Dagur - 09.08.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 09.08.2000, Blaðsíða 11
Xfc^nr MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Ron Lieberman, varaforsetaefni Demókrataflokksins, ásamt eiginkonu sinni, Hadassah. RepúbUkanar sátt- ir við Iieberman Með vali sínu á Joe Liebermajm sem vara- forsetaefni sínu, hef- ur A1 Gore tekist að draga allt bit úr gagn- rýni repúblikana vegna kvennamála Clintons. Valið á Joseph I. Lieberman, strangtrúuðum Gyðingi, sem varaforsetaefni Als Gores, virðist ætla að skila sér í auknu fýlgi, a.m.k. til að byrja með. George W. Bush hefur í skoðanakönn- unum undanfarið mælst með meira en 1 5% forskot á A1 Gore, en í skoðanakönnun sem gerð var skömmu eftir að kunnugt varð að Lieberman yrði varafor- setaefni Gores minnkaði munur- inn og var kominn niður fyrir 10%. Óhætt er að segja að valið á varaforsetaefninu hafi komið á óvart, og þótt vinsældir Gores hafi aukist nokkuð í kjölfarið er ómögulegt að segja til um það strax hvernig það muni skila sér í forsetakosningunum í nóvem- ber. Gore þykir hafa sýnt hugrekki með vali sinu, og Ijóst er að ekki verða allir sáttir við þá tilhugsun að varaforseti Bandaríkjanna verði Gyðingur. Það yrði í fyrsta sinn í sögunni, sem Gyðingur næði svona Iangt í stjórnmálum í Bandaríkjunum. Eitt af því, sem kann að skila Gore hvað mestum árangri, er að með valinu á Lieberman hafa allar árásir repúblikana á Gore út af kvennamálum Clintons verið gerðar næsta bitlausar. Lieberman varð, eins og fram hefur komið, einna fyrstur demókrata til þess að gagnrýna Clinton fyrir framhjáhaídið með Monicu Lewinsky og hann hefur jafnan Iagt mikla áherslu á gildi og mikilvægi fjölskyldunnar og hjónabandsins. Bara þetta atriði virðist falla kjósendum vel í geð, því enda þótt fylgi Clintons hafi vart látið á sjá til langframa vegna Lewinsky-málsins, þá sögðust 72% aðspurðra hafa meira álit á Lieberman en áður eftir að þeir fréttu af gagnrýni hans á Clinton vegna þessa vandræðalega máls. Lieberman er tæplega sextug- ur, lögfræðingur að mennt og hefur setið í öldungadeild Bandaríkjanna í tólf ár, eða heil tvö kjörtímabil. A árunum 1970 til 1980 var hann öldungadeild- arþingmaður í Connecticut-ríki, og gegndi embætti dómsmála- ráðherra í sama ríki á árunum 1982-88. Á þeim tólf árum, sem hann hefur setið í öldungadeild Bandaríkjanna, þykir hann hafa áunnið sér virðingu jafnt demókrata sem repúbíikana, og þau málefni sem hann hefur barist fyrir á þingi eru ekki bundin stefnuskrá Demókrata- flokksins sérstaklega. M.a. hefur hann lagt áherslu á að styrkja varnarmál og herinn, sem er venjulega talið meira áhugamál repúblikana en demókrata. Sömuleiðis hefur hann viljað lækka fjár- magnstekjuskatta og barist gegn óþarfa skriffinnsku og eyðslu á vegum ríkisins. Hann hefur ein- nig barist fyrir því að auðveldara verði að hindra aðgang barna að grófu efni á Internetinu og í sjónvarpi. A hinn bóginn hefur hann Iíka barist gegn því að fólki sé mis- munað eftir trúarbrögðum eða kynhneigð, lagt áherslu á um- hverfismál og ýmis velferðarmál, sem yfirleitt hafa frekar verið á stefnuskrá demókrata en repúblikana. — GB Þinghelgi aflétt SANTIAGO - Hæstiréttur í Chile til- kynnti formlega í gær að hann hefði svipt Augusto Pinochet þinghelgi, þannig að nú liggur fyrir að þessi aldni einræðisherra verður sóttur til saka fyrir mannréttindabrot sem hann framdi þegar hann var við völd. Hund- ruð andstæðinga Pinochets biðu fyrir utan húskynni Hæstarétts í gær og fögnuðu innilega þegar úrkurðurinn var ljós. Þeir líta á þetta sem sigur manréttindanna á herræðinu sem Pin- ochet er táknmynd íyrir. Niðurstaða réttarins sem er skipaður 20 dómurum var sú að 14 vildu svipta Pinochet friðhelgi en 6 voru á móti því. Clinton á brunasvæði WASHINGTON - Clinton Banda- ríkjaforseti fór í gær til Idaho í gær til að kanna umfang mikilla skógarelda sem þar hafa geisað að undanförnu í 11 fylkjum í Klettaljölunum. Clinton kemur færandi hendi því hann hefur lofað um 150 milljón dollara aðstoð til þeirra sem nú beijast við eldana. Mik- ill fjöldi tekur þátt í því að berjast við skógareldana eða um 22 þúsund menn bæði úr hernum og úr slökkvi- liðum í þessum fylkjum. Eldarnir hafa nú eyðilagt um fjórar milljón ekra af grónu landi á þeim sex mánuðum sem þeir hafa logað og er talið að hér sé um langvinnustu og skæðustu skógarelda á þessu svæði í heila öld að ræða. Forsetinn ætlaði að fara í þyrlu yfir brunasvæði í Payette Nationar Forest áður en hann hitti slökkviliðsmenn að máli og snæd- di með þeim hádegisverð. Sprengja í Moskvu MOSKVA - Sprengja sprakk í fjölförnum undirgöngum í Moskvu í gær með þeim afleiðingum að átta manns létust og tugir særðust. Undirgöngin þar sem sprengjan sprakk er mjög skammt frá Kreml. Margir þeirra sem særðust í sprengingunni stauluðust um í myrkum og þröngum göngunum og út í Ijósið á enda þeirra þar sem heitir Pushkin torg. Andlit þeirra voru þakin í blóði og fötin sundurtætt. Ráðamenn f Kreml segja það ekki nokkurm vafa undirorpið að tjéténskir skæruliðar séu ábyrgir fyrir sprenginunni og hefur öryggis- gæsla verið mjög hert við opinberar byggingar. Oasis gekk út LONDON - Hljómsveitin Oasis gekk af sviði í Portúgal í annað sinn á tveimur vikum á mánudagskvöld, eftir að Alan White fékk grjót í öxlina frá áhorfanda. Talsmaður hljómsveitarinnar sagði að fyrir grjótkastinu hafi staðið „lítill hópur fábjána" sem hafi ekki tekið mark á aðvörunarorðum Liam Gallagbers um að hljómsveitin myndi ganga út ef ekki yrði Iát á því að hlutum væri hent upp á sviðið. „Hegðun af þessu tagi er auðvitað ófýrirgefanleg" sagði talsmaðurinn og sendi síðan fjölmiðlum sneið þegar hann sagði það sérkennilegt af þeim að tala sífellt um það að hljómsveitin væri að fara af sviði í stað þess að fordæma þá hegðun sem verður til þess að hljómsveitin flýr hurt. Bill Clinton. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 222. dagur ársins, 144 dagar eftir. Sólris kl. 05.00, sólarlag ld. 22.04. Þau fæddust 9. ágúst •1631 John Dryden, enskt skáld og gagn- rýnandi. • 1896 Jean Piaget, svissneskur barnasál- fræðingur. • 1914 Tove Jansson, finnskur rithöfund- ur og listamaður, höfundur bókanna um Múmínálfana. • 1918 Robert Aldrich, bandarískur kvik- myndaleikstjóri. •1931 Einar Laxness sagnfræðingur • 1938 Leoníd Kútsjma, foreti Úkraníu. • 1942 Jack De Johnette, bandarískur djasstónlistarmaður. • 1945 Haraldur Briem yfirlæknir. • 1957 Melanie Griffith, bandarfsk leik- kona. r • 1963 Whitney Houston, bandarísk söngkona. • 1968 Gillian Anderson, bandarísk leik- kona, þekktust fyrir hlutverk sitt í X- Files. Þetta gerðist 9. ágúst •1851 var pjóðfundinum í Reykjavík slit- ið, og mælti þá þingheimur allur hin sögufrægu orð: „Vér mótmælum allir.“ • 1936 vann Jesse Owens fjórðu gullverð- laun sín á Ólympíuleikunum í Berlín, ráðamönnum þar til mikillar hrellingar, enda var kappinn svartur á hörund. • 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarn- orkusprengju á Nagasaki, þremur dög- um eftir að þeir vörpuðu kjarnorku- sprengju á Hiroshima. • 1974 lét Richard Nixon af embætti for- seta Bandaríkjanna og varaforseti hans, Gerald R. Ford, tók við. • 1979 gaf menntamálaráðuneytið út til- kynningu um friðun Bernhöftstorfunnar í Reykjavík. Vísa dagsins Baru von, ao btlar velti breiðum hér ú vegunum, Ofsahraði, engin belti, - ekhert lát á slysunum. Auðunn Bragi Sveinsson Afmælisbam dagsins Eiríkur Smith listmálari er 75 ára í dag. Hann stundaði nám í myndlist í Reykja- vík, Kaupmannahöfn og París á árunum 1946-51. Ennig nam hann prentmynda- smíði á árunum 1956-68. Hann hefur starfað við myndlist og telst einn af brautryðjendum strangflatalistar á ls- landi. Framan af einbeitti hann sér að abstrakt verkum en upp úr 1970 fór að gæta raunsæisáhrifa og síðar súrreal- isma. Tækifæri gefst til þess að skoða vatnslitamyndir eftir hann á samsýningu 12 listmálara sem hefst nú á föstudaginn í Hafnarborg í Hafnarfirði. Við dæmum okkur sjálf eftir því sem okkur finnst við vera fær um að gera, en aðrir dæma okkur eftir því sem við höfum þegar gert. Longfellow Heilabrot Þeir sitja saman að spilum, fjórir félagar, heima hjá einum þeirra. Gestgjafinn er með eina drottningu, tvo tígla, þrjá ása of ljóra spaða á hendinni. Nú er spurt: Hve mörg spil hlýtur hann að vera með á hendi, að lágmarki, til þess að þessi lýsing passi': Lausn á síðustu gátu: 45 Veffang dagsins Vefur dagsins er helgaður sinfóníum. Þar er að finna vandaðan fróðleik um bæði sin- fóníutónlist og uppbyggingu sinfóníu- hljómsveita, ásamt upplýsingum um helstu tónskáld sem samið hafa sinfóníutónlist: http ://library. thinkquest. org/22673/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.