Dagur - 20.07.2000, Side 11
10- FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000
Xfc^ur
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 20 00 - 11
Vnptr.
FRETTASKYRING
Rfldsi arðir ekki á tómbólu
SIGURDÓR
SIGURDÓRS-
SON
SKRIFAR
Guðni Ágústsson segir
að ríMð verði að svara
því hvað af rikisjörð-
umþaðvilji ogþurfi
að eiga og hverjar það
vilji selja. Hann segir
ríkið verðaaðmóta
stefnu í þessum mál-
um. „Ég lofa þvi að
svo lengi sem ég heiti
Steingrímur Jóhann
Sigfússon skulu menn
vænta harðrar and-
stöðu af minni hálfu
og mins flokks við
stórfeHdum einkavæð-
ingaráformum á land-
inu.“
Hugmynd Guðna Ágústssonar
landbúnaðarráðherra um að selja
ríkisjarðir hæstbjóðendum hefur
valdð mikla athygli og viðbrögð
hjá fólki sem lætur sig þessi mál
skipta. Sá misskilningur hefur
komið upp að landhúnaðarráð-
herra sé að tala um allar jarðir
ríkisins. Hann segir því fara fjarri.
Það verði að flokka upp þær jarðir
sem ríkið á. Sumar þeirra séu
náttúruperlur sem ekki verði seld-
ar, aðrar liggja að eða inni í þjóð-
garðalöndum og verða heldur ekki
seldar. Ábúendur þeirra jarða,
sem eru í ábúð, fá forgangsrétt til
að kaupa þær.
„En það liggur alveg ljóst fyrir
að ríkið verður að eignast stefnu
í þessum málum. Þess vegna hef
ég Iagt vinnu í það og rætt það í
ríkisstjórn að menn átti sig á
hvað ríkið á, hvað vill það eiga og
hvað vill það selja af jörðum. Ég
tel betra að bændurnir sem búa á
ríkisjörðunum eigi þær sjálfir og
ég hvet þá, sem hafa ábúðarrétt
og kauprétt til þess lögum sam-
kvæmt, að kaupa þessar jarðir,“
sagði Guðni Ágústsson Iandbún-
aðarráðherra.
Suniar jarðir ekki seldar
Síðan nefnir hann eyðijarðir í
eigu ríkisins. Guðni segir að ríkið
verði að svara því hvað af þeim
jörðum það vilji og þurfi að eiga.
„I þessum hópi eru jarðir sem
aldrei verða seldar, bæði Iegu
sinnar vegna og sérstöðu, sem
náttúruperlur og almennings-
staðir. Þær jarðir á ríkið að eiga.
Svo eru það kirkjujarðir, sem
sumar hverjar eru sögufrægar,
sem mér finnst að ríkið eigi að
eiga. En það þarf að marka
stefnu um hvað gera eigi við hin-
ar jarðirnar. Eg tel að margar
þeirra séu betur komnar hjá ein-
staklingum en ríkinu og þeir geti
gert eitthvað snjallt við þær,“ seg-
ir Guðni.
Arnarstapi er einn af fegurstu stöðum iandsins. Þar eru fjórar eyðijarðir í eigu ríkisins. Það yrði harður slagur um þær efþæryrðu boðnar tii kaups en ólíklegt verður að teljast að svo verði.
Engin bylting
Samkvæmt lögum á sá maður
rétt á að kaupa ríkisjörð sem hef-
ur setið hana og nytjað í 10 ár.
Samkvæmt þeirri hugmynd að
selja jarðir hæstbjóðanda yrði sá
hinn sami væntanlega að nýta
forkaupsrétt sinn og ganga inn í
hæsta tilboð ef hann vill halda
jörðinni. Guðni var spurður út í
þetta?
„Nei, það er ekkert slíkt að fara
í gang. Það er engin stórbrotin
bylting að eiga sér stað. Þetta
mun allt gerast á Iöngum tíma og
það stendur alls ekki til að taka
jarðir af leiguliðum og bjóða þær
upp. Það er ekki á dagskrá. Hins
vegar mega menn meta það hvort
einstaklingar sem sitja jarðir eigi
að fá kaupréttinn fýrr cn nú er
miðað við sem eru 10 ár,“ segir
Guðni.
Mismunandi leiga
Hann var spurður hvort hann
muni Ieggja til að hækka hina
mjög svo lágu leigu sem nú er á
ríkisjörðum ef þeir sem þær sitja
vilja ekki neyta forkaupsréttar
síns?
„Það er atriði sem þarf að
skoða og meta hver leigan á að
vera og hvort hún sé sanngjörn.
Menn búa auðvitað við mismun-
andi aðstæður. Sumir búa við
mjög lága leigu samkvæmt gömlu
kerfi en aðrir, sem tekið hafa
jarðir á leigu síðar, þurfa að
greiða hærri leigu samkvæmt
nýja kerfinu. Þetta kæmi vissu-
lega til greina að jafna,“ segir
Guðni.
Hefur landbúnaðarráðuneytið
hugmynd um hvers virði jarðir
þess er eru ef þær yrðu seldar?
„I íýrsta lagi er það ekki að ger-
ast að þær verði allar seldar. Eg
þori ekki einu sinni að giska á
hve margar þær eru sem kæmi til
greina að selja og hvorki ég né
nokkur annar getur giskað á virði
þessara jarða. Þegar ríkið hefur
mótað þá stefnu í þessum mál-
um, sem ég hef lagt til að verði
gert, þá verða jarðirnar flokkaðar
upp og síðan er það númer eitt
að fá sem best verð fyrir þær
jarðir sem seldar verða þegar þar
að kemur. Þetta allt þarf að gera
hægum en föstum skrefum. Eg
get fullyrt að hér verður ekki um
neina tombólu að ræða. Svo má
ekki gleyma sveitarfélögunum í
þessum efnum. Mörg þeirra
þurfa og hafa áhuga á jörðum
sem liggja nálægt bæjarfélögum
eða þorpum. í sumum tilvikum
má semja við skógræktarfélög
um að taka að sér hentugar jarðir
og ýmis önnur áhugamannafélög
Iika,“ segir Guðni.
Hann vill ekki kalla þetta
einkavæðingu. Hann nefnir sem
dæmi Skógrækt ríkisins, sem sé
mikið fyrirtæki og breytt frá því
sem áður var. Skógræktin hefur
fengið nýtt hlutskipti og mikil-
vægt. Hún er ekki framkvæmda-
stofnun lengur heldur fyrst og
fremst eftirlits og þjónustustofn-
un við einstaklinga og fólkið í
landinu.
„Skógræktin á milli 60 og 70
jarðir, sem er mjög erfitt að halda
utan um. Hún hefur verið arf-
leidd að mörgum þessara jarða
með því skilyrði að á þeim verði
stunduð skógrækt, aðrar hefur
hún keypt. Ég hef rætt það við
skógræktarstjóra að þarna væru
lönd sem væru betur komin í
höndum einstaklinga. Glæsileg-
ast væri ef hægt yrði að tryggja
landsbyggðinni búsetu í gegnum
svona sölu. Við búum í breyttu
þjóðfélagi og tæknin býður upp á
að margt fólk sem býr í þéttbýl-
inu er tilbúið til að búa út í sveit-
inni og stunda þar skógrækt,
hrossarækt og hestamennsku eða
ferðaþjónustu. Hugmynd minni
á ekki að fylgja nein eyðistefna,"
sagði Guðni Ágústsson.
Átta mig ekki á Guðna
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG og fyrrum landbúnað-
arráðherra, er allt annað en
ánægður með þá hugmynd
Guðna Ágústssonar að bjóða
hæstbjóðendum ríkisjarðir til
sölu.
„Eg átta mig nú bara ekki á því
hvað komið hefur yfir Guðna
Ágústsson. Það mætti halda að
hann hafi dottið hjálmlaus af
hestbaki. Þetta er nú ekki í þeim
stíl sem maður hefur átt að venj-
ast af honum að ætla að fara að
beita sér fyrir stórfelldri einka-
væðingu á landi. Hér er auðvitað
ekki um neitt annað að ræða en
einkavæðingu á landeignum rík-
isins. Eg er mjög tortrygginn á
þetta brölt og því algerlega and-
vígur að verið sé að láta úr opi-
berri eigu rílds eða sveitarfélaga
jarðir og lönd nema þá í þeim til-
vikum að verið sé að selja það
ábúendum sem sitja jarðirnar. Að
öðrum kosti er þetta að mínum
dómi miklu betur komið í hönd-
um opinberra aðila. Fyrir utan
ríkið væri það þá kannski í sum-
um tilfellum eðlilegt að sveitarfé-
lögin væru með þetta. Gegnum
eignaraðild þessara aðila er hægt
að tryggja aðgang almennings að
þessu Iandi og líka forræði á
mörgum hlutum, sem geta valdið
ómældum vandræðum ef Iandið
er í einkaeign," segir Steingrímur
J-
Hann nefnir sem dæmi ef
menn vilja friðlýsa svæði eða
opna það fyrir almenningi geti
ríkið gert það allt saman
bótalaust í því tilviki að það eigi
Iandið. Það geti nýtt námur, jarð-
hita og önnur jarðargæði ef það á
landið. Þess vegna segir Stein-
grímur að mjög mörgu að hyggja
þegar hagsmunir opinberra aðila
eru metnir í þessu sambandi,
eins og menn sjá í hinni hliðinni
þar sem ríki og sveitarfélög þurfa
iðulega að fara í dýrar eignar-
námsaðgerðir vegna alls konar
framkvæmda. Þá hefi ríkið þurft
að kaupa dýrum dómum jarðir til
þess að geta búið til þjóðgarða.
Leiðinlegtu' tómi
„Eg tel líka að það sé leiðinlegur
tónn í framsetningu þeirra beggja
Guðna Ágústssonar og Hjálmars
Jónssonar, formanns landbúnað-
arnefndar, sem hefur glaðst mjög
yfir þeim liðsstyrk sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur fengið í einka-
væðingunni úr óvæntri átt. Þeir
láta að því liggja að það eigi að
neyða leiguliða ríkisins á jörðum
til þess annaðhvort að segja upp
ábúðinni eða kaupa jörðina með
hótunum um hækkun á leigu. Og
hvaða fólk er það nú sem situr
þessar jarðir? Það eru alla vega
ekki auðmennirnir sem Guðni er
að tala um að geti keypt nátt-
úruperlurnar. Það er mikill mis-
skilningur ef menn halda að þetta
sé brýnasta úrlausnarefni í land-
búnaði eða hvað varðar matvæla-
verð og hagsmuni neytenda á Is-
landi í dag. Eg held að þeir ættu
að snúa sér að öðrum og þarfari
hlutum en þessu svo sem eins og
að bæta kjör bænda eða lækka
matvælaverð," segir Steingrímur.
Hann segir að stjórnvöld geti
engum nema sjálfum sér um
kennt að þessi mál hafi ekki verið
í nógu góðu lagi. Það hafi verið
staðið illa að framkvæmd þessara
mála mjög Iengi. Það sem gerðist
hafi verið að stofnun sem fór með
þessi mál, landnámið, var lögð
niður. Þar hafi verið um margra
manna stofnun að ræða.
Glrðingar og hengilásar
„Verkefninu var hent inn í land-
búnaðarráðuneytið til jarðadeild-
ar, að annast um jarðadeild og
jarðasjóð. Sú starfsemi hefur ver-
ið hrikalega undirmönnuð og var
það líka allan þann tíma sem ég
þekkti til í ráðuneytinu. Eg reyndi
á hverju ári sem ráðherra að fá
auknar stöðuheimildir til að
styrkja starfsemi jarðadeildar,
vegna þess að þeir ágætu menn
sem þar börðust um á hæl og
hnakka komust enganveginn yfir
það mikla verkefni að halda utan
um þessar mildu landeignir. Síð-
an hefur öll framkvæmd verið í
skötulíki," segir Steingrímur.
Hann segir að sér þyki frekar
koma til greina að skoða sam-
ræmda og bætta framkvæmd á
jarðeignum ríkisins almennt. Þá
mætti velta því fyrir sér hvort ekki
ætti að sameina það forsvar allt á
einum stað þannig að það hej'rði
ekki undir mörg ráðuneyti.
„Guðni Ágústsson hefur nefnt
Skógrækt ríkisins og jarðir henn-
ar. Eg á nú aldeilis eftir að sjá að
það verði framfaraspor íýrir hvort
heldur er skógrækt í landinu eða
aðgang almennings að slíkum
svæðum að selja einkaaðilum
þessar perlur margar hverjar, sem
Skógræktinni hefur áskotnast í
gegnum tíðina. Margar jarðir hafa
verið gefnar Skógræktinni með
kvöðum um að þar verði skógrækt
og þar er um að ræða jarðir sem
eru vel fallnar til skógræktar.
Skógræktin hefur undanfarin ár
verið með átak í að opna sín
svæði upp fyrir almenning. Halda
menn að það sé framför fyrir fólk-
ið í landinu að jarðir þess verði
seldar einakaðilum sem byrja á
því að girða þær af og setja
hengilás á hliðin? Mjög víða er
stórfelld afturför í því fólgin að
land hverfi úr opinberri eigu hvað
varðar aðgang bæði íbúa viðkom-
andi byggðarlaga og alls almenn-
ings að Iandinu. Guðni nefnir
eyðijarðir ríkisins sem eru í leigu.
Hverjir ætli séu algengustu leigu-
Iiðar að þeim? Það eru bændur á
nálægum jörðum sem leigja þess-
ar eyðijarðir fyrir vissulega lága
leigu enda um eyðijarðir að ræða
en þeir nýta þær til að bæta bú-
skaparskilyrðin á sínum jörðum.
Ég held að þessir góðu menn,
Guðni og Hjálmar, þessir ágætu
kunningjar mínir, viti ekki nógu
vcl hvað þeir eru að tala um. Þeir
hefðu átt að kynna sér málið bet-
ur áður en þeir fóru af stað með
þessa umræðu. Eg lofa því að svo
lengi sem ég heiti Steingrímur Jó-
hann Sigfússon skulu menn
vænta harðrar andstöðu af minni
hálfu og míns flokks við stórfelld-
um einkaavæðingaráformum á
landinu. Nóg er nú samt verið að
afhenda gæðingunum á silfur-
fati,“ sagði Steingrímir J. Sigfús-
son.
Guðni Agústsson:
Þetta allt þarfað gera
hœgum enföstum skref-
um. Ég get fullyrt að hér
verður ekki um neina tom-
bólu að rœða, Svo má ekki
gleyma sveitarfélögunum í
þessum efnum, Mörg
þeirra þurfa og hafa
áhuga á jörðum sem liggja
nálœgt bœjarfélögum eða
þorpum.
Steingrímur J. Sigfússon:
Halda menn að það sé fram-
jor fyrir fólkið í landinu að
jarðir þess verði seldar
einakaðilum sem byrja á
því að girða þœr af og setja
hengilás á hliðin?Mjög víða
er stórfelld afturför í því
fólgin að land hverfi. úr op-
inberri eigu hvað varðar að-
gang.
Úr Skorradal en þar er eitt eftirsóttasta sumarbústaðaland a landinu.
Frákotum
til kostajarða
Þegar menn fara að ræða um að
selja ríkisjarðir er auðvitað fýrst
og fremst um að ræða eyðijarð-
irnar sem ríkið á. Þær eru 140
samkvæmt skýrslu sem Jónas
Jónsson, fyrrum búnaðarmála-
stjóri, tók saman í fyrra. Þetta
eru bara eyðijarðirnar. Síðan eru
allar hinar ríkisjarðirnar sem eru
f áðbúð en ríkisjarðir skipta
hundruðum. Þegar talað er um
eyðijarðir ríkisins er um að ræða
jarðir sem ekki er rekinn bú-
skapur á en sumar þeirra eru
nytjaðar með einhverjum hætti.
Mjög eru þessar eyðijarðir mis-
jafnar að gæðum. Segja má að
þetta sé allt frá örreytis kotum
til fárra kosta jarða.
Ríkið eignaðist flestar jarð-
anna árið 1907 þegar gerður var
samningur við kirkjuna um að
ríkið tæki til sín allar þær jarðir
sem kirkjan hafði náð undir sig
á liðnum öldum.
Sumum eyðijarðanna fylgja
umtalsverð hlunnindi. Jarðhiti
er á sumum þeirra, silungsveiði,
laxveiði, reki og möguléikar til
skotveiða eru á öðrum og síðast
en ekki síst standa sumar þeirra
á afar fögrum stöðum. Þar má
nefna fimm eyðijarðir á Arnar-
stapa á Snæfellsnesi, einhverj-
um fegursta stað á landinu. Þar
er um að ræða jarðirnar Búðir,
þar sem hótelið er, Eyri, Eiríks-
búð, Fell og Sjónarhól. Ekki má
gleyma jörðinni Ingjaldshóli í
Neshreppi.
Nafnfrægar jarðir
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra segir að mjög komi til
greina að selja á milli 60 og 70
jarðir sem Skógrækt ríkisins á,
vegna breyttrar stöðu Skógrækt-
arinnar. Þá koma strax upp í
hugan jarðirnar Stóra Drageyri,
Vatnshorn, Sarpur og Bakkakot í
Skorradal, einhverjum eftir-
sóttasta sumarhúsastað lands-
ins.
I Vesturbyggð er kostajörðin
Brjánslækur I eyðijörð en er
nytjuð af ábúendum á Brjánslæk
II. 1 Vesturbyggð eru í eyði jarð-
irnar Selárdalur og Uppsalir, þar
sem Gísli bjó sá er Ómar Ragn-
arsson gerði landsfrægan á einu
kvöldi.
í A-Húnavatnssýslu má nefna
jörðina Skinnastað I. I N-Þing-
eyjasýslu eru jarðirnar Gríms-
staðir II og Hólssel, báðar nafn-
kunnar jarðir á köldum stað.
Austur í Breiðdalshreppi má
nefna jarðirnar Skriðu og
Skriðustekk. I Skaftárhreppi eru
fimm eyðijarðir, f Fljótshlíðar-
hreppi eru þær sex, þar á meðal
Torfastaðir III, Tunga og Kot-
múli. í Rangárvallahreppi er
Landgræðslan með sex eyðijarð-
ir fyrir sig og aðrar sex eyðijarðir
eru í Ölfushrepppi. I mjög
mörgum hreppum er aðeins um
eina eða tvær jarðir að ræða.
llliiiiniiulaj arðir
Enda þótt kotin séu langtum
fleiri en hlunnindajarðirnar er
að finna álitlegar hlunnindajarð-
ir jarðir í hópi eyðijarðanna.
Mjög margar þeirra hafa upp á
skotveiði að hjóða, þau hlunn-
indi eru algengust ásamt útivist-
armöguleika. Jarðirnar fyrr-
nefndu í Skorradal bjóða uppá
skotveiði, silungsveiði og útivist-
armöguleika fyrir utan hvað þær
eru eftirsótt sumarhúsalönd.
Arbær í Borgarbyggð býður
upp á aðgang að laxveiði í Langá
og Urriðaá, auk skotveiðimögu-
leika. Á jörðinni Kirkjuskógum í
Dalabyggð er bæði lax- og sil-
ungsveiði og á Laxaborg f Dala-
byggð er laxveiði.
Veiði og æðardúntekja
Jörðin Brjálslækur I er kostajörð
með jarðhita, æðardúntekju, úti-
vistarmöguleika og jörðin hefur
náttúruverndargildi. Að Geita-
felli í V-Húnavatnssýslu eru
hlunnindin bæði dúntekja og
reki og í Hnjúkahlfð í Blönduós-
bæ er bæði lax- og silungsveiði.
Lax- og silungsveiði er Iíka að
Skinnastað 1 í A-húnavatnssýslu,
að Nýrækt í Skagafirði og að
Fossaseli í S-Þingeyjarsýslu.
Rif í Öxarfjarðarhreppi er með
bestu eyðijörðunum í eigu ríkis-
ins. Þar er að finna reka, æðar-
dúntekju, silungsveiði, skotveiði
og útivistarmöguleika. Sandasel
í V-Skaftafellssýslu býður upp á
silungsveiði, Iaxveiði, gæsaveiði
og reka. Undirhraun f sömu
sveit er með silungsveiði, reka
og skotveiði.
Lang mestur fjöldi þessara
eyðijarða eru sem fyrr segir kot
sem bjóða ekki upp á nein
hlunnindi, eru jarðlitar og í
mjög mörgum tilfellum er um
gamlar hjáleigur að ræða.
-S.DÓR