Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 - 11 I! X^HT ERLENDAR FRÉTTIR John McCain og George W. Bush ísíðasta sjónvarpseinvígi sínu fyrir „stóra þriðjudaginn". Bush og Gore á góðu fLugi Tníarbragðadeilur hafa blandast óvenju miMð iun í kosninga- baráttuna í Banda- ríkjunum þetta árið. Á þriðjudaginn kemur verða for- kosningar í 16 ríkjum Bandaríkj- anna. Þetta er það sem Banda- ríkjamenn kalla „Super-Tues- day“, eða „stóri þriðjudagurinn“. Samkvæmt skoðanakönnun- um, sem birtar voru í gær, eru þeir George W. Bush rfkisstjóri og A1 Gore varaforseti með tölu- vert forskot á aðra þá sem sækj- ast eftir því að vera f framboði til forsetaembættisins. Hjá Bepúblikanaflokknum hefur Bush í flestum ríkjunum forskot á John McCain öldung- ardeildarþingmann, og verði úr- slitin nálægt þ\a sem skoðana- kannanir sýna er líklegast að kosningabaráttu McCains sé lokið. Hjá Demókrötum hefur Gore líka nánast alls staðar vinning- inn umfram Bill Bradley, fyrrver- andi öldungadeildarmann, sem reynir þó eftir bestu getu að veita honum samkeppni. „Stóri þriðjudagurinn" markar venjulega viss tímamót í vali flokkanna á forsetaframbjóðend- um, því eftir hann er oftast nær orðið nokkuð ljóst hverjir verða endanlegir forsetaframbjóðend- ur repúblikana og demólvrata. Forkosningar eru haldnar í hverju ríki Bandaríkjanna, en þar eru frambjóðendurnir þó ekki valdir beint, heldur er verið að velja kjörmenn sem síðan mæta á landsfundi flokkanna í sumar til þess að velja sinn fram- bjóðanda. Flókið forkosningaferli Fyrirkomulag forkosninganna er misjafnt eftir ríkjum Bandaríkj- anna. Sums staðar fara þær fram með líkum hætti og venjulegar kosningar, og nefnast þá „pri- maries“. Fólk mætir þá á kjör- stað og fær kjörseðil og merkir við. í öðrum ríkjum er haldnir sér- stakir kosningafundir þar sem gert er upp á milli frambjóð- enda, en slíkt lyrirbæri kallast „caucus“. Sums staðar eru þess- ir kosningafundir takmarkaðir við flokksbundna kjósendur, en annars staðar er öllum heimilt að sitja slíka fundi og greiða at- kvæði. Landsfundir flokkanna fara svo fram í sumar, en þá er form- lega tilkynnt hver verður fram- bjóðandi hvors flokks og um leið er tilkynnt hver verður frambjóð- andi flokksins til varaforseta. Landsþing Bepúblikana er haldið 31. júlí en Demókratar eru með sitt landsþing 14. ágúst. Þann sjöunda nóvember ganga svo Bandaríkjamenn að kjör- borðinu til þess að velja milli frambjóðendanna tveggja. Deilur uin triíniál Það er óvenjulegt við kosninga- baráttuna í Bandaríkjunum þetta árið að trúarbragðadeilur hafa sett töluvert mark á hana. Allir frambjóðendur hafa reynt að höfða sérstaklega til kristinna þrýstihópa og lagt töluvert á sig til þess. Bæði George W. Bush og A1 Gore hafa til dæmis hvað eftir annað lýst þ\4 yfir hve Jesús Kristur hefur breytt miklu í lífi þeirra. Framan af fór John McCain sér hægar í trúarlegum yfirlýs- ingum, en nú á þriðjudaginn sá hann sig tilneyddan til þess að lýsa hjartnæmum orðum djúp- stæðri trúarreynslu sem hann varð fyrir meðan hann var stríðs- fangi í Víetnam. Við sama tækifæri gagnrýndi hann hins vegar nokkra hægri sinnaða trúarleiðtoga, sem valdamiklir eru í Repúblikana- flokknum og sagði þá notfæra sér trúarbrögðin til þess að kom- ast til valda í stjórnmálum. Hann sakaði þá um að hugsa í raun meira um að draga að sér peninga og völd en að vinna að framgangi þeirra trúariegu hug- sjóna sem þeir boða í orði. Trúin sem sundrungarafl Hann nefndi þar til meðal ann- arra þá Pat Robertson og Jerry Falwell, en þeir höfðu þá verið að vara kjósendur Repúblikana- flokksins við því að velja McCain sem forsetaframbjóðanda á þeim forsendum að hann geti ekki tal- ist nógu traustur trúmaður. McCain lagði mikla áherslu á að hann væri íhaldsmaður og væri stoltur af því, en þótt hann væri kristinnar trúar vildi hann ekkert hafa með öfgastefnu að gera sem hefði snúið kristnum hugsjónum upp í sundrungarafl og skort á umburðarlyndi. Síðan sakaði hann Bush um að veta repúblikani að hætti þeirra Robertsons og Falwells. Slík stefna myndi verða undir í forsetakosningum. Sjálfur væri hann hins vegar repúblikani að hætti Ronalds Reagans, og hon- um muni takast að vinna sigur á AI Gore f kosningunum í nóvem- ber. Þessar trúardeilur hafa sett svip sinn á kosningabaráttuna undanfarna viku, og komu með- al annars til umræðu í sjónvarps- einvígi frambjóðenda Repúblik- anafiokksins á fimmtudaginn. Demókratar héldu einnig sjón- varpseinvígi á fimmtudag, þar sem þeir Bill Bradley og A1 Gore áttust við, en þar voru trúar- brögðin reyndar ekki jafn áber- andi umræðuefni. Bradlev þykir hafa ákaflega litla möguleika á að hljóta út- nelningu Demókrataflokksins. Varaforsetinn hefur þar yfir- gnæfandi möguleika. Taugatitringur í Chile CHILE - Augusto Pinochet kom til Chile í gær eftir að hafa setið í nærri eitt og hálft ár í stofufangelsi í Lundúnum. Nokkur taugatitringur var í Chile áður en hann kom, og deilur urðu milli hersins og rík- isstjórnarinnar um það hvort efna ætti til sérstakrar mót- tökuathafnar með heiðursgest- um og herhljómsveit, eins og raun varð á. Fréttamenn voru til að byrja með reknir frá flug- vellinum, en þeir fengu svo að koma aftur. Palestínumeun hóta ISRAEL - Ahmed Qureia, forseti þings Palestínumanna, hótaði því á fimmtudag að Palestínumenn muni senda lögreglusveitir sínar til umdeildra svæða á Vesturbakkanum ef Israelsmenn láta ekki af hcndi allt það land sem samningar kveði á um. „Við afhendum okk- ur það sjálfir,“ sagði hann, „og við sendum Palestínulögregluna þang- að!“ Upp úr samningaviðræðum Israelsmanna og Palestínumanna slitnaði í síðasta mánuði vegna ágreinings um afhendingu lands. Umdeildu landsvæðin heyra nú þegar undir stjórnsýslu Palestínu- manna að öðru leyti en því að Israelsmenn fara með öryggismálin þar. Nýi vopnaeftirlitsmaðuriun hunsaður IRAK - Irakar sögðu Sameinuðu þjóðunum það á fimmtudaginn að þeir hefðu alls ekki í hyggju að sýna hinum nýja yfirmanni vopnaeft- irlitsins neina samvinnu meðan refsiaðgerðirnar á hendur Irökum eru óbreyttar. „Málið snýst ekki um það hvort eftirlitsmennirnir koma til Irak eða ekki,“ sagði sendiherra Iraks hjá Sameinuðu þjóð- unum, Saeed Hasan. „Það sem málið snýst í raun og veru um eru þær þúsundir íraka sem deyja á hverjum degi.“ r stríðsglæpi Stríðsglæpadómstól! uðu þjóðanna Samein- Haag dæmdi í gær króatíska hershöfðingjann Tihomir Blaskic í 45 ára fang- elsi. Blaskic var fundinn sekur um 20 ákæruatriði sem varða glæpi gegn mannkyni, striðs- glæpi og brot á Genfarsáttmál- unum frá 1949. Meðal annars er hann talinn bera ábyrgð á fjölmörgum árásum á borgir óg þorp í Bosníu þar sem íbúðar- hús og moskur voru eyðilagðar, íbúarnir ýmist myrtir eða hrakt- ir á brott og gíslar voru notaðir til að verjast árásum. Þetta er lengsti dómur sem dómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur fellt, en hann var stofnaður árið 1993 til þess að fjalla um mál sem tengjast styrjöldunum á Balkanskaga. Réttarhöldin yfir Blaskic hafa staðið í rúm tvö ár, og eftir það tók það dómarana sjö mánuði að komast að niðurstöðu. Tihomir Blaskic. Téténar hefja sitt stríð RÚSSLAND - Téténskir skæruliðar gerðu í fyrrinótt skyndiárás á sérsveitir rússnesku lögreglunnar í nágrenni Grosní, höfuðborgar Téténíu. Að minnsta kosti 20 Rússar fórust og 30 að auki særðust. Ekki er víst hve margir Téténar féllu í bardögunum. Rússar hafa nú að mestu náð Téténíu á vald sitt, en þúsundir skæruliða eru í felurn í fjallahéruðunum í suðurhluta landsins. Skæruliðarnir hafa oft lýst því yfir að eftir að Rússar hafi komið sér almennilega fyrir í Téténíu, að eigin mati, geti þeir farið að beita sínum aðferðum af fullum krafti, en þær felast í skyndiárásum sem miða ekki að því að ná land- svæðum, heldur að valda rússneska herliðinu sem mestu tjóni. Þessi aðferð gafst vel í fyrra Téténíustríðinu 1994-96, sem á endanum varð mikil sneypuför fyrir Rússa. 20.000 manns híða hjörgunar MÓSAMBÍK - í gær biðu um 20.000 manns í Mósambík enn björg- unar þar sem þeir voru innilokaðir vegna flóðanna. Um helgina er reiknað með að alþjóðleg hjálp bcrist í verulega auknum mæli til landsins, en heimamenn óttast að sú hjálp komi of seint fyrir suma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.