Alþýðublaðið - 21.02.1967, Page 3

Alþýðublaðið - 21.02.1967, Page 3
Sjómannasamtökin fá hluta út- flutningsgjaldsins eins og LÍÚ Reykjavík, — EG. Lagt var fram á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp til Iaga um breytingu á lögum um útflutings gjald af sjávarafurðum, sem ger ir ráð fyrir þeim breytingum á skiptingu tekna af útflutnings. gjaldi, að samtökum sjómanna verði tryggð sama hlutdeild í Rvík, SJÓ. SI. laugardag um kl. 4 varð um- ferðarslys við Bergsstaðastræti 64. í>ar hljóp 4 ára gamall dreng- ur út á götuna milli tveggja kyrr- stæðra bíla og í veg fyrir fólks- sem vhr iá Ieið suð'ur istaðasteæti. Lenti drengur*- inn milli hjóla bílsins, sem fór yfir hatm. Meiddiðt drengurimv talsvrt, einkum á höfði. Hann lieitir Haraldur Axel Bernharðs- son til heimilis að Bergstaðastræti 62. gjaldinu og LIÚ hefur notið. Ennfremur er í þessu frumvarpi ákvæði til bráðabirgða um niður fellingu útflutningsgjalds af loðnu mjöli og loðnulýsi árið 1967. Samkvæmt fyrstu grein frum varpsins skal nú skipta tekjum af út/lutningsgjaldi, sem bér seg ir: 1. Til greiðslu á vátryggingarið- gjöldum fiskiskipa samkvæmt reglum, sem sjávarútvegsmála ráðherra setur 72,82% 2. Til Fiskveiðasjóðs ’ ísl 17,06% 3. Til Fiskimálasjóðs 5;86% 4. Til rannsóknastofnana sjávar- útvegsins 1,16% 5. Til byggingar haf- og fiski- rannsóknaskips 1,52% 6. Til Landssambands íslenzkra útvegsmanna 0,79% 7. Til samtaka sjómanna samkv. reglum, sem sjávarútvegsmála- ráðherra setur 0,79% í athugasemdum við frumvarpið segir: í frumvarpi því, er hér er lagt fram, eru ráðgerðar breytingar á skiptingu tekna af útflutnings- gjaldi. Með þeim breytingum er samtökum sjómanna tryggð sama hlutdeild af útflutningsgjaldi og Landssamband íslenzkra útvegs- manna nýtur, en hún er nú 0,8% af útflutningsgjaldi Brevtingar þessar, sem eru í samræmi við yfirlýsingu, er sjávarútvegmála- ráðherra gaf Alþingi á sl. vetri, eru gerðar vegna eindreginnar kröfu frá samtökum sjómanna um jafnháa fjárhæð af útflutnings- gjaldi til sinna þarfa og Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna fær af gjaldinu. Hin nýia hlut- deild sjómannasamtakanna er. reiknuð út á þann hátt, að hlut deild annarra þeirra, er tekna njóta af útflutningsgjaldi lækkar hlutfallslega. Forsetinn hélt ræðu við háskólamessu í skeyti frá Emil Björnssyni til AlþýðubLaðsins segir, að forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, hafi haldið ræðu við háskólamessu I Edinborg. •William Ross, Skotlandsm'álaráð herra brezku ríkisstjórnarinnar, hafði kvöldverðarboð í Edinborg- arkastala til heiðurs forseta ís- lands og lét í ljós sérstaka ánæ'gju með heimsókn hans og veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar.. Kvaðst 'hánn ekki hafa áður . haft annan erlendan tignargest, sem jafn lengi og mikil persónu- | Fundur í Kveníél. | Álþýðuflokksins | KVENFÉLAG Alþýðuflokksins i í Reykjavík heldur fund í j kvöld, þriðjudaginn 21. febrú- = ar í Alþýðuluisinu við Hverf- j isgötu kl. 8,30. Fundarefni: 1. j Félagsmál. 2. Frú Petrína Ja.k- j obsson, hýbýlfræðingur, flytur i erindi með skuggamyndum j um liti og ljós í íbúðum. — i Félagskonur ættu að fjölmenna \ og taka með sér gesti. leg kynni hefði haft af Skotlandi. Ræða ráðherrans bar vott um mik inn velvilja í garð íslendinga og virðingu fyrir íslenzkri menning- ararfleifð og lífsbaráttu, Forset- inn hélt svarræðu og nefndi ýmis. dæmi um menningar- og vináttu- tengsl þjóðanna. Síðdegis í fyrradag prédikaði for setinn við háskólamessu St. Giles Cathedral og var gerður mjög góður rómur að máli hans. Hin mikla kirkja mátti heita þéttset- in áheyrendum, sem voru um 1500 talsins. Meðal viðstaddra voru fjöldi stúdenta og prófessorar. Prófessorarnir og doktorarnir gengu í skrúðfylkingu í kirkju á- samt forseta o>g fleira fjölmenni. Síðan hófst messan með því að leikinn var íslenzki þjóðsöngur- inn. Háskólapresturinn, Morton að nafni, flutti bæn, háskólastúdent las ritningarkafla úr Gamla testa- mentinu og háskólarektorinn Swann las úr Nýja testamentinu. Síðan var sunginn sálmur. Mess- unni lauk með því, að yfirprest- ur kirkjunnar, Witley, bledsaði mannfjöldann. Eftir messu drakk forsetinn te með háskólastúdentum og svar- aði spurningum þeirra um ísland og íslenzk málefni. Framhald á 15. síðu. Vínlandskortið sýnt hér um miðjan næsta mánuð Reykjavík, OÖ. Forstöðumaður Yale Univer- sity Press, Chester Kerr, er staddur hér á landi þessa dag- ana til að undirbúa sýningu á Vínlandskortinu, sem verður í næsta mánuði. Kortið verður sýnt í Þjóð- minjasafninu dagana 15. marz til 31. marz. Undanfarið hefur kortið verið í rannsókn hjá vísindamönnum í Englandi og til sýnis í British Museum. Á morgun hefst sýning á því í Oslo, sem stendur yfir til 12. marz n.k. Héðan verður kortið sent til Kaupmannahafnar. Sýningin á Vínlandskortinu verður opnuð með athöfn- og mun Gylfi Þ. Gíslason, mennta málaráðherra, flytja ávarp. Kortið verður sýnt í anddyri Þjóðminjasafnsins, á sama 'hátt og Skarðsbók var sýnd á sín- um tíma. Þann tíma sem kort- ið verður hér á landi verður það í vörzlu þjóðminjavarðar. Chester Kerr ræddi við blaða menn í gær, og sagði hann að mikið hefði verið um kort þetta skrifað oig margir haldið fram að það væri falsað. Þó virtist svo að þeir sem vilja halda fram að kortið sé fals- að hafi einhvern annan tilgana með skrifum sínum en vísinda- legan áhuga. Enn hefði enginn vísindamður sem rannsakað hefur kortið dregið í efa að það sé ófalsað. Ekkert vildi Kerr segja um hvenær Vínlandskortið kemur til íslands eða með hvaða far- artæki. Verður það ekki látið uppi fyrr en kortið er komið til landsins. Er þetta gert af ör- yggisástæðum, en kortið er mjög vérðmætt og muri láta nærri að það sé tryggt fyrir um eina milljón dollara, þótt það fáist ekki staðfest. iiiiiiiiiiiiiiiiii 111111111111111111111111111111 Þórður Þórðarson formaður kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi Þriðjudaginn þann 13. febrúar sl. var aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi lialdinn í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Formaður kjördæmisráðsins, Þórður Þórðarson fulltrúi, setti fundinn og stjórnaði honum. Brynjar Pétursson Sandgerði var skipaður fundarritari. í upphafi fundarins minntist formaður þriggja látinna félaga, en þeir höfðu látizt frá því að síð- asti kjördæmisráðsfundur hafði verið haldinn, þeirra Axels Bene- diktssonar fv. skólastjóra og bæj- arfulltrúa í Kópavogi, Ólafs Vil- hjálmssonar oddvita í Sandgerði, og Ólafs Gunnlaugssonar garð- yrkjubónda í Mosfellssveit. Allir höfðu þessir menn verið í forustusveit jafnaðarmanna um áratuga skeið, enda fór ekki hjá því, að snemma hlóðust á þá hin vandasömustu störf fyrir flokk þeirra. Allir höfðu þeir verið í framboði fyrir Alþýðuflokkinn, bæði til Alþingis og til bæjar- og sveitarstjórnar. Þar stóðu þeir ávallt í farar- broddi og fremstu víglínu, óþreyt- andi í markvissri baráttu fyrir vexti og viðgangi Alþýðuflokk'sins. Að lokum bað formaður alla viðstadda að rísa úr sætum og Frambald á 15. síðu. Þórður Þórðarson 21. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 iiiiMiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniMiniiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.