Dagur - 01.03.2000, Qupperneq 1
Kratar ósáttir við
breytt stjómkerfí
Stj dmkerfisbreyting-
iu hjá Reykjavíkur-
borg mætir audstöðu.
Kratar segja að verið
sé að ýta út úr nefnd-
um áhugastjómmála-
fólki. Helgi Hjörvar,
forseta borgarstjóm-
ar, segir að verið sé að
sameina nefndir tfi
hagræðingar og spam-
aðar.
Mikil óánægja er hjá krötum í
Reykjavík og jafnvel sumum al-
þýðubandalagsmönnum líka,
með fyrirhugaða stjórnkerfis-
breytingu hjá borginni. Tómas
Waage, formaður Alþýðuflokks-
félags Reykjavíkur, segir að með
þessari breytingu sé 60 til 70
áhugamönnum um stjórnmál,
sem setið hafa í nefndum borg-
arinnar, ýmist
sem aðalmenn
eða varamenn,
kastað út. Eftir
verði aðeins
borgarfulltrúar
og varaborgar-
fulltrúar. Hann
segir að með
þessu sé hinu
dreifða lýðræði
vikið burt hjá
borginni.
Helgi Hjörv-
ar, forseti borgarstjórnar, vísar
þessu á bug. Hann segir að vísu
Fækki áhugastjórnmálafólki eitt-
hvað en ekkert í líkingu við þessa
tölu. Það sem um ræðir sé fækk-
un nefnda sem gerð sé með sam-
einingu þeirra. Hann segir að
rétt eins og sameining sveitarfé-
Iaga hafi þótt takast vel muni
sameining nefnda hafa ótvíræða
kosti, svo sem hagræðingu, meiri
yfirssýn, öflugri einingar og svo
framvegis.
„Gailinn er auðvitað sá að það
fækkar fyrir-
mönnum í hér-
aði,“ segir
Helgi.
Hann segir að
rætt sé um sjö
stjórnarsvið sem
færu með
stærstu út-
gjaldamála-
flokkanna, en
innan hvers
svið verði fleiri
undirnefndir.
Fyrir hverju þessara sjö stjórns-
viða fer einn borgarfulltrúi
meirihlutans. Hann segir menn
sammála um að í nefndum, sem
eru með mjög útgjaldafreka
málaflokka, eigi kjörnir borgar-
fulltrúar í ríkari mæli að sitja en
nú. Helgi segir að þessi svið
verði ekki öll tilbúin á sama tíma
þannig að þau verði að koma inn
eitthvað fram á árið.
Ofurdemokratí“
A fundi í Alþýðuflokksfélagi
Reykjavíkur fyrir skömmu kom
fram mikil óánægja með þetta og
þá alveg sérstaklega hjá gömlum
og góðum krötum sem hafa
starfað fyrir flokkinn lengi, að
sögn Tómasar Waage. Hann seg-
ir grasrótina í flokkunum slitna
úr tengslum við kjörna borgar-
fulltrúa með þessu.
„Með því sem ég hef kallað of-
urdemokratíu, hleyptum við inn
á borgarstjórnarlistann í gegnum
flokkinn tveimur utanflokka
mönnum. Nú er svo komið að
annar þeirra, Hrannar B. Arnars-
son, hefur sagt skilið við okkur
en hinn, Helgi Pétursson, kemur
úr Framsóknarflokknum. Við
getum því sjálfum okkur nokkuð
um kennt að eiga ekki aðgang
lengur að neinum Alþýðuflokks-
manni í borgarstjórn," segir
Tómas Waage. — S.DÓR
Margir kratar innan R-listans eru
óánægðir þessa dagana.
Vonbrígði
Bæjarráð A-Héraðs fundaði á
Egilsstöðum í gærkvöldi og sendi
frá sér samhljóða bókun þar sem
lýst er yfir vonbrigðum með
ákvörðun Islandsflugs að hætta
flugi til Egilsstaða 1. apríl. „Bæj-
arráð treystir því að Flugfélag ís-
lands haldi áfram að veita góða
þjónustu á þessari flugleið, án
þess að hækka fargjöld umfram
almenna verðlagsþróun," segir
m.a. í bókuninni. Bæjarráðið
mælist til þess að samkeppnisyf-
irvöld fylgist grannt með þróun á
verðlagi fargjalda innanlands
næstu misserin.
Héraðsbúar eru ekki þeir einu
sem eru vonsviknir með ákvörð-
un Islandsflug. Það sama gildir
um samgönguráðherra, formann
Neytendasamtakanna, bæjar-
stjórann á Akureyri og fleiri.
Keppinauturinn, Flugfélag ís-
lands, gleðst hins vegar og von-
ast til að geta snúið taprekstri í
hagnað.
— Sj« fréttaskýringu « bls. 8-9
Alls fimm börn fæddust á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri i gær, hlaupársdag, 29. febrúar og heil tylft barna á
Landsspítalanum syðra. Meðal foreldra sem eignuðust barn á þessum degi voru hjónin Jón Eðvarð Ingólfsson og
Brynja Hauksdóttir, sem eignuðust pattaralegan strák. Hér er það eldri sonur þeirra Jóns og Brynju sem heldur á
bróður sínum, hlaupársbróðurnum. - mynd: brink
Gamli Keisarinn hefur verið girtur
afá meðan framkvæmdir standa
yfir hjá íslandsbanka.
íslands-
banldí
Keisaraim
„Jú, þetta er rétt. Við höfum
ákveðið að selja húsnæðið við
Laugaveg 105 og ætlum að flytja
útibúið yfir í leiguhúsnæði við
Laugaveg 116, við hliðina á
Tryggingastofnun," sagði Jón Þór-
issson; forstöðumaður útibúa-
sviðs Islandsbanka, í samtali við
Dag en sem kunnugt er stóð um-
deildur veitingastaður við Lauga-
veg 116 þar til fyrir skemmstu,
nefnilega Keisarinn. Breytingar
standa nú yfir á gamla Keisaran-
um og að sögn Jóns stendur til að
bankinn opni þar útibú síðar í
mánuðinum. íslandsbanki hefur
verið með útibú við Hlemm frá
stofnun bankans og þar áður var
Utvegsbankinn til húsa.
„Húsnæðið hefur verið óhent-
ugt, er á mörgum pöllum og að-
gengi fyrir fatlaða er erfitt. Við
gripum tækifærið fegins hendi
þegar við gátum fært okkur á einn
pall og í gangstéttarhæð. Fólk
þarf að hafa þarna greitt aðgengi,
vegna nálægðar við Trygginga-
stofnun meðal annars. Þetta er
einnig mikilvæg staðsetning
vegna nálægðarinnar við
Hlemrn," sagði Jón. Aðspurður
hvort nýja húsnæðið væri ekki
minna en það gamla sagði Jón
ekki muna svo miklu þar á.
Leit að hagræðingu
„Þetta er liður í sífelldri leit okkar
að hagræðingartækifærum í úti-
búanetinu. Við höfum frekar farið
þá leið að leigja heldur en kaupa
húsnæði. Með því höfum við náð
að fækka verulega fermetum í
notkun í útibúunum. Með auk-
inni netvæðingu bankanna höfum
við getað tekist á við ný verkefni í
útibúunum, sem snúa meira að
sérhæfðri fjármálaráðgjöf, og
mætt í leiðinni flóknari þörf við-
skiptavinanna," sagði Jón.
Hvort fyrrum viðskiptavinir
Keisarans verði velkomnir í nýja
útibúið sagði Jón það sjálfsagt
mál. „Annars skilst mér að þeir
hafi fundið sér annan samastað."
- BJI!
K U
K U
Mikið úrval af leikium á verði frá 3.900 kr.
NINTENDO’4
BRÆÐURNIR
fc>)OKMSSON
www.ormsson.js
Komdu við hjá okkur oq orófaðu á staðnum
;o
Ibt* ’,