Dagur - 09.03.2000, Page 2

Dagur - 09.03.2000, Page 2
2 - FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 SUÐURLAND Tónlistarlífið blómstrar Róbert Darling er aðal sprautan í tónlistar- lífi í Þorlákshöfn og stjómar jmr þremiir kórum og tveimur lúðrasveitum. „Það er ekki hægt að verða þreyttur á tónlist. Stór hluti af minu starfi er að hjálpa fólld við að upplifa hvað er skemmtilegt í tónlistinni.“ Segja má að Róbert Darling sé potturinn og pannan í öllu tón- listarlífi í Þorlákshöfn. Mörg undanfarin ár hefur Róbert stjórnarð Lúðrasveit Þorláks- hafnar, Söngfélagi Þorlákshafnar og jafnframt verið organisti við Þorláks-, Hjalla-, og Strandar- kirkjur mörg undanfarin ár. Jafn- framt hefur Róbert kennt í Tón- listarskóla Arnesinga í Þorláks- höfn mörg undanfarin ár og gegnir nú starfi deildarstjóra tón- Iistarskólans í Þorlákshöfn. En hver er þessi Róbert? Blaðamað- ur bankaði uppá hjá honum einn morguninn og bað hann um að segja svolítið af sjálfum sér. Rikasti strakurin í skólaniun „Ég er fæddur árið 1955 í norð- austhluta London, skammt frá því úthverfi sem heitir Dagenham, en þar eru Ford verksmiðjumar. Fað- ir minn starfaði hjá London Tran- sport, fyrst sem bílstjóri á strætis- vögnum og síðan sem yfirmaður hjá fyrirtækinu. Hann er nú kom- inn á eftirlaun. Móðir mín vann við barnaskólann; sá um einskon- ar athvarf, þó það sé ekki eins og hér, því bömin eru allan daginn í skólanum og fá hádegismat þar. Mamma annaðist bömin í hádegi og kaffitímum. Börnin fara ekkert heim til sín íyrr en í lok skóladags, en þau em öíl í skóla allan daginn. Ég á einn bróður sem býr í Devon og hann skipuleggur skólaakstur og flutning á fötluðum bömum í Devon sem er stór sýsla í Suður - Englandi.“ - Tónlistin virðist vera aðalá- hugamál þitt. Þú lifir og hrærist í tónlist alla daga? „I upphafi var þetta nú eigin- lega vegna áhrifa frá pabba. Hann hafði leikið á fiðlu þegar hann var barn og hætt þegar hann var unglingur. Hann var ákveðinn í því allt frá fæðingu okkar bræðranna að við ættum að læra á hljóðfæri. Við höfðum ekkert val um að hætta, fyrr en við yrðum sextán ára. Þá máttum við ákveða sjálfir hvort við vildum halda áfram eða ekki. Við byrjuð- um báðir að læra á píanó sex ára og um átta ára aldurinn byrjuð- um við að læra á blásturhljóð- færi. Það var alltaf þrætuefni milli mín og pabba; ég vildi spila á blásturshljóðfæri en hann vildi að ég lærði áfram á píanóið. Mér fannst blásturshljóð- færið alltaf skemmtilegra, en í raun hafði pabbi rétt fyrir sér með það að píanó- leikur gæti skapað mér vinnu. Og það var rétt, því strax þegar ég var fimmtán ára fékk ég vinnu við að spila fyrir dansskóla. Fyrir það var ég ríkasti strákur- inn í skólanum, var sá eini sem hafði vinnu með skól- Kenndi á Englandi í sjö ár - Maður hefur það á tilfinn- ingunni að þú lifir þig inn í tónlistina, hvort sem þú ert að stjórna lúðrasveit eða kór, eða spila á orgelin í kirkjun- um. Helgaðir þú þig tónlist- inni snemma ? „Tónlist er nánast það eina sem ég í raun gerði á einn eða annan hátt alla daga. Þetta var vinnan mín. Ég var í tveimur lúðrasveit- um, var í kór og jafnframt í skólakórnum - auk þess sem ég lærði líka á hljóðfæri í tónlistar- skólanum. Dagurinn hjá mér gekk út á það að muna hvar ég ætti að vera næst á æfingu. Það er kannske ekki hægt að segja að ég hafi helgað mig henni, en mér fannst þetta strax gaman. Það var alltaf mikið að gera en ég gat líka gert margt sem ég annars hefði ekki átt kost á. Ég fór til útlanda með lúðrasveitum og kórum, en það var ekki venja að börn og unglingar færu mikið erlendis í þá daga. Ég hugsaði mér aldrei neitt sérstaklega að verða tónlist- armaður í framtíðinni. Þetta var bara gaman.“ - Svo kemur þú til íslands. Hvað olli því ? „Eftir framhaldsskóla fór ég í háskóla. Ég gekk í gegnum svona tímabil, sem margir unglingar ganga eflaust í gegn um. Fékk nóg af tónlistinni og andstyggð á henni á tímabili. Ég var búinn að gera svo mikið í tónlist að ég fékk hroll þegar ég hugsaði um hana. I þrjú ár kom ég ekki nálægt tónlist. Ég tók háskólapróf í félagsffæði. I há- skólanum kynntist ég konunni minni Ragnheiði Isaksdóttur, og Stór hluti af minu starfi er að hjálpa fóiki við að upplifa hvað er skemmtilegt í tóniistinni. Vekja áhuga á tónlistinni, “ segir Robert Dariing m.a. hér í viðtalinu, en í Þorlákshöfn stjórnar hann bæði kórum og lúðrasveit. við giftum okkur árið eftir að ég lauk við háskólann. Þegar háskól- anum lauk fór ég í kennaraháskóla og fékk kennararéttindi. Ég kenndi á Englandi í sjö ár eða til ársins 1983. Það var eiginlega ég sem vildi koma til íslands. Mig langaði að breyta til. Ég var búinn að fá nóg af því sem ég hafði verið að gera og vildi breyta til. Ragnheiði fannst allt í lagi að koma aftur til íslands svo við ákváðum að taka stökkið. Kennt um aílar sveitir - Og hvað tók þá við? Komuð þið beint til Þorlákshafnar? „Ég byijaði strax að kenna í Þor- Iákshöfn. Minn fyrsti kennsludag- ur 1983 var hér. Ragnheiður fór að vinna á Selfossi, en ég var að vinna um alla Árnessýslu, á Ljósa- fossi, Selfossi, Hveragerði og upp um allar sveitir. Svo við keyptum okkar fyrsta hús í Hveragerði. Ástæðan var aðallega sú, að þar fundum við hús sem okkur leist vel á fyrir það verð sem við gátum sætt okkur við. Þetta Iá Iíka nokkurn veginn miðsvæðis. Sem útlendingur hugsaði ég ekki svo mikið um íjarlægðir. Þær eru ekki svo miklar hér. Uti þurfa menn að vera einn til einn og hálfari tíma á Englandi, sem imnnske er jafnstór Reykjavík. Hvernig er svo að setjast að í smáþorpi úti á landi? „Ég vildi alltaf frekar vera í smáþorpi hér á Islandi. Ég hefði alls ekki viljað búa í Reykjavík. Þorpslífið á vel við mig, og hér líður mér vel. Mér finnst notalegt að geta farið niður í Kaupfélag og þekkt alla sem ég hitti. Eða í bankann þar sem allir vita hver ég er. Þetta á svo vel við mig, þetta persónulega sam- band.“ - Hvemig var að koma hingað í fámennið þar sem þú þekktir engan? „Ég er kannski svolítið í öðrum sporum en margir aðrir útlendingar. Ég á ís- lenska konu með stóra fjöl- skyldu sem tók að sjálfsögðu vel á móti mér. Margir út- lendingar Ienda kannske fyrsta kastið í ákveðinni ein- angrun, en ég fann aldrei fyrir því. ísland tók vel á móti mér og hér líður mér vel.“ „Margir útlendingar lenda kannski fyrsta kastið í ákveðinni einangrun, en ég fann aldrei fyrir því. ísland tók vel á móti mér og hér líður mér vel.“ Róbert Darling með ungan nemanda I trompettíma. „Tónlistarlíf á íslandi blómstrar hreinlega, “ segir Róbert I viðtalinu. leið í og úr vinnu. Til Þorlákshafn- ar fluttum við 1990.“ - En þá varstu samt biíinn að vera mikið hér í Þorlákshöfn? „Já, allan tímann sem ég var að kenna, eða allt frá því að við flutt- um til Islands var ég að vinna hér; kenndi á hljóðfæri hér og stjórnaði Iúðrasveitinni. En við stjórn Söngfélagsins tók ég ekki fyrr en við fluttum til Þorlákshafnar. Meðan ég bjó í Hveragerði var ég kórstjóri og organisti þar og stjórn- aði reyndar líka tveimur lúðra- sveitum í Reykjavík; Lúðrasveit Reykjavíkur í eitt ár og Lúðrasveit- inni Svaninum í fimm ár.“ Vildi vera í smáþorpi - Þú hefur komið vtða við í tónlist- inni. Er munur á tónlistarlífinu hér og í Englandi? „Tónlistarlíf á Islandi blómstr- ar hreinlega. Sífellt er verið að stofna nýja kóra og hljómsvetir. Tökum smáþorp eins og Þorláks- höfn sem dæmi. Hér eru þrír kórar og tvær lúðrasveitir. Það er mikið miðað við fólksfjölda, og reyndar mjög gott.“ - Nú kemur þú frá bæ í Sungið á hverju kvöldi - Svofórstu að syngja með kómum Schola Cantorum ... „Fyrir fimm árum fór ég til Eng- lands til að stunda organistanám. Með orgelnáminu notaði ég tím- ann til að kynna mér betur kór- stjóm. Besta leiðin til þess er sú að syngja nteð kórum. Þannig að ég fór að syngja með kórum á hverju kvöldi og ég upplifði aftur hvað það er gaman að syngja. Svo þegar ég kom heim þá ákvað ég að drífa mig í kór þar sem sungin er tónlist sem ég hafði mest gaman að sjálf- ur. Og þetta var mjög gaman, en ég er hættur í þessu núna. Þetta var einfaldlega of mikið í viðbót við allt hitt.“ - Myndirðu frekar vilja vera tfé- lagsfræðinni núna en í tónlistinni, efþú gætir snúið til baka? „Það er ekki hægt að snúa til baka, svo ég þarf ekki að svara þessu! En samt held ég ekki. Og það er ekki hægt að verða þreyttur á tónlist. Stór hluti af mínu starfi er að hjálpa fólki við að upplifa hvað er skemmtilegt í tónlistinni. Vekja áhuga á tónlistinni. Stund- um getur það orðið erfitt á blaut- um og drungalegum þriðjudags- kvöldum að vera hress og skemmtilegur." Söngfélag og lúðrasveit - Á hvaða leið er Söngfélagið? „Það er á fljúgandi uppleið. Við njótum svo sannarlega góðs af auknum söngáhuga. Það er gam- an að sjá að yngra fólkið er að koma inn. Og því fleiri sem koma inn, því meiri áhrif hefur það á aðra og fleíri koma í kórinn í kjöl- farið“ - Hvað með lúðrasveitimar, er sama sagan þar? „Já, tvímælalaust. Lúðrasveit Þorlákshafriar er á góðu róli og skólalúðrasveitin er einskonar for- stig fyrir hana. Þar byrja bömin að spila og þar er áhuginn vakin í bytjun. Málið er svo að halda áhuganum vakandi." -HS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.