Dagur - 17.03.2000, Qupperneq 10
10- FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
rD^ftr
FRÉTTASKÝRING
Viðhorf talsmanna
stjðmmálailokkaima
til iiiíilllutiiiiigsiiis í
Vatiieyrarmíilinii fyrir
Hæstarétti em mis-
mimandi. Eiima at-
hyglisverðust þykja
ummæli ríMssaksókn-
ara iiin verksvið dóm-
stóla og löggjafarvalds
og um sameiguará-
kvæðið. Niðurstaðan
hefur inikil áhrif,
hvort sem niðurstaða
undirréttar verður
staðfest eða ekki.
Innan næstu fjögurra vikna mun
Hæstiréttur kveða upp dóm, sem
gæti orðið einhver sá sögulegasti
í íslandssögunni frá því að Þor-
geir Ljósvetningagoði kom undan
feldinum fyrir þúsund árum. AI-
þjóð bfður nú eftir því hvort
Hæstiréttur staðfestir sýknudóm
Héraðsdóms Vestfjarða í Vatneyr-
armálinu og nemur þá um leið
kvótalögin úr gildi, eða snýr nið-
urstöðunni við og bjargar kvóta-
kerfinu þar með.
Málflutningurinn fyrir Hæsta-
rétti á miðvikudag þótti dramat-
ískur og þar var kvótakerfið frek-
ar fyrir rétti en eiginlegir sak-
borningar, sem ákærðir eru fyrir
að veiða án þess að hafa kvóta.
En hvað finnst talsmönnum
stjórnmálaflokkanna um mál-
flutninginn fyrir Hæstarétti?
Stj órnarfl okk arnir veriida
e in ok iin a rh a g s miiiii
Svanfríður Jónasdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, segir að
fyrir Hæstarétti sé tekist á um
eignarhaldið á auðlindinni. „Það
er tekist á um það, hvort sam-
eignarákvæði 1. greinar laganna
um stjórn fiskveiða hefur þá
merkingu og vægi sem Hæstirétt-
ur gaf því í niðurstöðu kvóta-
dómsins frá desember 1998, eða
er bara almenn stefnuyfirlýsing,
og þar með í lagi að útgerðin hafa
nánast fullkomið eignarhald á
auðlindinni eins og ríkissaksókn-
ari heldur fram. Það sem kemur
ef til vill mest á óvart í málflutn-
ingnum fyrir Hæstarétti nú er
hve ríkissaksóknari er pólitískur í
sínum málflutningi og skoðanir
hans á gildi stjórnarskráa. En
þegar lögfræðingar, ég tala nú
ekkí um dómarar, tala eins pólitík
og lög eigi ekkert sameiginlegt, þá
finnst mér nú jafnan vissara að
vera á varðbergi."
Svanfríður segir að málið snú-
ist auðvitað um jafnræðisákvæði
stjórnarskrárinnar og það hvernig
hægt er að tryggja þeim sem svip-
að er ástatt um sambærilegar að-
stæður. „Magnús Thoroddsen
hittir því að mínu mati naglann á
höfuðið þegar hann segir aðeins
tvær leiðir færar; að gefa veiðarn-
ar frjálsar eða taka upp auðlinda-
gjald á markaðsforsendum. Al-
mennt eru menn sammála um að
stjórnvöld hafi rétt til að tak-
marka sókn í fiskistofnana til
verndar auðlindinni þannig að
frjáls sókn er ekki inni í mynd-
inni. Það skilur okkur þá eftir
með hina leiðina, þá leið að veiði-
rétturinn verði boðinn út, allir
eigi þar jafnan aðgang og greiði
eðlilegt gjald fyrir. Mér finnst að
Alþingi hefði fyrir löngu átt að
vera búið að leysa úr þessu máli.
Stjórnarflokkarnir virðast hins-
vegar telja það hlutverk sitt að
vernda hagsmuni þeirra sem að-
gang hafa að auðlindinni í skjóli
einokunar."
Svanfríður spáir því að Hæsti-
réttur muni horfa til stjórnar-
skrárinnar. „Horfa til jafnræðis
þegnanna og atvinnufrelsis og
horfa lengra fram í tímann í sinni
niðurstöðu en þeir gera sem fyrst
og fremst virðast óttast nokkurra
vikna hafarí á meðan löggjafinn
bregst við slíkri niðurstöðu."
VeiðiréttuTiim fari ekki á
VerðbréfaJjing
Einar K. Guðfinnsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins og for-
maður sjávarútvegsnefndar Al-
þingis, segir að málflutningurinn
í Hæstarétti hafi verið með fyrir-
sjáanlegum hætti. „Það kom í
sjálfu sér ekkert nýtt fram. Eg tek
eftir því að verjendurnir leggja
áherslu á það sem menn hafa
kallað jafnræðisreglu stjórnar-
skrárinnar og ákvæðið í 1. grein
um sameign þjóðarinnar. Eg var á
fjölmennum fundi um sjávarút-
vegsmál á Isafirði og þar vöktu
menn réttilega athygli á því, sem
menn virðast ekki hafa haldið
mikið á lofti, að það er nú fleira í
þessari 1. grein, meðal annars er
þar talað um hagsmuni byggð-
anna, sem líka skiptir máli. Það
er ekki bara kveðið á um sam-
eign, heldur líka að eitt af mark-
miðum kvótalaganna sé að
treysta byggð. Þær fráleitu og
útópísku hugmyndir að dreifa
aflaheimildum án þess að skil-
greina með eðlilegum hætti veiði-
réttinn fela ekki í sér milda um-
hyggju fyrir byggðinni í landinu."
Einar telur að það sé rétt hjá
rfkissaksóknara að það sé verk-
efni stjórnmálamannanna að
setja Iög um fiskveiðistjórnina,
þannig að þau standist stjórnar-
skrána. „Eg tek líka eftir því að
annar verjendanna setti fram þá
pólitísku skoðun að það ætti að
stjórna fiskveiðunum með því að
leggja sérstakt afgjald á veiðarnar,
sem nenn hafa kallað auðlinda-
skatt. Það er pólitísk yfirlýsing
sem hefur ekkert með lögfræði að
gera.“
Einar segir niðurstöðu héraðs-
dóms hafa komið sér á óvart. „Eg
treysti mér ekki til að spá fyrir um
niðurstöðu Hæstaréttar. En ef
dómur undirréttar er staðfestur
algjörlega og ekkert annað gerð-
ist, þá er augljóst að fiskveiði-
stjórnunin yrði í algjöru upp-
námi. Eg tel að stóra verkefnið í
málinu sé að skilgreina veiðirétt-
inn. Það er mín pólitíska skoðun
að veiðiréturinn eigi að vera
bundinn við sjávarútvegsfyrirtæk-
Umdeilanlegt er hvort fyrir rétti séu skipstjóri og útgerðarmaður Vatneyrinnar eða sjálft kvótakerfið. Brutu
in. Ég rökstyð það meðal annars
með byggðalegri skírskotun.
Veiðirétturinn í dag er bundinn
við skip, en hann má binda við
sjávarútveginn, bæði útgerð og
fiskvinnslu, til að skapa þar jafn-
ræði. En ég tel að það eigi ekki að
gera veiðiréttinn að framseljan-
Iegum gjaldmiðli á Verðbréfa-
þingi, eins og sumir hafa verið
með kröfu um. Veiðirétturinn
verður að vera framseljanlegur,
en tel eðlilegt að setja þær kröfur
að veiðiréttarhafi beri að nýta
sem mest af sínum heimildum
sjálfur," segir Einar.
Það kemur að skuldadögum
Sverrir Hermannsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, segir að
sig stórundri undanfærsla ríkis-
saksóknara að vilja vísa málinu til
löggjafans aftur af þvf það sé póli-
tískt mál. „Þetta finnst mér
benda til þess að hann skorti rök
í málinu. Má ég nú fá skilgrein-
ingu á því hvað telst pólitískt og
hvað ópólitískt mál! Frakkar segja
gjarnan; stjórnmálin eru lífið
sjálft. Til hvers eigum við að ætl-
ast af dómstólum ef ekki einmitt
þess, sem þeir eru sérstaklega
ætlaðir, að þeir kveði upp úr og
túlki þau lög sem löggjafinn set-
ur. Bogi Nilsson er sanngjarn
maður, en honum virðist þarna
umhendis að leiða þau rök fram
sem geta hnekkt rökstuðningin-
um fyrir Vatneyrardóminum.
Hans neyðarúrræði sé þess vegna
að skila málinu í hendur ofbeldis-
Svanfríöur Jónasdóttir: Það sem
kemur e.t.v. mest á óvart ímálflutn-
ingnum fyrir Hæstarétti nú er hve
ríkissaksóknari er pólitískur í sínum
máifiutningi og skoðanir hans á
gildi stjórnarskráa.
mannanna sem settu þessi ólög
og vilja viðhalda þeim.“
Sverrir segir að sig undri tal
prófessoranna Sigurðar Lfndal og
Þorgeirs Orlygssonar. „En það er
engin ný bóla að Iögspekingar
hafi uppi mismunandi viðhorf til
hlutanna. Ég skil ekki að hægt sé
að úthluta þessum takmörkuðu
Einar K. Guðfinnsson: Þær fráleitu
og útópísku hugmyndir að dreifa
aflaheimildum, án þess að skil-
greina með eðiiiegum hætti ve/ði-
réttinn, fela ekki í sér mikla um-
hyggju fyrir byggðinni í landinu.