Dagur - 17.03.2000, Qupperneq 11
FÖ S TUDAGV R 17. MARS 2000 - 11
þeir lög eða brjóta lögin stjórnarskrána? Myndin er tekin í gær við Sandgerðisbót á Akureyri. - mynd: brink
réttindum, sem sögð eru sameign
þjóðarinnar, örfáum mönnum á
silfurfati til einkagróða. Svo segja
menn að það sé ekki hægt að
leggja á auðlindaskatt - sem einn
sér Ieysir að vísu ekki vandann -
en það eru þegar greiddar ótrú-
legar upphæðir í auðlindaskatt,
sem þeir borga sem þurfa að
Sverrir Hermannsson:
Guð hjálpi stjórnendum landsins
verði Vatneyrardómurinn ekki stað-
festur! Þá rata þeir út í ófæruna, því
þeir virðast ófærir um að sjá hvert
stefnir.
leigja sér auðlindina eða kaupa
hana. Svo er líka talað um hag-
ræðingu þegar við blasir að afla
er fleygt fyrir milljarða í núver-
andi kerfi.“
Hvað tekur við ef Vatneyrar-
dómurinn verður staðfestur?
„Guð hjálpi stjórnendum lands-
ins verði hann ekki staðfestur! Þá
Kristinn H. Gunnarsson: Ljóst að
lögin verði að þróast frá ótíma-
bundinni til tímabundinnar úthlut-
unar aflahlutdeildar - sem myndi
mæta helstu gagnrýninni sem lesa
má út úr dómum Hæstaréttar.
rata þeir út í ófæruna, því þeir
virðast ófærir um að sjá hvert
stefnir. Sáttanefnd sú sem nú á
að heita að störfum er bara svið-
setning. Stjórnarflokkunum væri
vel trúandi til að taka ýmis hliðar-
spor í framhaldi af staðfestingu
Vatneyrardóms; eins og þeir
brugðust við Valdimarsdómnum.
Steingrímur J. Sigfússon: íslenska
réttarskipanin er þannig, að við höf-
um ekki stjórnlagadómstól og því
er hlutverkið hjá Hæstaréti að
dæma hvort lög og reglur í landinu
séu í samræmi við stjórnarskrána.
En það verður þeim ekki til bjarg-
ráða, því þetta endar bara á einn
veg: það kemur að skuldadögum
og kvótakerfið leysist upp,“ segir
Sverrir.
Þróim til timabundmnar
úthlutunar
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Framsóknarflokksins, segir
að miðað við fréttaflutning hafi
málflutningurinn fyrir Hæstarétti
verið óvenjulegur að ýmsu Ieyti.
„Sækjandinn Ijallaði um hlutverk
dómstóla og verjendur um stöðu
almennings og túlkun á stjórnar-
skránni í því samhengi, sem hvort
tveggja er óvenjuleg efnistök. Sem
undirstrikar hversu málið er talið
af beggja hálfu þýðingarmikið."
Kristinn telur að það sjónarmið
sem ríkissaksóknari setti fram um
hlutverk dómstóla hafi átt rétt á
sér. „Það er fyrst og fremst þeirra
að dæma eftir lögunum, en ekki
greiða úr pólitískum álitaefnum.
Hann hefur rök fyrir því að draga
þetta inn í málið, því Hæstiréttur
hefur fellt dóma sem má halda
fram að hafi frekar svarað póli-
tískum álitamálum en að stuðst
hafi verið við lagafyrirmæli. Eitt
dæmi er mér sérstaklega minnis-
stætt, en það var þegar Hæstirétt-
ur dæmdi um flutning Landmæl-
inga íslands. Dómurinn komst að
niðurstöðu um að það væri
óheimilt að flytja stofnunina,
ekki út frá lögunum eða stjórnar-
skrá, heldur eftir túlkun sinn á
ákvæðum stjórnarskrárinnar,
túlkun scm ég hef ekki séð fyrr.
Þar var Hæstiréttur að mínu mati
að verja atvinnuhagsmuni starfs-
manna ríkisins, þannig að það
yrði síður hætta á að þeir byggju
við óvissu vegna hugsanlegs
flutnings starfsins. Það var póli-
tísk afstaða með starfsmönnun-
um. Ef við yfirfærum þetta á
Vatnseyrarmálið mætti álykta
sem svo að Hæstiréttur væri Iík-
legur til að taka pólitíska afstöðu
með starfsfólki í sjávarútvegi, sjó-
mönnum og verkafólki, gegn út-
vegsmönnum."
Kristinn segir að ekkert hafi
komið honum á óvart í málflutn-
ingi verjendanna. En við hvaða
niðurstöðu býst hann? „Eg hef
látið þau orð falla að ég teldi lík-
legt að dómur undirréttar yrði
staðfestur, með hliðsjón af fyrri
dómum Hæstaréttar, nema að
Hæstiréttur finni leið framhjá því
vegna veikleika í röksemdarfærsl-
unni. Menn deila fyrst og fremst
um framsalið og hvort útgerðar-
maðurinn eigi hagnaðinn sem
fylgir framsalinu. Eg er ekki í
grundvallaratriðum ósammála
framkominni gagnrýni á framsal-
ið og því sjónarmiði að framsalið
á hendi útvegsmanns einvörð-
ungu kasti fyrir róða hagsmunum
annarra, sem eiga að mínu mati
lögvarða hagsmuni í atvinnu-
greininni. Það er ekki eðlilegt að
þetta sé einvörðungu á hendi út-
gerðarmannsins. Eg er hins vegar
ósammála því að það eigi að taka
upp auðlindagjald en láta fram-
salið vera óhreytt. Það bætir ekk-
ert ranglæti."
Hvaða afleiðingu myndi stað-
festing undirréttardóms hafa?
„Hvort tveggja hefur miklar af-
leiðingar. Ef dómnum verður
snúið við og núverandi kerfi stað-
fest held ég að það magni enn
andstöðuna við kerfið, því það
verður túlkað sem svo, að líkurn-
ar fyrir því að útvegsmenn eigi
þessi réttindi um aldur og ævi
hafi aukist. Það myndi herða á
andstöðunni og auka óeininguna.
Ef dómurinn verður staðfestur
myndi það ekki hafa mikil áhrif
til skamms tíma; við því yrði Al-
þingi að bregðast með löggjöf
strax, því væntanlega myndu með
álykta að það yrði að takmarka
veiðarnar með einhverjum hætti.
Hins vegar er spurningin hvernig
lagabreytingin yrði, sem erfiðara
er að ráða í, því það fer eftir því
hvernig dómurinn tekur á laga-
ákvæðunum. Mér sýnist ljóst að
lögin verði að þróast frá ótíma-
bundinni til tímabundinnar út-
hlutunar aflahlutdeildar - sem
myndi mæta helstu gagnrýninni
sem lesa má út úr dómi Hæsta-
réttar í Valdimarsmálinu 1998 og
dómi Héraðsdóms Vestfjarða í
janúar,“ segir Kristinn.
Stórtíðindi hvemig sem fer
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri hreyfingarinnar
græns framboðs, segir ekki margt
nýtt hafa komið fram í rökum og
gagnrökum fyrir Hæstarétti. „En
auðvitað vakti athygli sá hluti
ræðu ríkissaksóknara, þar sem
hann nánast varar Hæstarétt við
að vera ekki að grípa frammí fýrir
hendurnar á löggjafarvaldinu og
segir efnislega að málið sé á
landamærum þess pólitíska og
lagalega. Það má út af fyrir sig til
sanns vegar færa, en hinu verður
ekki á móti mælt að íslenska rétt-
arskipanin er þannig, að við höf-
um ekki stjórnlagadómstól og því
er hlutverkið hjá Hæstarétti að
dæma hvort lög og reglur í land-
inu séu í samræmi við stjórnar-
skrána. Menn verða að eiga þann
rétt að skjóta máli sínu eitthvert
ef þeir telja á sér brotið. Þar af
leiðandi getur Hæstiréttur ekki
annað en stjórnarskrárþáttinn
fyrir efnislega. Vissulega geta
menn sagt sem svo, að löggjafinn
sjálfur þurfi að lesa út úr stjórn-
arskránni eða túlka hvernig skilja
beri einstök ákvæði hennar, en
því hljóta að vera mjög mikil tak-
mörk sett. Eg sé ekki að það sé
staða fyrir ríkissaksóknara að
sannfæra - mér liggur við að segja
hræða - Hæstarétt frá þvf að taka
þetta mál fyrir efnislega."
Steingrímur vill sem fæst orð
hafa um líklega niðurstöðu, því
með þrískiptingu valdsins í huga
ber alþingismönnum að forðast
orð sem gætu verið misskilin sem
tilraun til að hafa áhrif á niður-
stöðuna. „Eg hef þó sagt opinber-
Iega að það kæmi mér á óvart ef
Hæstiréttur snýr niðurstöðunni
algjörlega við. Eg vil ekki útiloka
að Hæstiréttur muni með ítar-
legri reifun málsins velta upp nýj-
um flötum og setji málið í sam-
hengi með einhverjum hætti. En
hver sem dómur Hæstaréttar
verður þá mun hann hafa áhrif,
annað hvort réttarleg eða pólit-
ísk. Ef dómurinn verður staðfest-
ur eru það stórtíðindi sem Alþingi
hlýtur þá umsvifalaust að taka
mið af. Og þó Hæstiréttur snúi
dómnum við þá stendur eftir sá
pólitíski ágreiningur og ósætti
sem uppi er um þetta fyrirkomu-
lag. Það verða þá áfram hlutskipti
Iöggjafarvaldsins að glíma við að
bæta úr því,“ segir Steingrímur.