Dagur - 15.01.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 15.01.2000, Blaðsíða 8
Vin-LAU GARDAGU R 15. JANÚAR 2000 KIRKJUSTARF AFMÆLI Kirkjustarf Sunnudagur 16. janúar ÁSKIRKJA Bamaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Vöfflukaffi Safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. DIGRANESKIRKJA Messa kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur málsverður eftir messu í safnaðarsal. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Prestursr. Hreinn Hjartarson. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón Margrét Ólöf Magnús- dóttir. Prestarnir. BÚSTAÐAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, bibl- íusögur, bænir, umrasður og leikir við hæfi barnanna. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthísson. GRAFARVOGSKIRKJA Barnaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Sr. Sig- urður Arnarson. Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11:00 í Engjaskóla. Umsjón: Signý, Sigrún og Guðlaugur. Prestur: Sr. Vigfús Þór Árnason. Furðuleikhúsið sýnir Leikritið „Frá Goðum til Guðs“ sem samið er í tilefni 1000 ára kristni á Islandi. Guðs- þjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14:00. Prest- ur sr. Sigurður Arnarson. Organisti Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Prestarnir DÓMKIRKJAN Guðsþjónusta kl. 11:00 við Uþphaf sam- kirkjulegu bænavikunnar. Prédikun flytur séra Hjalti Þorkelssons, sóknarprestur í Landakoti, en fyrir altari þjóna sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Hjalti Hugason. Full- trúar safnaðann lesa ritningarorð. ELLIHEIMILIÐ GRUND Messa kl. 14:00. Prestur sr. Árni Sigurðs- son. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrr- verandi sóknarpresta. HJALLAKIRKJA Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti: Jón Ólafur Sig- urðsson.Barnaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. GRENSÁSKIRKJA Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Altar- isganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kvöldguðs- þjónusta kl. 20:00. Einfalt form. Kyrrð og hlýja. Sr. Ólafur Jóhannsson. KÓPAVOGSKIRKJA HALLGRÍMSKIRKJA Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Ás- kelsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Guðs- þjónusta kl. 17:00. Bach-kantata flutt af Mótettukór undir stjórn Harðar Áskelssonar við undirleik kammersveitar Hallgrímskirkju. Einsöngvarar Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sigríður Jónsdóttir, alt, Finnur Bjarnason, tenór og Ólafur Kjartan Sigurðs- son, bassi. Prestur sr. Sigurður Pálsson. Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.Org- anisti Hrönn Helgadóttir. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. SELJAKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl.11. Fræðsla og mikill söngur. Guðsþjónusta kl.14.00. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. Guðlaug Helga Ás- geirsdóttir. LANDIÐ GLERÁRKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur þjónar. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HÁTEIGSKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Gylfi Jónsson. HJÁLPRÆÐISHERINN HVANNAVÖLLUM, AKUREYRI LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf í safnaðarheimili kl. 11:00. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir. Almenn samkoma 17.00. Unglingasam- koma kl. 20.00. AGLOW - KONUR Aglow, kristileg samtök kvenna halda fund mánudagskvöldið 17. janúar kl. 20.00 í Fé- lagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri. Stella Sverrisdóttir leikskólastjóri flytur hug- vekju. Söngur, lofgjörð og fyrirbænaguðs- þjónusta. Allar konur velkomnar. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Hrund Þórarinsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með sinu fólki. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Guðrún K. Þórsdóttir, djákni þjónar ásamt sr. Bjarna Karlssyni. Kvöldmessa kl. 20:30. Djasskvar- tett Gunnars Gunnarssonar leikur. Kór Laugarneskirkju syngur. Prestshjónin sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karls- son þjóna að orðinu og borðinu. SVALBARÐSKIRKJA Kirkjuskóli laugardaginn 15. jan. kl. 11. Kyrrðarstund sunnudagskvöld kl. 21. GRENIVlKURKIRKJA Kirkjuskóli laugardaginn 15. jan. kl. 13.30. GRENILUNDUR NESKIRKJA Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til níu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Örn Bárður Jónsson. Guðsþjónusta kl. 16. Sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 11.15. SELTJARNARNESKIRKJA Messa kl. 11:00. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Barnastarf á sama tíma. HVERAGERÐISKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11:00. Kyrrðarstund við orgelleik kl.17:00. Sr. Jón Ragnarsson. ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. árdegis. Organleikari: Pavel Smid. Jógvan Purkhús flytur stól- ræðu og kynnir Gideonfélagið. Gideonfé- lagar lesa ritningarlestra. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Bænir-fræðsla-söngvar- sögur og leikir. Foreldrar, afar og ömmur boðin velkomin með börnunum. Prestarnir. STOKKSEYRARKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Hádegis- bænir þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10. Samvera 10-12 ára miðvikudaga kl. 16.30. BREIÐHOLTSKIRKJA Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Organisti: Daníel Jónasson. íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. y Daour lSLENDINGAKSTTIR ,H° i!i “'öii'1 ML, /t j i. Ui.U.U. 'JX tiJJijil Ohi U 1 Lúðvík Jónsson Lúðvík á Grýtu var einn hinna mörgu sem settu svip á sveitina mfna þegar ég var að alast þar upp á fjórða og fimmta áratugn- um, einn hinna mörgu sem nú eru óðum að hverfa á braut eftir langa ævi. Frá því ég man fyrst eftir var hann með eigin búskap, en skar sig þó úr hópi hinna bændanna f sveitinni. Flann bjó einn. Ungur fékk hann skika af jörð foreldra sinna fyrir sig, flutti upp á loft í íbúðarhúsi þeirra á Grýtu, og eldaði sjálfur. Einn sfns liðs heyjaði hann niðri í Grýtumýri fýrir bústofn sinn, kindur og hross. Eg á skýra mynd í huga mér frá því ég var barn. Fjölskylda mín var að heyja á Fitinni, engi frá Munkaþverá, sem liggur út að Grýtulæknum. Við vorum mörg saman, eins og tfðkaðist þá, þrjár kynslóðir saman í flekk. Rétt fyr- ir norðan lækinn og girðinguna sem skildi landareignirnar að var ungur maður aleinn við heyskap- inn, grannur og beinvaxinn, snöggur í hreyfingum, ljósklædd- ur með kaskeiti á höfði. Þetta var Lúðvík á Grýtu. Skammt frá var Gráni, hesturinn hans, sem beið þolinmóður eftir því að Lúðvík lyki dagsverkinu. Ekki man ég eftir að Lúðvík kæmi oft vfir læk- inn til okkar, hann var ekki gef- inn fyrir að slóra. Þó kom það íýrir, átti þá kannski erindi við föður minn sem hann var fljótur að bera upp og fljótur að kveðja aftur, brosandi, góðlegur, dálítið kankvís. Hann var víst oft kom- inn til vinnu sinnar á undan ná- grönnunum, hafði heldur ekki kýr til að sinna á morgnana. Þó Lúðvík hefði kosið sér það hlutskipti að búa einn var hann enginn einfari og alls ekki ómannblendinn. Hann kom oft á mannamót, kom til dæmis oftast fráGiýtu. þegar messað var í Munkaþverár- kirkju, tók mikinn þátt í félags- starfi í ungmennafélaginu Arsól, og dansaði á böllunum. Þá skemmtu ungir og gamlir sér saman í litla samkomuhúsinu sem ungmennafélagar höfðu reist sér á Munkaþverá. Þar voru haldnar innansveitarskemmtanir á veturna, og litla húsið fylltist af fólki. Stundum voru tombólur eða skemmtiatriði svo sem stutt- ar leiksýningar, og dansað á eftir við harmónikuspil. Þá settust stúlkurnar á bekki meðfram veggjunum og biðu eftir að ein- hver byði þeim upp í dansinn. Sumar þurftu ekki að bíða lengi, en við sem vorum innan við fermingu höfðum ekki mikla von um dansherra, og urðum því yfir- leitt að láta okkur nægja að dansa hvor við aðra. Þó var þarna einn ungur maður sem skamm- aðist sín ekki fyrir að dansa við okkur smástelpurnar. Það var Lúðvík á Grýtu. Það brást ekki að hann kæmi og hneigði sig snöggt og ákveðið fyrir einhverri okkar, leiddi dömuna til sætis eftir dansinn, ojg hneigði sig fyrir þeirri næstu. Eg var hreykin af því að Lúðvík skyldi bjóða mér upp þótt ég undir niðri vissi að han gerði þetta af góðmennsku sinni. Lúðvík var reglumaður, snyrti- legur og nákvæmur í öllu sem hann tók sér fýrir hendur. Nægju- samur var hann og gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfan sig. Aldrei eignaðist hann jeppa eins og flestir bændur í nágrenninu, og ekki dráttarvél fýrr en nokkuð löngu eftir að þær komu til sög- unnar. Lengi vel heyjaði hann með eigin handafli, sló með orfi og ljá, batt einn í bagga og flutti heim á Grána. Hann var ekki nýj- ungagjarn, en eitt áhald átti hann sem var býsna nýtískulegt í þá daga. Það voru hárklippur, og gerði Lúðvík talsvert af því að klippa nágrannana. Þegar aldurinn færðist yfir Lúð- vík varð hann að hætta búskap og flytja frá Grýtu. Fyrst dvaldi hann í tvö ár í Skjaldarvík, síðan í nokk- ur ár í sambýli aldraðra við Skóla- stíg á Akureyri, og loks síðustu misserin í Kjarnalundi. Það hefði mátt búast við að viðbrigðin yrðu mikil fyrir Lúðvík að flytja burt frá Grýtu þar sem hann hafði átt heima allan sinn aldur. En hann virtist una sér vel á öllum þessum nýju stöðum. Stöku sinnum heimsótti ég hann þegar ég átti leið norður, og það gladdi mig að sjá að þrátt fyrir háan aldur hafði Lúðvík Iítið breyst, var enn léttur á fæti og snöggur í hreyfingum, fljótmæltur, hlýr í fasi og kankvís. Og nú er hann horfinn og ég minnist hans með þakklæti fyrir gamla og góða vináttu. Hann kvaddi þennan heim snögglega og það var líkt Lúðvík að kveðja þannig. Eg hugsa til baka og sé hann fýrir mér þar sem hann gengur hröðum skrefum heim úr Grýtumýrinni að afloknu góðu dagsverki, teymir Grána sinn, kóngur í ríki sínu. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Margrét Jóhannesdóttir Elskuleg föðursystir mín Margrét Jóhannesdóttir frá Gilsá í Saur- bæjarhrepp, Eyjafjarðarsveit er látin södd lífdaga. Mig langar að minnast hennar með örfáum orðum og þakka henni samfýlgd- ina í þessu Iífi. Margrét fæddist á Gilsá, ólst þar upp og bjó sfðan þar með eig- inmanni sínum Skarphéðni Aðal- steinssyni frá Jórunnarstöðum í sömu sveit til ársins 1993. Skarphéðinn lést það ár og flutti Margrét til Akureyrar til sonar síns og tengdadóttur og bjó hjá þeim þar til heilsa hennar leifði ekki annað og hún flutti á dvalar- heimilið Hlíð, þar sem hugsað var um hana af alúð þar til yfir lauk. Þau sæmdarhjónin Margrét og Skarphéðinn bjuggu á Gilsá ásamt afa mínum og ömmu og föðurbróðir mínum Frímanni er lítil hnáta 8 ára gömul var fyrst send í sveit til frændsystkina sinna en þá hafði faðir minn, bróðir Möggu Iátist um veturinn úr berklum frá konu og sex börn- um. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en ólu upp kjörson- inn Björn auk þess voru þau alltaf með börn á sumrin, það virtist alltaf vera alltaf pláss fyrir þau. Vart er hægt að minnast hennar frænku minnar öðru vísi en að Héðinn sé þar Iíka í huga mér, svo samstíga voru þau í mínum huga hann var svo traust- ur og góður maður í augum lítill- ar stúlku. Hún fann alltaf fyrir því öryggi sem börn þurfa að finna fyrir þegar hún var í ná- lægð hans og ekki breyttist álit litlu stúlkunnar á manninum er hún varð fullorðin kona. Mjög gestkvæmt var á Gilsá. Magga fór ekki mikið af bæ nema í kaupstað til að versla til heimilis en naut þess alveg sér- staldega að taka á móti gestum og þá var alltaf slegið upp veislu- borði. Höfðu þau hjónin bæði gaman að því að sitja við kaffi- borðið með gestum sínum og ræða allt milli himins og jarðar. Þau lýlgdust einkar vel með hvað var að gerast í umheiminum og var ekki komið þar að tómum kofa. Möggu var gefið í vöggugjöf að vera léttlind og skapgóð og söngelsk var hún. Hafði hún sér- staklega gaman að hlusta á harmonikkutónlist og kunni al- veg ógrynni af lögum og Ijóðum. Þegar ég var hjá henni sem stelpa gátum við setið heilu tim- áná'sáman og sungið. Hún var einstaklega barngóð og gaf sér alltaf tíma til að tala við þau og skemmti sér alveg konunglega með þeim. Stundum á sumar- kvöldum þá átti Frímann bróðir Möggu það til að spila á orgelið sitt fyrir mig og frænku og þá stigu við frænkurnar dans og þar lærði sú stutta að dansa gömlu dansana. Það voru ekki leiðinleg kvöldin þau. Einhvern veginn, þótt svo mik- ill aldursmunur væri á okkur hvarf hann alltaf þegar við vorum saman. Hún hafði eitthvert sér- stakt lag á því að láta aldursmun- inn hverfa. Gott var að vera á Gilsá svo vel var hugsað um mig og vel tekið á móti mér alla tíð að ég leit á Gilsá sem mitt annað heimili er ég var barn og ungling- ur enda notaði ég öll mín frí í skóla til að komast þangað. Rúm- Iega tvítug flutti undirrituð á suðvesturhorn landsins og þá fækkaði ferðum mínum í Gilsá en ég hafði alltaf mikið samband þangað gegnum símann. Margar og góðar minningar koma upp í huga mér elsku frænka er ég kveð þig. Þær eru svo margar að ekki er hægt að koma þeim fyrir í stuttri minningargrein. Hafðu þökk fyrir allt elsku Magga mín. Við hjónin sendum Ijölskyldu hinnar látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Brynhildur Garðarsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.