Dagur - 12.07.2000, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 - S
FRETTIR
Áfangasigur hj á
Kísiliójiunöramin
Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar: Gleðilegt og
mikill sigur fyrir Kísiliðjuna.
Skipulagsstjðri gefur
grænt ljós á efnistöku
Kísiliðjuuuar á nýju
vinnslusvæði í Syðri-
flóa. Efni til 25 ára.
Ýmsir fyrirvarar þó
settir.
Skipulagsstjóri setur ýmsa fyrir-
vara við umhverfisáhrif vegna
kísilgúrvinnslu úr Mývatni en að
uppfylltum skilyrðum fellst hann
á kísilgúrvinnslu í ákveðnum
hluta Syðriflóa. Annar úrskurður
hefur fallið um málið. Skipulags-
stjóri vill að svaeðið verði kortlagt
nánar með tilliti til vistkerfis
vatnsins og ýmsir rannsóknar-
þættir dregnir saman og auknir.
Eigi að síður er það mat fram-
kvæmdastjóra Kísiliðjunnar að
fyrirtækið hafi unnið sögulegan
áfangasigur.
,Aðalniðurstaðan er að það er
búið að heimila okkur námu-
vinnslu á svæði 2 í Syðriflóa og
það er mjög gleðilegt og mikill
sigur fyrir Kísiliðjuna. Þar með
er búið að taka undir okkar mál-
flutning," segir Gunnar Orn
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Kísiliðjunnar.
25 ára framtíðaröryggi?
Svokallað svæði 2 er í Syðriflóa
en í þeim hluta vatnsins hefur
verksmiðjan aldrei haft vinnslu-
Ieyfi. Nú blasir við efnisþurrð í
Ytriflóa en ef verksmiðjan fær
heimild til að dæla á svæði 2
þýðir það mjög þykkan hráefnis-
gúr sem talinn er nægja verk-
smiðjunni til 20-25 ára að sögn
Gunnars Arnar. Hann segist þó
ekki líta svo á að verksmiðjan
geti farið á þetta nýja svæði án
nokkurra málalenginga. Alls séu
um átta fyrirvarar settir en hann
telji hægt að uppfylla skilyrðin.
Fyrst muni fyrirtækið leita sér
ráðgjafar í nánari túlkun úr-
skurðarins. „Eg sé ekki betur en
að við þurfum að ræða við iðnað-
arráðuneytið vegna þess að ráðu-
neytið gefur okkur nýtingarleyfi
byggt á þessum úrskurði. Fljótt á
litið er ég hins vegar ekki í vafa
um að þetta sé sögulegur áfanga-
sigur.“
Kísiliðjan hefur að sögn Gunn-
ars Arnar varið um 40 milljónum
í rannsóknir fyrir matsskýrslur
og er það mikið fé fyrir ekki stær-
ra fyrirtæki. Sum skilyrða skipu-
lagsstjóra virðast kalla á enn
meiri fjárútlát, ráða hluthafar við
það? „Sumt af þessu er þegar til
staðar eins og vöktunarrann-
sóknir á fuglum og fiski en ann-
að er svolítið óljóst. Við þurfum
að fá úr því skorið hvað átt er við
í sumum atriðanna, hvort þau
séu framkvæmanleg fyrir okkur
en ég er bjartsýnn á að svo sé,“
segir Gunnar Orn.
Ekki alls staðar húrra
Framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar
segir starfsmönnum mjög létt
eftir úrskurðinn en þó þori menn
ekki að hefja húrrahrópin fyrr en
málið skýrist nánar. Ekki munu
allir hrópa húrra. Kísilgúrtakan í
Mývatni hefur ávallt verið um-
deild og má ganga að því sem
gefnu að ef fyrirtækið hefur dæl-
ingu í Syðriflóa, muni sumir
heimamanna verða ósáttir. Líf-
fræðingar og aðrir í hópi nátt-
úruverndarsinna hafa velt upp
spuningum um skaðsemi fyrir-
tækisins á lífríki Mývatns í tím-
ans rás. Engin óyggjandi niður-
staða hefur fengist í aðra hvora
áttina, þrátt fyrir áratuga rann-
sóknir. -BÞ
Úlafur Ragnar Grímsson.
Forsetiim
á Ströndum
Opinber heimsókn Ólafs Ragn-
ars Grímssonar forseta í
Strandasýslu hófst í gærmorgun
og henni Iýkur í kvöld. Heim-
sóknin hófst með því að Bjarni
Stefánsson sýslumaður tók á
móti Ólafi uppi á Holtavörðu-
heiði. Þaðan lá leiðin í Brú í
Hrútafirði, þar sem gamla sím-
stöðin var skoðuð í nýju hlut-
verki. Hádegisverður var síðan á
Borðeyri, auk þess sem leikskól-
inn þar og Riis-húsið voru heim-
sótt. Síðdegis í gær var Ólafur
m.a. viðstaddur nýstárlega
hrútasýningu á bænum Húsavík
og snæddi kvöldverð á Café Riis
á Hólmavík. Ólafi var hvarvetna
tekið með kostum og kynjum,
Strandamenn í sumarskapi þrátt
fýrir þungbúið veður.
I dag ferðast forsetinn um
Hólmavíkurhrepp og Arnes-
hrepp, heimsækir Drangsnes og
lýkur heimsóknni svo á Arnesi í
kvöld með hátíðardagskrá.
Umsj ónamefndar
að skerast í lelldnn
Úlga ríkir nú í leigubílabransanum.
Formaður Frama ótt-
ast að verði ekki grip-
ið í taumana geti
skálmöldin við Leifs-
stöð endað með að
farið verði að vara
ferðamenn við ís-
lenskum leignbíl-
stjórum.
„Að sjálfsögðu ætti umsjónar-
nefndin á Reykjanesi að skerast
þarna í leikinn, því þetta er alfar-
ið þeirra svæði og þeir eiga að
halda þarna uppi ákveðnum
reglum, sem hún gerir ekki. Ég
veit ekki til að hún hafi einu
sinni komið saman síðan hún
var sett á í haust,“ sagði formað-
ur Frama og Bandalags ísl. leigu-
hifreiðastjóra, Asgeir Þorsteins-
son, þegar Dagur rætti við hann
„skálmöldina" í fólksflutningum
við Leifsstöð. Asgeir segir það
ekki á valdi félaganna að skcrast
í leikinn. Séu viðskiptavinir
krafðir um of hátt gjald væri það
lögreglumál. „En það hefur ekki
reynt á slíkt svo ég viti.“
Frægir að endemum?
- Gætu þessi læti jafnvel ekki leitt
til þess að varað yrði við íslensk-
um leigubílstjórum í ferðabæk-
lingum, líkt og dæmi eru um í
öðrum löitdum?
„Eg vona að það komi aldrei til
þessa hér, en með sama áfram-
haldi hlýtur það að gerast. Og
þá bitnar þetta á allri stéttinni,
sem telur um 650 menn, þótt
þetta eigi aðeins við um örfá bíl-
stjóra. Þetta gerðist t.d. í Sví-
þjóð, þar scm ferðamenn eru nú
varaðir við að fara þar upp í
leigubíl t.d. við flugstöðvar, án
þess að hafa allt fyrirfram á
hreinu."
Hreinn dónaskapur
Um það Ieigubílstjórar við Leifs-
stöð neiti að keyra fólk til Kefla-
víkur, eins og oft og víða hefur
verið haldið fram segir Asgeir:
„Slíkt er bara hreinn dónaskap-
ur. Menn hafa þetta atvinnuleyfi
til að þjóna fólki á því svæði sem
það gildir á, og þeir eiga ekki að
geta neitað svonalöguðu.*1 En
svipað dæmi hafi komið upp hér
í Reykjavík fýrir nokkrum árum,
í kringum skemmtiferðaskipin.
Menn hafi þá neitað farþegum
um túr um í bæinn og bara vilj-
að lengri túra t.d. í Bláa lónið
eða Gullfossi. „Þetta var ná-
kvæmlega sami dónaskapurinn.
En það var tekið á málunum og
talað við menn og þeir hættu
þessu, að ég best veit.“
Sérstakt tilfelli..
Asgeiri líst ekki á þá hugmynd,
sem samgönguráðherra hefur
viðrað að hugsanlega þyrfti að
endurskoða svæðaskiptinguna í
ljósi síðustu atburða. Gera höf-
uðborgarsvæðið og Suðurnesin
að einu leigubílasvæði. „Eg Iít
þannig á málin, að það er alveg
sérstakt tilfelli sem er að gerast
þessa dagana og menn mega
ekki blína of mikið á það.“ Væri
þetta eitt svæði óttast Asgeir að
Reyknesingar yrðu bara suður-
frá á sumrin, meðan þar er ágætt
að gera, en í Reykjavík á veturna
og enginn bíll suðurfrá til að
sinna heimamönnum þar. Sem
krefðust þá fleiri bíla. „Málið er
að halda uppi þjónustunni. En
ég sé ekkert vit í þvf að það sé
alls staðar fullt af bílum og
mcnn plokkandi augun hver úr
öðrum og hafi jafnvel sára Iítið
út úr dæminu. Og hvað þá?“
-HEI
LÍU gefur þyrluvaktinni
Landssamhand íslenskra útvegsmanna kom færandi hendi í gær í
flugskýli Landhelgisgæslunnar og gaf þjTluvaktinni tækjabúnað að
verðmæti ríflegra 1,6 milljóna króna. Búnaðurinn nefnist Lifepackl2
og inniheldur hjartarafsjá, stuðtæki og gangráð. Þetta er fullkominn
búnaður og nýtist þyrluvaktinni vel til eftirlits og meðferðar sjúkra og
slasaðra. A myndinni eru f.v. Friðrik Sigurbergsson, Magni Óskars-
son, Jóhannes Pálmason, Páll Halldórsson, Friðrik Arngrímssön, Ei-
ríkur Tómasson og Hjörtur Gíslason. -MYND: INGÓLFUR
Vín, jámbraut og hauggas í horgarráði
Borgarráð Reykjavíkur fundaði í gær. Þar var m.a. samþykkt að fram-
lengja Ieyfi nokkurra veitingahúsa til að hafa opið um ótakmarkaðan
tíma. Leyfið átti að renna út 19. júlí nk. en það var framlengt til 10
mánaða. Þá ákvað borgarráð að leggjast ekki gegn því erindi ÁTVR
að fá að opna vínbúð á Spönginni í Grafarvogi, á því svæði sem Þyrp-
ing, eignarhaldsfélag Hagkaupsfjölskyldunnar, hefur til umráða.
Lagt var fram á fundi borgarráðs beiðni stjórnar veitustofnana að
Iáta fara fram forval á aðilum til að gera hagkvæmnisathugun á járn-
braut milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Forvalið fari þá fram á evr-
ópska efnahagssvæðinu. Málið hlaut ekki afgreiðslu í gær.
Loks var lagður fram í borgarráði samningur milli Orkuveitu
Reykjavíkur og Metans hf. um framleiðslu raforku úr hauggasi.