Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 19 9 9 -19
í LANDINU
Jæja, Siv. Nú er alþjóð búin
að heyra lesið upp úr leyni-
skýrslu norska sendiherrans,
þar sem hann vitnar í samtal
við umhverfisráðherra Is-
lands og samstarfsráðherra
Norðurlanda, Siv Friðleifs-
dóttur. Eg er búinn að lesa
skýrsluna í hcild. Eg verð því
miður, og þá meina ég því
miður, að hryggja þig með
því að útskýring þfn á skýrsl-
unni stenst ekki athugun.
Hér er mikið málum
blandið.
Almennar mnræður
Þú sagðir í útvarpinu að þið hefðuð aðeins
átt almennar umræður um stjórnámála-
ástandið og viðhorf Iandsmanna vegna
Fljótsdalsvirkjunar. I þínu máli hefði ekki
komið neitt fram um það að hætti Norsk
Hydro við samstarf um álver á Reyðarfirði
myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
samskipti ríkjanna. Norski sendiherrann
segir frómt frá sagt allt annað.
Samkvæmt norska sendiherranum munt
þú hafa Iagt á þunga áherslu með ótvíræð-
um orðum að íslenska ríkisstjórin hafi lagt
mikið að veði vegna málsins, pólitískt. Slík
orð eru ekki almennar umræður um stjórn-
málaviðhorfið.
í skýrsliumi stendur:
„Hun benyttet ogsa samtalen til - i svert
klare ordelag - a fortelle a regjeringen hadde
lagt mye politisk prestisje i a kjöre denne
saken frem. Det er en vanskelig sak med
betydelig motstand blant folk. Derfor ville
det kunne bli en betydelig belastning pa for-
holdet mellom Norge og Island hvis Norsk
Hydro valgte a trekke seg fra investeringen“.
Þetta þarf ekki að þýða. Hvert tólf ára
barn skilur hvað um er að ræða. Þetta eru
tæpast vangaveltur „norska sendiherrans11
eins og þú hélst fram í útvarpinu í gær. Sér-
staklega ekki vegna þess að í framhaldi af
þessari klausu er haldið áfram og vitnað um
hve staða Framsóknarflokksins yrði erfið
með málið tapað, sérstaklega fyrir Halldór
Asgrímsson, í kjördæmi sínu.
Þessi klausa í skýrslu norska sendiherrans
er mjög skýr. Hún er alveg ótvírætt um sam-
tal þitt og hans. Hún er ekki vísun í almenn
viðhorf til stjórnmálaástandsins, heldur
mjög beinskeytt greining á sérstöku máli,
þar sem sendiherrann vísar einmitt til hve
ákveðið hafi verið komist að orði - af þinni
hálfu. Þá vísar klausan í heild sinni á mjög
sérstaka pólitíska stöðu formanns flokks
þíns og utanríkisráðherra.
Þegar þessari málsgrein lýkur tekur við út-
skýring á henni fyrir norska lesendur, þar
sem stöðu Halldórs Asgrímssonar er lýst svo
orð þau sem áður hafa komið verði betur
skiljanleg.
Síðan kemur næsta málsgrein á eftir og
sendiherrann segir: „Ambassadens vurdering
er a dette kan bli en sak sem i ökende grad
kan bli problematisk for forholdet mellom
UMBUÐA-
LAUST
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Ég er búinn ad lesa
skýrsluna í heild. Ég verð
því miður, og þá meina
ég þvímiður, að hryggja
þig með því að útskýring
þín á skýrslunni stenst
ekki athugun.
Jæja, Siv
Norge og Island". Að þessu sinni er skýrt
tekið fram að sendiráðið „meti“ stöðuna svo
að til vandræða geti horft í vaxandi mæli
samskiptum þjóðanna. I fyrra skiptið þegar
á sama mál er minnst er það í samhengi við
hin mjög svo óvíræðu orð þín um stjórn-
málaástandið. Þar er komist mun kröftugar
að orði um hve hættulegt málið geti reynst
samskiptum ríkjanna heldur en þegar sendi-
herann tekur fram að hann lýsi sínu eigin
mati. Þá lætur hann sér nægja að segja að
málið geti vaxið að vandræðum fyrir sam-
skipti ríkjanna.
Svo er nú það. Hér fer Iítið á milli mála.
Norsk mistök?
Það eru reyndar möguleikar á því að norski
sendiherrann sé mjög lélegur skýrsluhöf-
undur, geri lítinn mun á málsatriðum og fari
stöðugt úr einu í annað og hreinlega rugli
með eigin álit og annarra. Eftir viðtölum við
þig að dæma virðist þú vera þeirrar skoðun-
ar. Það sem virðist ómögulegt að skilja ann-
að en sem endursögn af samtali við þig, seg-
ir þú að séu „vangaveltur hans“.
Skýrslan í hcild bendir reyndar til að
norski sendiherrann sé frekar skýr í hugsun
og framsetningu.
Illt í augimum?
Sé þessi skýrsla frekar sönn lýsing á fundi
ykkar, sem því miður verður að álíta, hvaða
þýðingu hefur hún?
Eg ætla ekkert að móralisera yfir umhverf-
isráðherra. Þú vinnur svona og hver og einn
verður að meta það. A sama hátt ætla ég
ekkert að messa yfir iðnaðarráðherra. Frekar
en formanni iðnaðarnefndar, Hjálmari Árna-
syni. Þið virðist öll lesa eitthvað annað út úr
því sem stendur fyrir framan ykkur en af-
gangurinn af þjóðinni. Finnur Ingólfsson sér
miklu meira um meint tímahrak Norsk
Hydro í álmálinu en nokkur annar. Þú sérð
miklu minna en allir aðrir í skýrslu norska
sendiherrans. Og Hjálmar Arnason sér ekki
neitt af því sem hann vill sjá frá Skipulags-
stjóra. Er ykkur illt í augunum?
Það sem mig undrar núna er hvernig þið
ætlið að semja við Norsk Hydro um al-
mennilegt orkuverð. Eg hitti einu sinni
hnífakaupmann í Katmandú. Hann sagðist
eiga 12 sveltandi börn, eiginkonu, tengda-
móður og aldraðan föður sem hann þyrfti að
sjá fyrir, enginn vildi kaupa af sér nokkurn
skapaðan hlut og því yrði ég að bjarga sér í
hvelli með því að kaupa þennan rokdýra
hníf sem hann sýndi mér. Eg var á leið út á
flugvöll og sagðist svo sem geta tekið hníf-
inn fyrir ldinkið, sem ég vissi ekki hvað ég
ætti að gera við.
Þið megið hvenær sem er koma heim til
mín og skoða hnífinn. Eg gæti trúað að
Norsk Hydro kunni svona sögur líka.
IMENNINGAR
LÍFID
Allirsem koma
með bauka í Há-
skóiabíó eiga
Star Wars
í Háskólabíói
Nýja Star Wars-
myndin The siguröardótör
Phantom Menace
verður sýnd aftur í stórum sal í
Háskólabíói á annan í jólum.
Myndin verður sýnd í viku til
að byrja með eða fram til 2.
janúar. Aðeins er um sex sýn-
ingar að
ræða.
Allir þeir
sem koma
með fullan
jólabauk frá
Hjálparstarfi
kirkjunnar
sem dreift ,
varíhúsfýr- mo9ulerka á vinn
irjólinogaf- ,n9'-
henda
starfsmanni Hjálparstarfs kirkj-
unnar baukinn eiga möguleika
á glæsilegum vinningum þessa
sýningarviku. Yfír 400 vinning-
ar eru í boði, meðal annars
Star Wars legókubbar, gjafa-
bréf á veitingastaði, frostpinn-
ar, kóladrykkir og svo mætti
lengi telja. Aðalvinningurinn er
flug og bíll, gisting á Hótel
Legolandi í tvær nætur og að-
göngumiði inn í garðinn.
Komið verður fyrir stórum
bauki í Háskólabíói merktum
Hjálparstarfi kirkjunnar og
mun starfsmaður þess hella úr
öllum jólabaukunum. Agóðinn
rennur til innanlandsaðstoðar
Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir
þurfandi íslenskar fjölskyldur
um hátíðarnar.
Hvað
öðravísi?
I tilefni jól-
anna birtist
eftirfarandi
gáta:
Ef vitringarnir hefðu Hvað
verið konur, hvað hefði farið
þá? öðruvísi í
-------— Betlehem
ef vitring-
arnir þrír hefðu verið þrjár vitr-
ar konur?
Svar:
Þær hefðu spurt til vegar
og komið tímanlega fyrir
fæðinguna,
tekið á móti baminu,
þrifið fjárhúsið,
eldað vel útilátinn pottrétt
og fært barninu hagnýtari og
heppilegri gjafir!
Núllþol
Fyrir allnokkrum vikum síðan ráku
lögreglumenn í Reykjavík upp
ramakvein. Lögreglufélag Reykja-
víkur birti auglýsingu þar sem at-
hygli atvjnnurekenda var vakin á
því að rríargir lögreglumenn væru
knúnir til að leita út á almenna
vinnumafkaðinn ög var ástæðan
sögð stórfelldur niðurskurður og
aðhaldsaðgerðir stjórnvalda hjá
lögregluembættinu í Reykjavík.
Skömmu síðar rakst ég á konu,
heiðvirðan og meinlausan borgara,
sem halði þá nýlega lent í tveimur
þjónum lögreglunnar, þessari stétt
sem telur sig Iítið geta aðhafst í verndun
almennra borgara sökum „aðhaldsaðgerða
stjórnvalda". Konan hafði verið að keyra
heim til sín eftir stutta leikhúsferð á laug-
ardagskvöldi, stöðvað bíl sinn við stöðvun-
arskyldu á götuhorni enda annað eigi
hægt á viðkomandi horni þar sem háreist
húsalengja byrgir útsýnið til suðurs og því
væri það ámóta lífshættulegt að stöðva
ekki bílinn og að leika sér í rússneskri rúll-
ettu. Fáeinum metrum síðar drógu tveir
aðkrepptir verðir laganna hana uppi, þess-
MENNINGAR
VAKTIN
ir þjónar sem vernda eiga almenna
borgara en geta ekld sökum tíma
(þ.e. peningajskorts, og lcröfðust
þess að fá að sekta hana fyrir að
virða ekki stöðvunarskyldu.
Lóa
Aldísardóttir
skrifar
NúHþoliö brenglast í hali
Einhverjir lagavarðaspekúlantar,
þ.á.m. fyrrum lögreglustjóri í New
York, halda því fram að sé byrjað í
grasrótinni megi uppræta illgresið.
M.ö.o. að ef hart er tekið á létt-
vægum lögbrotum eins og vændi,
-veggjakroti og smásölu eiturlylja
þá sé mogulegt að stöðva andfé-
lagslega einstaklinga áður en þeir ná að
vaxa úr grasi sem stórglæpamenn. Allt
hljómar þetta afskaplega skynsamlegt
enda snarlækkaði glæpum í NewYork upp
úr 1994 þegar William Bratton þáverandi
lögreglustjóri tók upp þessa stefnu sem
sumir hafa viljað kalla „núllþol" (zero
tolerance).
Ekki veit ég hvernig reykvískri lögreglu
hugnast þessi stefna en einhver brenglað-
ur angi hennar viröist þó hafa smitast
hingað til höfuðstaðar Islands þar sem
Brenglaður angi „núllþols-
ins“ hefur borist til höfuð-
borgarinnar.
fjársvelt lögregla telur sig hafa tíma til að
norpa á götuhornum í von um að öngla
saman aurum í embættiskassann. En eins
og téður Bratton sagði eitt sinn þá var til-
gangur stefnu hans að endurheimta sam-
félagið fyrir hinn almenna borgara svo
hann geti óhræddur notið tilverunnar. Hér
virðast menn hins vegar líta svo á að rétt
sé að krunka úr buddum heiðarlegra
skattborgara svo halda megi uppi vellauð-
ugum eiturlyljastórlöxum í fangelsi. Enda
er óneitanlega mun arbærara að elta uppi
heiðvirða borgara sem ekkert hafa að fela
en hjólaþjófa og veggjakrotara sem at-
hafna sig í skjóli nætur.
Því hér forgangsraðar Iögreglan verkefn-
um eftir mikilvægi eins og fram kom hjá
lögreglustjóra í fréttaviðtali fyrr í haust út
af fyrrnefndu ramakveini Lögreglufélags-
ins. Hann taldi jafnframt „að þrátt fyrir
aðhald og samdrátt í rekstri, þá muni það
ekki bitna á viðbúnaði lögreglunnar gegn
haráttunni gegn fíkniefnum svo dæmi sé
nefnt." Eðlilega því lengi má strauja vísa-
kort almennra borgara og lengja þeirra
skuldahala.
Gleðileg jól!
PS: ...og munið nú að heimta frí milli
jóla og nýárs svo tími gefist til að Iesa
bækurnar, hlusta á diskana, spila spilin,
skarta sparifötunum og éta matinn sem
við keyptum (vrir helgina. Ioa@ff.is
iríuiM.H,—um—I— ------1-->»»»«
!«{#