Dagur - 09.03.2000, Síða 3

Dagur - 09.03.2000, Síða 3
 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 - 3 SUÐURLAND Olil Ambel íþrótta- inadiir HSK Olil Ambel er sigursæl, enda hefur hún sópað til sín fjöldanum öllum af verðlaunum að undanförnu. Hestakonan Olil Amble heldur áfram að sópa tH sín verð- laimiun fyrir góðau árangur á sl. ári. Nú síðast var hún valin íþróttamaður HSK. Olil Amble úr hestamannafélag- inu Sleipni var kjörinn Iþrótta- maður HSK f>TÍr árið 1999 en kjörið var kunngjört á héraðs- þingi sambandsins sem haldið var fyrir skömmu. OIil náði þeim frábæra árangri á sl. ári að verða heimsmeistari í fjórgangi á hest- inum Kjark frá Horni á heims- leikum íslenska hestsins sem haldnir voru i Þýskalandi og auk þess varð hún þriðja í tölti á sama móti. Þá var hún kjörin hestaíþróttakona ársins, íþrótta- maður Sleipnis og íþróttamaður Arborgar. Iþróttamenn úr fjölmörgum greinum komust á hlað í valinu á Iþróttamanni HSK og fengu þeir allir verðlaunagripi til eignar frá Landsbankanum - Landsbréfum á Selfossi. I öðru sæti varð sund- maðurinn Friðfinnur Kristinsson frá Selfossi, Bjarni Skúlason júdómaður á Selfossi varð sá þriðji og í fjórða sæti Vigdís Guð- jónsdóttir frjálsíþróttamaður af Skeiðunum varð í fjórða sæti. Ingólfur Snorrason karatemaður á Selfossi varð hinn fimmti, Stef- án Geirsson glímumaður úr Hvöt varð sjötti, Guðmundur Þór Gunnarsson bridsmaður frá Sel- fossi sjöundi, Pétur Ingvarsson körfuknattleiksmaður úr Hamri varð í áttunda sæti, níundi varð Reynir Guðmundsson badmin- tonmaður frá Flúðum og tíunda sætið vermdi Jóhann Guð- mundsson handknattleiksmaður á Selfossi. -SBS. Pétur ráðinn forstöðmnaður Pétur Hjaltason hefur verið ráð- inn sem forstöðumaður útibús Sparisjóðs Vestmannaeyja sem senn opnar á Selfossi. Um langt árabil hefur Pétur, sem er 46 ára, unnið við ýmis verkefni á sviði viðskipa og stjórnunar og mun hann fara fyrir Iiði starfsmanna, sem áætlað er að verði þrír til Ijórir í upphafi. Að uppbyggingu þessa útibús stendur Sparisjóð- urinn í Vestmannaeyjum í sam- vinnu við Kaupþing og SP-fjár- mögnun, dótturfyrirtæki spari- sjóðanna, sem ekki hafa áður haft starfsemi á Suðurlandi en á því var talin orðin full þörf. Einsog áður hefur komið fram í Degi keypti Sparisjóður Vest- mannaeyja á sfðasta ári 150 fer- metra húsnæði á jarðhæð í ný- byggingu Duganda að Austurvegi 6 á Selfossi og mun starfsemin fá þar inni. „Þetta glæsilega hús- næði og staðsetning við aðalgöt- una á Selfossi mun leiða til stór- aukinnar þjónustu við hina fjöl- mörgu viðskiptavini Kaupþings, SP - fjármögnunar og sparisjóð- anna á Suðurlandi. Að auki verð- ur boðið uppá þjónustu Alþjóða líftryggingafélagsins,“ segir í fréttatilkynningu. -SBS. Sundkeimsla í heitum pottum „Það hefur verið mikil kæling á vatninu hér í lauginni að undan- förnu svo það er með naumind- um hægt sé að halda henni op- inni,“ sagði Sigurður Þorsteins- son forstöðumaður í sundlaug- inni Laugaskarði við Hveragerði í samtali við Dag. Svo kalt er vatn- ið að varla hefur verið hægt að synda í lauginni f vetur, en hún er ein af fáum 50 metra laugum landsins og þarf því mikið vatns- magn í hana. Þetta ástand hefur nokkuð komið við sundkennslu skóla- barna í Hveragerði og á dögun- um var kennslan flutt úr lauginni sjálfri í heitu pottana. Þar voru börnunum kennd helstu sund- tökin - við heldur óvenjulegar að- stæður. Sigurður Þorsteinsson sagði að þetta hefði þó engu stór- kostlegu raskað og vildi sem minnst úr málinu gera. -SBS. Freyvangsleikhúsið Eyjafjarðarsveit 10 mín. akstur frá Akureyri Fló á skinni gamanleikurinn víðfrægi eftir Georges Feydeau. Leikstjóri Oddur Bjarni Þorkelsson. Sýning föstudaginn 10. mars kl 20.30 laugardaginn 11. mars kl. 20.30 Barnaafsláttur, hópafsláttur og enn betra verð fyrir eldri borgara. Miðapantanir í síma 463-1195 frá kl 16.00 sýningardagana. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Hótel Selfossi, föstudaginn 24. mars 2000 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 3. mars 2000. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Ungir jafnaðarmenn Laugardaginn 11. mars verður stofnuð ungliðahreyfing Samfylkingar sem hefur hlotið nafnið Ungir jafnaðarmenn - samtök Samfylkingarfólks. Félög ungra jafnaðarmanna um land allt taka þátt í stofnun nýju ungliðahreyfingarinnar og teljast félagsmenn þeirra stofnfélagar í Ungum jafnaðar- mönnum - samtökum Samfylkingarfólks. Þeim sem ekki hafa áhuga á að vera í nýju hreyfingunni er bent á að hægt er að breyta skráningu sinni fram að stofn- fundi. Félagsmenn ráða hvort þeir segja sig úr því Félagi ungra jafnaðarmanna sem þeir eru í eða séu áfram félags- menn en verði ekki skráðir flokksmenn í Samfylkingunni og Ungum jafnaðarmönnum - samtökum Samfylkingarfólks. Þeir sem hafa frekari spurningar eða vilja breyta skráningu sinni eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 552 9244 (fax 562 9155) eða senda tölvupóst á ungir@jafnadarmenn.is. Samband ungra jafnaðarmanna Glíma Grunnskólamót GLÍ Meistaramót íslands Haldið helgina 11-12 mars 2000. Laugardaginn 11. mars. Kl. 10:00 verður Grunnskólamót GLÍ haldið í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum Grafarvogi. Keppt verður í 5-10. bekk og hafa allir Grunnskólar á land- inu rétt til þátttöku. Engin takmörk eru á fjölda keppenda frá hverjum skóla. Áætlað er að mótinu Ijúki kl. 14:30. Enginn þátttökugjöld eru fyrir keppendur. Meistaramót íslands verður haldið á sama stað á sunnu- deginum og hefst keppni kl. 10:00. Þar er keppt undir merkjum íþróttafélaga en ekki Grunnskólanna. Engin tak- mörk eru á fjölda keppenda frá hverju félagi. Þátttökugjald er 250 kr. fyrir hvern keppanda. Flokkaskipting er eftirfarandi: 11-12 ára, 13-14 ára og 15- 16 ára. Lokaskráning er á staðnum 30 mín fyrir keppni en skólar á landsbyggðinni þurfa að skila inn skráningu fyrir hádegi föstudaginn 10. mars, vegna gistingar. Tilkynna á skráningar í síma: 487 6524 eða e-mail ( elingu@ismennt.is ) Nánari upplýsingar gefur Torfi Þálsson starfmaður GLÍ í síma 898 9177 eða e-mail ( gli@toto.is ) Glímusamband íslands

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.