Dagur - 17.03.2000, Síða 6
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundssón
Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVlK
Sfmar: 460 6100 OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: iso kr. OG 200 kr. helgarblað
Grænt númer: soo 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: CREYKJAV|K)S63-1615 Ámundi Ámundason
CREYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
CAKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 CREYKjAVlK)
Sjálfstæði Hæstaréttar
í fyrsta lagi
Málflutningur ríkisins fyrir Hæstarétti í svonefndu Vatneyrar-
máli vekur athygli. Fulltrúi ríkisins hélt því í reynd fram að
valdið til að meta lögmæti kvótalaganna ætti að vera hjá
stjórnmálamönnum en ekki hjá dómstólunum. Varla er hægt
að skilja ummæli ríkissaksóknara öðru vísi en sem alvarlega
tilraun til að takmarka valdsvið æðsta dómsstóls landsins í því
skyni að þjóna pólitískum hagsmunum ríkjandi stjórnvalda á
hveijum tíma. Slíkum tilraunum ber alfarið að hafna, enda er
það meginatriði í nútíma samfélagi að dómstólar séu með öllu
óháðir pólitíska valdinu.
í öðru lagi
Hlutverk dómstóla er að vernda borgaranna gegn lögleysu -
hvort sem hún er höfð í frammi af einstaklingum, fyrirtækjum
eða pólitískt kjörnum fulltrúum á Alþingi og í ríkisstjórn. Þess
vegna er það í verkahring dómstólanna að meta hvort lög sem
þingmenn samþykkja bijóti í bága við þau grundvallarréttindi
íslenskra þegna sem skráð eru í stjórnarskrá Iýðveldisins.
Skammt er síðan stjórnarskráin var endurskoðuð einmitt til að
tryggja enn frekar víðtæk mannréttindi og jafnræði þegnanna.
Þegar miklir hagsmunir eru í húfi má alltaf búast við að þeir
sem hafa meirihlutavald á Alþingi á hverjum tíma freistist til
að ganga á svig við einhver grundvallarréttindi. Ef slíkt gerist
eru dómstólar landsins eina vörn almennings.
í þriðjalagi
Á tuttugustu öldinni voru dómstólarnir oft umdeildir, þar á
meðal Hæstiréttur. Á stundum voru þeir gagnrýndir harðlega
íyrir að ganga erinda ríkjandi stjórnvalda og vera ekki nægilega
sjálfstæðir. Hin síðari ár hefur Hæstiréttur sýnt við ýmis tæki-
færi að hann er óháður pólitíska valdinu og lætur ekki segja
sér fyrir verkum. Þrýstingur öflugra hagsmunaafla hefur hins
vegar aldrei verið meiri en einmitt í þessu máli. Ogerlegt er að
spá fyrir um niðurstöðu Hæstaréttar, enda er málið að sjálf-
sögðu vandasamt úrlausnar. En ábyrgð dómstólsins gagnvart
þjóðinni er mikil.
Elías Snæland Jónsson
„Omarkvissni66
Ari Skúlason framkvkæmda-
stjóri Alþýðusambandsins
hefur Iýst því yfir í fjölmiðlum
að gagnrýni stjórnarandstöð-
unnar á ríkispakkann sem
fylgdi kjarasamningum Flóa-
bandalagsins og vinnuveit-
enda, sé það sem hann kýs að
kalla „ómarkviss". Garri hef-
ur verið að velta fyrir sér hvað
fælist í þessu hugtaki „ómark-
viss“ eða „ómarkvissni", sem í
þessu tilfelli er ekki hægt að
skilja öðruvísi en svo að Al-
þýðusambandið og einn af
forkólfum Samfýlkingarinnar
telji stjórnarandstöðuna vera
á algerum villigötum. Ari talar
af tilfinningaþunga um þá
staðreynd að verið sé
að lyfta upp persónuaf-
slættinum í áföngum,
sem sé nokkuð sem
ríkisstjórnin hafi
sjálfu sér ekki verið
skuldbundin til að gera
og segir því enga
ástæðu vera til að gera
lítið úr ávinningnum af
framlagi ríkisstjórnarinnar.
Föst við sinn
Ari Skúlason.
keip
Stjórnarandstaðan situr hins
vegar að sjálfsögðu föst við
sinn keip og bendir á að ör-
yrkjar og aldraðir hafa verið
skildir eftir þannig að þeirra
kjör muni ekki batna til sam-
ræmis við aðra. Þannig er
komin upp sú staða að allir
þeir sem á undanförnum
misserum hafa gefið sig út
fý'rir að vera talsmenn fátæk-
ari hluta samfélagsins eru
komninr í hár saman út af
einhverri tölfræði um það
hvort ástandið sé að lagast
eða ekki eða ef það sé að Iag-
ast þá hversu mikið. Og auð-
vitað hafa báðir rétt fyrir sér -
að hluta. Oryrkjar og aldrað-
ir eru vissulega að dragast
enn meira aftur úr öðrum. En
þeir eru líka að fá ákveðnar
kjarabætur í gegnum aukinn
persónuafslátt. Á meðan
þetta rifrildi geysar, er kjarna
málsins hins vegar drepið á
dreif - fátæktinni. Fátæktin
fæst ekki rædd af alvöru á
hinum pólitíska vettvangi ekki
einu sinni með „ómarkviss-
um‘‘ hætti.
Maxgir ómark-
vissir
Hvort sem Davíð Oddsson
viðurkennir það cða ekki og
hvernig sem líður rifrildinu
innan stjórnarand-
stöðunnar og innan
verkalýðshreyfingar-
innar, þá er það nú
samt svo að ákveðinn
hópur fólks í landinu
býr við mjög erfið kjör
- Iifir beinlínis í sárri
fátækt. Það er þetta
fólk sem þarf að
hjálpa með einhverjum hætti
og það er þetta fólk sem því
miður virðist ætla að verða út-
undan enn einu sinni. Það er
ekki nóg að halda vandlæting-
arfullar ræður um almennar
hækkanir elli- og örorkulífeyr-
is, því þessir hópar eiga í raun
afar fátt sameiginlegt. Meiri-
hluti gamals fólks er t.d. í
góðum málum og stór hópur
er meira að segja moldríkur.
Það sem skiptir máli er auð-
vitað að einangra vandamálið
og einbeita sér að þeim sem
raunverulega eru illa staddir.
Allt annað er ómarkvisst. í
dag eru það því fleiri en
stjórnarandstaðan sem er
ómarkviss, Ari og ASI og Dav-
íð og drengirnir hans eru ekki
síður ómarkvissir í sínum
málflutningi. GARRI
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Löngum hefur verið litið svo á að
úrskurðir Hæstaréttar hafi laga-
gildi, að minnsta kosti að því
marki, að þeir séu endanlegir og
óafturkræfir dómar um tiltekið
efni. En nú hefur Hæstiréttur
ekki löggjafarvald og ber að
kveða upp dóma samkæmt iög-
um sem Alþingi hefur sett. En
lögin sem koma frá löggjafar-
samkundunni eru oft loðnari en
svo, að það liggi í augum uppi
hvað þau merkja og hvort túlka
beri þau á þennan veg eða hinn.
Því verða dómstólar að kveða
upp úr um hvað Alþingi meinti
með Iagasetningunni.
Við þessar útlistanir á lögum
starfar mikill fjöldi Iöglærðra
manna, dómarar og dómarafull-
trúar og dómsmálaráðuneytis-
fulltrúar, málaflutningsmenn,
sem sækja og verja rangan mál-
stað sem réttlátan og dómstigin
taka við hvert af öðru og komast
að ólíkustu niðurstöðum.
Dýrustu þorskar
söguimar
Yfir öllu þessu trjónar stjórnar-
skráin sem geymir þau grund-
vallarlög sem önnur lagasmíð
byggir á, sem þýðir að ekki megi
samþykkja nein lög á Alþingi
sem brjóta í bága við ákvæði
stjórnarskrárinnar. Löggjafinn
má heldur ekki setja lög
sem stangast á við önn-
ur lög, sem eru í gildi.
Skýrt og torskilið
Allt er þetta afar einfalt
og margbrotið í senn.
Stjónarskráin er skýrt
og auðskilið plagg.
Samt deila löglærðir
endalaust um hvað
felist í einstökum
ákvæðum hennar. Og síðan
hvort tiltekin lög standast stjórn-
arskrárákvæði eða einhverjar
aðrar lagaklásúlur.
Lagaskýrendur hafa farið á
kostum í nokkra mánuði við að
útskýra hvað felst í Vatneyrar-
dómnum, þar sem undirréttur
sýknaði sjómann af ákæru um að
hafa veitt fisk utan kvóta. Há-
marki náðu útlegginganar þegar
málið var flutt fyrir Hæstarétti í
fyrradag. Þar höfðu allir allt á
hreinu, sækjandi og verjendur.
Lög um stjórn fisk-
veiða tómt rugl og út í
hött. Kvótagjafír ríkis-
valdsins lögleysur einar
og alls kyns mannrétt-
indi brotin með því að
gefa einum veiðileyfi
og meina öðrum að
físka, sögðu verjendur.
Á þessu er fjöldi manns
búinn að japla árum
saman án þess að vera
virtir viðlits. En nú er sem sagt
komið til kasta Hæstaréttar að
skera úr um málið.
Til Alþingis?
En þá kom babb í bátinn. Ríkis-
lögmaður kveður upp úr um að
Hæstiréttur hafi ekki lögsögu í
málinu því að Vatneyrardómur-
inn sé pólitík en ekki dómsmál.
Samkvæmt þessu kemur nú til
kasta Alþingis að skera úr um
hvort lögin um stjórnun fiskveiða
séu gild lög eða lögleysa ein.
Hæstiréttur verður þá væntan-
Jega að dæma sjálfan sig frá mál-
inu og afhenda Alþingi það sem
pólitískt úrlausnarefni. Varla
mun það einfalda málflutning-
inn, en hægt væri að skafa agnúa
af lögunum, svo sem að fiski-
slóðin sé þjóðareign og annað
smáræði til að róa sægreifa.
Svo er til í dæminu að telja að
málið heyri undir dómstóla og
staðfesta Vatneyrarmálið eða
dæma einhvern veginn allt öðru
vísi.
En hvernig sem fer er víst að
þeir fáu þorskar sem Vatneyrin
dró utan kvóta eru dýrustu fisk-
kíló, sem nokkru sinni hafa verið
dregin úr sjó við ísland.
Hæstiréttur á ekki
að fást v/ð pólitík.
snmia
svarað
Ersú ákvörðun Skelj-
ungs að hætta stuðningi
við stjómmálaflokka til
eftirhreytni?
Stemgrímur J. Sigfússon
sér ekki jákvætt að stórfyrirtæki
fara að heltast þar út lestinni.
Sérstaklega ef það er af ástæðum
sem koma íslenskum ástæðum
ekki við, en þessi ákvörðun
Skeljungs er tekin vegna fyrir-
mæla frá erlendum höfuðstöðv-
um. Eg hef margoft varpað fram
þeirri tillögu að stutt yrði betur
við bakið á stjórnmálastarfsemi í
landinu af almannafé, um leið
og sett yrði þak á útgjöldin, eink-
anlega í kosningum, og þá yrðu
stjórnmálaflokkar ekki háðir
stuðningi frá fyrirtækjum."
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
stjónmrform. KEA ogfv. þingmaður.
“Nei, ég tel þessa
ákvörðun ekki til
eftirbreytini. Eg
held að einmitt
sé bæði eðlilegt
og æskilegt að
sem flest fyrir-
tæki styrki stjórnmálastarfi, þó ef
til til vill með gegnsærri hætti en
gert er í dag. En ef obbi fyrir-
tækja fer hinsvegar að hætta
þessum stuðningi þá erum við
fyrst að bjóða hættunni heim,
því þá gæti það gerst að stór og
öflug fyrirtæki væru komin í þá
stöðu að geta keypt sér pólítsk
áhrif."
Ari Edvald
framkv.stjóri Samtaka atvitinulífsins.
“Slíkt tel ég vera
ákvörðun hvers
fyrirtækis fyrir sig
og Samtök at-
vinnulífsins hafa
enga stefnu mót-
að í þessu. Hins-
vegar finnst mér eðlilegt ef fyrir-
tæki styrkja einstök málefni, svo
sem Iíknarmál, íþróttir eða
stjórnmál séu þau framlög frá-
dráttarbær frá skatti sem rekstr-
arkostnaður. Það er málefnalegt
ef fyrirtæki marka skýra stefnu í
framlögum sínum til einstakra
mála - en mörg telja jákvætt að
samsama sig ákveðnum mála-
flokkum í styrkveitingum sín-
um.“
Vilhjálmur Egilsson
þingmaðurSjálJstæðisflokJts ogfram-
kvæmdast. Verslunarráðs.
“Nei, mér finnst
það ekki. Mér
fínnst að fyrir-
tæki eigi að
styrkja stjórn-
málaflokka og
taka þannig þátt í
samfélagslegri starfsemi. Það er
ekki eðlilegt að fyrirtæki skorist
undan því að styðja þá starfsemi
sem er eðlileg fyrir samfélagið,
en vera síðan á sama tíma að
gera kröfur til þess að lög og
reglur stuðli að framförum í at-
vinnulífi."