Dagur - 17.03.2000, Síða 15

Dagur - 17.03.2000, Síða 15
INNLENT Varðarmenn á Akureyri vilja endurskoðun framkvæmdastjórnar byggðamála, með tilliti til Byggðastofnunar. Ljóst sé að stofnunin hafi ekki náð takmarkinu um að snúa búsetuþróun við. „Byggðastofmin hefur mistekist“ Mannau ðurinn lítils metinn „Mannauður okkar er lítils metinn. Stöndum saman og jöfnum það sem jafna ber,“ segir m.a. í yfirlýsingu sem ófaglærðir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og Hvamms, heimilis aldraðra á Húsavík, hafa sent frá sér. Þar er heils hugar tekið undir „eðlilegar og sanngjarnar" kröfur VMSI. Þær séu í fullu samræmi við umtalað góðæri og þá launaþróun sem hefur átt sér stað á vinnumarkaðnum. Starfsmennirnir lýsa yfir fullum stuðningi við það verkafólk sem nú stendur í kjarabaráttu og hvetja það til samstöðu um boðaðar aðgerð- ir. Frá ársfundinum. Á fremsta bekk eru m.a. Þorkell Helgason orkumála- stjóri og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. - mynd: gva Vörður, félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri, hélt nýlega auka-aðalfund, og þar var Arn- Ijótur Bjarki Bergsson endur- kjörinn formaður, en aðrir stjórnarmenn Þorvaldur Makan, Kristjana Ólafsdóttir, Bergur Guðmundsson og Dagný Hauks- dóttir. Stjórnin sagði af sér á síð- asta ári í kjölfarið á ályktun þess efnis að enginn ætti að fá ís- lenskan ríkisborgararétt nema að kunna góða íslensku. Gæðtn hagnýtt í stjórnmálaályktun aðalfundar- ins segir meðal annars að Varð- armenn vilji að gæði landsins verði hagnýtt í þágu Islendinga, unnið verði að vexti og viðgangi fullveldis og sjálfstæðis hins ís- lenska lýðveldis á grunni jafn- réttis, einstaklingsfrelsis og sér- eignar. I landinu verði efld þjóð- leg og víðsýn framfarastefna. Vörður fagnar hugmyndun um sameiningu RARIK og Rafveitu Akureyrar og vonar að fleiri aðil- um verð gert kleift að koma að því máli. Vörður telur nauðsyn- legt að réttur fólks til að standa utan félaga sé virtur. Samnings- frelsi á að gilda á vinnumarkaðn- um sem annars staðar. Varðarmenn vilja endurskoð- un framkvæmdastjórnar byggða- mála, með tilliti til Byggðastofn- unar. Ljóst sé að stofnunin hafi ekki náð takmarkinu um að snúa búsetuþróun við. Markvissar að- gerðir í samþykkt þingsályktunar um byggðamál, sem beint sé að rót vandans, gefi von um betri tíð. Uppbygging við Lyjafjörð sé mikilvæg fyrir landsmenn alla. - GG Lögregluskólinn með Schengen Tollverðir og aðrir löggæslumenn verða á námskeiðum bjá Lögregluskól- anum um Schengen fram á vor, með aðstoð fjarfundabúnaðar sem ís- lensk miðlun hefur sett upp. Á næstu vikum fer fram fræðsla í húsakynnum Lögregluskóla ríkisins um Schengen-samstarf- ið. Reiknað er með að 800-900 manns sitji námskeiðin, þ.e. lög- reglumenn, lögreglustjórar, flestir tollverðir, starfsmenn Út- lendingaeftirlitsins og starfs- menn Landhelgisgæslunnar. Á vefsíðu lögreglunnar kemur fram að þetta sé trúlega viða- mesta verkefnið sem Lögreglu- skólinn hefur tekið að sér. Skipulagning er í höndum fram- haldsdeildar skólans en henni til aðstoðar hefur verið skipuð sér- stök nefnd sem hefur gert tillög- ur um kennsluefni og skipulag. AIls verða haldin 12 námskeið í skólanum, hvert 6 kennslu- stunda langt og á sama tíma og þau eru haldin í skólanum, fyrir allt að 50 manns í einu, verður þeim sjónvarpað með fjarfunda- búnaði á nokkra staði utan höf- uðborgarsvæðisins. Lögreglu- i skólinn bindur miklar vonir við þessa aðferð við að koma fræðslu á framfæri og hugsa menn sér þar gott til glóðarinnar með ýmiss konar fræðslu sem hægt er að koma á framfæri án þess að allir komi í skólann. Á námskeiðunum verður fjall- að um sögu Schengen sam- komulagsins og helstu atriði sem snúa að löggæslu en þar eru ýmis atriði sem löggæslustéttir verða að kunna skil á til jafns við kollega í öðrum löndum á Schengen-svæðinu. Aiikiii velta Orkustofnunar Á ársfundi Orkustofnunar í vikunni var lögð fram ársskýrsla fyrir árið 1999. Heildarveltan jókst um 20% frá árinu 1998 og nam 925 millj- ónum króna. Rekstrarafgangur nam 46,7 milljónum króna. Höfuð- stóllinn jókst því um sömu fjárhæð, eða 7% af útgjöldum. Þá er búið að telja til gjalda fjárfestingu í tækjum og búnaði að upphæð 41 millj- ón króna. Framlegðin úr rekstri er því alls um 88 milljónir eða 13% af veltu. Ársverk voru 97 og fjölgaði þeim um tæp 5 prósent milli ára. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra setti ársfundinn, en yfir- skrift hans var „Orkumál heimsins og Islands við aldahvörf.'1 Einnig fluttu ávörp Þorkell Helgason orkumálastjóri, Gerald Doucet, fram- kvæmdastjóri Alþjóða orkuráðsins, og ýmsir sérfræðingar Orkustofn- unar. Þannig flutti Benedikt Steingrímsson áhugavert erindi um há- hitarannsóknir en nýting jarðhita til raforkuvinnslu hefur aukist úr 50 Mw í 170Mw á síðustu tveimur til þremur árum. Þá var greint frá nýjungum í vatnamælingum, sem m.a. hafa nýst við vöktun Kötlu. í slenskt félag í erlendri kauphöll Kauphöllin í Lúxemborg (LuxSE) hefur samþykkt að skrá hlutahréf- Uppspretta Icelandic Capital Venture S.A. Með skráningu félagsins er brotið blað í fjármálasögu íslands, að því er segir í tilkynningu frá Kaupþingi, þar sem aldrei áður hafi hlutafélag í meirihlutaeigu ls- lendinga fengið skráningu í erlendri kauphöll. Skráningin markar einnig tímamót að öðru leyti því þetta er í fyrsta sinn sem fjármála- fyrirtæki í eigu Islendinga sér um skráningu hlutafélags í erlendri kauphöll en það var Kaupthing Luxembourg S.A. sem hafði umsjón með skráningunni. Lagt hefur verið í töluverða undirbúningsvinnu vegna þessa undanfarna mánuði. Viðræður við Verðbréfaþingið í Lúxemborg hófust í júní á síðasta ári. OIl umsýsla Uppspretta Icelandic Capital Venture S.A. fer fram hjá Kaupthing Luxembourg S.A. en félagið hefur jafnframt gert fjárfestingarráðgjafarsamning við Kaupþing hf. Framkvæmdastjóri félagsins er Hilmar Þór Kristinsson, starfsmaður Kaupþings hf. Uppspretta er áhættusækið fjárfestingarfélag sem stofnað var fyrir einu og hálfu ári. Það hefur fjárfest í tólf óskráðum hlutafélögum en þau eru: Fjárfestingarfélag Vestmannaeyja hf., Fjárfestingarfélag Austur- Iands hf., deCode genetics Inc., Þórsbrunnur hf., Icelandic Geno- mics Inc., Víkingarhf., Bio Process A/S, Subway DanmarkA/S., Nor- dic Industrial Park SIA, Stoke Holding S.A., Arctic Ventures og Stjornu - Oddi hf. Hlutafé í Uppsprettu er um einn milljarður króna. Sæplast kaupir keppinaut Sæplast á Dalvík hefur gert samkomulag um kaup á öllum hlutabréf- um í samkeppnisfyrirtækinu Nordic Suplly Container AS í Skodje við Álasund, og er þetta þriðja norska fyrirtækið sem Sæplast kaupir á þessu ári, en heildarvelta þeirra er um 110 milljónir norskra króna. Fyrirtækið starfar á sama markaði og Sæplast, nýtir sömu tækni og framleiðir sambærilegar vörur. Áætluð heildarvelta fyrirtækisins er um 24 milljónir norskra króna, og eru fiskikör um tveir þriðju hluti veltunnar. Með kaupunum skapast miklir hagræðingamöguleikar fyr- ir Sæplast í Noregi. Mögulegt verður að fækka verksmiðjum og draga þar með umtalsvert úr föstum kostnaði. Á sama hátt getur sölukerfi Sæplasts annast sölu á vörum Nordic Supply Containers með litlum aukakostnaði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.