Dagur - 01.03.2000, Qupperneq 8
8- MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000
X>Mpr
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 - 9
FRÉTTA SKÝRING
BJORN
JOJÍAJVN
BJORNSSON
SKRIFAfí
Samkeppni í innan-
landsflugi aftur kom-
in á byrjunarreit. í
annars góðum rekstri
vildu eigendur ís-
landsflug ekki tapa
ineiri peningum á inn-
anlandsfluginu. Ráð-
herra samgöngumála
varð fyrir vonbrigð-
um, sem og fulltrúar
neytenda og bæjarbúa
á Almreyri. Flugfélag
íslands vonast eftir að
geta snúið taprekstri í
hagnað.
Ákvörðun forráðamanna Islands-
flugs að hætta að fljúga á sam-
keppnisleiðunum til Ákureyrar,
Egilsstaða og Vestmannaeyja hef-
ur vakið athygli. Að sögn Islands-
flugsmanna voru þessar flugleiðir
ekki að gefa félaginu þær tekjur
sem við var búist og því var
ákveðið að pakka saman, ekki síst
þegar tilboð kom frá keppinautn-
um, Flugfélagi Islands (FI), um
að leigja tvær ATR-vélar félagsins
til leigu-, frakt- og áætlunarflugs.
í kjölfarið fylgja uppsagnir á
meira en 30 starfsmönnum ís-
landsflugs af 160, afgreiðslunni á
Reykjavíkurflugvelli verður Iokað
og þær vélar Islandsflugs sem
áfram fljúga til Vesturbyggðar,
Sauðárkróks, Siglufjarðar og
Gjögurs munu eftir 1. apríl leggja
að afgreiðslu FÍ á Reykjavíkur-
flugvelli.
Islandsflug og FÍ hafa keppt á
þessum flugleiðum í tæplega þrjú
ár, eða frá 1. júlí 1997, þegar far-
þegaflug var gefið frjálst. Islands-
flug kom á markaðinn af fullum
krafti og lækkaði fargjöldin um
allt að helming. Menn spyrja sig
nú hvort lækkunin hafi verið full
hressileg en á síðasta ári hafa far-
gjöldin verið að hækka á ný, nú
síðast hækkaði Islandsflug gjöld-
in um 5-7% í ársbyrjun. Á sumum
leiðum eru fargjöldin farin að
nálgast það sem áður tíðkaðist,
t.d. á Egilsstöðum.
Á skömmum tíma náði íslands-
flug nokkuð stórri hlutdeild á
þessum flugleiðum; Akureyri, Eg-
ilsstöðum og Vestmannaeyjum,
en samkvæmt því sem fram kom
á blaðamannafundi í fyrradag var
það ekki nóg. Hlutdeildin hefur
ekki aukist nógu mikið. Á Akur-
eyri hefur félagið náð um 30%
hlutdeild, um 20% á Egilsstöðum
en nærri 50% í Eyjum. Sætanýt-
ingin á þessum leiðum var að
meðaltali innan við 50%, sam-
kvæmt upplýsingum frá félaginu.
En betur mátti ef duga skyldi,
þótt menn sæju t.d. sérstaklega
eftir Eyjaleiðinni.
Eigendur vildu meiri arð
Forráðamenn félagsins sögðu
áherslur hafa breyst í rekstrinum
og nú ætti m.a. að beina frekari
sjónum að verkefnum erlendis í
frakt- og leiguflugi. Upplýst var
að innanlandsflugið væri að skila
25% af 2 milljarða veltu og að
eigendurnir hefðu ekki „djúpa
vasa“ til að fara ofan í, hvorki sem
almenningshlutafélag né vasa
annarra, eins og Omar Bene-
diktsson, framkvæmdastjóri Is-
Iandsflugs, orðaði það í Degi í
gær. Innanlandsflugið hefur
komið út í tapi og hluthafar eru
farnir að gera kröfur um meiri
arð. Ómar sagði að afkoman
hefði orðið enn betri, væri innan-
landsflugið undanskilið.
Eigendur Islandsflugs eru eink-
um einstaklingar úr röðum flug-
áhugamanna. Meðal þeirra eru
Gunnar Þorvaldsson, stjórnarfor-
maður félagsins, Omar fram-
kvæmdastjóri, Birkir Baldvins-
son, flugvélamiðlari í Lúxemborg,
Guðlaugur Birnir Ásgeirsson, at-
hafnamaður í Reykjavík og hans
félag; Allt gott, og Höldur hf. á
Akureyri, sem er í eigu „Kennedy-
bræðranna" Birgis, Skúla og Vil-
helms Ágústssona. Einnig eiga
Skúli Þorvaldsson, kenndur við
Hótef Holt, og Eignarhaldsfélag-
ið Alþýðubankinn hluti í félaginu
auk nokkurra smærri hluthafa.
Hlutaféð er 180 milljónir króna.
Samkvæmt heimildum Dags ríkti
ekki um það full eining meðal
hluthafanna í upphafi að hætta
þessum flugleiðum en á endan-
um hefðu Gunnar og Ómar náð
að knýja málið í gegn í sátt
flestra.
Síðasta ár gott en...
Akvörðun Islandsflugsmanna nú
er ekki síst athyglisverð í ljósi
þess að stutt er síðan afkoma síð-
asta árs var kynnt. Þar kom fram
að síðasta ár hafi verið það besta
í sögu félagsins, en Islandsflug
hóf starfsemi fyrir 9 árum. Velta
síðasta árs var 2 milljarðar króna,
eða 700 milljónum krónum meiri
en árið 1998. Heildarfjöldi far-
þega í áætlun hjá íslandsflugi var
120 þúsund á sfðasta ári, sem var
10% aukning frá árinu áður.
Hlutdeild félagsins var um 30%
af þeim 400 þúsund farþegum
sem ferðuðust í áætlunarflugi
innanlands í fyrra. Mesta aukn-
ingin var á Akureyri, 15%, en
þangað flugu ríflega 50 þúsund
manns. Bætt var við flugleið
þangað sl. haust og við það fjölg-
aði farþegum enn meir. Þá varð
12% aukning á farþegafjölda til
Vestmannaeyja en þangað flaug
félagið með 30 þúsund manns í
fyrra. Til Egilsstaða var félagið að
flytja um 15 þúsund manns í
fyrra. Lætur því nærri að tæplega
100 þúsund farþegar „gangi um
borð“ yfír í vélar FI á þessum
leiðum, takist því félagi að halda
þeim markaði óbreyttum. I til-
kynningu frá Islandsflugi 7. febr-
úar sl. mátti m.a. lesa þetta: „Far-
þegatölur félagsins fyrsta mánuð
þessa árs Iofa góðu. Félagið flutti
um 10.000 farþega sem er um
11% aukning í áætlunarflugi mið-
að við sama tfma í fyrra. Enn á Is-
landsflug þó eftir að gera betur og
horfir því björtum augum til
þessa árs og mun halda áfram að
gera fleirum fært að fljúga með
C ’ *' Tr 1 i’-. :
Þessi sjón verður æ sjaldsédari, eftir sem því nær dregur I. apríl, að sjá flugvél frá Islandsflugi á Akureyrarflugvelli, a.m.k. í áætlunarflugi. Bæjarstjórinn á Akureyri segir þetta grátlega niðurstöðu.
Samgönguráðherra varð fyrir vonbrigðum og Neytendasamtökin sömuleiðis. En svo fór sem fór. - mynd: brink
ýmsum nýjungum að ógleymdum
síbreytilegum nettilboðum á
heimasíðu félagsins.“
I ljósi þessarra orða er ekki
óeðlilegt að spyrja Ómar Bene-
diktsson hvað hafi eiginlega gerst
á síðustu vikum. Af hverju gáfust
menn svona skyndilega upp?
Ómar sagðist í samtali við Dag í
gær ekki vilja orða það svo að fé-
lagið hefði gefist upp. Nýr val-
kostur hefði einfaldlega boðist og
átti hann þar við aukið fraktflug.
Ómar vildi ekki líta svo á FI hefði
keypt þá út af markaðnum, með
því að leigja þeim ATR-vélarnar.
Betra hefði verið að halda vélun-
um í gangi héðan frekar en að er-
lendar vélar yrðu fengnar til
landsins, líkt og FI hefði staðið til
boða.
Hvar byrjaði „raglið“?
En er ekki bara verið að keppa
um allt of fáar sálir á markaðn-
um, líkt og oft kemur upp á sam-
keppnissviðum? Eða eins og einn
flugáhugamaður, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, orðaði það
svo vel: „Okkar stóra vandamál
hér á íslandi er að við erum of fá.
Markaðurinn er of lftill, hann ber
ekki samkeppni. Hvenær skyldu
menn vilja kyngja því? Fariði bara
og fjölgið fólkinu, þá leysist
margt!“
Hvort Islandsflug hefði verið of
bratt í lækkun fargjalda sagðist
Ómar ekki vera því sammála.
Leikreglurnar hefðu bara ekki
verið þær sem víða tíðkaðíst í
Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar
nýr aðili kæmi inn á markaðinn
mættu hinir ekki elta f verði.
„Þetta var Ieyft á sínum tíma og
þar byrjaði ruglið. Staðan væri
allt önnur í dag ef ekki hefði ver-
ið tekið fyrir þetta. Til að sam-
keppni komist á þarf nýr aðili að
fá að komast inn á markaðinn.
Samkeppnin varð aldrei almenni-
lega virk. Þetta er kjarni málsins
og síðan spila margir aðrir þættir
inn í þetta,“ sagði Ömar.
Óvissa um „litlu“ leiðimar
Hræringar hafa átt sér stað á
ýmsum flugleiðum innanlands
undanfarin ár. Flestir muna eftir
því er Flugfélag Norðurlands
sameinaðist Fí og stutt er síðan
Mýflug ákvað að skipta um sam-
starfsaðila á flugleiðinni Reykja-
Úmar Benediktsson,
framkvæmdastjóri
íslandsflugs:
„Til að samkeppni komist á
þarf nýr aðili að fá að komast
inn á markaðinn.
Samkeppnin varð aldrei
almennilega virk.
Þetta er kjarni málsins."
vík-Húsavík-Reykjavík. Mýflug
leigði Dornier-vél af íslandsflugi
til þessa flugs í eitt ár en 1. febr-
Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra: „Niðurstaða íslandsflugs
segir okkur reyndar það sem við
vissum fyrir, að markaðurinn er lítill
og tæplega tiI skiptanna. Hins veg-
ar hiýtur þetta að vekja upp spurn-
ingar um hvort fjárfestingar í flug-
vélum séu þær réttu, hvort hefði
mátt fara aðrar leiðir við val á fíug-
vélum."
úar sl. fór félagið yfir til FÍ, sem
nú sér um flug Mýflugs á þessari
leið.
Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Akureyri:
„Það er bara slæmt fyrir
notendur þessarar þjónustu ef
samkeppnin líði undir lok,
án þess að ég sé að
vantreysta Flugfélagi íslands
fyrir því verkefni sem
það hefur sinnt
ágætlega.“
Eins og kom fram í upphafi
ætlar Islandsflug að fljúga áfram
til Bíldudals, Sauðárkróks, Siglu-
fjarðar og Gjögurs. Þetta eru ekki
fjölfarnar leiðir, í samanburði við
þær stóru, en Krókurinn er þar
stærstur, með nokkuð góða sæta-
nýtingu, eftir því sem blaðið
kemst næst, eða 70-80%. Flug til
Siglufjarðar er tengt við Krókinn
en þangað falla ferðir oft niður
vegna veðurs og hafa Siglfirðing-
ar oft þurft að ferðast í rútu til að
ná flugi á Sauðárkróki.
Eins og gefur að skilja er flugið
til Gjögurs ekki að skila Islands-
flugi miklum tekjum. Sú leið er
boðin sérstaklega út af stjórn-
völdum og útboð á þeirri leið
stendur einmitt yfir. Svo gæti far-
ið að íslandsflug missi þá leið til
FI, bjóði keppinauturinn betur í
útboðinu. Ómar Benediktsson
var spurður að því hvort hann
teldi líklegt að félagið héldi áfram
þessum flugleiðum. Fátt var um
svör, hann taldi t.d. ólíklegt að FI
hefði áhuga á þeim. Einna helst
væri það Sauðárkrókur, því FI
hefði ekki vélar í að fljúga á hina
staðina. Ómar taldi t.d. ekki ólík-
legt að útboð á þremur flugleið-
um yrðu skoðuð á næstunni af
stjórnvöldum; til Siglufjarðar,
Vopnafjarðar og Þórshafnar.
Samkeppni á Egilsstöðum?
Ljóst er að flugleiðin til Egils-
staða hefur ollið íslandsflugi
mestum vonbrigðum, enda styrr
staðið um þá leið milli Islands-
flugs og FI. Kærumál hafa gengið
á víxl til Samkeppnisstofnunar,
sem endaði með því að FI mátti
ekki fljúga á sama tíma og Is-
Iandsflug. Austfirðingum, líkt og
Eyfirðingum og Eyjamönnum,
þykja þetta slæm tíðindi að ls-
landsflug hafi dregið sig út úr
samkeppninni við FI. Á Austur-
landi binda menn þó vonir við að
nýstofnað flugfélag, Jökull, muni
geta haldið uppi samkeppni á
leiðínni milli Egilsstaða og
Reykjavíkur. Magnús Gehringer,
einn eigenda Jökuls, sagði við
Dag að félagið hefði fyrst og
fremst verið stofnað um flug til
útlanda. Innanlandsflugið freist-
aði þeirra ekki, markaðurinn væri
of þungur. Til greina kæmi að að
samtvinna flug frá Reykjavík og
þaðan til útlanda í gegnum Egils-
Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytendasamtakanna:
„Ég viljafnframt vara þann aðila við,
sem nú hefur einokunaraðstöðu á
þessum þremur leiðum, að gangi
hann ofhratt um gleðinnar dyr í
verðhækkunum þá skapar það
minni möguleika fyrir önnur félög
að koma inn á ákveðin
markaðssvæði."
flug
staði. Ákvarðanir um þetta hefðu
þó ekki verið teknar.
Keppmauturinn gleðst
Hvað skyldi svo aðalkeppinautur-
inn, Flugfélag Islands, segja yfir
þessum tíðindum frá Islands-
flugi? Jón Karl Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri FI, sagðist ekki
hafa hoppað hæð sína af gleði yfir
tíðindunum en félagið væri samt
alls ekki ókátt. Möguleikar sköp-
uðust á að snúa taprekstri af inn-
anlandsfluginu í hagnað. Hvort
F1 takist að halda þeim tæplega
100 þúsund farþegum Islands-
flugs á þessum leiðum sagðist Jón
Karl ekki ganga út frá því sem
vfsu. Án efa væru einhverjir ekki
sáttir og vildu halda sig við land-
eða sjóleiðina.
„Við vonumst til þess að sem
flestir vilji fljúga með okkur. Með
samkeppninni fjölgaði flugfar-
þegum enn meir en þeir höfðu
gert síðastliðin ár. Þrátt fyrir
betra vegakerfi og betri bíla þá
höfum við haldið aukningunni.
Menn vilja komast hraðar jfir. En
vissulega erum við of fá. Eg segir
það oft að vandamál okkar Is-
íendinga er að það vantar eitt núll
í okkur. Þetta væri lítið mál ef við
væruni 2,7 milljónir. Þá værum
við ekki í vanda með marga hluti,
m.a. innanlandsflugið. I raun er
það bara Akureyrarleiðin sem ber
sig, aðrar bera ekki alvöru sam-
keppni," sagði Jón Karl.
Ótti er uppi um að flugfargjöld
hækki við brotthvarf íslandsflugs.
Jón Karl sagði fargjöld ekki
hælcka 1. apríl eða síðar, ein-
göngu vegna tíðindanna nú. Þó
væri ljóst að fargjöld gætu ekki
verið föst, þau byggðust m.a. á
eldsneytiskostnaði, sem hefði
hækkað undanfarið. „Engar
hækkanir eru fyrirhugaðar á
næstu vikuni eða mánuðum,"
sagði Jón Karl. Aðspurður hvort
félagið hefði áhuga á að fljúga á
þeim leiðum sem Islandsflug ætl-
aði að halda áfram með, sagðist
Jón Karl ekki reikna með því. Það
færi reyndar eftir áformum for-
ráðamanna Islandsflugs.
Ráðherra áhyggjufuUur
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagðist vera áhyggjufullur
yfir þróun mála, er rætt var við
hann í gær. „Þetta veldur von-
brigðum því samkeppnin hefur
skipt töluverðu máli. Flugið gegn-
ir mikilvægu hlutverki í sam-
göngukerfinu. Niðurstaða ís-
landsflugs segir okkur reyndar
það sem við vissum fyrir, að
markaðurinn er lítill og tæplega
til skiptanna. Hins vegar hlýtur
þetta að vekja upp spurningar um
hvort fjárfestingar í flugvélum
séu þær réttu, hvort hefði mátt
fara aðrar leiðir við val á flugvél-
um. Ég þori ekkert að fullyrða um
það en að mati Islandsflugs er
ljóst að þetta gangi ekki. Það
veldur mér verulegum vonbrigð-
um. Þeir sjá aðra möguleika lyrir
sína starfsemi og vonandi gengur
þeim vel á þeim vettvangi,“ sagði
Sturla.
Samgönguráðherra sagði að
ekki mætti gleyma því að Islands-
flug hefði verið að byggja sig upp
og notað innanlandsflugið m.a. til
þess. Þrátt fyrir tap á þeim vett-
vangi virtist félaginu ganga bæri-
lega. Sturla sagði að ekki mætti
líta svo á að endalok hefðu nálg-
ast í samkeppni í innanlandsflugi.
Allt gæti gerst í þeim efnum. Að-
spurður hvort stjórnvöld ætluðu
eitthvað að grípa inn í þessa þró-
un sagði Sturla það ekki geta orð-
ið, frelsi væri komið á í innan-
landsflugi og einu afskipti stjórn-
valda væru í gegnum samkeppn-
isyfirvöld. Að fylgjast með og sjá
til þess að samkeppnin gangi eðli-
lega fyrir sig.
Þjónustan hefur verið góð
Akureyringar munu án efa finna
fyrir minni samkeppni á flugleið-
inni til Reykjavíkur eftir 1. apríl.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
sagðist vissulega hafa áhyggjur af
gangi mála. Það væri grátlegt að
samkeppni á þessari flugleið liði
undir Iok.
„Ég veit í sjálfu sér ekki ástæð-
ur þessarar ákvörðunar íslands-
flugsmanna. Hins vegar á ég bágt
með að trúa því að þessar leiðir
gefi minna af sér en þær áætlun-
arferðir sem félagið ætlar að
halda áfram með. Mér finnst ein-
kennilegt ef aðstæður á þeim
markaði eru með þeim hætti að
það flug standi betur undir sér en
flugið til Akureyrar, Egilsstaða og
Eyja. I sjálfu sér er þetta mál fyr-
irtækisins. Það er bara slæmt fyr-
ir notendur þessarar þjónustu ef
samkeppnin líði undir lok, án
þess að ég sé að vantreysta Flug-
félagi Islands fyrir því verkefni
sem það hefur sinnt ágætlega. Því
er ekki að leyna að þjónustan við
Akureyringa og nærsveitamenn
hefur verið mjög góð, með bæði
þessi félög á leiðinni," sagði
Kristján Þór.
Akureyrarbær hefur að sögn
bæjarstjórans verið með samning
við bæði flugfélögin og ekki
bundið ferðir bæjarstarfsmanna
við annað félagið fremur en hitt.
Aðrir stórir aðilar í bænum, eins
og Háskólinn á Akureyri, hafa
verið með fastan samning við Is-
landsflug og háskólamenn nýtt
sér það óspart.
Slæmt fyrir neytendur
Samkeppni í innanlandsfluginu
hefur tvímælalaust komið farþeg-
um, og neytendum þar með, til
góða og nú spyrja menn sig hvort
fargjöldin rjúki upp á við þcgar F1
verður einrátt á helstu leiðum
eftir 1. apríl. Neytendasamtök
hera hag neytenda fyrir brjósti og
þar er Jóhannes Gunnarsson for-
maður. Hann sagði við Dag að
tíðindin um Islandsflug væru afar
slæm fyrir neytendur. Flugfar-
gjöld hefðu lækkað með tilkomu
félagsins á þennan markað.
„Þegar um er að ræða einokun
á ákveðnu sviði þá er það frekar
óhagfellt fyrir neytendur. Einok-
unarfyrirtækið tekur það sem það
telur sig þurfa og ekki þarf að
spyrja neytandann um eitt né
neitt. Auðvitað vonar maður það
besta, að þetta leiði ekki til mik-
illa verðhækkana, en full ástæða
er til að óttast það. Ég vil jafn-
framt vara þann aðila við, sem nú
hefur einokunaraðstöðu á þess-
um þremur leiðum, að gangi
hann of hratt um gleðinnar dyr í
verðhækkunum þá skapar það
minni möguleika fyrir önnur fé-
lög að koma inn á ákveðin mark-
aðssvæði," sagði Jóhannes.