Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 7
LAVGARDAGVR 18. DESEMBER 1999 - 7
Við vðnmarbj ðllur
kliiigj a - hver hlustar?
Búið er að klifa svo mikið á góð-
æri síðustu ára og sífellt bjartari
framtíðarhorfum að engu er lík-
ara en að þjóðin og fjármálakerfi
hennar séu búin að fá sig full-
södd og sé orðið bumbult af öll-
um glæstu spádómunum og vel-
megunarhjali. Ríkisstjórnin legg-
ur fram fjáraukalög til að taka til
baka það sem hún taldi sig hafa
unnið á frjárlögunum og fer að
sneiðast um tekjuafgangana,
sem samt eru miklu meiri en
gert var ráð fyrir vegna, eyðslu,
þenslu og allskyns flottræfils-
háttar, sem aukið hefur skatt-
tekjunar verulega.
Þegar við svo siglum hraðbyri
inn í enn meira góðæri og allra
fyrirheita þúsaldarinnar klingja
við viðvörunarbjöllur úr öllum
áttum. Viðskiptahallinn eykst
hröðum skrefum og er orðinn
meiri en nokkurn óraði fyrir. Þar
með aukast tekjur af innflutn-
ingi, svo að ríkissjóðstekjurnar
eru meiri en nokkurn óraði fyrir
og það eykur aftur á þensluna,
sem kvað vera efnahagslífinu af-
skaplega óholl. Svona gengur
þetta koll af kolli og verðbólgan
kemst á skrið með öllum sínum
óbærilega léttleika.
Svo eru menn að reikna út að
einkaneyslan sé komin á hærra
stig en almenningur fær staðið
undir, en samt gera fjármálafyr-
irtæki allt sem í þeirra valdi
stendur til að fá fólk til að taka
meiri Ián og kaupa meira, því
peningarnir fljóta upp úr öllum
hirslum peningastofnana og
sjóðirnir þurfa að ávaxta sitt
pund.
Þórður Friðjónsson, forstöðu-
maður Þjóðhagsstofnunar, ein-
faldar málið: „Þjóðarútgjöld eru
einfaldlega að aukast mun hrað-
ar en þjóðartekjur og það liggur í
augum uppi að það getur ekki
gengið til lengdar."
Spamaðaráfonn
Ríkissjóður veit vart aura sinna
tal, er haft eftir Jóni Kristjáns-
syni, formanni fjárlaganefndar, í
Degi. Þenslan í þjóðfélaginu
veldur því að skatttekjur ríkissjóð
eru margfalt meiri en gert var
ráð íyrir og tekjur af bankasölu
eru mun meiri en reiknað var
með í upphafi árs. Jón er varkár
maður og tekur fram, að réttast
væri að nota allan þennan
óvænta gróða til að greiða niður
skuldir ríkissjóðs og leggja eitt-
hvað inn í Seðlabankann.
Nú er eftir að sjá hvernig þau
sparnaðaráform reynast þegar
eyðsluklærnar komast í þá feitu
hita sem þensla, ofvöxtur, við-
skiptahalli og alls kyns óáran
færa þjóðinni sem umbun fyrir
óráðssíu og fyrirhyggjuleysi.
Þessar miklu peningafúlgur
sem safnast að Iandssjóðnum og
koma úr óvæntustu áttum, eru
farnar að minna á alla óværuna
sem settust að pressaranum í
Dúfnaveislu Halldórs Laxness.
Að honum streymdu peningar úr
Kauptíð í algelymingi. Líf og fjör á markaðstorgi Kringlunnar.
öllum áttum án þess að hann
vissi hvernig hann hafði til þeirra
unnið. Hann vissi ekkert hvað
gera átti við alla þessa peninga
sem ekkert pláss var orðið fyrir í
hreysi þeirrra hjónaleysanna,
pressarans og ráðskonu hans.
Loks datt honum það ráð í hug
að bjóða símaskránni til veislu,
ef vera mætti að það grynnkaði
eitthvað á öllu því peningaað-
streymi sem var að gera pressar-
anum lífið illbærilegt.
Stórgróði af hættiunerkjum
Vegir hagfræðinnar eru ekki
alltaf auðrannsakanlegir. Eftir
Iangt stöðugleikatímabil er órói
farinn að gera vart við sig og er
engu líkara en að stórgróði sé af
helstu hættumerkjunum. Eftir
því sem þensla, verðbólga og við-
skiptahalli eykst verður gróði rík-
issjóðs meiri og þeir sem honum
ráða hafa úr meiru að spila. En
þá er prédikað aðhald, til að ár-
gæskan vaxi ekki allri stjórnsýsl-
unni yfir höfuð.
Úti í hinum stóra efnahags-
heimi vara margir við þeim mikla
vexti sem hlaupinn er í efnahags-
lífið og fjármálakerfin yfirleitt.
Hlutabréf hækka jafnt og þétt,
sérstaklega í þeim geira sem
kenndur er við hátækni og hug-
búnað. Sjóðir vaxa óðfluga og
peningastofnanir þurfa að ávaxta
fé og eru því mjög fús að veita
lán og þeir sem þau taka safna
skuldum. Talað er um ofhitnun í
peningakerfunum og er bent á
að svona geti þetta ckki gengið
til langframa. En allt hefur þetta
slampast hingað til og spádómar
um hrun hafa ekki ræst.
Fyrir tveim árum lék efnahags-
kerfi Asíu á reiðiskjálfi, upp úr
þurru að því er best verður séð,
að minnsta kosti var því ekki
spáð af sérfræðingum. En nú
kvað það vera að rétta við aftur
og dansinn kringum gullkálfinn
er stiginn á ný, en þó ekki af
sömu ákefð og áður. Bjartsýnis-
menn taka þetta sem dæmi um
að allt sé í lagi þótt slæmska
hlaupi í fjármálamarkaðinn,
hann rétti aftur úr kútnum sé
réttum ráðum beitt. En samt
skilur titringurinn í Asíu eftir sig
sár sem ekki gróa. Fjöldi fyrir-
tækja og einstaklinga urðu gjald-
þrota og eiga sér ekki endur-
reisnar von. Sparifé fjölskyldna
horfið og framtíðarvonir brostn-
ar.
En þar sem eyðslan eykst leik-
ur allt í lyndi. I Bandaríkjunum
eru menn afar bjartsýnir vegna
þess að aukning í smásöluversl-
un eykst jafnt og þétt. Það hleyp-
ir fjöri í öll viðskipti og velmeg-
unin blasir við.
En samt losna þjóðirnar ekki
við svartagallsrausið. Einkum
hafa hagfræðingarnir hjá The
Economist allt á hornum sér og
segja fullum fetum að efnahags-
kerfi Vesturlanda sé eins og út-
blásin blaðra sem hljóti að
springa. Velmegunin sé byggð á
skuldasöfnun. Slegin eru lán til
að kaupa hlutabréf, sem sífelltl
hækka vegna aukinnar eftir-
spurnar og á meðan svo er, sé allt
með felldu á yfirborðinu. En
þegar, ekki ef heldur þegar, verð-
ið lækkar þá komi að skuldadög-
um og lánin falla í gjalddaga, en
eignirnar sem þeim var varið til
að kaupa, verðfalla.
Það var eitthvað þessu líkt sem
skeði þegar verðhrunið mikla
varð í Wall Street 1929 og hleyp-
ti af stað kreppunni miklu, sem
náði langt út fyrir landamæri
Bandaríkjanna.
En aðrir segja að þetta sé ekk-
ert sambærilegt. Nú vita menn
svo miklu meira um lögmál efna-
hagslífsins og geta varast stór-
slysin. Samt sáu þeir ekki íyrir
Asíukreppuna fyrir tveim árum.
ísland sker sig úr
Islenskt efnahagslíf er samtvinn-
að fjármálakerfum Evrópu, sem
aftur dregur dám af hvernig
kaupin gerast á eyrinni í Amer-
íku. En engin haldgóð skýring
hefur verið gefin á því, hvers
vegna efnahagslífið á Islandi er
allt í einu farið að skera sig úr
með þcnslu og verðbólgu, sem er
mun meiri en í öðrum ríkjum
Evrópu.
Stjórnvöld segjast hafa öll ráð í
hendi sér og tala digurbarkalega
um að fjárlög séu með tekjuaf-
gangi og að einhverjar smávægi-
legar vaxtahækkanir muni draga
úr eftirspurn eftir lánum. En
lánamarkaðurinn heldur áfram
að bjóða lán með gylliboðum og
ekki sýnist standa á eftirspurn-
inni. Það er sama hvort um er að
ræða fjárfestingar eða neyslulán,
þar dregur hvorki úr framboði né
eftirspurn.
Engin þjóðarsátt
Nú standa kjarasamningar fyrir
dyrum og er boðuð miklil hóf-
semd í öllum kaupkröfum, ella
muni illa fara. Sú þjóðarsátt sem
ráðherrarnir bjóða nú upp á til
að trygga stöðugleika, sem raun-
ar er glataður, er varla fyrir
hendi. Þeir sáu sjálfir fyrir því
fyrr á árinu. Gjörsamlega
ábyrgðarlaus Kjaradómur og
kjaranefnd hækkuðu Iaun allra
stjórnenda og embættismanna
ríflega og slóu þar með tóninn.
Hópar opinberra starfsmanna
veittu sjálfum sér nær einsdæmi
um kjör sín og komust upp með
það.
Leiðtogar launþega á almenn-
um vinnumarkaði mótmæltu og
bentu á hvílík hervirki var verið
að vinna. En á þá var ekki hlust-
að. Ráðherrar, þingmenn og vel
aldir embættismenn tóku náðug-
samlegast við öllu því sem að
þeim var rétt og kærðu sig koll-
ótta um afleiðingarnar. Nú
standa atvinnurekendur frammi
fyrir því að gerðar eru til þeirra
svolitlar kröfur um að greiða
hærri laun en þeir þykjast geta
staðið undir. En þeir hafa ekki
ríkissjóð að bakhjarli eins kjara-
dómur og kjaranefnd.
En einhvern veginn og ein-
hvern tíma munu samningar
takast þegar kemur fram á næstu
öld. En hvert efnahagsumhverfið
verður þá er réttast að spá sem
minnstu um. Sem fyrr segir
klingja viðvörunarbjöllur í öllum
gáttum, en fæstir vilja heyra í
þeim eða taka hið minnsta mark
á.
Hið eina sem við viljum vita er,
hvað vel menntuðu og óreyndu
ungmennin við tölvuskjái pen-
ingamusteranna hafa að segja
um velgengni okkar á hluta-
bréfamarkaði.