Dagur - 01.03.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 01.03.2000, Blaðsíða 6
6 -MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2 000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 4bo 6ioo og ooo 70so Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.ls-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1 ei5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Sfmbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Slæm tídindi f fyrsta lagi Sú óvænta ákvörðun Islandsflugs að hætta samkeppni við Flugfélag Islands á helstu innanlandsflugleiðum, eru enn ein slæm tíðindi fyrir landsbyggðina. Öllum er Ijóst að eftir að ís- landsflug hóf þessa samkeppni lækkuðu fargjöld verulega, til dæmis á milli Reykjavíkur og Akureyrar, en einnig til annarra þeirra staða þar sem boðið var upp á beina samkeppni. Með reynslu síðustu ára í huga er sá ótti neytenda eðlilegur að far- gjöldin muni smám saman hækka og þar með verði dýrara að ferðast á milli höfuðborgarinnar og helstu þéttbýlisstaða landsbyggðarinnar. 1 öðru lagi Samkvæmt yfirlýsingum Islandsflugs um þessa niðurstöðu liggur kalt peningamat á bak við ákvörðunina um að hætta að keppa við Flugfélagið. Hluthafar fyrirtækisins vilja fá meiri hagnað og þá er augljósasta leiðin að hætta þeim hluta rekst- ursins sem verst hefur gengið. Þetta er að sjálfsögðu niður- staða sem alltaf má búast við þegar eingöngu er treyst á þjón- ustu einkafyrirtækja sem verða að skila hagnaði og hafa engar félagslegar skyldur við almenning. Hin samfélagslegu áhrif starfseminnar skila sér einfaldlega ekki í niðurstöðutölum árs- reikninga slíkra fyrirtækja - hversu mikilvæg sem þau kunna að vera jafnvel fyrir heilu landshlutana. í þriðja lagi Slæmt er til þess að vita að þrátt fyrir markaðsvæðingu og auk- ið frelsi skuli stefna í fákeppni eða jafnvel einokun á mikilvæg- um sviðum atvinnulífsins. Þegar Islandsflug hættir að fljúga til Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja mun Flugfélag Is- lands sitja eitt að þeim markaði. Rík ástæða er til að hvetja for- svarsmenn Flugfélagsins til að fara varlega í sakirnar og kom- ast hjá verulegum fargjaldahækkunum þótt fyrirtækið þurfi ekki lengur að taka tillit til keppinautarins. Því á að fylgja mik- il ábyrgð að vera í einokunaraðstöðu í jafn mikílvægri þjónustu og áætlunarfluginu frá Reykjavík til helstu kaupstaða úti á landi. Elias Snæland Jónsson Hrekkj avaka Garri sá það auglýst í sjón- varpinu sínu að fyrir dyrum stendur að halda allssherjar hrekkjavöku á Rfkissjónvarp- inu á laugardaginn kemur. Fólkið sem alla jafnan sér um þáttinn „Stutt í spunann“ kom fram í einhverri auglýs- ingu klætt upp sem vampírur og voru voðalega fyndin að segja frá þessum dagskrárlið. Blóðið draup í bikar og sýnd- ar voru glefsur úr frægum vampírumyndum, þannig að ekki fór á milli mála að hug- myndin er að láta kalda vatnið renna milli skinnsins og hör- undsins á áhorfendum þegar þar að kemur. Hrollvekjur af þessu tagi er raunar ekki mjög algengar í sjón- varpi núorðið - þykja vera B-myndir og bara vinsælar í sérstökum „cult“- hópum. Allra síst eru svona hrollvekjur látnar gerast inni í Sjónvarps- sal viðkomandi sjónvarps- stöðvar með vampírum vafr- andi um. En svona eru menn nú frumlegir á Ríkissjónvarp- inu. Ástæðan Garri hefur hins vegar fengið skýringar á því hvers vegna mönnum datt í hug að setja upp svona hryllingskvöld hjá Ríkissjónvarpinu. Fram hefur komið að starfsmenn útvarps- ins séu enn á ný komnir í stríð við Hrafn Gunnlaugsson vegna fréttar sem birtist um Hrafn á dögunum. Að þessu sinni er það hvorki útvarps- stjóri né aðstoðarmaður út- varpsstjóra sem eru í aðal- hlutverki, semsé hvorki Heimir Steinsson né Arthúr Björgvin. Nú er það fréttarit- V ari útvarps í Berlín, Kristín Jóhannsdóttir sem fallin er í ónáð, en raunar er hún bökk- uð upp af fréttastofunni. Ohætt er að fullyrða að Hrafni muni ekki reynast auðveldara að sækja að hin- um gamalreynda fréttastofu- goða Kára Jónassyni, en það reyndist mönnum að sækja að nafna hans Sólmundarsyni á sínum tíma. Kalda knimlan Það er kunnara en frá þurfi að segja að til þessa hefur Hrafn unnið sínar rimmur innan veggja RÚV, þó á stundum hafi hann ekki verið talinn sigurstrangleg- ur. Einhvern tíma lýsti einn núverandi ráð- herra framsóknar- manna því þannig að það væri alltaf þessi sama „kalda krumla11 sem teygði sig inn í stofnun- ina til að taka í taumana og snúa málum Hrafni í hag. Vegna lesturs inn á band á Píslarssögu Jóns Magnússon- ar mun Hrafn hafa haldið sig meira og minna í húsakynn- um útvarpsins upp á síðkastið og valdið með nærveru sinni miklum taugatitringi og feng- ið hrollinn til að hríslast um starfsmenn sem vissu að hann var stríðamálaður vegna átak- anna við fréttastofuna. Það er tilraun til að túlka þetta spennuþrungna andrúmsloft í stofnuninni þar sem beðið er eftir „köldu krumlunni" og þeirrar útgeilsunar sem kvik- myndir Hrafns hafa, að dag- skrárgerðarmenn á Sjónvarp- inu eru nú sagðir efna til Hrekkjavöku í vampírubún- ingum. GARHI Hrafn Gunnlaugsson. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Seint ætla menn að átta sig á því hve markaðurinn í innanlands- flugi er ofursmár og er tæpast til skiptanna þótt ekki skorti keppn- isandann í þá sem reyna að sölsa hann undir sig. Samt kemur upp- gjöf Islandsflugs Flugfélagi Is- lands spánskt fyrir njónir. Þegar forráðamenn Islandsflugs leggja niður skottið og afhenda mótherj- anum flugvélar sínar og arðbær- ustu flugleiðirnar, er tekið fram að hagnaður sé á starfsemi félags- ins og einhver óskapleg aukning á farþegafjölda. Aftur á móti er FÍ rekið með stórtapi ár eftir ár og eru farþegar Flugleiða látnir borga undirballansinn á dótturfé- laginu. Fyrir hálfri öld eða svo hættu Loftleiðir öllu innanlandsflugi vegna þess að valdamiklir velunn- arar Fí gáfu því félagi einkaleyfi á öllum bestu flugleiðunum. Eftir að Loftleiðir voru hraktar af heimamarkaði hófst velgengin í utanlandsflugi en Ff hélt áfram Skammt lifir samkeppnin að tapa á þeim markaði sem félag- ið var búið að sölsa undir sig. Svo fóru pólitískir angurgapar að sameina flugfélögin vegna þess að markaðurinn bauð ekki upp á samkeppni og Flugleiðir urðu til. Hagnaðarvonin á inn- anlandsfluginu brást og brátt var Flugfélag ís- lands stofnað á nýjan leik til að annast tap- reksturinn. Sameining og sirndr- img Ekki var sameínaða flugfélagið búið að starfa lengi þegar kappsfullir markaðamenn stofn- uðu félög til að halda uppi sam- keppni, innan lands sem utan. Hefur sumum gengið verr en öðr- um betur eins og gengur. Þegar Islandsflug hóf verðstríð við Fí ákiilluðu markaðssinnar guð sinn og þökkuðu honum fyrir að hafa gefið sér boðorðiö um samkeppnina og gera það að inn- taki lífs síns. Tap FI óx nú um all- an mun en fjölmiðlar tíunduðu veltuaukningu Islandsflugs dyggi- Iega og var virkri samkeppni þakk- aður sá góði árangur sem náðst hafði og vinningshaf- inn var ávallt tilgreind- ur, sem auðvitað er viðskiptavinurinn. En á snubbóttum blaðamannafundi, þar sem enginn spurði neins, var tilkynnt að samkeppni f innan- landsflugi væri úr sög- unni og að sá sem tap- aði mestu er nú farinn að reka loftför andskota síns og segir fátt um hvernig verðþróun mun verða á fargjöldum á þeím leiðum sem gróðavænlegstar jiykja og skila mesta tapinu. Hverjir græöa? En það er eins og kaupmaðurínn mælti svo spaklega: „Það er eng- inn sem græðir á samkeppninni nema helvítis viðskiptavinurinn,“ og átti þá við eðlilega og undan- bragðalausa samkeppni. Gallinn er aðeins sá, að hún gengur ekki upp nema í einstaka tilvikum. Fá- keppni og einokun borgar sig svo miklu betur fyrir athafnamenn- ina, sem eru öðrum duglegri að sölsa undir sig völdum og auði. Þeir ástunda mildar varajátn- ingar um ágæti samkeppninnar, en eru ávallt reiðubúnir að bola öðrum út af markaði með öllum tiltækum ráðum markaðshyggj- unnar. El' ekki tekst betur til, þá eru þeir reiðubúnir að kaupa keppinauta sína og gleypa þá með húð og hári. Það kalla markaðs- menn yfirtökur og eru aðgerðirn- ar mildaðar með orðagjálfri um að einhverjir gamlir starfsmenn verði endurráðnir og að viðskiptavínir þurfi ekkert að óttast verðhækk- anir eða lakari kjör hjá nýjum húsbændum. Sjáum hvað setur. F Samkeppnin í innan- landsflugi skilar aldrei öðru en tapi. smirtlxi svaráö Tekstað ná hjarasamn ingum án verkfalla ? Þorsteinn Amórsson varaformaðurLandssambands iðnverkafólks. „Meðan ekkert er rætt við okkur í verkalýðsfélögun- um sem stöndum utan Flóabanda- lagsins stefnir ekki í annað. Uppúr viðræðum okkar við atvinnurekendur slitn- aði þann 21. febrúar og síðan þá hefur ekkert gerst frekar í mál- inu, en í raun á Ríkissáttasemjari næsta leik. Útlitið er ekki bjart, en mér sýnist að menn ættu að vera búnir að fá heimild til að hefja verkföll uppúr 20. mars.“ Kristján Gunnarsson formaður Verltalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur. “Eg er vongóður um að það takist. Fundir allra næstu daga ráða þó úrslitum um það og fyrir helgi verður farið að skýrast hvort það tekst eða ekki. Gangurinn í samningaviðræðunum hefur að mörgu leyti verið jákvæður þó enn beri raunar talsvert í milli í launakröfum. „ Kristinn H. Gunnarsson þ ingmaðiirFranisóknatfloklts. “Það ætti að takast. Fullur vilji er meðal almenn- ings og forystu stéttarfélaganna í landinu að ná því takmarki. Jafn- framt hefur verið leitað stuðnings stjórnvalda um að liðka fyrir samninga og þau mál eru til athugunar. Þá virðast atvinnurekendur vilja leggja sitt af mörkum til að samningar ná- ist án verkfalla, ef ráða má í mál- flutning þeirra síðustu daga.“ Víglundur G. Þorsteinsson forstjóri BM-Vallár. “Það tel ég lík- legt. Ég trúi því að verkalýðs- hreyfingin hafi öðlast víðari sýn á launabaráttuna en að fara í verk- föll, sem aldrei hafa skilað Iaunþegum neinu nema tapi þegar upp er staðið. Nú er komið á annan áratug síð- an hér hafa orðið einhverjar verkfallsdeilur - og sá friður á vinnumarkaði sem ríkt hefur þann tíma hefur bæði stuðlað að því að kaupmáttarlækkun kreppuáranna frá 1989 til 1994 varð minni en hún hefði ella geta orðið með ófriði og deilum. Fra 1995 hefur síðan ríkt mikið vaxt- arskeið í kaupmætti í landinu, þannig að tekist hefur að eyða öllum kaupmáttarsamdrætti þessara kreppuára og byggja ofan á hann, þannig að kaup- mátturinn í landinu er meiri en nokkru sinni áður. Til að varð- veita þetta hljóta menn að semja í friði."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.