Dagur - 10.03.2000, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGVR 10. MARS 2000 - 19
X^ur
LÍFIÐ t LANDINU
Hann steig helstil úrillur í ræðustól,
fjargviðraðist einkum yfir hræsni
Samfylkingarmanna sem létust vilja
opnari stjórnsýslu og heiðarlegri
vinnuhrögð stjórnmálaflokka og
stjórnmálamanna en hefðu sjálfir
ýmislegt óhreint í pokahorninu
Davíð tekur æði
Þegar frumvarp Jóhönnu
Sigurðardóttur um fjár-
reiður stjórnmálaflokka
komst loks til fyrstu um-
ræðu á Alþingi, eftir að
hafa verið lagt fram fimm
ef ekki sex ár í röð án
þess að vera afgreitt, þá
hafði forsætisráðherra,
Davíð Oddsson um tvo,
og þó í rauninni þrjá og
kannski jafnvel Ijóra kosti
að velja.
Hann hefði í fyrsta lagi
getað Iýst yfir stuðningi við frumvarpið.
Það væri löngu tímabært og hreint ekki
vansalaust fyrir okkur íslendinga að vera
hér um bil eina landið í hinum vestræna
heimi þar sem stjórnmálaflokkum er ekki
skylt að birta nokkurs konar reikninga
eða lista yfir þá sem leggja flokkunum lið
með peningagjöfum og öðrum stuðningi.
Nauðsynlegt og sjálfsagt frumvarp
Þetta hefðu nú kannski verið gleðilegustu
viðbrögðin, en líka þau óvæntustu - því
Davíð er náttúrlega í ríkisstjórn en Jóhanna
í stjórnarandstöðu og á Alþingi tíðl<ast ekki
að frumvörp stjómarandstæðinga nái fi*am
að ganga, hversu brýn eða mikilvæg sem
þau eru. Þess vegna hefði líklega verið til
of mikils mælst að Davíð hvetti nú litlu
sjálfstæðismennina sína til þess að styðja
nú frumvarp Jóhönnu með ráðum og dáð
og atkvæði sínu. En hann hefði getað lýst
yfir stuðningi við meginmarkmið ffum-
varpsins - opnari og gegnsærri starfsemi
stjórnmálaflokka þar sem minni hætta væri
á spillingu og óeðlilegum hagsmunatengsl-
um - en hins vegar væru á (rumvarpi Jó-
hönnu ýmsir tæknilegir meinbugir sem
gerðu það að verkum að ríkisstjórnin gæti
ekki afgreitt það sem sitt mál. Hins vegar
vildi svo skemmtilega til að rfkisstjórnin
væri einmitt með í undirbúningi annað
If umvarp á svipuðum nótum þar sem gall-
amir á ffumvarpi Jóhönnu hefðu verið
sniðnir af, og þetta frumvarp sitt myndi rík-
isstjómin Ieggja ffam svo fljótt sem verða
mætti og hraða afgreiðslu þess gegnum
þingið.
Þessi viðbrögð hefðu verið í alla staði
eðlileg miðað við íslenska þinghefð og þá
staðreynd að það er í rauninni varla nokkur
Ieið að mótmæla því að frumvarp um opn-
ari fjárreiður stjórnmálaflokkanna sé nauð-
synlegt og sjálfsagt í lýðræðisþjóðfélagi.
Geispaðíkór
En ef Davíð hefði nú samt viljað mótmæla
því, þá hefði hann svo sem getað reynt það.
Hann hefði getað - í þriðja lagi - flutt ræðu
á Alþingi þar sem hann gerði ósköp kurt-
eislega lítið úr þeirri þörf sem Jóhanna Sig-
urðardóttir og fleiri telja á slíku frumvarpi.
Hann hefði getað talað um skyldur og rétt-
indi stjómmálaflokka í víðum skilningi,
ótta þeirra við að ef allt yrði birt jafnóðum
opinberlega myndi það draga úr stuðningi
við þá og mikilvægri stoð þar með kippt
undan lýðræði í landinu; hann hefði getað
haldið því fram að frumvarpið væri alger
óþarfi þar sem þessi mál hefðu gengið
átakalaust fyrir sig hingað til og smæð sam-
félagsins gerði það að verkum að flestöll
hagsmunatengsl væru hvort sem er meirog
minna augljós og því engin þörf að fara að
birta hvurja nótu úr bókhaldi stjómmála-
flokkanna. Þrátt fyrir að hann efaðist ekki
um að gott eitt vekti fyrir flutningsmanni
frumvarpsins væri frumvarpið þó fullkom-
inn óþarfi. Og þessi huggulega ræða hefði
gert öllum litlu sjálfstæðismönnunum hans
kleift með góðri samvisku að greiða at-
kvæði gegn þessu óþarfa frumvarpi.
Enn stóð Davíð Oddssyni til boða að
gera ekki neitt, taka ekki til máls þegar Jó-
hanna væri búin að mæla fyrir frumvarp-
inu sínu, heldur í mesta lagi Iátast bæla
niður geispa en þó þannig að allir litlu
sjálfstæðismennimir hans tækju eftir því
og geispuðu allir í kór og hæfust svo handa
um að svæfa frumvarpið eins og hingað til
hefur ævinlega verið gert.
Hvar er gjaldkeri Alþýðuflokksins?
Þannig hefði Davíð Oddsson forsætisráð-
herra getað brugðist við á margvíslegan
hátt: eðlilegan, kurteislegan, ldókindaleg-
an. Það eina sem maður hefði talið að
Davíð Oddsson gæti ekki gert er hann
stóð andspænis þessu frumvarpi, það var
hins vegar akkúrat það sem hann gerði.
Eg þarf náttúrlega ekki að rekja hér
það sem Davíð gerði. Hann steig helstil
úrillur í ræðustól, fjargviðraðist einkum
yfir hræsni Samfylkingarmanna sem lét-
ust vilja opnari stjórnsýslu og heiðarlegri
vinnubrögð stjómmálaflokka og stjórn-
málamanna en hefðu sjálfir ýmislegt
óhreint í pokahorninu, sagði sögu af ein-
hverjum gjaldkera Alþýðuflokksins sem
hefði sagt af sér af því hann fékk ekki að
sjá einhveija dularfulla reikninga flokks-
ins - sögu sem síðan hefur komið í Ijós að
var kolvitlaus í hverju einasta smáatriði -
og klykkti svo út með furðulegum
fabúleringum um milljónir Öryrkjabanda-
lagsins sem notaðar hefðu verið í kosn-
ingabaráttu Samfylkingarinnar. Allt var
þetta ansi dæmalaust, dónalegt og
skringilegt í alla staði, og líka - það sem
ég myndi hafa mestar áhyggjur af ef ég
væri einn af litlu sjálfstæðismönnunum
sem þurfa að treysta í blindni á foringja
sinn - þetta var eins óklókt og nokkuð gat
verið. Er Davíð eitthvað að förlast, myndi
ég hugsa ef ég væri einn af litlu sjálfstæð-
ismönnunum. Það var eins og maðurinn
væri að spila út, að fara með eintómt
fleipur sem auðvelt er að reka oní hann í
svona harðri árás á andstæðingana, og
hlaupa svo á dyr frekar en standa fyrir
máli sínu.
Davið er ekki vanur að vera stúpid...
Honum þarf kannski ekkert endilega að
vera að förlast. Við höfum séð þetta áður.
Þetta var bara Davíð að taka æði. Að
sönnu hefur hann sjaldan farið út á jafn
hálan ís eða gefið á sér jafn auðveldan
höggstað þegar hann hefur tekið æði hér
áður fyrr, og það er kannski áhyggjuefni
fyrir litlu sjálfstæðismennina hans. En
það er Iíka eftirtektarvert af hvetju hann
tekur svona æði, svona fáránlegt æði. Ut
af frumvarpi um fjárreiður stjórnmála-
flokkanna, frumvarpi sem hver sanngjarn
maður hlýtur að sjá að er í rauninni í alla
staði eðlilegt og sjálfsagt. Lá svona mikið
á að kýla frumvarpið niður? Er kannski
svona mikið að fela? Maður hlýtur altso
að spyrja sig að því. Svo mikið að forsæt-
isráðherra gerir sig sekan um það sem
hefur þó sjaldan mátt saka hann um. Því
ræðan var svo heimskuleg. Jafnvel þó svo
Samfylkingarmenn væru uppfullir af
hræsni og jafnvel þó svo Jóhanna Sigurð-
ardóttir væri sjálfur Helmut Kohl bakvið
tjöldin, þá er frumvarpið samt engu
ónauðsynlegra eða verra fyrir það. Þó
hinn dularfulli gjaldkeri Alþýðuflokksins
væri eða hefði einhvern tíma verið til og
þó svo Öryrkjabandalagið, Islensk erfða-
greining og Sovéski kommúnistaflokkur-
inn hefðu beinlínis dælt milljörðum
króna í digra kosningasjóði Samfylkingar-
innar, þá væri það auðvitað engin ástæða
til að vera á móti frumvarpi af þessu tagi.
Þvert á móti náttúrlega. Því var öll ræða
Davíðs svona helstil - fyrirgefiði þó ég
orði það svona: stúpid. Og Davíð er ekki
vanur að vera stúpid, jafnvel ekki þegar
hann tekur æði. Því er kannski eðlilegt að
einhver óhugur Iæðist að Iitlu sjálfstæðis-
mönnunum.
Var þetta kannski
útspekúleruð leikflétta?
Eða var þessi ræða kannski þvert á móti
alveg obboðslega klókindaleg leikflétta
hjá Davíð? Útspekúlerað og ískalt
kænskubragð? Var hann að draga athygl-
ina frá frumvarpinu sjálfu með því að
þykjast taka svona æði - nú talar enginn
um frumvarp Jóhönnu en allir um öryrkja
og einhvern dularfullan gjaldkera Alþýðu-
flokksins. Var þetta svona sneddí hjá Dav-
íð; nú mun enginn taka eftir því þegar
frumvarpið verður svæft? En þá má
reyndar Iíka spyrja: Lá svona mikið á að
kveða frumvarpið í kútinn að forsætisráð-
herra þjóðarinnar sá ekki annað ráð en
taka æði í ræðustól á Alþingi og gera sig
hlægilegan með staðlausu fleipri um
ímyndaðan gjaldkera og stóreinkennileg-
um fullyrðingum um kosningabaráttu
Samörykjafylkingarbandalagsins? Alveg
burtséð frá þeirri augljósu staðreynd að
allar aðdróttanir um fjármálaspillingu í
íslenskri pólitík ættu náttúrlega að hvetja
til þess að svona frumvarp yrði samþykkt,
ekki fellt, eins og Davíð var þó að mælast
til að yrði gert.
Eru litlu sjálfstæðis-
mennintir stoltir?
Þessum spurningum verður ekki svarað.
Við vitum það af fenginni reynslu að þeg-
ar Davíð hefur tekið æði og hlaupið á sig,
þá svarar hann engu þegar á að reka oní
hann æðiskastið. Hann lætur ekki ná í sig
um hríð og hann urrar á fréttamenn sem
ætla að spyrja hann útí slík mál. Og
fréttamenn vilja ekki Iáta Davíð Oddsson
urra á sig. Þess vegna mun hann ekki
skýra mál sitt á neinn hátt, hann mun
ekki draga upp úr hatti sínum gjaldkera
Alþýðuflokksins og hann mun allra síst
biðja nokkurn öryrkja afsökunar á ásök-
unum um að samtök þeirra hafi gengið
erinda tiltekins stjórnmálaflokks í kosn-
ingabaráttunni. Þetta mál verður svæft,
rétt eins og frumvarpið hennar Jóhönnu
verður svæft. Að vísu tel ég víst að stór
meirihiuti þingmanna sé í sjálfu sér íylgj-
andi slíku frumvarpi - jafnvel litlu sjálf-
stæðismennirnir - en Davíð hefur talað
og þá er það ákveðið.
En fyrst Davíð mun semsé engu svara
og varla verða spurður, af ótta við að
hann urri, þá Iangar mig að gefa
nokkrum af litlu sjálfstæðismönnunum
hans tækifæri til að svara fáeinum spurn-
ingum um málið. Ég vel þá bara af
handahófi - er til dæmis Þorgerður K.
Gunnarsdóttir sannfærð um að frumvarp
um opnari fjárreiður stjórnmálaflokkanna
sé jafn slæmt mál og Davíð Oddsson vildi
vera láta í ræðustól á Alþingi? Er Guðjón
Guðmundsson viss um að einhver ímynd-
aður gjaldkeri Alþýðuflokksins sé nægjan-
leg ástæða til að láta þetta frumvarp
hverfa? Er Katrín Fjeldsted sammála því
mati foringja síns að peningar öryrkja
hafi verið notaðir á blygðunarlausan hátt
í þágu kosningabaráttu Samíylkingarinn-
ar fyrir tæpu ári síðan? Er séra Hjálmar
Jónsson sammála því líka? Og umfram
allt: Eru þessir og aðrir litlir sjálfstæðis-
menn stoltir af framgöngu foringja síns á
Alþingi um daginn?
Þau munu hugsa mér
þegjandiþörfma...
Athugið að þetta er opinber fyrirspurn
sem mér þætti vænt um að fá svör við, og
treysti á að einhverjir duglegir fjölmiðla-
menn komi þeim áleiðís. En ég skal trúa
ykkur fyrir því að þótt stjórnmálamenn
fagni yfirleitt hverju tækifæri til að koma
fram í fjölmiðlum þá munu þessir stjórn-
málamenn og aðrir litlir sjálfstæðismenn
ekki taka þessu tækifæri fegins hendi.
Þvert á móti munu þau hugsa mér þegj-
andi þörfina ef þau neyðast til að svara
svona spurningum opinberlega. Því Da\áð
Oddsson ræður Sjálfstæðisflokknum og
hver sá Iítill sjálfstæðismaður sem tjáir
sig um eitthvað sem viðkemur foringja
sínum er kominn út á hálan ís. Og eink-
um og sér í lagi er það feimnismál í Sjálf-
stæðisflokknum þegar Davíð Oddsson
tekur æði.
Spurningin er því kannski fyrst og
fremst þessi, er Davíð Oddsson að verða
feimnismál fyrir alla íslensku þjóðina?
Pistill llluga var fluttur í
morgunþætti Rásar 2 í gær.
UMBÚÐA-
LAUST