Dagur - 17.03.2000, Síða 4

Dagur - 17.03.2000, Síða 4
4 - FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 ro^vr FRÉTTIR Linda Pétursdóttir, fyrrum alheimsfegurdardrottning, er meðal þeirra athafnakvenna sem á aðitd að Félagi kvenna í atvinnurekstri en hún rekur sem kunnugt er Baðhúsið í Reykjavík. Hér er hún ásamt bróður sínum. KveimafvTÍrtækiii- velta 27 milljörðuin Komir í atvnmurekstri velta tugimi milljarða króna í íslensku atvinnu- lífi. Nær tíunda livert FKA-fyrirtæld veltir yfir 100 milljónuni á ári. Áætluð heildarvelta fyrirtækja, sem konur í Félagi kvenna í atvinNurekstri (FKA) stýra og eða eiga, er 26,5 millj- arðar króna á ári, samkvæmt könnun sem fclagið gekkst nýlega fyrir meðal félagskvenna um fyrirtækjarekstur þeirra. Af 500 félagskonum eru 70% stjórnendur eða eigendur fyrirtækj- anna sem þær starfa við. Ungur aldur fyrirtækjanna vakti líka athygli. Meira en þriðjungur þeirra er yngri en fimm ára og 22% hafa starfað í 6 til 10 ár. Aðeins sjötta hvert á yfir 20 ára starf- semi að baki. Formaður félagsins er Jónína Bjartmarz, þingkona með meiru, en könnunina gerði Aðalheiður Héðinsdóttir. Stór fyrirtæki og lítil Konur stýra líka stórfyrirtækjum. Um 9% FKA-fyrirtækja velta yfir 100 millj- ónum króna á ári og eru þau fyrirtæki með yfir 70% af heildarveltu allra FKA-fyrirtækjanna. En um 44% þeirra eru með minna en 10 milljóna ársveltu. Um 29% fyrirtækjanna eru í vöruframleiðslu og 84% eru þjónustu- fyrirtæki, en sum starfa á báðum þess- um sviðum. Rúmlega fimmtungur fyr- irtækjanna er með yfir 100 starfsmenn og alls hátt í helmingurinn með tutt- ugu starfsmenn eða fleiri. Áhugaverðar fyrir baiikana FKA, sem var stofnað síðastliðið vor, hefur það markmið að gæta hagsmuna og efla samstöðu og samstarf kvenna f atvinnurekstri, meðal annars að þær verði áhugaverður markhópur fyrir lánastofnanir. Frá stofnun FKA og samstarfi þess við Impru, þjónustu- miðstöð fyrir frumkvöðla og fyrirtæki, hefur eftirspurn kvenna eftir einstak- lingsbundinni leiðsögn og upplýsing- um um stofnun og rekstur fyrirtækja stóraukist. Félagskonur vilja meðal annars aukna fræðslu um skipulagn- ingu, hagræðingu, tölvur, rekstur með- al annars lítilla fyrirtækja, bókhald, fjármögnun, lánamöguleika, útflutn- ing, markaðsmál og Netið sem auglýs- ingamiðil - en 90% kvennanna hefur aðgang að því. - HEI Pottverjar tóku eftir því í gær að Össur Skarp- héðinsson, væntanleg- ur formaður Samfylk- ingariimar, fór mikinn á Alþingi þegar vamar- samningar íslands og Bandaríkjanna var til umræðu, og þá einkurn barátta Eimskips í dóm- stólum vestan hafs og meintur stuðningur stjómvalda við „kolkrabba- höfuðið". Þóttust pottveijar sjá merki þess að nú ætlaði Össur að hjóla af krafti í höfuðand- stæðinginn, stjómarflokkanna, nú þegar Ijóst væri að hann væri einn í kjöri til formanns Sam- fylkiiigarimiar. Kættust margir pottverjar því þeir höfðu saknað Össurar síðustu vikumar úr hinni pólitísku orrahríð... En talandi um Össur og framboðið hans þá vom pottverjar með ýmsar kenningar á lofti um formannsframboðið í Samfylkingunni. Ein var sú að gert hefði ver- ið þegjandi samkomu- lag meðal A-flokkanna og Kveimalistans um að Össur færi einn fram. Þetta með Lúðvík Bergvinsson hefði bara verið skrautsýning. Össurri væri ætlað að verma for- mannsstólinn í svona tvö ár, eða þar til Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, svilkona hans, settist í stólimi og tæki slaginn í næstu þingkosningum. Pottverjum fannst þessi kenning óbeint koma frá Lúðvík þegar liann sagði í Kastljósi í íýrra- kvöld að staðan yrði væntanlega endurmetin eftir tvö ár, væri Össur ekki búinn að ná 35% fylgi í könnunum yrði skipt um kaptein í brún- ni. Svo er bara að bíða og sjá hvað gerist... L ingibjörg Sólrún tilbúin eftir 2 ár? FRÉT TA VIÐTALID Katrín Andrésdóttir r héraðsdýralæknir í [ Suðurlandsumdæmi Baráttan gegn salmonuellu- smiti heldur markvisst áfram. Á annaðhundraðnautgripum að Ármóti í Rangárvalla- hreppi hefur verið slátrað og engirgripirfara til slátrunar hjá SS og Þríhymingi án und- angenginnar rannsóknar Sýnl tekm úr sláturgripum Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir í Suð- urlandsumdæmi, segir að það hafi verið ákvörðun nýs eiganda Ármotsjarðarinnar og nautgripanna, Gunnars Jóhannssonar for- stjóra Fóðurblöndunar, að farga öllum þeim gripum sem þar voru, 104 að tölu, en áður var búið að farga um 45 hrossum. Eftir eru á jörðinni um 400 hross og 7 hundar sem enn hefur ekki verið fargað og er framtíð þeirra fremur óviss að mati Katrínar. - Afhverju er salmonellusniit svona viða- mikið « Ármótum? „Salmonellusmitið sem er að koma upp eru nokkuð staðbundið. Óvíst er hvort út- breiðsla smitsins tengist sérstaklega mávum, þeir eru á öllu Suðurlandi, en þeir eru smit- aðir af salmonellu eins og hrafnar. Á Ármóti hefur verið alveg gífurlegur skepnufjöldi og skepnurnar gengið mjög þétt saman og þá magnast sjúkdómurinn mun hraðar. Þegar það bætist svo við að beit er orðin mjög Iítil og skepnurnar ganga mjög nærri menguðu landi þá verður hringrás smitsins mjög greið.“ - Smitast salmonella milli hrossa, naut- griya og hunda? „Öll dýr sem hafa meltingarveg geta smit- ast, t.d. hundur eða maður af hesti eða öf- ugt, og smit berst áfram með hægðum dýra og manna. Salmonellan er víðar, t.d. er far- bann á skepnum frá sjö býlum á Suðurlandi en á þeim bæjum hefur greinst salmonella og skepnur veikst og jafnvel drepist. Þessir bændur eru að reyna að vinna sig út úr þessu vandamáli, og gengur það yfirleitt ágætlega. En engum skepnum hefur verið fargað nema að Ármóti. Fyrsta salmonellu- sýkingin á Suðurlandi kom upp fyrir 10 árum síðan, þá aðallega í folöldum, en fyrsta dæmið nú kemur upp á mjög stóru kúabúi að Bjólu og síðan hefur hún verið að valda hrossum skráveifum og jafnvel drepa þau og valda fólki þar með alvarlegum búsifjum. Það er að magnast upp smit á þessu svæði af orsökum sem við gerum okkur ekki alveg grein fyrir. Á Bjólu er t.d. eitt þrifalegasta bú lanr’ .ins, t.d. eru ræktaðar rósir undir fjós- veggnum. Það er kannski auðvelt að kenna mávum og hröfnum um það hvernig komið er, en margar fleiri smitleiðir eru þekktar. T.d. geta snjótittlingar verið mjög drjúgir smitberar. Erlendis er salmonellusýkingar oft raktar til smáfugla í fjósum, og jafnvel músa. Nefnd starfar nú undir forsæti Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis, við að rann- saka salmonellu á Suðurlandi. Hún hefur leitað samstarfs við margar stofnanir og fræðimenn, og við treystum því að þetta starf beri góðan árangur.“ - Sláturhús hafa gripið til þess ráðs að láta rannsaka saursýni úr öllum gripum áður en þeir koma til slátrunar. Kostnaður getur numið allt að 7 þúsund krónum. Er þetta liður í þvi að komastfyrir þennan vá- gest? „Við höfum sagt að við gætum ekki tekið áhættu af því að taka hross af þessu svæði til slátrunar vegna tíðra sýkinga án þess að þau væru skoðuð áður. Það er í samræmi við nýj- ar reglur sem yfirdýralæknisembættið hefur sett, en taka þó aðeins til hrossa og nær til bæja í Rangárvallasýslu sunnan þjóðvegar 1 og allt til sjávar, frá Þjórsá í vestri austur að Markarfljóti. Sláturhúsin gengu skrefi Iengra og Iáta rannsaka allar skepnur úr neðri sveitum Rangárvallasýslu heima á bæj- unum áður en komið er með þær til slátrun- ar. Þetta þarf ekki að teíja slátrun því sýnin eru tekin með 10 til 14 daga fyrirvara. Það tekur um viku að rannsaka sýnin.“ - gg i 1

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.