Dagur - 29.01.2000, Qupperneq 3
Tysyptr
LAUGASDAGUR 29. JANÚAR 2000 -111
SÖGUR OG SAGNIR
Framhald afforstðu
Lítið hús var við vesturmörk lóð-
arinnar sem nefnt var salthús.
Mun stærra hús var fyrir austan
það, nefnt pakkhús ogvísaði suð-
urhlið að Austurstræti. Aður en
pakkhúsið var byggt var vöru-
geymsla í sama húsi og verslunin
en í því plássi var gerð íbúð eftir
að pakkhúsið var reist.
I nokkur ár voru ýmsir eigend-
ur að Jóska húsinu og um tfma
átti Bjarni riddari Sívertsen það.
Þorsteinn Jónsson Kúld kaupir
eignina,1843. Hann byggir
miðjukvist ( mezzaninhæð ) ofan
á húsið 1853 og gerir þar íbúð. í
húsinu rak Þorsteinn bóka- og al-
menna verslun og lét prenta
nokkrar bækur. Þorsteinn Kúld
var frá Auðkúlu í Húnavatns-
sýslu. Hann lést árið 1849. Eftir
dauða Þorsteins Kúlds, eignast
O.P. Christan Möller verslunina
og var hún þá nefnd Möllersbúð.
Synir hans, Ole Peter Möller og
O.P. Christan Möller tóku
nokkru síðar við eigninni og auk
verslunarinnar settu þeir á fót
veitingasölu í húsinu.
M. Smith, konsúll og kaup-
maður, keypti húsið 1879. Þá var
húsið með helluþaki og stórum
miðjukvisti á þakhæð. Arið 1880
lét hann hækka húsið um eina
hæð þannig að það varð tvílyft
með risi og litlum miðjukvisti. 1
húsinu setti M.Smith upp hótel
sem hann nefndi Hótel Al-
exöndru. Veitingarekstur var í
húsinu til ársins 1908 en þá
keypti Eyjólfur Eiríksson hús-
gagnasmiður það og hefur það
verið í eigu afkomenda hans þar
til fyrir nokkrum mánuðum að
Reykjavíkurborg keypti það.
Arið 1880 var húsið tekið til
virðingar og unnu að henni Björn
Guðmundsson steinsmiður og
Helgi Helgason snikkari. Þar
segir að Consul M. Smith hafi
látið byggja ofan á húsið og
breytt allri tilhögun í herbergja-
skipan. Tekið er fram að ummál
hússins sé að öllu leyti sem áður,
hæð undir þak 10 álnir. 1 húsinu
eru tólf herbergi auk eldhúss.
Helluþak er á plægðum borðum
á húsinu.
Eimskipafélag íslands hafði
skrifstofur í húsinu næstum
óslitið til ársins 1921.
I gegnum tíðina hefur húsið í
Hafnarstræti 16 bæði verið notað
undir íbúðir, skrifstofur og versl-
anir. Um tíma bjó þar Lárus
Blöndal sýslumaður Húnvetn-
inga, Jón Arnason þjóðsagnarit-
ari og Jón Jónsson landshöfð-
ingjaritari.
Á meðan Möller átti húsið var
það nefnt Möllershús. Sam-
kvæmt íbúaskrá frá 1850 búa í
Möllershúsi: Kr.L. MöIIer, 39
ára, verslunarþjónn, Sigrfður
,
K . / (\ W-'Æ
r^:1 'u^ri
r-J : i ' í
l-’:
itTsám 11J
Svona lítur Hafnarstræti 16 út í dag. Ekki hafa verið gerðar miklar breytingar á yrta útliti hússins, þær helstar, að verslanagluggar á neðri hæð hafa veirð
stækkaðir verulega. Dyraumbúnaður er hinn sami og var á 19. öldinni.
Magnúsdóttir kona hans, 27 ára,
ásamt börnum sínum, Nikolínu,
11 ára, Kristjönu, 7 ára, Önnu,
3 ára og Jóhanni eins árs göml-
um. Einnig voru á heimilinu tvær
vinnukonur.
Árið 1908 keypti Eyjólfur Ei-
ríksson Hafnarstræti 16 og var
það í eigu afkomenda hans þar til
á síðastliðnu ári en þá kaupir
Reykjavfkurborg eignina.
Eyjólfur var Rangæingur, kom-
inn af traustum stofni bænda.
Hann lærði veggfóðrun í Reykja-
vík, fór síðan til framhaldsnáms í
Kaupmannahöfn og Iærði þar
einnig húsgagnabólstrun. I
Hafnarstræti 16 starfrækti hann
húsgagnaverslun og verkstæði og
hafði lærlinga í iðngreininni.
Hann þótti með afbrigðum góður
fagmaður og sóttust ungir menn
eftir því að komast í nám hjá
honum. Kona Eyjólfs var Ólína
Jónsdóttir frá Mófellsstöðum í
Skorradal sérstöku myndarheim-
ili. Ólínu er lýst sem tígurlegri
konu, hógvægri í fasi. Hún fór
ung til Reykjavíkur og vann við
verslunarstörf þar til hún giftist
Eyjólfi Eiríkssyni. Á heimili
þeirra Eyjólfs og Ólínu var mik-
ið um gestakomur enda voru
hjónin annáluð fyrir gestrisni og
Eyjólfur Eiríksson.
góðvild. Margir fremstu menn í
athafna - og fjármálalífi bæjarins
voru tíðir gestir á heimili þeirra.
Eyjólfur og Ólína eignuðust tvær
dætur, Margréti og Oddnýju,
Þessi mynd var tekin skömmu eftir aldamótin 1900, en þá var Hafnarstræti ein höfuðverslunargata bæjarins.
Þarna iðar allt af iífi og athafnasemi, enda er hið mikla verslunarveldi Thomsens þarna við eystri hluta strætisins.
Hafnarstræti 16 sést gjörla næst gömlu lögreglustöðinni, sem nú er póstútibú.
sem fetuðu í fótspor foreklra
sinna með myndarskap og mann-
gæsku. Á heimilinu voru þrjár
eldri systur Ólínu, Kristín, lngi-
björg og Sigríður sem dvöldust
þar allar yfir fjörutíu ár. Einnig
eldri bróðir þeirra, Jón, sem var á
heimilinu til æviloka. Á heimil-
inu var einnig fóstursonurinn,
Gunnar Rasmusen sem lést
1947.
Eyjólfur Eiríksson lést 26.
marz 1941. Ólína bjó í húsinu til
ársins 1965 en flutti þá til Mar-
grétar dóttur sinnar eftir að hafa
búið í Hafnarstræti 16 í hálfa
öld. Með henni komu á heimili
Margrétar systurnar Kristín og
Sigríður, en af því má glöggt sjá
hin sterku fjölskyldubönd sem
einkenna Ijölskylduna. I Hafnar-
stræti 16 hefur verið íbúð á efri
hæð og skrifstofur. Götuhæðin
hefur verið leigð fyrir ýmiskonar
starfsemi. Verslunin íslenskar
ullarvörur hefur verið í húsinu í
átján ár en var sagt upp húsnæð-
inu eftir að Reykjavíkurborg
keypti húsið. Hárgreiðslustofan
Iris var þar í 11 ár. I nyrsta hluta
götuhæðarinnar var í nokkur ár
fyrsta snjóbrettaverslun landsins
„Týndi Hlekkurinn“, sem 'einnig
verslar þar með ýmiskónar fatnað
fyrir yngri kynslóðiná. Áður var í
því plássinu leðurverslun.
Hafnarstræti 16 er fallegt og
virðulegt hús, það er tvílyft með
risi og kvisti á norðurhlið. Á
kvistinum er hringlaga gluggi
sem gefur húsinu skemmtilegan
svip.
Á húsinu eru tveir reykháfar.
Þakið er hellulagt og samskonar
hellur eru á efri hluta suðurhlið-
ar en bárujárn að neðan. Á suð-
urhlið er inn og uppgönguskúr.
Vesturgafl er klæddur borðum
og listum. Norðurhlið er járn-
klædd að ofan en að neðan með
sléttum plötum. Kvistur er
ldæddur sléttu járni. Gafl í aust-
ur er járnklæddur með inn-
göngudvrum í verslunarými. Sitt-
hvoru megin við dyrnar er út-
skorið tréskraut. I kringum aðal-
dyr á norðurhlið hússins er
skrautlegur búnaður, tvær
flatsúlur eru sitthvoru megin við
dyrnar með gluggum í milli, yfir
þeim er bjór ( skyggni). Sexskipt-
ir gluggar eru á efri hæð norður-
hliðar með fallegum umbúnaði,
en á suðurhlið hefur gluggum
verið breytt.
Húsið Hafnarstræti 16 er talið
með fyrstu húsum við götuna.
Það er mjög afgerandi fyrir s\áp
götunnar, staðsett á milli tveggja
gamalla húsa, og hefur yfir sér
nýklassískan svip.
Hér að framan hefur verið
stiklað á stóru í frásögn um þetta
gullfallega gamla hús sem er
þeim kært sem unna sögu og
liefð gamalla húsa.
Helstu heimildir erufrd Árhæj-
arsafni, Þjóðskjalasafni og Borg-
arskjalasafni.