Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 1
Lyktarlaus skötuveisla
Gallinn við skötuna erlyktin
en lyktin er ekkert óhjákvæmi-
leg, þvertá móti. SigurðurR.
Þórðarson ersnillinguríþví að
sjóða skötu án þess að menga
loftið í híbýlum manm lengi á
eftir. Hann kennirlesendum
galdurinn.
„Það besta við veislur af þessu tagi, er að
þær eru óformlegar og geta stundum orðið
frumlegar. Menn eru að ná sér niður úr
hremmingum jólastressins og geta því orðið
ákaflega glaðir af litlum tilefnum og litlum
drykkjum. Líffræðilega virkar skatan hreins-
andi á líkama og sál við skötusuðuna, svona
álíka og þegar emaleraður steikarpotturinn
verður glansandi sem nýr,“ segir Sigurður R.
Þórðarson, matvælatæknifræðingur.
Soðin í gasgrillinu
Sigurður hefur gjarnan haldið skötuveislu á
Þorláksmessu, opið hús sem hefur verið
ákaflega vinsælt meðal vina og vanda-
manna. Hann gefur hér uppskrift og útskýr-
ingar fyrir byijendur að lyktarlausri skötu-
veislu fyrir 45 manns.
„3 kg kæst / söltuð / útvötnuð skata. Gott
er að blanda saman skötu og tindabykkju í
hlutföllunum tveir á móti einum. Skatan er
skorin í hæfileg stykki og þvegin úr köldu
vatni. Til að forðast lyktarmengun í íbúðinni
er best að sjóða skötuna í gasgrillinu úti á
stétt, eða á svölunum. Þá er steikarpottur-
inn úr eldavélinni tekinn og settur í hann
slatti af köldu vatni. Því næst er grillgrindin
fjarlægð úr grillinu, kveikt upp og potturinn
settur á grillkolin með lokinu á. Þegar suð-
an er komin upp í pottinum eru þykku
stykkin sett í hann fyrst og þau látin sjóða í
nokkrar mínútur og þá er þynnri stykkjun-
um bætt í. Þetta er látið sjóða í grillinu í 10
til 1 5 mínútur með lokinu á. Þá er slökkt á
grillinu og skoðað hvort þykkustu stykkin
séu að losna frá bijóskinu. Að suðu lokinni
má taka lokið af pottinum og láta kólna úti,
þannig að ammoníak lyktin ijúki út veður
og vind,“ segir Sigurður.
um. Forfallnir skötuaðdáendur geta svo sem
lætt vestfirskum hnoðmör í hræruna í stað
smjörs. Þegar hökkuð skatan, kartöflurnar
og smjörið hafa verið hrærð hæfilega saman
er kæfunni komið fyrir í grunnum glerbökk-
um eða skálum og slétt yfir.“
Sett í frysti
Til skrauts segir Sigurður að megi skera rák-
ir f deigið sem minna á fiskbein (hryggsúlu
og geislabein) eða önnur viðeigandi tákn.
Steikarpotturinn verður eins og nýr eftir
ammóníakmeðhöndlunina sem fylgdi
skötusuðunni þegar búið er að þvo hann.
„Ef ekki á að nota skötuna strax, þá er best
að setja piastfilmu yfir bakkana og setja þá í
frysti, þaðan sem við tökum þá og hitum
upp eftir þörfum, þegar veislan er hafin.
Með skötunni er ágætt að bera fram rófu-
stöppu," segir Sigurður og mælir með því að
nokkrum flysjuðum kartöflum sé bætt í
stöppuna til að binda vatnið og gera hana
mýkri og áferðarbetri undir tönn.
„Stemmningin er byrjuð, hún byijaði á
mánudaginn og það er búið að vera mjög
mikið að gera,“ segir Magnús Sigurðsson í
fiskbúðinni Hafrúnu. „Fólk er farið að
kaupa skötuna fyrr. Umstangið er meira og
þess vegna vill fólk kaupa hana fyrr. Það
hefur líka aukist mikið að 10-20 manns
komi saman og borði skötu. Það borða hana
allir, lfka unga fólkið þó að því finnist Iyktin
leiðinleg. Þetta er orðinn siður. Sumir segja
að þetta sé eitt skemmtilegasta kvöld árs-
ins.“ -GHS
„Að suðu lokinni má taka lokið afpottinum og láta kólna úti, þannig að ammon-
íaklyktin rjúki út veður og vind, “ segir Sigurður R. Þórðarson, sem hér kennir les-
endum að sjóða skötu á lyktarlausan hátt.
Líkist fíniii kæfu
„Best er að roð og bijóskhreinsa skötuna
þegar hún er enn vel volg. Að hreinsun lok-
inni er hún hökkuð, við hökkunina er hún
smökkuð og bætt við þegar hakkað er soðn-
um flysjuðum kartöflum og smjöri. Kartöfl-
urnar þjóna tvennum tilgangi, annarsvegar
að milda of sterkt kæsingarbragð, ef menn
vilja það. I hinn stað gera kart-
öflurnar deigið mýkra og áferð-
arfallegra, þannig að afurðin lík-
ist fínni kæfu. Islenska smjörið
ljær henni síðan hina fullkomnu
ertingu bragðlaukanna, sem við
almennt sækjumst eftir við notk-
un viðbits af hinum ýmsu gerð-
Sigurður R. Þórðarson og Jón Asberg Sigurðsson við
skötuveisluborðið. Líkist fínni kæfu, segir Sigurður um af-
urðina sína. myndir: teitur
Vesturland: Hljómsýn.Akranesi. Kf. Borgfirðinga. Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal.Vestfirðir: Gcirseyrarbúðin, Patreksfirði. Pokahornið.Tálknafirði. Straumur, Isafirði. Rafverk, Bolungarvik. Norðurland: Kf. Stcingrímsf|arðar. Hólmavik. Kf.V-
Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Sportmyndir, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Elektro co. ehf., Dalvík. Radionaust.Akureyri. Nýja Filmuhúsið.Akureyri. Öryggi, Húsavík. Urð, Raufarhófn.Austurland: Kf.Vopnafirðinga.Vopnafirði. Sveinn Guðmundsson. Egilsstöðum.Verslunin Vik, Neskaupstað.
Kf. Stöðfirðinga. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK Djúpavogi. KASK, Höfn, Suðurland: Klakkur.Vik. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum. Foto.Vestmannacyjum. Brimnes,Vc$tmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavik.