí- manni Jónssyni, ættuðum frá Munkaþverá í Eyjafirði. Þau eign- uðust þijú börn, Baldur Thedór, Önnu Kristjönu, og Carl Frank- Iín. Þau Ásrún og Jón bjuggu lengst af í Blaine, sem er lítill bær á vesturströnd Bandaríkjanna við landamæri Kanada. Þar stunduðu þau búskap, verslunarstörf og fleira. Þau tóku mikinn þátt í fé- lagsstörfum Islendinga, sem voru margir á þessum slóðum. Verald- arauði söfnuðu þau ekki, en voru vinsæl og gestrisin. Þarna ólust börn þeirra upp, en Baldur misstu þau þegar hann var um tvítugt. í Blaine bjuggu líka foreldrar Halldórs og þar ólust þeir bræður upp og gengu í skóla. Allt mun þetta fólk hafa þurft að hafa nokkuð fyrir lífinu. Það var bók- hneigt og vildi veg íslenskunnar sem mestan og talaði hana á heimilum sínum. Leiðir þeirra Önnu og Halldórs lágu því snemma saman. Þau giftu sig árið 1936 og stofnuðu heimili í Blaine. Halldór lærði rakaraiðn og rak eigin stofu um skeið. Um skólagöngu Önnu veit ég ekki mikið, en hún hlýtur að hafa verið stopul því hún veiktist af berklum í baki á unglingsárum og lá rúmföst langtímum saman og náði sér aldrei að fullu. Ekki 1 virtist þetta þó -komá að sök, því Anna var víðlesin og fróð og hafði afar gott minni. Halldór gengdi herþjónustu árin 1943-46. EÍtir að henni lauk hóf hann nám við Western Was- hington State Collage í Bellinga- ham og Iauk þaðan prófi í sálar- fræði og heimsspeki. Síðar lauk hann doktorsprófi frá háskóla í Seattle, og kenndi svo við sinn gamla skóla í Bellingham alla sína starfsævi. Bellingham er allstór bær ekki Iangt frá Blaine, og þar settust þau að eftir að Halldór Iauk námi og bjuggu þar til dauðadags. Frá því að ég man eftir mér hafði ég vitað af frændfólki mínu í Vesturheimi og séð myndir af því flestu. Sumar myndirnar voru slitnar eins og gamlir spilastokkar af snertingu lítilla handa og stórra. En að sjá þetta fólk augliti til auglitis var svo fjarlægur draumur að það var ekki talað um hann upphátt fyrr en á árunum upp úr 1960. Þá var eins og opn- uðust dyr milli þessara heims- hluta, íslands og Norður-Amer- íku. Ferðir á milli fóru að verða viðráðanlegar venjulegu fólki og langþráð kynni gátu hafist milli frændfólks og vina. Ásrún móðir Önnu kom í heimsókn til íslands ásamt systur sinni árið 1962. Ás- rún hafði forðum farið sárnauðug að heiman á viðkvæmum aldri og þjáðst af heimþrá fyrstu árin í hinum nýju heimkynnum. Þessi ferð var henni því ákaflega kær- komin en vakti jafnframt upp endurnýjaða þrá eftir gamla land- inu. Eftir þessa ferð var hugur hennar stöðugt bundinn við ís- land og æskustöðvarnar, og fjór- um sinnum kom hún aftur heim eftir þetta. Það fór ekki hjá því, að börn fólks, sem þannig var ástatt um, fengju brennandi löngun til að kynnast landinu og fólkinu sem þar bjó. Anna frænka var svo sannarlega með Íslandsbakterí- una í blóðinu og hún kom í sfna fyrstu heimsókn sumarið 1965. Það var mér mikil gleði að geta tekið á móti frændfólkinu að vest- an og öll fjölskylda mín stóð sam- an um það. Fyrstu fundir okkar Önnu voru einstaklega skemmtilegir og oft var hún búin að skemmta sér og öðrum með frásögum af þeim. Hún hafði boðað komu sína til Akureyrar með flugi kl. 3. Með henni í för var vinkona hennar, Lovísa að nafni. Hún var líka ís- lensk í báðar ættir og alin upp í Blaine. Við hjón mættum á flug- völlinn á tilteknum tíma, en eitt- hvað höfðu tfmaáætlanir skolast til, því farþegar voru flestir farnir og engar konur sjáanlegar sem gátu verið gestir okkar. Við feng- um þær upplýsingar, að vestur-ís- lenskar konur hefðu komið, en þar sem engin var til að taka á móti þeim, hefðu þær ætlað að fara með rútu í bæinn. Við snér- um heim við svo búið. En ekki höfðum við farið langt þegar við sáum tvær konur á gangi og héldu í suðurátt. Þær voru ekki klæddar hinum hefðbundna ferðabúningi landans og auk þess hlaðnar pökkum og pinklum svo þetta hlutu að vera okkar konur. Við hröðuðum okkur til þeirra og kynntum okkur. Þá hrópaði sú sem ég vissi strax að var Anna: „Hvað, ert þú Kristjana frænka mín? Eg hélt þú værir allt öðru- vísi!“ Þá heyrði ég í fyrsta sinn þennan smitandi hlátur sem ein- kenndi hana og hreif alla með sér svo áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þó þær væru báðar ágætar í íslensku vinkonurnar. voru þær ekki vissar á áttunum eða vegakerfinu hér við Eyjafjörð og engin von að þær vissu að rút- an sem þær ætluðu upp í og nálg- aðist nú óðum var að fara bein- ustu leið í Mývatnssveit. Það var glatt á hjalla og mikið hlegið heima hjá okkur í Rauðu- mýri þetta síðdegi. Margir komu til að sjá þessa nýju frænku og all- ir hrifust af glaðværð hennar og hispurslausri framkomu. Ekki spillti Lovísa. Hún var ættuð af Melrakkasléttu og ætlaði þangað. Tíminn var fljótur að líða. Það var svo margt sem Anna frænka varð að sjá og heyra á stuttum tíma. Ég var ekki til í hvað sem er þetta sumar, því sá Ijóður var á ráði mínu, að ég átti von á barni með haustinu. Anna frænka var ákaf- lega spennt fyrir þessu nýja skyld- menni sínu, en tímasetningin fannst henni alveg fráleit, og hló mikið. Ekki kom þetta ástand þó í veg fyrir að margt væri gert sér til skemmtunar. Það voru stöðug heimboð og heimsóknir til ætt- ingja sem hún átti marga og hafði langan lista yfir þá sem ekki máttu gleymast. Ættaróðul for- eldra sinna, Mýri og Munkaþverá heimsótti hún og gisti og undi sér vel. Við áttum þá þægindasnauð- an Land- Rover-jeppa, og hvorug okkar átti hægt með að troðast upp í hann, hún vegna bakveiki sinnar, en ég af eðlilegum ástæð- um. Við vorum stundum að afsaka þennan farkost, en Anna sagði: „Allt er þetta samfellt æfintýri.“ Svo var „úti ævintýri" fýrr en varði og þær vinkonurnar yfirgáfu Iandið glaðar og ánægðar og höfðu báðar upplifað það sem þær langaði mest til. Ég veit, að ferðasaga Önnu þegar heim kom hefur verið skemmtileg, því hún hafði einstaka frásagnargáfu. Við Anna bundumst sterkum böndum strax við þessi fyrstu kynni og kvöddumst með söknuði og fyrir- heitum um endurfundi beggja vegna hafsins. Það varð að veru- leika. Ég fór mína fýrstu ferð vest- ur um haf strax næsta sumar ásamt tveimur frænkum mínum. Ungbarnið varð eftir heima. Þetta var einskonar pílagrímsferð til að hitta frændfólk og kynnast því, bæði í Kanada og Bandaríkjun- um. Ég heillaðist af öllu sem fýrir augu bar þarna vestur við Kyrra- hafið. Allt hjálpaðist að, náttúru- fegurðin, veðrið og móttökur Önnu frænku og Halldórs manns hennar, sem ég vissi þá Iítið um, annað en það sem tengdamóðir hans hafði sagt, að hann reyndist sér sem besti sonur. Að koma á heimili þeirra var eins og að detta inn í ævintýri á bók. Húsið þeirra stóð á undur- fögrum stað í skógivaxinni hæð með útsýni bæði til hafs og fjalla. Það var umkringt stórum garði þar sem uxu suðræn blóm og tré sem maður hafði aðeins séð á myndum. Innanhúss vart rúm- gott, hlýlegt og smekklegt, en án alls prjáls. Þau áttu allmikið af bókum, og þar á meðal nokkuð af gömlum íslenskum bókum. Þau voru glæsileg hjón, Anna og Halldór, en ákaflega ólík. Hún var ijós yfirlitum en hann dökkur. Hún var ör í lund, fljót að hugsa og fljót að álykta. Hún hafði ákvfcðnár sJéoðátílfúóg várælhrædd' við að láta þær í Ijósi. Hann var hógvær maður og gætinn í orðum. Þrátt fyrir góðar gáfur, menntun og hæfileika, hélt hann sig ávallt frekar til hlés. Frá honum stafaði góðvild og hlýja. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Þegar við frænkur létum gamm- inn geysa og spöruðum ekki stóru orðin um menn og málefni, brosti Halldór góðlátlega og sagði með hægðinni: „Jæja, er það svona slæmt?“ Bæði kunnu þau ís- lensku mjög vel en höfðu ekki tal- að hana að staðaldri til margra ára. Þeim fór eins og mörgum Vestur-íslendingum, að ýmislegt í okkar nútímamáli lét þeim kunn- uglega í eyrum fýrst í stað, en þau voru fljót að læra. Og þau fóru að líta í íslenskar bækur, sem þau höfðu ekki gert Iengi. Ásrún móð- ursysir mín dvaldi bjá þeim og nú fór íslenskan að bergmála frá morgni til kvölds svo þeim fannst þau vera að upplifa æsku sína. Bæði voru þau söngelsk og höfðu sungið í kórum frá unglingsárum. Halldór hafði sungið einsöng með kórum og kvartettum, enda hafði hann óvenjufallega söngrödd. Þau tóku stundum lagið þegar við vorum á ferðalögum og sungu dúetta af ýmsum toga. Þau kunnu mikið af lögum. Anna vann í mörg ár á ljós- myndastofu í Blaine. Þar stækk- aði hún myndir og litaði, þar sem það átti við. Líklega hefur það verið kveikjan að þvf að hún fór að mála í frístundum og lærði dá- lítið til þess. Þetta veitti henni mikla ánægju, einkum á efri árum. Hún málaði allskonar myndir, mest þó landslag og blóm, en einnig sá ég eftir hana skemmtilegar myndir, málaðar í augnabliksstemmningu, aðeins með litum án sérstakra forma. Anna vann mikið að félagsmál- um. Hún vann að uppbyggingu elliheimilisins Stafholts í Blaine, þar sem margir Islendingar end- uðu ævina, enda var það fyrst og fremst byggt af þeim og fyrir þá. Anna var í stjórn Stafholts til margra ára og lét sig mikið varða hag fólksins sem þar dvaldi. Þar andaðist Ásrún móðir hennar og Guðbjartur faðir Halldórs, en þau önnuðust sína nánustu af miklum kærleika, svo lengi sem þess var kostur. Þeim Önnu og Halldóri auðn- aðist að koma þrisvar sinnum saman til íslands. Þær ferðir breyttu lífi þeirra því þau bundust landinu svo mjög, að það varð þeim sem annað föðurland. Heimsóknir þeirra voru mikið til- hlökkunarefni og þær urðu að einskonar þjóðhátíðum sem end- uðu svo með ættarmótum. Ef maður fýllist einhverntíma ætt- jarðarást þá er það þegar slíka gesti ber að garði. Islenskur mat- ur er borinn á borð og allt það besta tínt til, íslenkar sagnir rifj- aðar upp og mikið skoðað af myndum. Oft voru þau svo leyst út með smágjöfum til minningar um landið og heimsóknina. Dag- arnir voru notaðir til hins ýtrasta og lítið sofið. Við hjónin ferðuð- umst víða um landið með þeim. Það var gaman að sýna þeim Iand- ið og gaman að sjá það með aug- um ókunnugra. En það var nú svo, að lengi vel voru flestar heim- sóknir gerðar til frændfólks okkar Önnu og það var okkar skyldulið sem kom saman til að hitta þau. Halldór hafði ekkert samband haft við ættingja sína og vissi í fyrstu lítið hvar þeirra var að leita. Hann sagði að foreldrar sínir hefðu sjaldan talað um Island við börn sín og æskuminningum sfn- úni héfdú þáú ekki á loftr. íslánd var því harla fjarlægt Halldóri er hann kom hingað fýrst og hann viðurkenndi að sig hefði ekkert langað sérstaklega til að koma. Og hvað frændfólkið snerti, sagði hann oft að Anna ætti svo mildð af því, að það dygði þeim báðum. En þetta var ekki svona. I raun og veru þráði hann að finna rætur sínar og hitta frændfólk sitt og kynnast því. En það var ekki hans háttur að tala mikið um eigin hag. Hann vissi um erfiða æsku föður síns og hvar hann hafði dvalið. í annað skiptið sem þau komu fór- um við með þeím norður í Strandasýslu og komum á marga þá staði sem hann kannaðist við af takmörkuðum frásögnum föður síns, meðal annars að Geirmund- arstöðum. En ekki hitti hann neitt frændfólk. Það var ekki fýrr en þau komu í þriðja sinn að búið var að varða leiðina milli þessa fólks og Halldór varð allt í einu ríkur maður af skyldfólki sem allt tók honum sem týndum syni og fagnaði vel. I þeirri ferð var þeim boðið til Hólmavíkur að heim- sækja einn af frændum Halldórs og fjöiskyldu hans. Við fórum með þeim í þessa ferð og nutum öll frábærrar gestrisni og leið- sagnar þessa ágæta fólks. Halldór fékk nú tækifæri til að þræða slóðir forfeðra sinna undir grein- argóðri leiðsögn frænda síns, og að sjá með eigin augum þá hrika- legu og ægifögru náttúru sem fólk þeirra hafði barist við og þeir voru sprottnir úr. Komið var að grafreit við ysta haf þar sem margt af frændum þeirra og formæðrum hvíldu, og á þann örlagaþrungna reit þar sem amma Halldórs hafði orðið úti um Jónsmessuna við að reyna að bjarga búsmala sínum úr hríðarbyl. Ekkert okkar kom ósnortið úr þessari ferð. Þó drukkið væri kaffi í blómskrýddri brekku þar sem yl lagði úr jörðu, var erfitt að losna undan áhrifum þessa skelfingaratburðar. Halldór hafði svo sannarlega fundið rætur sínar og sitt fólk, og hann var bæði glaður og hrærður í senn. Þegar þau hjónin yfirgáfu landið í þetta sinn var það hans fólk sem hélt þeim kveðjuhófið og kvaddi þau með söknuði. Við hjónin fórum tvisvar sinn- um um slóðir Islendinga f Vestur- heimi og áttum þá nokkra dýrðar- daga í Bellingham hjá þeim Önnu og Halldóri. Þau léku við okkur á alla lund og endurguldu nú í rík- um mæli ferðir olíkar með þeim um Island. Þau fóru víða með okkur um hina unaðslegu Kyrr- hafsströnd og einnig upp til Iands og til fjalla. Við komum úr þess- um ferðum rík af minningum og fróðleik um Iand og þjóð. Frá íýrstu kynnum höfðum við Anna skrifast á og flest bréfin enduðu á orðunum: ,/4itlið þið nú ekki að fara að korna?" Ég kom síðast til þeirra í stutta heimsókn árið 1989. Þá var heilsa þeirra farin að bila, en andinn var sá sami, og þau töluðu um Islands- ferð á næsta sumri. Sú ferð varð aldrei farin. Síðustu árin urðu þeim erfið, hann bundinn við hjólastól og hún við göngugrind. Vinir og samstarfsfólk horfið á braut og frændfólkið víðs Ijærri. Sonur þeirra annaðist þau eftir megni síðustu árin. En cyjan þeir- ra, sem vakti í eilífðar útsæ, kall- aði stöðugt á þau, allt fram til þess síðasta, en þau skorti afl til þess að hlýða kallinu. Nú eru þau farin í aðra ferð lengri. Við sem þekktum þau þökkum þeim kynn- in og samverustundirnar. Við söknum þeirra og gleymum þeim aldrei. Kristjaná Nnnntrjénsdúliir,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.