Dagur - 15.01.2000, Síða 3

Dagur - 15.01.2000, Síða 3
LAVGARDAGVR 15. JANÚAR 2 0 0 0 -III SÖGUR OG SAGNIR Iramhald afforsiðu Á Veghúsastíg 9, Bergshúsi, bjó Bergur sútari, fyrsti Iærði sútari á Islandi. Byggingu íbúðarhússins var lokið árið 1910. Húsið er reisulegt timburhús sem hefur verið gert upp í sinni upphaflegu mynd og líldega eina húsið í Skuggahverfi sem Danakonung- ur hefur heimsótt fyrir utan hús Danska sendiráðsins við Hverfis- götu. I Bergshús kom konungur til þess að kaupa sútuð skinn af Bergi. Baka til á lóðinni eru hús sem Bergur reisti yfir sútunina á árunum 1910 til 1920. Sútunar- húsið hefur verið gert að íbúð en tvílyfta timburhúsið austan við það er í mikilli niðurníðslu. Það hús var notað undir söltun á gær- um og einnig til geymslu á sútuð- um gærum svo eitthvað sé nefnt. Sælgætisgerðin Freyja var við Lindargötu 12, í þrílyftu stein- húsi sem byggt var yfir starfsem- ina 1943. Lóðin sem húsið stendur á er úr Lindargötu 10, Ebenesarbæ. Ebeneser Helga- son, tómthúsmaður, byggði sér steinbæ á lóðinni árið 1889. Ein- lyft timburhús var reist á lóðinni árið 1913 sem enn stendur en hefur því miður verið forskalað. Líklega hefur steinbærinn sem Ebeneser byggði verið rifinn þeg- ar timburhúsið var byggt. Nokk- ur ár eru frá því að sælgætisgerð- in Freyja flutti og eru nú í húsinu nokkrar íbúðir. A baklóðum húsa í hverfinu risu ýmiskonar byggingar sem notaðar voru undir fjölbreyttan iðnað, og má af þeim nefna að á Lindargötu 26 var blikksmiðja og vélsmiðja á Lindargötu 50. Að Lindargötu 52, á Eyjólfs- staðabletti, var Franski spítalinn reistur árið 1902. Frönsku húsin sem voru á lóð við Austurstræti voru flutt þangað og byggð upp að nýju. Franska spítalafélagið rak spítalann og hingað komu franskir Iæknar og hjúkrunar- konur. Spítalinn var ætlaður frönskum sjómönnum sem voru við veiðar á íslandsmiðum. Is- lendingar höfðu afnot af spítal- anum sérstaldega á sumrin þegar vertíð frönsku sjómannanna lauk og þeir fóru heim. Spítalinn kom sér vel fyrir borgarbúa þegar Hér sér niður Smiðjustíginn eins og þar var umhorfs undir lok 19. aldar. Timburhús hafa tekið við afstein- og torfbæjum, en bárujárnið var enn ekki komið til sögu. taugaveikifaraldur geisaöi sem rakinn var til Móakotslindar. Einnig þegar spænska veikin gekk 1918 en þá gerði Reykjavík- urbær leigusamning við franska félagið um rekstur spítalans og tveimur árum síðar keypti Reykjavíkurbær húsin. Frönsku húsin við Lindargötu hafa verið notuð undir ýmis kon- ar starfsemi. Arið 1935 var þar gagnfræðaskóli og síðan hefur verið þar skólahald. Núna er starfræktur þar tónlistarskóli. Franski spítalinn er þrjú hús, miðhús, austur- og vesturhús sem snúa göflum í norður og suður. Húsin eru byggð úr timbri, klædd járni á hliðum, stöfnum á þaki og standa á hlöðnum steinkjallara. Fyrir tæp- um fimmtíu árum voru gerðir kvistir á rishæðina og inngangur á suðurhlið. A móti Eyjólfsstaðabletti var tómthúsbýlið Móakot, timbur- hús sem var byggt 1902. Móakot var áður við Vatnsstíg og dró Móakotslind nafnið af býiinu. Fyrsti eigandi var Jóhannes Sig- urðsson sjómaður. Þegar torf- hærinn var rifinn og þáverandi eigandi byggði timburhúsið nokkru austar í hverfinu hélt hann nafninu Móakot. A svipuðum tíma og timbur- húsin norðan við Lindargötu voru hyggð, sem nú eru flest horfin, voru reistar glæsilegar timburhallir við Hverfisgötu. Onnur þeirra var reist að Hverf- Lúllabúð við Hverfisgötu er eina matvöruverslunin sem enn heldur velli í Skuggahverfinu. isgötu 50 af Sveini Sigfússyni út- gerðarmanni. Hin að Hverfsigötu 18, hús Péturs Brynjólfssonar ljósmyndara var byggt 1906. Þessi hús eru sérkennileg vegna Neðsti hluti Klapparstígs í aldabyrjun. Völundarhúsin eru til hægri. Verið er að afferma skip sem liggur þar sem síðar var nefnt Ytri höfn. Uppskipunarbátur er á leið til lands og verkamenn bíða tilbúnir með handvagna til að taka við vörunni við Vöiundarbryggju. í baksýn gnæfir Skarðsheiðin yfir Engey. turna á þaki og hera keim af byggingarstíl iðnskólahússins við Lækjargötu. Nokkur steinhús eru við götuna sem reist voru á öðrum tug aldarinnar. Jón Magn- ússon, síðar forsætisráðherra, hyggði sér hús á Hverfisgötu 21. Danska sendiráðið er í húsinu Hverfisgata 29, það hús er byggt þar sem tómthúsbýlið Steina- staðir var. Sturlubræður by'ggðu húsið eftir að timburhús þeirra sem var byggt 1903 brann. A Hverfisgötu 45 var tómthúsbýlið Hlíð, á þeirri lóð var byggt stein- hús árið 1914. Þar var lengi norska sendiráðið, núna er það Söngskólinn í Reykjavík. Þjóð- leikhúsið er á Hverfisgötu 19, bygging þess hófst 1928 og er það mun yngra en þau hús sem fjallað hefur veriö urn í þessari grein. Húsið var reist eftir teikn- ingum Guðjóns Samúelssonar en bygging þess tók á þriðja áratug og það var ekki tekið í notkun fyrir árið 1950. Um 1920 fjölgaði matvöru- verslunum í hverfinu. Flestar þeirra voru við Hverfisgötu. Að- eins ein þeirra heldur enn velli, Lúllabúð á Hverfisgötu 61. Núna er Skuggahverfið aðeins húsabyggð lyrir neðan Lindar- götu var eyðilögð. Þessi hús áttu flest mikla sögu og það samcigin- legt að vera vinaleg og falleg. Mörg af þeim voru með útskornu skrauti og er hin mesta skömm fyrir Reykjavíkurborg að hafa tekið þá afstöðu að leyfa niðurrif og flutning þessara húsa. Eins og að framan er greint frá hafa sum af þessum húsum verið endur- hyggð annars staðar í borginni en nokkuð mörg hús voru eyðilögð. Eftir standa óbyggðar lóðir sem eru óhirtar og verka á fólk sem stórt svöðusár. I þessum tveimur greinum um Skuggahverfið hef.i; verið leitast við að bregða ljósi á uppbyggingu hverfisins og har- áttu þeirra fyrir lífsbjörginni, sen; fyrstir tóku sér þar bólfestu. Þat er von mín eins og margra ann- arra sem þykir vænt um borgina sfna og sögu hennar, að þeir sem málum ráða sjái sér fært að láta byggja á auöu Ióðunum milli Lindargötu og Skúlagötu. Ekki háhýsi, heldur snotur timburhús sem líkjast húsunum sem þar stóðu áður. Helstu heimildir eru frd húsa- deild Árbæjarsafns, Landsbóka-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.