Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 FRÉTTIR L. Allir erai með en engirat ákveðinn Enginn liefur enn tekið opinberlega ákvörðun um hvort hann gefur kost á sér til for- mennsku í Samíylking- unni. Sumir volgir en aðrir heitir. Niður- staða skoðanakönnun- ar hreytir engu. Nú dregur að lokum þessa sér- staka pókers sem nokkrir áhuga- menn um formcnnsku í Samfylk- ingunni hafa verið að spila að undanförnu. Senn verða menn að leggja spilin á borðið. Dagur ræddi við helstu áhugamennina í gær og í ljós kom að enn eru allir með í spilinu en enginn hefur tekið op- inberlega ákvörðun um hvort hann gefur kost á sér. Framboðs- frestur rennur út 16. mars. 1 fyrradag var birt skoðanakönn- un úr vagni Gallup þar sem spurt var hvern þátttakendur vildu fá sem formann Samfylkingar. Þar fékk Ossur Skarphéðinsson tæp- lega 20% fylgi en Guðmundur Ami Stefánsson og Jóhanna Sig- urðardóttir tæplega 2% hvort af þeim sem tóku afstöðu. Össur Skarphéðinsson: Könnunin dregur ekki úr mér. Skemmir ekki Össur Skarphéðinsson segist enn ekki hafa tekið ákvörðun hvort hann fer í formannsslaginn. Hann var spurður að því í gær hvort þessi útkoma í skoðanakönnun- inni myndi ekki ýta undir það að hann færi í slaginn? „Hún dregur ekki úr,“ var það eina sem hann vildi um málið segja. Heimildir Dags úr innsta hring stuðningsmanna Össurar segja að hann hafi þegar tekið ákvörðun um að gefa kost á sér og muni sennilega tilkynna það um næstu helgi. Guðmundur Ami Stefánsson er staddur erlendis. Hann segir varð- Guðmundur Árni Stefánsson: Könnun Gallup herðir á honum. andi þessa skoðanakönnun að þarna hafi fólk verið spurt sem ekki muni koma til með að taka þátt í formannskjöri Samfylking- arinnar. Þingmaður sem Iengi hef- ur starfað með Guðmundi Arna og þekkir hann vel segir hann hafa gríðarlegt keppnisskap og svona skoðanakönnun verði bara til að herða hann í baráttunni. Ekki er ólíklegt að Guðmundur Arni boði til blaðamannafundar eftir viku eða svo þar sem hann tilkynni um framboð sitt. Ætla að sjá til Jóhanna Sigurðardóttir segist enn vera að hugsa málið. Hún kallaði til fundar nánustu samstarfsmenn Jóhanna Sigurðardóttir: Mesta óvissan með hennar framboð. sína og ráðgjafa í fyrrakvöld. Fá- mennt var á fundinum og sam- kvæmt heimildum Dags er hún ekki hvött af kunnum stuðnings- mönnum sínum til að fara í for- mannsslaginn. Svanur Kristjánsson prófessor lét líkindalega fyrir nokkru um að hann hyggðist gefa kost á sér í for- mannsslaginn. Aðspurður í gær sagðist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvað hann gerir. „Eg ætla að bíða og sjá hveijir gefa kost á sér og hvaða stefnumál þeir ætla að setja á oddinn til þess að gera Samfylkinguna að 40% flokki í næstu kosningum áður en ég tek endanlega ákvörðun," sagði Svanur Kristjánsson. - S.DÓR Nú á að tala um Landsspítala í Fossvogi um gamla Borgarspítal- ann. Eittnafn Sjúkrahúsin í Reykjavík hafa verið sameinuð undir nafninu „Landspítali, háskólasjúkrahús", samkvæmt reglugerð heilbrigð- isráðuneytisins um sameiningu Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur sem kynnt var í gær. Stjórn spítalans samþykkti á fundi sínum síðastliðinn mið- vikudag að mæla með þessu nafni viðheilbrigðisráðherra. Starfsemi Landspítala, há- skólasjúkrahúss er á mörgum stöðum. Gert cr ráð fyrir því að nöfn staða haldi sér, svo sem Landakot, Gunnarsholt, Arnar- holt og Vífilsstaðir. I því sam- bandi verði talað um „Landspít- ala, Landakoti" eða „Landspít- ala Arnarholti". Tvær stærstu starfseiningar spítalans eru Landspítali Hringbraut og Landspítali Fossvogi. Þannig verður hætt að nota nafnið Sjúkrahús Reykjavíkur. Landspítali, háskólasjúkrahús verður stærsta fyrirtæki landsins með um 5000 starfsmenn. Náin tengsl verða áfram við Háskóla íslands og fleiri menntastofn- arnir. Kaupmenn skjóta á horgaryfirvöld Aðalfundur Samtaka verslunarinnar fór fram i gær. Fremstur á myndinni er Haukur Þór Hauksson formaður Samtakanna. - mynd: tbitur Formaður Samtaka verslunarijmar segir að þegar verslun hopi í miðhænum taki klám- búllur við. Samtökm vilja Jjingnefnd í evr- ópumálum. „Blómleg verslun í miðbæ er sómi hverrar höfuðborgar. Samtökin hvetja borgaryfirvöld til að taka höndum saman við kaupmenn og fjárfesta til að reisa miðbæ Reykja- víkur aftur til vegs óg virðingar," sagði Haukur Þór Hauksson, for- maður Samtaka verslunarinnar - FIS (áður Félag íslenskra stór- kaupmanna), meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Hann skaut föstum skotum að borgaryfirvöldum og sagði að allt frumkvæði að umræðu um þróun miðborgarinnar kæmi frá einstaklingum og samtökum þeir- ra. Hann sagði þróun miðborgar- innar valda mönnum innan sam- takanna miklum áhyggjum og stórátaks væri þörf. Haukur Þór sagði samtökin hafa eftir megni stutt kaupmenn í miðbænum í baráttu gegn aðgerð- um borgaryfirvalda, „eins og Iokun Hafnarstrætis í austur, sem stór- skaðaði verslun í þeirri götu, og íyrirhugaðar stórhækkanir stöðu- mælagjalda. Þegar verslun hopar í miðbænum taka við klámbúllur og hætta á eiturlyfjastarfsemi, vændi og öðrum ósóma eykst." Þingnefnd mii Evrópuniál I ræðu sinni á aðalfundinum vék Haukur Þór einnig að Evrópumál- um. Hann sagði lítið standa eftir af EES-samningum og starfsfólk sendiráðs Islands í Brussel teldi sig merkja vaxandi tómlæti ESB gagnvart EES-ríkjunum. Það væru alvarleg tíðindi. Það væru líka al- varleg tíðindi ef aðilar hér á landi haldi ekki vöku sinni um þróun mála í Brussel. Því hafi samtökin m.a. farið þess á leit að fá fyrr ráð- rúm til að gera athugasemdir við nýja löggjöf og reglur ESB, eða strax á því stigi þegar íslensk stjórnvöld kæmu að málum. Haukur Þór gerði það að tillögu sinni í ræðunni að Alþingi setti á fót sérstaka þingnefnd um Evr- ópumál. Vill útreikmng á vísitölu heildsöluverðs llaukur Þór sagði opinbera um- ræðu um verðlag á nauðsynjavöru vera með miklum ólíkindum hér á landi. Af umræðunni mætti ætla að venjuleg efnahagslögmál giltu ekki á Islandi. „Fjöldi félags- manna hefur fullyrt við mig að verð hafi ekki hækkað í heildsölu síðustu 12 til 18 mánuði. Gildir þá einu hvort fyrirtækin eru að selja vörur á dagvörumarkaði eða á öðrum mörkuðum," sagði Hauk- ur Þór m.a. og hvatti Hagstofuna til að fara að reikna út neysluvísi- tölu heildsöluverðs. Það væri hægur vandi. Tvær dreifingarmið- stöðvar hér á landi væru að selja vörur á einu heildsöluverði til fjölda smásölubúða. — RJB Grandi græddi 708 „millur“ Hagnaður Granda hf. og dótturfyrirtækis þess, Faxamjöls hf., á ár- inu 1999 nam 708 milljónum króna eftir reiknaða skatta, en árið 1998 var hagnaðurinn 403 milljónir króna. Hagnaðurinn er rúmlega 19% af veltu en var um 11% áriðáður. Er þetta mesti hagnaður Granda frá upphafi. Rckstrartekjur samstæðunnar námu 3,6 millj- örðum króna, sem er 61 milljón meiri velta en árið 1998. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað var 860 milljónir króna eða 23% af rekstrartekjum og veltufé frá rekstri nam 615 milljónum króna sem er 17% af rekstrartekjum. Fjáreignatekjur að frádregnum Ijár- magnsgjöldum voru um 262 milljónir króna. Á aðalfundi 7. apríl verður gerð tillaga um 11% arð til hluthafa. Skífan kaupir Stjömubíó Skífan hefur yfirteldð rekstur Stjörnubíós í Reykjavík en fyrirtældð, sem er í eigu Norðurljósa Jóns Ólafssonar og fleiri, rekur einnig Regnbogann auk þess að taka þátt í rekstri Borgarbíós á Akureyri. 1 tilkynningu frá Skífunni segir að kaupin á Stjörnubíói séu liður í aukningu Skífunnar á þessum markaði. Nýtt kvikmyndahús í Smár- anum í Iok ársins 2001 er það einnig. Með í kaupunum á Stjörnu- bíói fylgdi umboðið fyrir Columbia/Sony á dreifingu til kvikmynda- húsa. Fyrir var Skífan með önnur umboð fyrir Columbia/Sony. Með þessu telja Skífumenn hafa aukið hlutdeild sína í dreifingu kvik- mynda til bíóanna úr 20 í 32%. Á þessu ári mun Skífan einnig taka yfir umboð á dreifingu kvikmynda frá MGM. Karl Ottó Schiöth, sem hefur verið framkvæmdastjóri Stjörnubíós, mun koma til starfa hjá Skífunni sem rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Skífunnar. ESB styrkir bæklunarskó Fyrirtældð Stoðtækni Gísli Ferdinandsson hefur fengið styrk frá Evrópusambandinu (ESB) til að þróa nýja tækni varðandi smíði á bæklunarskóm. Styrkurinn er hluti af 5. rammaáætlun ESB og er veittur til 2 ára. Samstarfsaðilar Stoðtæknis í verkefninu eru hol- lenskir og skoskir og þar að auki er Viðskiptastofnun Háskóla Is- lands hluti af verkefninu. Fleildarkostnaður við verkefnið er rúmar 80 milljónir og styrkir ESB það um 40 milljónir. Fyrsti formlegi fundur samstarfsaðilana, ásamt fulltrúa Evrópusambandsins, var haldinn í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.