Dagur - 17.03.2000, Page 1

Dagur - 17.03.2000, Page 1
Ossur fagnar mót- frambodi Tryggva Tryggvi Hardarson skilar inn framboöstiikynningu sinni í gær, skömmu áður en fresturinn rann út. mynd: e.úl. Tryggvi telur það SamfylMugiumi til góðs að fá líf í undir- búning stofnfimdar- ins. Össur var tilbú- inu í hörð og drengi- leg átök. Guðmundur Ámi er hlynntur for- mannskjöri. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Samfylking- unni. Hann nýtur stuðnings Guðmundar Arna Stefánssonar, enda vinur hans og samstarfs- maður í pólitík í áraraðir. Ossur Skarphéðinsson sagðist fagna framboði Tryggva. Hann væri mjög hæfur maður og hann sagðist hlakka til formannsslags- ins. „Eg tel að það sé Samfylking- unni til góðs að fá líf í undirbún- ing stofnfundarins og koma inn með nýjar áherslur og sjónar- horn,“ sagði Tryggvi Harðarson í samtali við Dag í gær. Hann sagðist ekki hafa verið undir neinum þrýstingi að gera þetta, hér væri algerlega um að ræða sína persónulegu ákvörð- un. „Það er ýmislegt sem ég vil koma á framfæri og mun gera það í kosningabaráttunni. Eg tel líka heppilegt að þarna komi inn menn sem eru ekki markaðir í landsmálapólitíkinni á liðnum árum,“ sagði Tryggvi. Hann sagðist ætla í fundaferð um landið til að kynna sig og sín sjónarmið og hitta fólk að rnáli. Síðdegis í gær var hann á fullu, ásamt samstarfsmönnum, að safna stuðningsfólki úr öllum kjördæmum við framboð sitt. Adrenalínið flæðir „Ég var í þeim stellingum að fara í hörð átök og drengileg í for- mannsslagnum. Adrenalínið flæðir enn um æðarnar þótt komið hafi smá kyrrð í fram- boðsmálin síðustu daga. Fram- boð Tryggva kemur mér ekki alls- kostar á óvart og í hreinskilni sagt þykir mér það betra til þess að fá fram mælingu í kosningu. Ég hef aldrei óttast vopna- glamm,“ sagði Össur Skarphéð- insson, hinn frambjóðandinn til formennsku í Samfylkingunni. Hann sagðist aðspurður telja framboð Tryggva sterkara en framboð Lúðvíks Bergvinssonar. „Ég tel það vera,“ sagði hann. Þeir Guðmundur Arni Stef- ánsson alþingismaður og Tryggvi hafa starfað saman í bæjar- málapólitíkinni í Hafnarfirði. Guðmundur Arni var spurður hvort hann myndi styðja Tryggva í formannsslagnum? „Ég er hlynntur því að í að- draganda stofnfundar fari fram formannskjör. Tryggvi er gamall vinur minn og samstarfsmaður sem alltaf hefur stutt mig í póli- tíkinni," sagði Guðmundur Árni Stefánsson. „Ég held að það sé betra fyrir væntanlegan formann að fá kosningu heldur en að verða sjálfkjörinn. Hann þarf að fá mælingu," sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir. Framboðsfrestur rann út klukkan 18 í gær. Formannskjör- ið verður svokölluð póstkosning og kosningarétt eiga allir félagar í A-flokkunum, samfylkingarfé- lögunum, Þjóðvaka og Kvenna- Iista. Kosningu á að vera lokið 21. apríl og síðan verður stofn- fundurinn haldinn 6. maí. - S.DÓR Fíkniefna leitað á Fjólimni Húsleit var gerð í fyrradag á Fjólunni áfangaheimili SAA á Akureyri vegna þess fíkni- efnamáls sem Lögreglan á Akureyri rannsakar nú. Sjö menn voru handteknir, þrír voru úr- skurðaðir í hálfsmánaðar gæslu- varðhald þá um kvöldið en hin- um fjórum sleppt um miðjan dag í gær eftir yfirheyrslur. Ljóst er að hald var lagt á nokkurt magn amfetamíns, hass og E-taflna. Samkvæmt lauslegri samantekt hafa um 20 manns verið hand- teknir á Akureyri það sem af er árinu vegna fíkniefnamisferlis. Gróflega má áætla að Lögreglan á Akureyri hafi lagt hald á hátt f 60 grömm af amfetamíni á árinu, yfir 100 grömm af hassi og nokk- urt magn e-taflna, auk einhvers af öðrum efnum. Þetta er talið svipað og á undanförnum árum og í samræmi við þróunina í fíkniefnamálum. Þannig hafi fjöldi fíkniefnamála á Akureyri tvöfaldast milli áranna 1998 og 1999, þegar þau urðu 99. - HI Guömundur Gunnarsson að störf- um í Karphúsinu í gær. mynd: þúk Hurðarbani í Karphúsi Svo virðist sem innihurðir og búnaður nýja húsnæðis Ríkis- sáttasemjara séu ekki nægilega vel úr garði gerðar til að þola átök samningamanna. I það minnsta fékk Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðn- aðarsambands íslands, hurða- ramma í bakið eftir að hafa skellt einni hurð svo fast á eftir sér á leið út af samningafundi með atvinnurekendum í vik- unni. Sáu sitt óvænna Astæðan fyrir því að Guð- mundi rann svona mikið í skap var vegna þess að honum þótti sem atvinnurekendur hefðu ekki unnið heimavinnuna sína nægj- anlega vel í tengslum við gerð nýs kjarasamnings, öndvert við samninganefnd RSI. Það túlk- aði hann sem svo að þeir hefðu haft samningamenn RSI að fífl- um svo vikum saman. Það var meira en hann þoldi með þeim afleiðingum að honum rann svo í skap að hurðin lét undan þeg- ar hann strunsaði brúnaþungur út og skellti á eftir sér með krafti. Þetta varð til þess að at- vinnurekendur sáu sitt óvænna og létu hendur standa fram úr ermum og skiluðu tilboði til RSÍ. Síðan þá hafa tilboð geng- ið á milli manna. Að sögn Guðmundur lét Þórir Einarsson ríkissáttasemjari þau orð falla eftir að hurðin gaf sig að ágætt væri að fá svona prófun á húsinu á meðan það væri enn í ábyrgð! Sáttasemjari kallaði síðan til iðnaðarmenn sem voru við vinnu í húsinu að lagfæra hurðina. Guðmundur segir að það þurfi eflaust að laga hurð- irnar eitthvað betur því þær verði að þola venjulegan samn- ingaumgang. - GRH þegar hljómtæki skipta máli Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.