Dagur - 16.12.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 16.12.1999, Blaðsíða 3
FIMMTVDAGVR 16. DESF.MBER 1999 - 3 Ðugur SUÐURLAND Lýsingaháttur fortíðar „Almennt má segja að Landeyingasaga sé hinn besta bók og eigum við ekki að gefa henni svo mikið sem þrjár stjörnur. Gallarnir eru þó nokkrir, “ segir meðal annars hér í greininni. Út er komin Landeyingabók, þar sem fjallað er um bæi og ábúendur í Aust- ur-Landeyjum. Bókin er að grunni til unnin úr handriti Val- geirs heitins Sigurðssonar, fræðimanns á Þingskálum á Rangárvöllum, en hann safnaði um sína daga miklum og mikilsverðum heim- ildum um mannlíf í sveitum í Rangárþingi fyrr á tíð auk þess sem hann var mikilvirkur ætt- fræðingur. Valgeir féll frá snem- ma árs 1994 og kom það þá í hlut æskufélaga hans, Ragnars Böðvarssonar, að annast loka- frágang verksins. „I bókinni er merki Valgeirs Sigurðssonar haldið á lofti og þess gætt svo sem kostur er að hafa það held- ur sem sannara reynist," segir á bókarkápu, þar sem segir enn- fremur að Landeyingabók sé nauðsynlegt heimildarit fyrir þá sem áhuga hafa á byggða- og persónusögu, sem og ættfræði. Þá segir ennfremur að rakin sé saga jarða í Austur-Landeyjum og fólksins sem þær hefur byggt frá því er sögur hófust og fram til okkar daga. „Getið er allra bænda og húsmæðra sem heim- ildir hafa fundist um, ættir þeir- ra og æviferill rakinn og sagt frá börnum þeirra.“ Stðrvirki rétta lýsingarorðið Um bók þessa er stórvirki rétta lýsingarorðið. Ljóst er að rnikil vinna hefur verið lögð af hálfu Valgeirs Sigurðssonar og þeirra sem síðar tóku við merki hans í að afla heimilda og skrá niður sögu byggðar og mannlífs í Austur-Landeyjum. Villulaus getur bók sem hefur að geyma jafn ítarlegar upplýsingar um ættir, fólk og fæðingardaga þess tæpast verið, þó ég geti hinsveg- ar ekki, sakir ókunnugleika, rökstutt þessa kenningu frekar. En þetta býr í hlutarins eðli. Vel og ítarlega er sagt frá jörðum og landkostum þeirra með tilvitn- unum í ýmsar heimildir, gamlar sem nýjar. Frásagnir urn seinni tíma fólk, sem nýlega er látið, eru ágætar með tilvitnunum f minningaorð. Þá er einnig sagt frá lífshlaupi þeirra sem nú búa í Austur-Landeyjum þó þær frá- sagnir mættu ef til vill vera nokkuð ítarlegri, sem upplýs- ingar um búskap á hverri jörð. Frásagnir um það sem hæst ber í lífi og starfi Austur-Landey- inga nú um aldarlok væru ein- nig kærkomnar. Það er fyrst og fremst matsat- riði þeirra sem bókina setja saman á hvað áhersla skuli lögð og enginn áfellisdómur er hér lagður á bókina þó þeir hafi tekið þann pól í hæðina að hafa fortíð- ina sem áhersluatriði, fremur en nútíðina. Hefði þessu verið breytt af útgefendum hefði það ef til vill líka verið frávik frá því hvernig Valgeir á Þing- skálum hugsaði verkið í upphafi, þannig að á því sést best að erfitt er fyrir alla að taka við verki sem annar hefur verið langt kominn með, en ekki auðnast að ljúka. Margar myndir - en augljósir gallar I Landeyingasögu eru alls um 500 myndir af fólki úr sveitinni. Um myndir frá fyrri áratug- um tek ég viljann fyrir verkið að þeirra hafi verið aflað, en á hinn bóginn finnst mér sko- rta myndir úr búnaðarsögu sveitarinnar og mannlífi, en myndir þessar eru sjálfsagt víða til. Þá hefði gjarnan mátt birta myndir af hverjum bæ um sig. Um myndir af því fólki sem nú byggir sveitina er það að segja að margar þeirra eru nýjar og góðar, en klént er þó að í all- mörgum tilvikum eru aðeins myndir sem birst hafa annars- staðar í sambærilegum ritum, svo sem Sunnlenskum byggð- um. Það hefði varla kostað mikla vinnu fyrir góðan mynda- smið að bæta úr þessum aug- ljósa galla. Almennt má segja að Landey- ingasaga sé hinn besta bók og eigum við ekki að gefa henni svo mikið sem þrjár stjörnur. Gallarnir eru þó nokkrir, einsog ég hef tíundað hér að framan, og það hefði ekki verið stórmál að bæta úr þeim. Þetta þurfa menn að hafa í huga við útgáfu annarra sambærilegra rita úr öðrum sveitarfélögum, en víða er um þessar mundir einmitt staðið í útgáfu bóka af þessum toga. Landeyingabók Útgefandi: Austur-Land- eyjahreppur. Höfundur: Valgeir Sigurðs- son og fleiri. Blaðsíður: 566. BÆKUR Karlakór Selfoss í fögmm hvammi Karlakór Selfoss hefur gefið út geisladiskinn „I ljúfum lækjar- hvammi“, sem er titillag geisla- disksins. Það flytur kórinn af mikilli orku, inn- lifun og ekld síst sönggleði sem einkennir mörg laga karlakórs- ins, en ekki öli. Lagið „Minning" er þunglama- legt, tenórinn nær sé ekki full- komlega á strik, rétt eins og þeir séu eitthvað feimnir og fyrir bragðið vantar töluverða íyllingu í hljóm tenóranna og þeirra sam- hljóm. Þess sama gætir í „Omum vorsins". Gylfi Þ. Gíslason syng- ur einsöng í „Islands lagi“, fer vel með en án allra tilbrigða. Hefði að ósekju mátt leggja meiri inn- lifun í sinn söng. Drynjandi bassi Helga Helgasonar nýtur sín vel í „Tina Rondoni" og er mjög áheyrilegur og söngurinn svo átakalaus, og þar með skemmti- legur og tvísöngur Jónasar Lilli- endahl og Sigurðar Karlssonar er góður, raddirnar falla vel saman og þeir félagar syngja af mikilli sönggleði. Kórinn syngur lag um eigin flugreynslu til Eyja og gerir vel í skemmtilegu lagi og Ijóði eftir Omar Ragnarsson. Berglind Einarsdóttir syngur „Vín, borg minna drauma" og gerir áheyri- lega en það vantar þessa gömlu Vínarsveiflu í lagið og bakraddir kórmanna eins og ekki alltaf í takti. GEISLA- DISKAR skrifar „Saknaðarljóð“ fer kórinn ein- staklega vel með, reyndar eru ró- legri lögin á geisladiskinum heilt teldð áheyrilegri og betri hluti þessarar söngskemmtunar úr Ár- nesþingi. Mansöngur þeirra Valdimars Karls Guðlaugssonar og Ólafs Björnssonar til eigin- kvenna sinna, líldega, í „Til konu minnar“ er þrunginn tilfinningu og ást enda segir m.a. í textanum að hún sé fríð sem runnarós, rík af þýðum hljómi. Karlakórinn Hytur skemmtilega lag Bubba Mortens „Það er gott að elska“ og sýnir svo ékld er um villst að kafjlakórar geta vel flutt dægurfl- legn ugur í góðri útsetningu. Það hafa fleiri kórar sannað fyrr. Þar hefur undirleikara kórsins, Helenu Káradóttur, tekist frábærlega. Fagmannlegur og líflegur undir- Ieikur nokkurra hljóðfæraleikara í lokalagi geisladisksins „Leikur að vonum“ er góður punktur yfir i-ið. Það cr góður kostur við þenn- an geisladisk að mörg laganna hafa ekki heyrst áður og útsetn- ingarnir eru margar hverjar skemmtilegar og hæfa vel Karla- kór Selfoss. I Ijúfum lækjar- hvammi er í heild mjög áheyri- 'iówv UTVARP SUÐURLANDS FM 96,3 & 105,1 Fimmtudagurinn 16. desember 07:00-09:00 Góöan dag Suðurland. Sigurgeir H 09:00-12:00 Allt önnur Ella á jólakjólnum. Sotfía M 12:00-13:00 Meö matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands Soffía S 19:00-22:00 Sportröndin. Fanney og Svanur 22:00-01:00 Kvöldsigling. Kjartan Björnsson Föstudagurinn 17. desember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir H 08:20-09:00 Svæðisútvarp Suðurlands Soffia S 09:00-12:00 Allt önnur Ella á jólakjólnum. Soff ía M 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferö og flugi Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Guðrún 19:00-20:00 íslenskir tónar. Jóhann Birgir 20:00-22:00 Dýsel. Unnar Steinn 22:00-01:00 Lífið er Ijúft. Valdimar Bragason Laugardagurinn 18. desember 09:00-12:00 Morgunvaktin. Valdimar Bragason 12:00-13:00 íslenskt tónlistarhádegiJóhann Birgir 13:00-16:00 Vanadísin. Svanur Gisli 16:00-19:00 Tipp topp. Gulli Guðmunds 19:00-22:00 Draugagangur. Kiddi Bjarna 22:00-01:00 Bráðavaktin. Eyvi og Anton Sunnudagurinn 19. desember 10:00-11:00 Heyannir. Soffía Sigurðardóttir 11:00-13:00 Kvöldsigling (e). Kjartan Björnsson 13:00-15:00 Grænir Tónar. Skarphéðinn 15:00-17:00 Lestur úr jólabókum. Soffía M . 17:00-19:00 Daviðs sálmar. Davíð Kristjánsson 19:00-20:00 íslenskir tónar. Jóhann Birgir 20:00-21:00 Elvis frá A-Ö. Jói og Halli 21:00-22:00 Lestur úr jólabókum. Ýmsir 22:00-24:00 Sögur og sígild tónlist Friðrik Erlings Mánudagurinn 20. desember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir 09:00-12:00 Allt önnur Ella á jólakjólnum. Soffía 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-19:00 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 19:00-21:00 Ókynnt tónlist. Tölvukallinn 21:00-22:00 Morgunspjall (e) Valdimar Bragason 22:00-24:00 Lestur úr jólabókum. Ýmsir Þriðjudagurinn 21. desember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir 09:00-12:00 Allt önnur Ella á jólakjólnum. Soffía 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-19.00 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 19:00-22:00 Skeggjaða beljan. Vignir Egill 22:00-24:00 Lestur úr jólabókum. Ýmsir Miðvikudagurinn 22. desember 07:00-09:00 Góðan dag Suöurland. Sigurgeir 09:00-12:00 Allt önnur Ella á jólakjólnum. Soffía 12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn 13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds 17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Guðrún 19:00-20:00 Með matnum. Tölvukallinn 20:00-22:00 Jólabókalestur. Soffia M 22:00-24:00 Jólatónlist. ýmsir Þorláksmessa 23. desember 07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir 09:00-12:00 Jólavakan Gestir og gaman. Sofffa 12:00-13:00 Jólavakan Lif og fjör. Tölvukallinn 13:00-17:00 Jólavakan opið húsGulli Guðmunds 17:00-18:25 Jólavakan fylgist með. Valdimar 18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands.Soffía 19:00-22:00 Jólavakan á hjólum 22:00-01:00 Jólavakan inn I nóttina. Kjartan Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga ’im-»ífí‘Mí;rir!'. '■rnírj dncj .jmufilisaejjhrttbv 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.