Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 10
10 — LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 19 9 9 FRÉTTIR HÆSTIRETTUR Gat sjálfum sér uni kennt Vegagerð ríkisins hefur verið sýknuð af Hæstarétti í skaðabótamáli manns, sem varð íyrir slysi er hann ók á bifhjóli suður Vesturlandsveg yfir brúna yfir Laxá í Kjós. Maðurinn vildi meina að orsök slyssins hafi verið lélegt ástand brúargóifsins, en meginniðurstaðan varð að maðurinn gæti sjálfum sér um kennt. Maðurinn var einn til frásagnar um tildrög slyssins, sagði að bæði hafi verið gat á því og naglar staðið upp úr. Talið var, að það hefði staðið manninum næst, að athuga aðstæður. Ljósmyndir, sem kunningjar mannsins tóku af brúargólfinu, þóttu ekki gefa óyggjandi upplýsingar. Maðurinn hefði ekki tilkynnt Vegagerðinni um atvikið fyrr en allöngu síð- ar og fór sérstök rannsókn því ekki fram í kjölfar slyssins. Agreiningslaust var að yfirborð vegar og hrúar hefði verið rakt þegar óhappið varð og þóttu aðstæður því kalla á sérstaka varúð. Þótti ósann- að að stórkostlegt gáleysi starfsmanna Vegargerðarinnar hefði átt sér stað eða að maðurinn hafi ekki getað afstýrt slysi með eðlilegri varkárni. - FÞG Skýlausa játningu skorti Hæstiréttur hefur vísað til undirréttar á ný máli, þar sem maður var dæmdur í háa sekt og til fangelsisdvalar fyrir skattabrot, en fundið var að því að héraðsdómari hafði farið með málið sem játningarbrot, þótt ský- laus játning hafi ekki komið fram. Hinn ákærði var í undirrétti dæmdur í tveggja milljóna króna sekt og í 45 daga fangelsi fyrir að hafa ekki, sem stjórnarmaður og framkvæmda- stjóri Heimis ehf., staðið skil á virðisaukaskatti á árinu 1996, samtals 2,6 milljónir króna, eða skil á staðgreiðslu á árunum 1995 og 1996 uppá 269 þúsund krónur. Hann játaði skýiaust að brot hefði átt sér stað, en end- anlegar upphæðir voru ekki bornar undir hann til staðfestingar. Segja má að þarna hafi enn cinn dómurinn fallið þar sem passað er uppá að mann- réttindi séu virt í hvívetna. — FÞG Dóttir móður siuuar Konu, sem vildi fá dómsúrskurð um að viðurkennt yrði að skjalfest móð- ir sín væri í raun og veru ekki móðir sín, varð ekki að ósk sinni þégar Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag niðurstöðu undirréttar. I þessu sér- kennilega máli þótti dómurum fram á það sýnt, með fæðingarskýrslu og erfðamarkarannsókn, að móðernið væri rétt. Dóttirin, sem nú er fimmtug, krafðist viðurkcnningar á því að 74 ára kona væri ekki móðir hennar. Móðirin meinta hunsaði málflutninginn með öllu. Gunnlaugur Geirsson, prófessor við Rannsóknarstofu Háskól- ans í meinafræði, tók þeim blóð 1995 og sendi til rannsóknarstofu í Englandi og var niðurstaða þeirrar rannsóknar sú að líkurnar væru 99,99% fyrir því að stefnda sé móðir stefnanda. Dóttirin taldi að þar sem hún sé fædd í heimahúsi væri tilkynning til hins opinbera og skráning um fæðingu hennar ekki óyggjandi þar sem hún sé byggð á frásgögn hinnar rneintu móðu og var hún ósátt við nið- urstöðu erfðamarkarannsóknarinnar, „bæði vegna flótta Gunnlaugs Geirssonar prófessors um að ræða hana nánar við stefnanda og taka aðra blóðprufu og sanna mál sitt“. Hún segir gamla konu hafa borið að hin stefnda „væri ekki rétta blóðmóðir hennar heldur hafi stefnda einungis alið hana upp“. I dómsniðurstöðunum kemur engin önnur ástæða fram um ástæður efasemda dótturinnar, en orð þessarar gömlu konu. - FÞG Nýr ræðismaður Hollands Mannaskipti hafa orðið í embætti aðalræðismanns Hollands á íslandi. Beatrix Hollandsdrottning hefur út- nefnt Bjarna Finnsson, framkvæmdastjóra Blómavals, nýjan aðlræðismann í stað Ólafs Ragnarssonar hjá Vöku-Helgafelli. Ólafur baðst undan því að halda áfram starfinu, eftir átta ár í embættinu. Hollenska að- alkonsúlatið á Islandi verður framvegis í húsi Blómavals að Sigtúni 40 og verður skrifstofan opin frá kl. 9-12 á virkum dögum. Konsúlatið, sem er vel komið innan um hollensku túlípanana í Blómavali, er í beinu samstarfi við sendiráð Hollands í London en sendiherra Hollands á Islandi, Baron W.O. Bentick Van Schoonheten, hefur þar að- setur. Lengri frestur Vegna ítrekaðra óska frá áhugasömum þátttakendum í nýsköpunar- keppni í vetrarferðamennsku á Norðurlandi hefur frestur til að skila inn tillögum í keppnina verið framlengdur til 17. janúar 2000 en fyrri frest- ur miðaðist við 15. desember. Keppnin er á vegum verkefnisins „Stefn- um norður", sem miðar að því að efla ferðamennsku utan hins hefð- bundna sumartíma á Norðurlandi, til hagsbóta fyrir þau fyrirtæki sem koma að slíkri ferðamennsku, svo sem þá sem reka ferðaþjónustur, ferða- skrifstofur og flugfélög. I tengslum við verkefnið var ákveðið að efna til nýsköpunarkeppni í vetrarferðamennsku með veglegum peningaverð- launum og er öiium landsmönnum heimil þátttaka en miðað við að at- burðurinn sem kynntur er fari fram á Norðurlandi. Ekki er þó nauðsyn- legt að viðkomandi sé starfandi í ferðaþjónustu. Bjarni Finnsson í Blómavali. Verðlaunahafarnir samankomnir á veitingastaðnum Pollinum. - mynd: brink Besti ljósastaurinn að Byggðavegi 109 Nemendur Myndlistaskóla Arn- ar Inga hafa síðustu ár veitt við- urkenningar fyrir jólaskreytingar og útstillingar í verslunarglugg- um á Akureyri. I ár voru einnig veittar viðurkenningar fyrir al- mennar húsa- og garðskreyting- ar. Viðurkenningarnar voru alls 16 talsins. Örn Ingi sagði við verðlauna- afhendinguna að heildarsvipur- inn væri að batna en hann skildi samt ekki hvaða hlutverk t.d. eldgleypar hefðu í miðbænum um helgar við að skapa jólastemmningu, og of lftið væri af englum og jólasveinum. Kannski væri það ráð að fá þá sem best og fallegast skreyttu heima hjá sér til þess að skreyta miðbærinn. Besta jólaskreyting á húsi fyrirtækis var valinn Skipa- gata 9 en heildarmynd skreyt- inga á húsinu væri mjög falleg, smekkleg og skipulögð. Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, sem er eitt fyrirtækjanna f húsinu, sagði að sú fjárfesting sem lægi í skreytingum skilaði sér og væri innlegg í að gera miðbærinn meira aðlaðandi um jólahátíð- ina. Meðal verðlauna má nefna að Dótakassinn fékk sérstök menningarverðlaun fyrir sögu- legt afrek þar sem hver gluggi hefði sína frásagnalegu mynd og þar má finna mjög gömul leik- föng innan um þau nýju. Besti ljósastaur Akureyrarbæjar er við Byggðaveg 109, en staurinn er listilega vafinn Ijósaslöngum. Fallegasta og athyglisverðasta gatan er Möðrusíða en jólaleg- asta og smekklegasta húsið er Aðalstræti 66 a. — GG Starfshópur ráðherra til að tefja fósturvísa Trúlega af ótta vid tillfinningaiunræðu manna sem hafa ekki hagsmuna að gæta, segir Gunnar Jónsson. Akvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra um það hvort hann verður við umsókn Bændasamtaka Islands og Landssambands kúabænda um heimild til að flytja inn í til- raunaskyni fósturvísa af NRF kúastofni frá Noregi, dregst enn um sinn. Guðni hefur ákveðið að skipa þriggja manna starfshóp „til að meta hvort rétt sé að mjólk úr ís- ienskum kúm sé sérstök með til- Iiti til gæða og hollustu. Þá skal hópurinn einnig leggja mat á hvort vænta megi breytinga á þeim þáttum ef umbeðinn inn- flutningur yrði heimilaður," eins og fram kemur f fréttatilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Ákvörðun um skipan starfshópsins er tekin meðal annars í Ijósi hreinleika, gæða og hollustu íslenskra mjólkurafurða og tilgátu um að efnainnihald mjólkurinnar gæti átt þátt f því að tíðni ákveðinnar tegundar sykursýki er Iægri hér en í öðrum löndum. Skilyrðum fullnægt Gunnar Jónsson, bóndi á Egils- stöðum og stjórnarformaður ein- angrunarstöðvar LK í Hrísey, Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra. segir þessa ákvörðun ráðherra nú vera tekna til að tefja málið, trúlega af ótta við tilfinningaum- ræðu manna sem fæstir eiga hagsmuna að gæta í framleiðslu og hagræðingu í búgreininni. Varðandi tilgátuna um sykur- sýkina vekur Gunnar athygli á að með skilyrðum yfirdýralæknis, sem bæði Landssamband kúa- bænda og Norðmennirnir hafi fagnað og gengist inná, verði þau gæði mjólkurinnar sem um er talað tryggð áfram. Það gen sem veldur því að þær framleiða efn- ið sem hugsanlega veldur sykur- sýki sé í lægra hlutfaili í íslensk- um kúm en norskum, það er í um helmingi íslenska stofnsins en í um þremur fjórðu hjá þeim norska. Gunnar segir að aldrei hafi staðið til að flytja inn fóstur- vísa sem væru með hærra hlut- fall en íslenski stofninn. Hann leggur líka áherslu á að um til- raun sé að ræða og hún taki langan tíma. Ef eitthvað komi uppá þá verði stöðvað þar en Gunnar segist hinsvegar sann- færður um að tilraunin muni skila það góðum árangri að það verði haldið áfram. Eins og stað- an er nú segir Gunnar hins veg- ar að Einangrunarstöð Lands- sambands kúabænda í Hrísey sé verkefnalaus á meðan ráðherr- ann tefji málið. I tengslum við þessa frestun á ákvarðanatöku hefur ráðuneytið ákveðið að styðja við rekstur einangrunar- stöðvar LK í Hrísey og munu viðræður þar að lútandi verða teknar upp á næstu dögum. Málþing og meira fé Varðandi skipun starfshópsins hefur landbúnaðarráðherra ósk- að eftir því að Landssamband kúabænda og landlæknisemb- ættið tilnefni í hann sinn mann- inn hvor en að auki mun ráð- herra sjálfur skipa einn. Ákvörð- un um innflutning er frestað þangað til starfshópurinn hefur skilað niðurstöðu. Starfshópn- um er uppálagt að hafa samráð við fjölda stofnana og samtaka og að auki beinir ráðherra því til stofnana sinna að „þær skoði áhrif innflutnings, hver á sínu sviði og byggi þannig grunn að þeirri ákvörðun sem tekin verð- ur.“ Eitt skref f því verður mál- þing sem Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri mun halda snemma á næsta ári. — m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.