Dagur - 17.03.2000, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGVR 17. MARS 2000
FRÉTTIR
Tt&pir
Mótmælir hroka í
garð kvenráðherra
Dapurlegt að formað-
ur Öryrkjabandalags-
ius skuli lýsa slíkiun
hroka í garð kvenna í
pólitík, segir formað-
ur nefndar um aukinn
hlut kvenna í stjóm-
málum, og vísar til
ummæla Garðars
Sverrissonar í Viku-
viðtali.
„Þetta er það dapurlegasta sem
ég hef lengi séð á prenti gagnvart
konum,“ sagði Hildur Heiga
Gísladóttir, formaður nefndar
um aukinn hlut kvenna í stjórn-
málum, um þau orð sem Garðar
Sverrisson formaður Oryrkja-
bandalagsins, viðhefur um
stjórnmálakonur í nýlegu viðtali í
Vikunni.
I viðtalinu gagnrýnir Garðar
heilbrigðisráðherra og Iýsir síðan
áliti sínu á henni og fleiri stjórn-
málamönnum, einkum stjórn-
málakonum, sem sitja í valda-
stólunum í dag, svohljóðandi:
HHdur Helga Gísladóttir: Kven-
fjandsamleg og niðrandi ummæli
Garðars.
Garðar Sverrisson: Stjórnmálakon-
ur i valdastólum fá ekki háa ein-
kunn.
„Svona stjómmálamenn fá ekki
háa einkunn hjá mér og raunar
finnst mér þessi skortur á pólitísk-
um metnaði vera nokkuð ein-
kennandi fyrir meirihluta þeirra
kvenna sem tipla i kringum þá
Halldór og Davið. ]>eim virðist
finnast svo óskaplega gaman að
vera með stóru strákunum að það
er eins og það komist ekkert ann-
að að en að laga hárið, varalita sig
og brosa. Og ég get ekki að þvi
gert að þegar ég sé þær allar sam-
an komnar i fínu pelsunum sin-
um verður mér sifellt hugsað til
hve hárbeittur hann var titillinn á
skáldsögu Vitu Andersen, Haltu
kjafti og vertu sæt, þótt sliáldkon-
unni hefði sennilega aldrei komið
til hugar að þessi titill ætti eftir að
verða lýsandi fyrir samskipti kynj-
anna á vettvangi íslenskra stjórn-
mála nærri aldarfjórðungi síðar. “
Ömurleg innmæli
„Þessum kvenfjandsamlegu
°g
niðrandi ummælum Garðars um
konur mótmæli ég alfarið. Þau
eru svo ömurleg að ég ætla að
vona að þessi maður taki orð sín
til baka,“ sagði Hildur Helga.
Hún telur ummælin til vitnis um
það kynjamisrétti sem enn eigi
sér stað í þjóðfélaginu. Karlremb-
an í orðum Garðars sé samt svo
einstök að hún hafi ekki átt von á
að lenda í slíku lengur, hvað þá
frá manni í þessari stöðu. „Hann
er að gagnrýna að það sé verið að
mismuna fólki og búa til stétta-
skiptingu í þjóðfélaginu. En fell-
ur svo sjálfur í þá gryfju að búa til
ennþá meiri mismunun.“
Hildur Helga segir það jafn-
réttismál að konur komist til
valda í pólitík og nefndin sem
hún stýrir hafi skilað árangurs-
ríku starfi. Hlutur kvenna í
stjórnmálum á Islandi hafi aukist
verulega, ekki síst á Alþingi, þar
sem konum hafi nú fjölgað í
meira en þriðjung þingmanna.
„Mér finnst afar dapurlegt að
formaður Öryrkjabandalagsins
skuli lýsa slíkum hroka í garð
kvenna í pólitík. Og ég efast um
að samtökin sem hann stýrir
bakki hann upp í þessu máli.“
- HEI
Stefán Geir Þorvaldsson, sölustjóri
SkjáVarps, og Árni Gunnarsson,
markaðsstjórl Flugfélags íslands,
undirrita samninginn.
Skiávarn
Flugfélag Islands og Gagnvirk
Miðlun, fyrir hönd SkjáVarps,
hafa gert með sér samstarfs-
samning sem felur í sér að á
SkjáVarpi birtast staðbundnar
upplýsingar um áætlun Flugfé-
lags Islands á öllum útsending-
arsvæðum SkjáVarps. Birtast
komu- og brottfarartímar flugfé-
lagsins eins og þeir eru á hverj-
um áfangastað fýrir sig. Um leið
hefja fyrirtækin samstarf um
birtingu staðbundinna upplýs-
inga undir liðnum „A döfinni" á
vef Flugfélags Islands. Hjá
SkjáVarpi er nú unnið að upp-
setningu á skjáum í flugstöðvum
á öllum áfangastöðum Flugfé-
lags Islands utan Reykjavíkur og
eru að því tilefni hafnar viðræð-
ur við Flugmálastjórn, sem er
eigandi flugstöðvanna.
Aðeins 16 af 72
leikskólum opnir
Forráðamenn barnanna á leikskólum borgarinnar verða margir hverjir að
gera ráðstafanir vegna sumarlokana.
Margir leikskólar
verða ýmist lokaðir í
2 eða 4 vikur. Fram-
kvæmdir eða starfs-
mannahald. Þreyta og
kvíði í starfsfóild.
Um 2500 á biðlista.
Allt útlit er fyrir að aðeins 16
leikskólar á vegum Reykjavíkur-
borgar verði opnir í sumar en 56
verða lokaðir vegna framkvæmda
eða starfsmannahalds. Þessar
lokanir verða ýmist í 2 - 4 vikur.
Guðlaugur Þór Þórðarson, borg-
arfulltrúi sjálfstæðismanna og
fulltrúi í Leikskólaráði, segir að
áformaðar lokanir hafi aldrei
verið meiri. Hann segir þetta til
marks um skipbrot á stefnu R-
Iistans í málefnum ieikskólans.
Kristín Blöndal, formaður Leik-
skólaráðs, vísar því á bug að fyr-
irhugaðar lokanir séu meiri en
nokkru sinni áður.
Þreyta og kvíði
Formaður Leikskólaráðs bendir
á að það séu aðeins fjögur ár frá
því að farið var að hafa leikskóla
opna á sumrin. Fram að þeim
tíma voru þeir alltaf lokaðir í
mánuð á þeim árstíma. Hinsveg-
ar sé það stefna borgaryfirvalda
að hafa þá opna allt árið. Hún
segir að helsta ástæðan fyrir
áformuðum lokunum sé m.a.
vegna þess starfsmannavanda
sem hefur verið á leikskólunum í
vetur. Af þeim sökum sé þreyta
komin í starfsfólk sem einnig
kvíði framvindu starfsmanna-
mála að afloknum sumarleyfum.
Hún segir að búið sé að taka
ákvörðun um það eins og í fyrra
að ef Ieikskólastjórnir treysta sér
ekki til að hafa opið í sumar, þá
muni þeir Ioka. Kristín bendir
einnig á að á undanförnum
sumrum hefðu um 20 leikskól-
um verið lokaðir vegna viðgerða
og svo sé eins í ár. Hún segir að
starfsmannamálin séu engu að
síður í mun betra horfi en verið
hefur. Til marks um það vanti
aðeins um 20 manns á móti 70
fyrr í vctur svo ekki sé minnst á
þann vanda sem var sl. haust
þegar vantaði um 240 manns í
vinnu á leikskólum borgarinnar.
Hún telur því að þessi mál séu
öll að þróast til betri vegar.
Langir biðlistar
Guðlaugur Þór segir að því mið-
ur neiti R-listinn að horfast í
augu við þá staðreynd að stefna
hans í leikskólamálum hafi beðið
skipbrot. Máli sínu til stuðnings
bendir hann á að hátt í 2500
börn séu á biðlistum. Hann seg-
ir að þrátt fyrir að verið sé að
byggja flotta og dýra leikskóla, þá
vanti einfaldlega meiri fjármuni í
þennan málaflokk ef vel eigi að
vera. - grh
Pólfaramir úr símsambandí
Svo gæti farið að Norðurpólsfararnir, Haraldur Örn
Ólafsson og Ingþór Bjarnason, verði án símasam-
bands þar sem til stendur að taka Iridium-farsíma,
sem þeir eru með, úr notkun. Samnefnt fyrirtæki
hyggst hætta rekstri þessa kerfis. Verða þeir þá að
notast við Argos-senditæki til að láta vita af sér. Tal-
samband fæst ekki en hægt er að senda skilaboð og
staðsetningu.
Af göngugörpunum er það annars að frétta að á
þriðjudaginn komust þeir yfir 4,82 km kafla og
höfðu þá alls komist yfir 26,2 kílómetra. Eftir voru nærri 740 kílómetr-
ar. Veðrið var áfram þokkalegt, logn en skýjað og 40 stiga frost.
ísinn er erfiður yf-
irferðar á Pólnum.
Við undirskrift samningsins. Frá vinstri eru Sigurrós Ragnarsdóttir, sýning-
arstjóri Bú-2000, Skúli Helgason framkvæmdastjóri og Þórunn Sigurðar-
dóttir, stjóri M-2000, Jón Hákon Magnússon, stjórnarformaður Sýninga
eht, Álfhildur Ólafsdóttir, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnað-
arins, og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Menning á Bú 2000
Nýlega var unairritaður samningur á milli Reykjavíkur-menningarborg-
ar Evrópu árið 2000, og aðstandenda landbúnaðarsýningarinnar „Bú
2000 - landbúnaður er Iífsnauðsyn", sem fram fer í Reykjavík íjúlí nk.,
um aðild sýningarinnar að menningarborgarverkefninu. Sýningin fer
fram í samvinnu við Landsmót hestamanna, sem haldið er á sama tíma
í Víðidal. Búist er við tugþúsundum gesta, innlendum sem erlendum, í
tengslum við þessa stórviðburði í sumar. Þrettán ár eru liðin frá því að
landbúnaðarsýning var síðast haldin í Reykjavík. Skipuleggjandi Bús
2000 er Sýningar ehf. í samráði við Bændasamtökin.