Dagur - 17.03.2000, Page 17

Dagur - 17.03.2000, Page 17
 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 - 17 ÍÞRÓTTIR United sýndi sitt besta Leikinenn Mandiester United sýndu frábær- an leik, þegar liðið vann 3-1 sigur á Fior- entina í B-riðli Meist- ardeildar Evrópu í fyrrakvöld og augljóst að liðið er óðum að komast í gamla meist- araformið. Þegar ein umferð er eftir í annari lotu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, hafa fjögur lið, Barcelona, Manchester United, Bayern Miinchen og Chelsea, tryggt sér réttinn til að leika á 8- liða úrslitum keppninnar. Henning Berg og Dwight Yorke fagna marki þess síðarnefnda. Roy Keane skoraði annað mark United. United að komast í meistara- formið Evrópumeistarar Manchester United, sönnuðu það í 3-1 sigur- Ieiknum gegn Fiorentina á Old Trafford í fyrrakvöld að Iiðið er að ná sínu gamla meistaraformi og virðist líklegt til að verja titil- inn í ár. Þeir yfirspiluðu ítalska liðið gjörsamlega í fyrrakvöld og sýndu sinn Iangbesta Ieik á tíma- bilinu, sérstaklega í fyrra hálf- leik. Liðið lék eins og vel smurð vél, þar sem fáa hnökra var að sjá. Fiorentina átti þó fyrsta markið í leiknum, en það gerði Gabriel Batistuta með glæsilegu skoti á 16. mínútu. Þrjú mörk United, frá þeim Andy Cole, Roy Keane og Dwight Yorke, fylgdu svo í kjölfarið, sem hefðu gatað orðið fleiri miðað við yfirburði United á vellinum. Ferguson í skýjunum Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna f leiknum og sagði að hann hefði sjaldan séð liðið sitt spila eins vel og að þetta væri besti leikur þess á tímabilinu. Hann er þó viss um að liðið eigi enn eftir að bæta við sig, því mið- að sé við að það sé í toppformi um mánaðarmótin mars-apríl. „Þó þið hafið séð mikið í kvöld, þá hafið þið ekki séð það besta," sagði Ferguson kokhraustur við blaðamenn eftir leikinn í fyrra- kvöld. Ef það er rétt hjá Fergu- son, þá er við miklu að búast, því liðið lék frábæra knattspyrnu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið virðist á hraðri leið með að ná sama formi og það komst í á síð- ustu leiktíð, þegar það vann allt sem í boði var. „Við höfum hagað öllum æfingum og undirbúningi miðað við að ná toppi á réttum tíma og það virðist vera að ganga eftir,“ sagði Ferguson. Giggs aldrei betri Frá því að hafa átt í mesta basli vegna meiðsla og vandamála með Ieikmenn fyrr í vetur, hefur ástandið hjá United breyst í það, að nú á Ferguson f mestum vand- ræðum með að ákveða hvaða leikmenn hann velur hverju sinni. Eftir leikinn í fyrrakvöld verður spennandi að sjá hvernig hann stillir upp gegn Leicester í ensku deildinni á laugardaginn, eftir þær breytingar sem hann gerði á Ieikskipulaginu gegn Fiorentina. Þar lét hann fram- herjana spila mjög utarlega og Giggs, sem er í sínu besta formi í langan tíma, koma upp miðjuna. Þetta gerði Ferguson til að rugla Italana í rfminu og það tókst bærilega. Þar sem bæði Dwight Yorke og Andy Cole skoruðu gegn ítölunum á Ferguson erfitt með að gera breytingar í fremstu víg- línu. Þegar hann var spurður um það, sagðist hann frekar gera ráð fyrir því stilla upp sama byrjunar- liði gegn Leicester. Það þýðir að ég verð að skilja eftir leikmenn eins og Teddy Sheringham, Ole Gunnar Solskjær, Nicky Butt og Quinton Fortune á bekknum. Þess vegna er aldrei að vita nema ég skipti um skoðun og stilli upp gjörbreyttu liði á morgun," sagði Ferguson. Staðan og síðustu leikir: A-riðiII: Barcelona 5 4 10 15:4 13 Porto 5 2 1 2 7:9 7S Prag 5 I 2 2 4:10 5 Hertha B. 4 0 2 3 3:7 2 Síðasta umferð 21. mars: Hertha Berlin - Porto Sparta Prag - Barcelona B-riðilI: Man. Utd. 5 4 0 1 10:4 12 Valencia 5 3 0 2 9:5 9 Fiorentina 5 2 1 2 4:5 7 Bordeaux 50 1 4 2:11 1 Síðasta umferð 21. mars: Fiorentina - Bordeaux Valencia - Man. United C-riðilI: B. Múnchen 5 4 10 13:6 13 Real M. 5 2 12 10:12 7 D. Kiev 5 2 1 2 8:8 7 Rosenborg 5 0 1 4 5:10 1 Síðasta umferð 22. mars. Dynamo Kiev - B. Múnchen Rosenborg - Real Madrid D-riðill: Chelsea 5 3 1 1 7:3 10 Lazio 5 2 2 1 8:3 8 Feyenoord 5 2 1 2 7:7 7 Marseille 5 1 0 4 2:11 3 Síðasta umferð 22. mars: Chelsea - Lazio Marseille - Feyenoord ÍÞR ÓTTA VIÐTALID Á von á að met fjúki HafþórB. Guðmundsson upplýsingafuUtníi IMÍ íslandsmótið ísutidi inn- anhússferfram í sund- laug Vamarliðsins á Kefla- víkwflugvelli um helgina. Að sögn Hajþórs B. Guð- mundssonar upplýsinga- fulltrúa mótsins á hann von á skemmtilegu móti oghýstvið að einhver met munifalla. - Hverjir hafa þátttökurétt á ÍMÍ? „Sundsambandið setur ákveð- in Iágmörk fyrir mótið og þarf sundfólkið að ná þeim á milli móta frá ári til árs. Alls 102 sundmenn verða meðal þátttak- enda í ár, en þeir koma frá ellefu félögum víðsvegar að af landinu, flestir frá SH, Keflavík og Ægi. Keppt verður í 40 greinum að boðsundunum meðtöldum og eru skráningar alls 483. Þetta er því sæmilega stórt mót og verður örugglega mjög líflegt og skemmtilegt." - Hvað kemur til að leitað er til Vamarliðsins með keppnis- laug? „Við héldum IMÍ á Keflavíkur- flugvelli fyrir tveimur árum og það gafst mjög vel. Laugin hent- ar einna best allra keppninslauga á Islandi til mótahalds og bíður upp á besta aðstöðu og þá sér- staklega fyrir áhorfendur. Síðasta IMÍ-mót var haldið í Vestmanna- eyjum í umsjón IBV, en nú sjá Keflvíkingar um framkvæmdina í samvinnu við SSI.“ - Áttu von á spennandi kepp- ni? „Eg á von á hörku móti og mjög spennandi keppni í flestum greinum. Flest allt besta sund- fólk landsins verður meðal kepp- enda og ef við tökum Olympíu- hóp Sundsambandsins, sem tel- ur tólf sundmenn, þá verða tíu þeirra meðal keppenda á mótinu. Aðeins Ríkharður Ríkharðsson, sem stundar nám og æfingar í Bandaríkjunum og Eydís Kon- ráðsdóttir, sem stundar æfingar í Ástralíu, verða ekkj með. Þau synda reyndar á sambærilegum mótum erlendis á næstunni, þannig að þau eru Iöglega afsök- uð. Við fáum óvænta og mjög skemmtilega heimsókn á mótið, sem er íslensk-ítölsk sundakona, sem heitir Flora Christina Montagni, sem hefur náð mjög góðum árangri, við æfingar og keppni á Ítalíu, þar sem fjöl- skylda hennar býr. Flora, sem er 19 ára, hefur aldrei áður keppt hér á landi, en þar sem hún á ís- lenska móður og hefur ekki áður keppt fyrir Italíu, er hún gjald- geng með íslenska landsliðinu og hefur nú ákveðið að synda fyrir íslands hönd. Hún syndir aðal- lega 200 og 400 m fjórsund, sem eru hennar bestu greinar og einnig er hún góð í baksundi og skriðsundi og syndir þar einnig lengri vegalengdir. Lára Hrund Bjargardóttir hefur verið okkar besta sundkona í þessum grein- um og þarna fær hún gagnlegá og góða samkeppni, sem á örugg- lega eftir að koma þeim báðum til góða. Þær hafa náð svipuðum árangri og eiga báðar mjög góða möguleika á að ná Ólympíulág- mörkunum. Lára mun þó ekki leggja mikla áherslu á fjórsundið um helgina, þar sem hún mun reyna við lágmörkin á Sweedish Grand Prix mótinu í Gautaborg eftir þrjár vikur, eins og reyndar fleiri úr Ólympíuhópnum." - Verður toppfólkð í sínu besta formi? „Þar sem árið í ár er Ólympíu- ár, leggur okkar sterkasta sund- fólk nú alla áherslu á að ná sett- um lágmörkum inn á Ólympíu- leikana. Það er því örugglega í sínu besta formi, en spurning hvar það er statt í ferlinu. ÓL- lágmörkin eru miðuð við árangur í 50 m laug og þar sem við eigum enga slíka innilaug hér á landi, verður sundfólkið að taka þátt í mótum erlendis, eins og mótinu í Gautaborg. Allur undirbúning- inn er því miðaður við að vera á toppnum á þeim mótum, sem er mjög eðlilegt. En eins og ég sagði, þá verður allur Ólympíu- hópurinn með um helgina, nema þau Eydís og Ríkharður og munu krakkarnir örugglega gera sitt besta. Það er þó ljóst að Örn Arnarson, sem þegar hefur náð lágmarkinu í 200 m baksundi, mun aðeins keppa í boðsundun- um, en hann þarf að hlífa sér vegna eymsla í öxl.“ - Áttu von á einhverjum met- um? „Eg yrði ekkert hissa þó ein- hver ný met yrðu sett. Til dæmis hin unga og efnilega íris Edda Heimisdóttir, sem nú er kominn inn í Ólympíuhópinn, en hún er líkleg til að slá gömlu metin hennar Ragnheiðar Runólfsdótt- ur í 100 og 200 m bringusundi. Þetta eru met sem voru sett árið 1989 og því alveg kominn tími á að slá þau. Eg veit að Iris Edda stefnir að því og ég er bjartsýnn á að henni takist það. Eg á líka von á því að einhver met fjúki í boð- sundunum og þar eru stelpurnar úr SH líldegar í 4x50 skriðsundi og fjórsundi. Eg á líka von á því að Örn Arnarson og félagar í SH muni gera atlögu að boðsunds- metunum og að Örn muni þar virkilega gefa í. Yngra fólkið á líka eftir að láta að sér kveða á mótinu og ég er viss um að við fáum að sjá einhver óvænt ald- ursflokkamet. Ekki vantar efni- viðinn, enda er framtíðin í sund- inu mjög björt.“ 'UKjUf. ii«

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.