Dagur - 07.01.2000, Qupperneq 2
2 - FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
. I , L (ÍÍÍ2_
ÆgsypfLgM
Vínartónleikar í Háskólabíói
Sinfóníuhljómsveit (slands heldur Vínartónleika í Háskólabíói í
kvöld kl. 20.00 og á morgun kl. 17.00. Á sunnudaginn 9. janú-
ar verða tónleikarnir fluttir í íþróttahúsinu á Egilsstöðum ki.
16.00 . Einsöngvarar með hljómsveitinni eru Margarita Halasa
sópran og Wolfram Igor Derntl tenór. en hljómsveitarstjóri er
Gert Meditz. Á efnisskránni eru fjölmörg verk eftir Struss
feðgana Jóhann eldri og yngri. Sá yngri hefur þó vinninginn.
Síðustu Vínartónleikarnir sem fyrirhugaðir eru að sinni verða í
Háskólabíói þann 14. janúar kl. 18.30.
Velkomin á Vínartónleika
Karlakór Akureyrar - Geysir bíður nú enn á ný til nýárstónleika
á Akureyri í byrjun árs til að létta af fólki ákveðnum skammdeg-
isdrunga og til að gefa því kost á að njóta frábærrar tónlistar,
Vínartónlistarinnar, sem upphaf sitt á í borginni Vín í Austumki
þar sem Dóná svo blá streymir hjá.
Fleiri og fleiri hafa notið Vínartónlistar á síðustu árum, ekki síst
fyrir tilverknað frábærra nýárstónleika frá Vín sem sjónvarpsá-
horfendum hefur verið boðið upp á allra síðustu ár. Vínartón-
ieikarnir verða í íþróttaskemmunni á Akureyri laugardaginn 8.
janúar nk. klukkan 20.30 og sunnudaginn 9. janúar klukkan
16.00. Með kórnum leikur Hijómsveit Akureyrar en konsert-
meistari er Anna Podhajska. Einsöngvarar með Karlakór Akur-
eyrar - Geysí eru Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran og Þorgeir J.
Andrésson, tenór. Einsöng úr röðum kórfélaga syngja Gísli
Baldvinsson og Guðmundur Þorsteinsson. Stjórnandi er Roar
Kvam.
Skissur af regni
„Skissur af regni" er yfirskrift
sýningar á verkum danska lista-
mannsins Bjarne Werner Sör-
ensen sem opnuð verður í dag
7. janúar kl. 20.00. Verkin á
sýningunni eru öll unnin á síð-
ustu árum og eru valin með
það fyrir augum að íslenskir list-
unnendur fái yfirlit yfir verk
hans. Listamaðurinn vinnur
jöfnum höndum að málverki og
grafík. „Ég vinn með málverkið
eins og höggmynd, ég ræðst
að því frá öllum hliðum," er haft
eftir honum í blaðaviðtali. Yfir-
skrift sýningarinnar, Skissur af
regni endurspeglar sýn hans á
viðfangsefni sitt og tilraun hans
til að festa á léreftið það sem í
raun er óstöðvandi, sífellt á
hreyfingu. Sýning Bjarne stend-
ur til 24. janúar í Hafnarborg
sem opin er frá 12.00 -18.00
alla daga nema þriðjudaga en
þá er lokað.
Akureyrarbær
Akureyringar
Söfnun jólatrjáa
Vinsamlega setjið jólatrén (ekki þó gervijólatrén) út á
gangstétt fyrir hádegi (kl. 12:00) laugardaginn 8. jan.
2000. Starfsmenn áhaldahúss og umhverfisdeildar safna
þeim saman, kurla og nota þau á göngustíga í bænum.
Þeir sem ekki geta nýtt sér þessa söfnun eiga að fara
með jólatrén í sérmerktan gám á gámasvæðinu við
Hlíðarfjallsveg.
Jólatrén eru verðmæti sem ekki má henda, þó að þau hafi
lokið hlutverki sínu í jólahaldinu.
Akureyrarbær
HVAD ER A SEYfll?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TONLIST
Selló og píanó í Salnum
Hrafnkell Orri Egilsson, sellóleikari og
Sezi Seskir, píanóleikari halda tónleika í
Salnum, Kópavogi sunnudaginn 9. janú-
ar klukkan 20:30. Á efnisskránni eru
sónata fyrir píanó og selló op. 5 nr. 1 í
F-dúr eftir Ludwig van Beethoven,
sónata fyrir selló og píanó eftir Claude
Debussy, tónverkið Mavi Anadolu eftir
Ilhan Baran og sónata í a-moll
,ArpeSgI°ne< D. 821. eftir Franz
Schubert.
Tónskáldið Ilhan Baran er fæddur í Art-
vin nálægt Svartahafinu í Tyrklandi árið
1934. Hann stundaði nám í tónsmíðum
við Konservatoríið í Ankara hjá A. Adnan
Saygun, og síðan framhaldsnám í París
hjá Henri Dutilleux við Ecole Normale
de Musique. Verk hans hafa verið flutt
víða um heim, m.a. í Frakklandi, Þýska-
landi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Verk-
ið Mavi Anadolu er í þremur þáttum,
Vinningar í jólahappdrætti Sjálfsbjargar
Dregið var 31. desember 1999.
Fólksbifreið Toyota Yaris sol free árg. 2000 kr. 1.249.000
28466 29523
Ferðavinningur með Úrval Útsýn að verðmæti kr. 130.000
2980 7388 17676 24229 35883 38733 44615 45571 48198 57594
5872 16579 21028 34475 36667 39734 45085 45880 50914 58825
7210 17459 22562 35160 38114 44171 45289 47549 53597 59560
öruúttekt að eigin vali frá Kringlunni kr. 30.000
622 4144 11995 21527 23200 30890 38220 44362 51321 54716
625 4285 12300 21622 23356 30944 38291 45941 51659 55189
758 4706 13888 21668 24107 31446 39307 46082 52536 55248
1282 5591 14670 21708 24811 35002 40935 46999 52664 56560
1614 6789 14789 22047 24943 35417 41631 48049 52733 56680
2400 8857 14928 22124 27440 35452 42756 48565 52737 59373
2802 9243 15184 22588 27986 35493 43271 48994 54056
3628 10116 15718 22944 28539 36617 43505 49204 54140
3990 10202 17026 23069 29835 36813 44226 50618 54613
Þökkum fyrir veittan stuðning
„Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík s: 552-9133“
f t«;U jI ' Ájí
Vindurinn við Svartahafið, Sálmur og
Tyrkneskt Aksag (sem er tyrknesku
rytmi). Þetta verk verður nú frumflutt á
Islandi.
Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari lauk
burtfararprófi frá Tónlistarskóla Reykja-
víkur árið 1996, þar sem Gunnar Kvar-
an var aðalkennari hans. Síðastliðin þijú
ár hefur hann stundað framhaldsnám
við Tónlistarháskólann í L,beck, Þýska-
landi hjá prófessor Ulf Tischbirek.
Hrafnkell hefur spilað á tónleikum á Is-
landi og erlendis, m.a. með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, Caput-hópnum og á
Schleswig-Holstein tónlistarhátíðinni, í
Þýskalandi. Hann var valinn sein fulltrúi
Tónlistarháskólans í L^beck í Erasmus-
kammerhljómsveitinni í maí 1999, og
tók þátt í frumflutningi á óperu Kar-
olínu Eiríksdóttur, Maður lifandi í Borg-
arleikhúsinu í júní síðastliðnum. Hrafn-
kell hefur tekið þátt í námskeiðum í
sellóleik hjá m.a. Christophe Beau,
Marc Coppey, David Geringas og Sieg-
fried Palm, og í kammermúsik hjá Walt-
er Levin.
Sezi Seskir píanóleikari er fædd í
Ankara, Tyrklandi og lauk lokaprófi frá
Konservatoríinu í Ankara árið 1998, þar
sem aðalkennari hennar var Kamuran
G^ndemir. Hún stundar nú framhalds-
nám við Tónlistarháskólann í L^beck hjá
prófessor Konstanze Eickhorst. Sezi
Seskir hefur komið fram á tónleikum
víða í Tyrklandi, m.a. sem einleikari með
Sinfóníu-hljómsveit Istanbúl-borgar, og
tekið þátt í námskeiðum í píanóleik,
m.a. í Obersldorf, Þýskalandi hjá pró-
fessor Konrad Elser.
Irafár á Gauk á Stöng
Lau. 8.1. hleypur „ Irafár „ í mann-
skapinn enda sveitt ball framundan
með nýju söngkonunni Birgittu Hauk-
dal. I beinni á www.xnet.is.
Sun. 9.1 & mán. 10.1 rifjar „ Bjarni
Tryggva „ upp liðna öld á sinn alkunna
dónahátt.
Þri. 11.1 verða tónleikar að hætti
hússins.
Mið. 12.1 ætlar „ Leynifjelagið „ að
hefja nýja öld með nýju efni í bland við
eldri perlur. Það ætti enginn að láta
þetta band fram hjá sér fara enda
Iöngu þekkt fyrir frábærann flutning. I
beinni á www.xnet.is
Fim. 13.1 „ SSSól „ í beinni á
www.xnet.is
Framundan eru, Moli Flugu, Sóldögg,
Undryð og Dúndurfréttir
Minnum á heimasíðu okkar þar sem
allar nánari upplýsingar er að fá á
www.islandia.is/gaukurinn
SÝNINGAR
íslensk grafík
Á morgun, laugardaginn 8. janúar
opna nemendur á þriðja ári í grafík-
deild Listaháskóla Islands sýningu í
gallerí Islensk grafík í Tryggvagötu 17,
hafnarmegin kl. 16.00. Sýningin ber
yfirskriftina Hraun og er nálgun þeirra
á þvi viðfangsefni í hina ýmsu miðla.
Þeir sem að sýningunni standa eru;
Bjarni Björgvinsson, Díana M. Hrafns-
dóttir, Elva J. Th. Hreiðarsdóttir, Lilja
Karlsdóttir, Sigurður Ilrafn Þorkels-
son, Sírnir H. Einarsson, Stella Sigur-
geirsdóttir og Þuríður Una Pétursdótt-
ir. Sýningin er opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14-18. Síðasti sýingar-
dagur er sunnudagurinn 30. janúar.
Málverk og ljósainnsetning
Sýning á málverkum og Ijósainnsetn-
ingu eftir Vigni Jóhannsson Iistmálara
verður opnuð laugardaginn 8. janúar
kl. 13.55, í Ásmundarsal, Listasafni
ASI að Freyjugötu 41. Sýningin verð-
ur opin til 23! janúar 2000 alla daga
Vantar sumarhús til leigu
Orlofsheimilasjóður Læknafélags íslands
auglýsir eftir tveimur sumarhúsum til leigu
í tólf vikur í sumar frá 1. júní.
Æskileg staðsetning er Skagafjörður, Eyjafjörður,
Þingeyjarsýslur og Hérað.
í samningnum þarf að felast ákveðin þjónusta.
Læknafélag íslands,
Hlíðarsmára 8,
Kópavogur.
r