Dagur - 10.03.2000, Blaðsíða 1
I
Háskólabíó frum-
sýnirí dag nýja ís-
lenska kvikmynd,
urnar af stað í smá ferða-
Iag. Þær gera tilraun til að
gera lífið spennandi með
því að koma róti á tilfinn-
ingarnar."
Fíaskó. Þetta er
Jýrsta kvikmynd
hins 26 áragamla
leikstjóra og hand-
ritshöjundar,
Ragnars Bragason-
ar, íjullri lengd.
Síðastliðin fjögur ár hefur
Ragnar rekið fyrirtækið
Plúton kvikmyndagerð í
samstarfi við fleiri og þannig
með einhverjum hætti kom-
ið nálægt gerð hátt í 300
sjónvarpsþátta og auglýs-
inga. Sjálfur hefur hann gert
heimildarmyndir og þætti
fyrir sjónvarp, tónlistar-
myndbönd og stuttmyndir. Ragnar Bragason hefur engar áhyggjur af því að íslendingar nenni ekki að koma á Fíaskó eftir að hafa streymt á Engla alheimsins.
„Ég held að þetta ár eigi eftir að standa upp úr í aðsókn á íslenskar myndir."
- Mér finnst Ftaskó vera
frekar hefðbundin gaman-
rnynd. Ertu sammúla mér?
„Já, ég er alveg sammála. Eg
var með í huga Hollywood mynd-
ir frá sjötta áratugnum. Eg vildi
hafa persónurnar frekar klassísk-
ar, þótt þær séu venjulegt fólk. I
Fíaskó eru sagðar ástarsögur og
það er líka ákveðið element úr
þessum myndum, þótt ég snúi
svolítið upp á þær. En myndin er
ekki með hröðum ldippingum og
klassísk að þvf leyti.“
Engiim glamiir
- Aferð myndarinnar er frekar
dökk svo í byrjun á maður ekki
beinlínis von á gamanmynd.
„Eintakið sem þú sást á forsýn-
ingunn var of dökkt og verður
ekki sýnt oftar. En Fíaskó er frek-
ar bláleit, með skörpum skilum
Ijóss og skugga, þótt þau séu ekki
eins skörp og í rómantísku gam-
anmyndunum frá Hollywood.
Við fórum raunsærri Ieið af því
við vildum halda mannlega þætt-
inum sem tengir myndina við ís-
lenskan hversdagsleika. Það
hefði ekki gengið upp að búa til
einhvern glamúr.11
- Aðal-persónur myndarinnar
eru þrír ættliðir sömu kynslóðar,
sem búa í sama húsi. Varla eru
það hversdagslegar aðstæður á ís-
landi í dag?
„I upphafi var ég ekki með
neinn söguþráð, heldur þrjár per-
sónur sem urðu til í höfðinu á
mér. Þær tengdust ekki innbyrðis
fyrr en ég fór að leita Ieiða til
gera ramma í kringum þær.“
Rót á tilfinningarnar
„Niðurstaðan varð sú að láta þær
búa í sama húsi en segja sögu
þeirra með því að skipta mynd-
inni niður í þrjá hluta, þar sem
hver sagan rekur aðra. Þannig
fékk ég svigrúm til að fókusera
betur á hverja persónu. Ef ég
hefði skrifað handritið línulega
hefðu senurnar orðið fleiri og ég
hefði orðið að brjóta myndina
meira upp.“
- Hvers vegna fórstu þá leið að
láta aðalpersónurnar varla hitt-
ast, þótt þær búi í sama húsi og
tilheyri sömu fjölskyldu?
„Eg veit það ekki. En ég Iagði
upp með ákveðna tilfinningu,
einmanleikann, og gekk út frá
því að ef við erum einangruð og
einmana leitum við alltaf Ieiða
til að brjótast út úr þeim að-
stæðum.
Veruleikinn er dálítið tilbreyt-
ingasnauður og kaldur í upphafi
myndar, en svo leggja persón-
Skítsama um persón-
urnar
„Fíaskó er líka skammdeg-
ismynd. Hún gerist á Is-
Iandi um hávetur og það er
engin birta, svolítið eins og
núna. Það er skítkalt og
manni líður hálf illa að
labba úti á götu.“
- Persónurnar eru mið-
punktur myndarinnar. Ertu
mannlífsskoðari?
„Já, ég myndi segja það.
Mér finnst persónusköpun
oft hafa verið ábótavant í
íslenskum myndum, al-
mennt séð. Persónurnar ná
ekki flugi og læra ekki
neitt þótt þær hafi gengið í
gegnum einhverja sögu.
Það er eins og þær séu til-
finningalega dofnar og
manni er skítsama.
Svo ég reyni að einblína
á persónurnar, frekar en
plottið. Eg vil að áhorfend-
ur geti fundið til með þeim.
Og ég vildi líka láta þær
takast á við eitthvað hvort sem
það heppnast eða ekki.“
- Afinn kemst kannski næst því
að ná tökum á tilverunni. Er það
vegna þess að hann býr að reynsl-
unni?
„Mér var kennt í æsku að vera
ekki vondur við gamalt fólk,“
segir Ragnar. „Afinn er á átt-
ræðisaldri, en samt er hann að
takast á við sömu hluti og dótt-
urdóttir hans. Hann er ástfang-
inn og reynir að gera hvað sem
er til að halda því gangandi.“
-MEÓ.
REYKJAVIK-AKUREYRI-REYKIAVIK
lia
Bókaðu í síma 570 3030 0 $ 460 7000
Fax 570 3001 • websalesó>airicelaiid.is * www.flu^felag.is
...fijú^ðu frekar
FLUGFELAG ISLANDS