Dagur - 16.12.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 16.12.1999, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 SUÐURLAND Pálmi Þór, Ragnar Eð- varð og Guðlaug. Ás- gerður Eiríksdóttir er leiðbeinir börnunum. Foreldrafélagið gefur tölvu Á dögunum var leikskólanum Bergheimum í Þorlákshöfn af- hent tölva að gjöf. Var það for- eldrafélag leikskólans sem gaf tölvuna ásamt nokkru af forrit- um sem ætluð eru fyrir þann aldurshóp sem sækir leikskól- ann. Má þar nefna forrit eins og Stafakarlana eftir Bergljótu Arn- alds og fleiri slík. Það var Hrönn Sverrisdóttir, formaður foreldra- félagsins, sem afhenti tölvuna við hátíðlega athöfn á föstudag. I stuttu spjalli við Ásgerði Ei- ríksdóttur leikskólastjóra kom fram að tölvan mun nýtast sem þjálfunartæki fyrir börnin og munu margskonar forrit ráða hvaða þjálfun og örvun börnin fá. - Skv. nýrri námskrá fyrir leikskóla eiga börn á leikskóla- aldri að fá að kynnast tölvum og tölvunotkun. Það hefur verið stefna foreldrafélagsins hér í gegnum árin að tekjur af félags- gjöldum fari til kaupa eða ráð- stöfunar á einhverju því sem nýtist öllum börnum í leikskól- anum. -HS Jón Ingi sýnir í Miðgarði í vikubyrjun hófst í Miðgarði að Austurvegi 4 á Selfossi myndlist- arsýning Jóns Inga Sigurmunds- sonar. Þar sýnir Jón Ingi fimmtán pastel- og vatnslitamyndir, sem flestar eru af Suðurlandi og þá ekki síst frá bernskuslóðum hans á Eyrarbakka og þar við strönd- ina. Þetta er sautjánda einkasýn- ing Jóns Inga, en áður hefur hann haldið Ijölda sýninga á Eyr- arbakka og Selfossi, í Hveragerði, Akureyri og einnig í Danmörku. Þá hefur hann einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Jón Ingi, sem fæddur er árið 1934, starfaði í áratugi við Gagn- fræðaskólann á Selfossi við kennslu og skóla- stjórn. Þekktastur er hann þó ef til vill fyrir kórstjórn, en í dag stjórnar Jón Ingi Kór Fjöl- brautaskóla Suður- lands og kennir einnig við Tónlist- arskóla Amesinga. Sýningin sem nú stendur yfir í Mið- garði er opin í sam- ræmi við opnunar- tíma verslana þar og lýkur þann 27. desember. -SBS. Jón Ingi Sigurmundsson með eina mynda sinna, sem hann sýnir nú í Miðgarði. . SUÐURLANDSVIÐTALID Míkið leitað eftir aðstoð Talsvert er leitað til presta á Suðurlandi um þess- ar mundir af þeim sem eru í nauðum staddir í að- draganda hátíða. Þó sögðu prestamir í tveimur Ijölmennustu sólmunum, sem Dagur ræddi við, að líkast til væri minna leitað eftir aðstoð nú en stundum áður, til dæmis borið saman við jólin í fyrra. „Það er greinilega mikil þörf fyrir aðstoð og þar nefni ég til dæmis öryrkja, sem em illa settir," sagði sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vest- mannaeyjum. „Margir sem hér leita eftir aðstoð eru til dæmis atvinnlausir og einnig fólk sem glímir við veikindi eða er án atvinnu. Þá get ég einnig nefnt fólk sem er í einhverskonar milli- bilsástandi, er án atvinnu og bíður eftir úrskurði örorkumats,“ sagði sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, sóknarprestur á Selfossi. - Sóknarprestar hafa milligöngu um að útvega fólki liðveislu Hjálparstarfs kirkjunnar og við sumar kirkjur, svo sem Selfosskirkju, eru einnig starfræktir hjálp- arsjóðir. Úr þeim sjóði getur fólk sem er í nauðum statt fengið fé út- hlutað, ef sýnt þykir að slík aðstoð komi fólki á beina braut. Þorlákshöfn verði aðaltollhöfn Isólfur Gylfi Pálmason hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um að gera hafnirnar í Þorlákshöfn og á Höfn í Hornafirði að aðaltoll- höfnum. I greinargerð með frumvarpinu segir að Þorlákshöfn sé eina fiski- og flutningshöfnin á Suðurlandi og um hana standi Sunnlendingar einhuga. Mikilvægi hennar sem vöruhafnar hafi verið að aukast stórlega, meðal annars með vikurflutningum sem mikið hafi verið að aukast síðustu árin, sem og vegna annarskonar flutn- inga. Þá hafi verið reifaðar hugmyndir um enn fjölbreyttari iðnað í Þorlákshöfn, sem myndi enn frekar auka hlutverk hennar. I greinar- gerðinni segir ennfremur að ekki sé með frumvarpi þessu verið að leggja til að mikilvægi Selfoss sem tollhafnar verði raskað „enda snýr málið eingöngu að réttarstöðu Þorlákshafnar, að þvf að bæta þjón- ustuna þar og því að hún hafi sama rétt og svo margrar aðrar hafnir á landinu,“ segir í greinargerð. Eyjafjallagos myndi skaða Eyjameim Hugsanlegt eldgos í Eyjafjallajökli myndi væntanlega hafa þær af- leiðingar að allt neysluvatn Vestmanneyinga yrði ódrykkjarhæft. Vatnsból Vestmannaeyinga eru undir Eyjafjöllum og þaðan liggja svo Ieiðslur fram til sjávar og frá Bakkasandi út til Eyja. Blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum hefur það eftir Ármanni Höskuldssyni, forstöðu- manni Náttúrustofu Suðurlands, að vatnið geti mengast og eitrast, en þessa fullyrðingu byggir hann á reynslu frá gosinu árið 1821 til 1823. Einhverjar vikur myndu Ifða frá lokum öskufalls þar til hægt yrði að drekka vatn undan Eyjaljöllum á ný. Blaðið hefur eftir Karli Gauta Hjaltasyni, sýslumanni í Vestmannaeyjum, að ekki hafi verið gerðar ráðstafanir vegna hugsanlegs goss í Eyjafjallajökli, en yfirvöld séu þó vel á verði vegna þess óróa sem nú er í Eyjafjalla- og Mýr- dalsjökli. -SBS. ísólfur Gylfi Pálmason. Megum ekki vera andvaralaus Ágústlngi Ólafsson9 fonnaður Almamiavamancfnd- arRangdrvallasýslu og sveitar- stjóri á Hvolsvelli. Jarðhræringarhafa átt sérstað íEyjaJjallajðkli aðundanfðmu, þó litlar hafi veriðsíðustu vikur. Þettagefurþó tilefni til viðbúnaðar ogjarðvísinda- menn ogAlmannavamir kortleggja málið. - Hvaða viðbúnað hafa menn í gangi vegna hinnar hugsanlegu eldgosahættu sem nú er í Eyja- fjallajökli? „Almannavarnir ríkisins og vís- indamenn héldu fund með Al- mannavamanefndum Rangár- vallasýslu og Mýrdalshrepps, ásamt nokkrum gestum þann 3. desember sl. þar sem farið var yfir það sem hefur verið að gerast í Eyjaljallajökli. Á þriðjudaginn héldum við svo Ijölsóttan fræðslufund á Heimalandi undir Vestur-Eyjaljöllum, þar sem komu til skrafs og ráðagerða jarð- vísindamenn og aðrir þeir sem best þekkja þá hættu sem stafar af jarðhræringum og eldsumbrot- um í Eyjaíjallajökli. Þá er að hefj- ast vinna við gerð hættumats og neyðaráætlunar, þar sem verða í upphafi lögð drög að því hvernig hægt sé að flytja fólk og búfénað á brott í skyndingu undan Eyja- fjöHurp! óg nærþggj^ndi. sVípðuip komi til eldsumbrota. Á þessari stundu bendir ekkert til þess að eldgos sé yfirvofandi á næstunni." - Hvað getur þú sagt mér um þátt jarðvísindamanna í þessu máli? fundinn sem við héldum síðdegis á þriðjudag komu til okk- ar jarðvísindamennirnir Ragnar Stefánsson frá Veðurstofunni, Magnús Tumi Guðmundsson og Páll Einarsson frá Raunvísinda- stofnun Háskóla Islands og Sig- valdi Árnason frá vatnamælinga- sviði Orkustofnunar, auk Hafþórs Jónssonar, fulltrúa hjá Almanna- vörnum ríkisins. Jarðvísinda- mennirnir fluttu erindi um það sem nú er að gerast í jöklinum og hvert framhaldið gæti orðið, svo sem ef komi til eldsumbrota. En á þessari stundu er svo sem ekk- ert sem bendir til þess að svo verði, síðustu vikuna hefur verið mjög rólegt í jöklinum. Jarðvís- indamenn fylgjasLþó, ýfram .mjqg, grannt með jöklinum og því sem þar er að gerast, en ris jökulsins sem þeir hafa mælt síðustu mán- uði er, að sögn Páls Einarssonar, um tíu sentimetrar. Með svo mik- illi nákvæmni geta vísindamenn mælt þetta enda er sú tækni sem þeir vinna með afar fullkomin og getur náð afar mikilli nákvæmni." - Hveijir eru þeir staðir sem yrðu í mestri hættu fari Eyja- (jallajökull eitthvað að láta á sér kræla? „Það eru Eyjaljöllin, Landeyj- arnar og Fljótshlíð og þar erum við að tala um hættu bæði af völdum vatnsflóða og öskufalls. Þetta gæti valdið Vestmannaey- ingum erfiðleikum, en vatnsból þeirra er við Syðstu-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum og öskufall gæti spillt vatninu þar, þannig að það yrði ekki neyslu- og drykkjar- hæft i einhverja daga.“ - Nú hafa vísindamenn og ,raunar margir aðrir verið um lengri tíma að spá eldsumbrot- um í Mýrdalsjökli og nú síðast í Evjaljallajökli. Er ekki hætta á því að þessir spádómar fari á endanum að virka einsog sagan „Úlfur - Úlfur“? „Það kann vissulega að vera rétt hjá þér. Eg vil nú raunar ekki halda þvi fram að fólk hér um slóðir sé hrætt við eldgos eða aðr- ar jarðhræringar en við megum heldur ekki vera andvaralaus. Á fundinum á Heimalandi var farið yfir stöðuna og margt er nú ljós- ara fyrir fólki en fyrir fundinn enda fundurinn haldinn til þess að upplýsa fólkið um hvað er nú að gerast í jöldinum og þann við- búnað sem í gangi er. Á fundin- um kom fram vilji íbúanna um að vinnu við hættumat og neyðar- áætlun, svokallaða séráætlun fyrir Eyfjafjallajökul, verði hraðað svo sem kostur er.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.