Alþýðublaðið - 21.02.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 21.02.1967, Side 4
kitstjórar: Gylfi Griindal (áb.) og Ber.edikt Gröndal. — RitstjórnarfulK. trúi: Eiöur GuBnason — Simar: 14900-14903 — Auglýsingasíml: 14906, AÖsetur Alþýöuhúsiö við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-> blaðsins. — Askriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Litlu fegnir JÆorgunblaðið fagnaði því mjög í ritstjórnargrein iíðastliðinn laugardag, að Viðtækjaverzíun ríkisíns skuli nú lögð niður. Telur blaðið þetta sýniiega sig- ur fyrir hinn íhaldssamari arm Sjálfstæðisflokksíns óg segir, að fyrir löngu hafi verið „tímabært að leggja hiður þessar leifar þjóðnýtingaráranna.“ Ekki er ástæða til að amast við því, að Morgunbíaðs menn gleðjist yfir litlu á þessu sviði. Þeir hafa hvort éð er orðið að taka þátt í myndun velferðarþjóðfél- ags, þar sem hlutverk ríkisins hefúr farið sívaxandi. bg stjórn þess á atvinnumálum hefur orðið tryggari með hverju ári. Það skiptir ekki meginmáli, hvort viðtækjaverzlun kartöflusala eða önnur smáfyrirtæki eru rekin af rík- inu eða ekki. Ef þau standa. sig illa og virðast ekki gera þjóðarheildinni meira gagn en samvinnu- eða einkafyrirtæki, er ekkert við það að athuga að leggja þau niður. Þess vegna samþykkja jafnaðarmenn, að viðtækjaeinkasölunni sé nú hætt. Það er ekki eins mikið talað um þjóðnýtingu nú og fyrir 30 árum. En samt sem áður hefur ríltisrekstur aukizt stóriega, meðal annars undir stjórn Sjálfsstæðis mánna. Nefná má hokkur dæmi: 1) Islenzk stóriðja er að mestu leyti rílciseign. Sem dæmi má nefna Sementsverksmiðjuna á Akranesi og rílcið er megináðili í kísilgurverksmiðjunni við Mývatn. 2) TiÍráuriir til að tróða eirikaaðilum inn í stór iðn- fyrirtæki, sem ríkið hefur reist, hafá mistekizt. Einn af ráðherrum Sjálfstæðisflókksins berst nú fýrir því, að Aburðarverksmiðjan verði alger ríkiseign. 3) Seðlabánkinn er að ýmsu leyti voldugasta ríkis- fyrirtæki, sem hefur risið á síðari árum. Með þess- um eina banka hefur ríkisvaldið stórfelld áhrif á átvinnulífið, meiri áhrif eri með þjóðriýtingu 100 smáfyrirtækja. 4) Hin stærri þjóðnýttu fyrirtæki halda áfram að vaxa. Síldarverksmiðjur ríkisins háfá lil dærtiis reist nýjar verksmiðjur á Austurlandi í stjórnar- tíð Sjálfstæðismanna. 5) Raforkuver eru arðvænleg einkafyrirtæki í mörg- um löndum. Hér eru þau þjóðriýtt fyrirtæki, og ein mitt nú er að rísa mesta framkvæmd á því sviði í sögu þjóðarinnar, Búrfellsvirkjuri. Þannig mætti halda áfram og nefna fleiri dæmi þess, að þátttaka ríkisvaldsins í atvinnulífi fer stórvaxandi, þótt nokkur smáfyrirtæki hverfi úr sögunni. Þjóð- nýting er ekki takmark í sjálfu sér hún er aðeins tæki að því markmiði, að atvinnutækin séu rekin í þágu þjóðarheildar en elcki einstaklingsgróða. í þeim efnum sækir þjóðin stöðugt fram eftir leiðum jafnaðarmanna og beitir ríkisrekstri í vaxandi mæli áratug eftir ára- tug. $ 21. febrúar 1967 «- ALÞVÐUBLAÐIÐ Höfum til afgreiðslu strax hina margreyndu DODGE D400 vöru- bíla á mjög hagstæðu verði. DODGE D400 er tilvalinn híll fyrir heildverzlanir, iðnfýrirtæki og aðra aðila, sem þurfa létta vörubíla. DODGE D400 her 4—5 tonn, og er með 140 ha. vél, fjórskiptan synchro-gírkassa, 11“ kúpling o. m. fl. Hin margra ára reynsla á íslandi sannar gæði DODGE bifreiða. DODGE D400 kostar aðeins kr. 218.000,00. — Leitið upplýsinga hjá umboðinu. Chrysler-umboBið VÖKULL H.F. Hringbraut 121 . Sími 10600, krossgötum ★ GAMALMENNASKEMMT- ANIR OG ALÞINGI. i Mörg áttliagáíélaganna í bænum halda gamalmennaskemmtún einu sinni á ári og bjóða þangað £ólki ættuðu úr heimahéraði og msélist vel fyrir. Ér þá oftast miðað við 65 eða 70 ára aldur. Fróðir menn segja mér, að álit- lcgur lvópur alþingismanna ókkar hafi náð ríflega þeim aldri, sem tilskilinn er á þessar gamalmenna- skemmtanír og mundu þó ehii fleiri inngönguliæfir með lítilsháttar fráviki frá Iðggiltu aldursskírteini. Nú ér það engum til vansa að verða gamall, jafn- vel að ganga í barndóm og verða örvasa af elli er á sinn hátt jafn eðlíleg þróun eins og að kom- ast til vits og þróska manndómsáranna. Hitt gæti fremúr orðið álitamál, hvað langt Alþingi eigi að ganga í samkeppninni við gamalmennaskemmtan- irnar, hvort öðrum standi ekki nær en því að hafa þannig ofan af fyrir öldruðu fólki. Því er ekki að leyna, að ýmsum þykir sem aldurinn sé farinn að sækja nokkuð fas't á stóran hóp þingmanna og meira en hollt sé fyrir löggjafarsahlkundu þjóðarinnar, sem ó- neitahlega þarf á vösku óg framgjörnu liði að halda. Þar með er ekki sagt, að þeir séu endilega géngnir í barndóm eða örvasa af elli, heldur miklu fremur hitt, að þeir ,séu orðnir dálítið þungfærir andlega óg líkamlega, eigi orðið erfitt með að til- einka sér ný viðhorf, séu orðnir viðskila við fratn- iMÉil mMiii ÉNMiiliMMÉlBÉiMiÉÍMMilÉfaa vindu þjóðfélagsins, hættir að fylgjast með tím- anum, sem kallað er, dágaðir uppi. Sumár tillögur þeirra á Alþingi gætu einmitt bent eitthvað í þá átt, að þeir væru farnir að horfa meira aftur en fram og hefðu dregizt aftur úr samferðamönnun- um. 1 j ★ MISSKILNINGUR, SEM ÞARF AÐ LEIÐRÉTTA. - f Nú eiga að fara fram kosningar til Alþingis á komandi vori og eru stjórnmála- flokkarnir sem óðast að ganga frá framboðslist- um. Af þeim framboðum, sem þegar eru kunn, virðist mega ráða, að talsverðra breytinga sé að vænta á þingliöinu og muni einmitt margir hinna eldri draga sig í hlé og hverfa af þingi, en yngri menn taka við. Segja má, að þetta séu góð tíð- indi, og það alveg eins, þótt viðurkenna verði, að margir hinna fráfarandi þingmanna séu hinir mætustu menn og hafi sumir hverjir gegnt for- ustuhlutverki í íslenzkum stjórnmálum. Það er alltaf virðingarvert að kunna að setja punktinn á réttan stað. Hins vegar virðast sumir standa í þeirri meiningu, að þeir séu á gamalmennaskemmt- un og ætla að sitja meðan sætt er, þótt þeir ættu að vera setztir í helgan stein fyrir löngu og farnir að rita endurminningar sínar eða sinna öðrum hugðarefnum gamalla manna. En þennan misskiln- ing eiga kjósendur kost á að leiðrétta. — Steinn. wMmsœ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.