Dagur - 17.03.2000, Page 7

Dagur - 17.03.2000, Page 7
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 - 7 X^MT'. ÞJÓÐMÁL Kæri Stefán. Eg þakka þér fyrir umbúða- Iaust bréf þitt og spurningar til mín í Degi 23. febrúar sl. I fyrri spurningunni spyrð þú hvort ég muni beita mér fyrir því að umhverfiskostnaður verði tekinn með við mat á arðsemi Fljótsdalsvirkjunar. Það hlýtur auðvitað að vera markmið okkar að Iíta til allra þátta þegar við metum arðsemi framkvæmda, þar með talin áhrif á hið náttúrulega umhverfi, at- vinnu, byggð o.s.frv. Suma þætti er tiltölulega auðvelt að meta til fjár, meðan við þurfum að gefa okkur margar forsendur til að meta aðra þætti eins og hvers virði tiltekin gróðurvin eða mel- ur er svo dæmi séu tekin. Ekki er heldur auðvelt að meta hvers virði það er okkur annars vegar að geta greitt „lokka við Galtará" eða hins vegar að veita nýju afli inn í fremur einhæft atvinnulíf á landsbyggðinni. Það koma einn- ig upp mörg álitamál. Líklegt er t.d. að framkvæmdir Landsvirkj- unar á Þjórsár-Tungnaár svæð- inu hafi gert fjölmörgum Islend- ingum og erlendum ferðamönn- um kleift að njóta ýmissa nátt- úruperla. Raunar má fullyrða að framkvæmdir Landsvirkjunar til undirbúnings Fljótsdalsvirkjunar hafi opnað okkur leið inn undir Eyjabakka. Hvers virði er þetta og hvernig tökum við það með í reikninginn? Heildarsýn Þegar ákveðið er hvort ráðast eigi í framkvæmdir sem lúta að því að nýta endurnýjanlegar orkulindir okkar þarf einnig að líta á málið í alþjóðlegu sam- hengi. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem haldin var í Río árið 1992 var m.a. samþykkt Agenda 21, sem er einskonar dagskrá 21. aldar. I henni er mælst til þess að þjóðir heims nýti endurnýjan- legar orkulindir sínar til þess að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Sama er gert í Kyoto- bókuninni. Við höfum lagt okkar að mörkum með að nýta orku- lindirnar til að framleiða létt- málminn ál, en vaxandi notkun léttmálma í farartækjum minnk- ar olíunotkun og losun gróður- húsalofttegunda. Raunar er ál forsenda þess að unnt er að halda uppi flugsamgöngum og undirstaða ferðamennskunnar í heiminum. Eigum \áð að taka allt þetta með í arðsemisreikn- ipgana? Væntanlega. Hvaða að- ferðir höfum við til þess? Fyrir nokkrum áratugum var fyrst og fremst leitast við að afla orku til að veita birtu og yl í hí- býli landsmanna. Þá var á stund- um ekki spurt um hvað fram- kvæmdin kostaði. Síðar kom „Raunar má fullyrða að framkvæmdir Landsvirkjunar til undirbúnings Fljótsdalsvirkjunar hafi opnað okkur leið inn undir Eyjabakka. Hvers virði er þetta og hvernig tökum við það með í reikninginn?" spyr iðnaðar- og viðskiptaráðherra ígrein sinni. - mynd: gva fram krafa um að framkæmdir þyrftu að vera arðsamar. Á síð- asta aldarfjórðungi eða svo hafa umhverfisjónarmið fengið sífellt aukið vægi við mat á því hvort fara eigi í tilteknar orkufram- kvæmdir. Vegna aukins atvinnu- leysis víða um lönd hefur á síð- ustu árum verið lögð aukin áhersla á að atvinnumál séu hluti af þeirri heildarsýn sem stjórnvöld þurfa að hafa þegar orkuframkvæmdir eru leyfðar. Stundum er talað um E-in fjög- ur, þ.e. orka (energy), efnahagur (economy), umhverfi (environ- ment) og atvinnu (employmcnt). Við megum ekki líta á þessa þætti einangraða heldur í sam- hengi. Það er unnið að því að þróa aðferðir til þess að líta á alla þessa þætti saman til þess að við getum skapað okkur þá heildstæðu mynd sem viljum hafa þegar ákvarðanir eru tekn- ar. Ég er reiðubúinn til að leggja mitt á vogarskálina til að stuðla að því að það verði unnt. Slíkum aðferðum verður þó væntanlega ekki beitt vegna Fljótsdalsvirkj- ana, heldur ekki þeirri aðferð sem þú nefnir, enda tekur hún ekki á málinu í heild. EkM airnað hvort eða, heldur hæði og I seinni spurningunni spyrð þú hvort ég muni „leggja hagrænt og umhverfislegt mat á þann val- kost annars vegar að selja orku til álversins í Reyðarfirði, eða hins vegar að nota hana til að vetnisvæða ísland - ÁÐUR en samið verður um orkusölu til ál- versins?" I spurningunni gefur þú þér að við höfum um þessa tvo kosti að velja. Svo er því miður ekki. Við vitum að tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að reisa og reka ál- ver við Reyðarfjörð, en mikið skortir enn á að við sjáum þann draum rætast að við getum nýtt tilbúið eldsneyti, framleitt með orkulindum þjóðarinnar, á farar- tækin og fiskveiðiflotann. Ég tel raunar ekki heldur rétt að stilla þessum málum upp sem and- „Við getiun bæði reist álver á Reyðarfirði og vetnisvætt ísland, ef þessi verkefni eru þjóðhagslega arðbær og uppfylla kröfur sem við gerum til slikra verkefna.“ stæðum. Þetta er ekki spurning um annað hvort eða heldur bæði og. Við getum bæði reist álver á Reyðarfirði og vetnisvætt Island, ef þessi verkefni eru þjóðhags- lega arðbær og uppfylla kröfur sem við gerum til slíkra verk- efna. Við höfum einungis nýtt lítinn hluta jarðvarmans og vatns- orkunnar. Nánast allt rafmagn sem við notum til þess að reka þjóðfélagið er framleitt með vatnsaflinu og jarðhitanum. I að- alatriðum eru því þrjár leiðir sem geta komið til álita til að auka nýtingu orkulindanna - aðra helstu náttúruauðlind þjóðar- innar - til að bæta lífskjör okkar. í fyrsta lagi aukinn orkufrekur iðnaður. Á því sviði hefur okkur orðið vel ágengt á síðustu árum. í öðru lagi hefur útflutningur raforku um sæstreng til annarra Evrópuríkja verið í umræðunni. Og í þriðja lagi eru hugmyndir um framleiðslu eldsneytis t.d. vetnis til að knýja farartæki og fiskiveiðiflotann. Höfiun engu að tapa Því miður er staða þessara verk- efna ólík. Við höfum Ianga og góða reynslu af orkufrekum iðn- aði og vitum að þar eru raunhæf tækifæri í framtíð ef við viljum og vel er haldið á málunum. Tæknilega virðist ekkert því til fyrirstöðu að unnt sé að flytja raforku út um sæstreng, en kostnaður við strenginn yrði það hár að ólíklegt er að verkefnið yrði arðbært svo ekki sé tekið til- lit til annarra hliða málsins. Tæknilega er ekkert því til fyrir- stöðu að unnt sé að framleiða eldsneyti hér á landi og vissulega hefur á síðustu árum orðið mikil þróun í búnaði og vélum til að nýta tilbúið eldsneyti. Því miður er þó enn nokkuð í land og ekki hægt að spá fyrir um hvenær vetni eða annað tilbúið eldsneyti getur tekið við því hlutverki sem olían gegnir í dag. Við eigum að fylgjast með þeirri þróun og taka þátt í henni eftir því sem tilefni er til, en við verðum að gera okk- ur fulla grein fyrir því að við stýr- um ekki þróuninni. Ef vetni kæmi í stað allrar olíu sem við notum á bíla og skip og notaðir yrðu efnarafalar þyrfti til þess um 4.800 GWst af raforku á ári, eða sem svarar til um ríf- lega þriggja Fljótsdalsvirkjana. Ætla má að eftir að tækni hefur verið þróuð og efnahagslegar forsendur fyrir notkun tilbúins eldsneytis eru fyrir hendi muni a.m.k. 1 til 2 áratugir líða áður en búið verður að ryðja olíunni af markaðinum. Því er líklegt að minni virkjanir, t.d. jarðgufu- virkjanir, yrðu heppilegri til þess að mæta orkuþörfinni sem dreifðist á nokkuð Iangt tímabil. Á þessum tíma yrðu einnig þau stóriðjuver sem nú eru í rekstri komin til ára sinna og samning- ar lausir. Ef eldsneytisfram- leiðsla væri talin arðsamari þá kæmi væntanlega til greina að nota virkjanirnar sem beisla end- urnýjanlegar orkulindir okkar til framleiðslu eldsneytis. Við höf- um því engu tapað. Við megum heldur ekki gleyma því að vel kunna aðrir kostir en rafmagn að vera hagkvæmari til að framleiða eldsneytið. Ágæti Stefán. Ég er tilbúin til að beita þeim nýja vendi sem mér hefur verið fenginn um stund til að bæta lífskjör í Iand- inu og stuðla að sjálfbærri nýt- ingu náttúrulegra auðlinda þjóð- arinnar okkur og komandi kyn- slóðum til efnahagslegs og fé- lagslegs ábata, án þess að skerða lífsskilyrði komandi kynslóða. Um það snýst sjálfbær þróun í orku- og atvinnumálum. Um það erum við vonandi sammála. Bestu kveðjur E.s. Ég hef nú opnað harða iðnaðar- og orku- pakkann. Innihald hans olli mér ekki vonbrigðum, það er bæði mjúkt og spennandi. Ég hvet þig eindregið til að kynna þér þann pakka betur. (Milltfyrirsagnir eru blaðsins). Innitaaldið er taæði miúkt og speimandi VALGERÐUR SVERRIS- DOTTIR rAðherra SKRiFAR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.