Alþýðublaðið - 21.02.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 21.02.1967, Side 7
Daggjðld sjúkrahúsa rædd í borgarstjórn Reykjavíkur Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur síðastliðinn fimmtudag flutti Páll Sigurðsson tryggingar- yfirlæknir, borgarfulltrúi Alþýðu flokksins tillögu um daggjöld sjúkrahúsa. Tillaga Páls var ekki samþykkt óbreytt en fulltrúar meirihlutans flutti tillögu um smá vægilega breytingu og þannig var tillagan samþykkt. Tillaga Páls var svohljóðandi: „Borgarstjórn felur borgarstjóra að vinna að því við dóms- og Ikirkjumálaráðuneytið, að breyting verði gerð á gildandi ókvæðum um greiðslur vegna utansveitar sjúklinga á sjúkrahúsum sveitar félaga. Borgarstjórn telur það óviðun andi, að þau sveitarfélög, er reka sjúkrahús, verði að standa undir halla vegna dvalar utansveitar- isjúklinga á þessum sjúkrahúsum, og telur að stefna beri að því að sveitarfélag sjúklings og sjúkra samlag hans beri í sameiningu þennan kostnað að fullu. Hér fer á eftir ræða sú, er Páll flutti, þegar hann mælti fyrir til lögunni ó fimmtudaginn var: Þessi tillaga sem ég flyt hér nú er um daggjöld isjúkrahúsa, og er borgarstjóra falið að vinna að því að breyting fáist á núgildandi regl l)m um greiðslur þær er sjúkrahús tim sveitarfélaga er heimilt að taka af sjúklingum annarra sveitarfél aga. Tillagan er einni'g viljayfir lýsing borgarstjórnar um það hvernig hún telji sanngjarnt að slík Ur kostnaður greiðist. Rétt er til glöggvunar að víkja nokkrum orðum að daggjöldum og diagigjaldaákvörðunum sjúkra húsa almennt og benda á hvaða leiðir hafa verið farnar í þeim xnálum. Dóms- og kirkjumólaráðuneyt ið ákveð.ur daggjald Landsspítala, vafalaust í samráði við fjármála ráðuneytið. Upphaflega mun hug myndin hafa verið sú, að fast hlut fall skyldi vera milli þessa dag gjalds og kostnaðar, en a.m.k. nú um langt árabil liefur svo ekki verið heldur hefur daggjald Lands spítala verið ákveðið meira út frá því sjónarmiði hvað ha'gkvæmt hefur talizt fyrir ríkissjóð vegna ríkisframleiðslu sjúkra manna og örkumla. Um nokkurt skeið mun hafa ver ið reynt að láta daggjald vera 50 — 60% af reksturskostnaði, en nú er daggjald Landsspítala um 35% af reksturskostnaði og þess ber að gæta ,að í rekstursköstn aði sjúkrahúsa eru afskriftir tækja og húseigna ekki reiknaðar með. Ríkissjóöur hefur greitt mismun daggjalds og kostnaðar á Ríkis spítölum. Það er auðsætt að þeg ar á að leggja daggjald þ,annig til komiö til grundvallar daggjöld um annarra sjúkrahúsa, hvort sem ér einkaSjúkrahúsa eða sjúkrahúsa sveitarfélaga verður einhver að Ili að taká að "sér hlut ríkissjóðs ®g greiða mismun kostnaðar. Segja má að þegar um er að ræða sveit arfélag sem eingöngu rekur sjúkra hús fyrir sína þegna sé málið auð leyst, sveitarsjóður tekur að sér hlutverk ríkissjóðs, en þegar um er að ræða sjúklinga frá öðrum sveitarfélögum fer málið að vand ast og sveitarfélagið verður í sömu aðstöðu gagnvart þessum sjúkling um og einkasjúkrahús hefur gagn vart öllum sínum sjúklingum. Fram til órsins 1964 var það mjög mismunandi hér á landi hvernig sjúkrahús sveitarfélag- anna leystu úr þessum vanda. Þó tel ég að flest sveitarfélög hafi sjálf tekið á sig þennan halla, en nokkur sveitarfélög tóku strax þá afstöðu að sj'álfsagt væri að inn heimta aukagjöld af utansveitar sjúklingum og gerðu það. í maí 1964 gaf dóms-' og kirkju málaráðuneytið út reglur um það hvaða aukagjöld opinber sjúkra hús mættu taka af utansveitarsjúkl ingum, og var kveðið svo á að aukagjaldið mætti vera 30% af daggjaldi í 30 daga og jafnframt ákveðið að hið opinbera daggjald sjúkrahúss skyldi vera það sama og ríkisframfærslan greiddi hverju sinni á viðkomandi sjúkraliúsi. Með þessu bréfi var sveitarfé- lögum þannig fyrirskipað hvaða daggjöld þeim væri heimilt að taka og með því að miða gjaldið við greiðslur ríkisframfærslu var ékki tekið tillit til reksturskostn a<4ar e/Lnstakra sjúkr'ahú^a efTa deilda. S.iúkrasamlög hafa talið sér skylt að ábyrgjast og greiða fyrir meðlimi sína þetta fastákveðna dag gjajd. Það er auðvelt að skýra þau ó- líku sjónarmið ríkis og sveitarfé laga í þessu máli. í fljótu bragði gæti virzt hagkvæmt fyrir ríkið að hækka daggjöld og minnka þannig hallagreiðslur Ríkisspítala, og dreifa kostnaðinum á sjúkra samlög og sveitarfélög. En svo einfalt er málið ekki vegna þeirra miklu skuldbindinga sem ríkis- sjóður hefur vegna ríkisfram- færslu sjúklinga og öryrkja. Það er því trú mín að afstaða ríkis ins til upphæðar daggjalda breyt ist þegar ríkisframfærsla verður flutt til sjúkrasamlaga og Trygg ingastofnunar ríkisins, en það skýr ir sig þegar þar að kemur. Sveitarfélag sem rekur sjúkra hús hefur beinan hag af því, að daggjald það er sjúkrasam lag greiðir sé sem næst því að vera kostnaðargjald, vegna þess að sveitarfélag greiðir að.eins tæplega 20% af kostnaði sjúki-asamlaga, en ríkissjóður greiðir aftur á móti um 42% og eru því hagsmunir þessara aðila andstæðir þegar um er að ræða að ákveða greiðslur sjúkrasanjlaga, báðir aðilar verð.a að taka þátt í þeim greiðslum, e)H svo mismunandi mæli, , Eins og fyrr sagði þá var sú dag gjaldsákvörðun er fyrr greinir og nú gildir ekki miðuð við kostnað Gagnvart sveitarfélögum er hún næsta ósanngjörn nema því a§- eins að ríkissjóður bæti sjúkrahýs um upp þennan kostnað á ann Framhald á 10. síðu. NEVADA SMITH. — Banda- ri.sk frá 1964. Háskólabíó. Leikstjóri og framleiðandi: Henry Hathaway. Handrit: John Michael Hayes. Kvik- myndun: Lucien Ballard. Klipping: Frank Bracht. Tón- list: Alfred Newman. íslenzk- ur texti. Kvikmyndin NEVADA SMITH veldur vonbrigðum. Satt að segja bjóst ég við dramatískri kúreka- mynd, a.m.k. er efnið vel fallið til þess. Hér er fjallað um ungan mann, sem fer út í heim til að leita þriggja manna er myrt höfðu föður hans og móður. í fyrstu er hann saklaus og prúður drengur, en endar' sem stórhættu- legur glæpamaður. En þetta fór allt á annan veg en maður hafði búizt við, því þessi kvikmynd er ekki frábrugðin öðrum af því tagi. En þetta sannar bara enn einu sinni, að því meira sem mað- ur býst við, því minna verður úr hlutunum — og öfugt. Nevada Smith er mikil hetja, þó hann beri það ekki með sér. Ekkert skal hindra hann í að hefna foreldra sinna. Hann á í höggi við 3 harðsvíraða morðingja. Hann byrjar á því að myrða Jesse Coe, einn leiknasta hnífamann- inn í öllu villta vestrinu. Vá, hví- líkur hreystimaður. Síðan myrðir hann Bill Bowdre með köldu blóði eftir að þeir liöfðu verið miklir vinir, en Smith hafði bjargað honum frá dauðum. Það ER verður að vera einhver mannúð í hetjunni, Raunar verðum við að fyrirgefa Nevada morðið á Bill. Sá síðarnefndi hafði nefni- lega egnt hann til reiði. Þá gerist það einhverju sinni að Nevada Smith hittir prest nokkurn, sem reynir ,,að koma fyrir hann vit- inu” og bægja honum frá öllum freistingum með biblíusnakki o. ífl. Mátti nú búast við þeim ósköp- um, að Nevada mundi hætta við allt saman, en sem betur fer varð nú ekkert úr því. Nevada geng- ur frá síðasta morðingjanum og það er sko flott, hvernig hann fer að því, maður. í staðinn fyr- | ir að myrða hann, kvelur hann | hann með því að skjóta í aðra liöndina á honum og báðar lapp- irnar. Þar með er Tom alveg bvi- inn að vera. Ég er bara elcki al- veg dús við lokaatriðið, þar sem Nevada ríður burt út í eyðimörk- ina og Tom öskrar á eftir honum: Þú ert ragur — ragur. Vænlegra hefði verið að lóta Nevada hitta aftur Indíánastúlkuna fögru og láta myndina enda á því, að þau heíðu fallizt í faðma. Nú eða þá, sem líklega hefði verið bezta leið in eftir allt, að koma því þannig fyrir, að Nevada hitti prest, strax í byrjun myndarinnar, sem síðan „kæmi vitinu fyrir” hann og bægði honum frá öllum freisting- um og drottinsvikum. Síðan gengi Nevada í klaustur og bæði fyrir morðingjunum, um að þeir fengju fyrirgefningu synda sinna. Það eru anzi snjallir fjármála- ménn, sem hafa séð um 'gerð þess- arar myndar. Sagt er, áð þessi söguhetja sé fengin úr kvikmynd- i inni The Carpetbaggers. í sjálfu sér á Nevada Smith ekkert skylt við þá mynd, nema að þessu leyti. Augljóst mál, þetta er auðvitað gert til að auka aðsókn. Þá er það líka góð ráðstöfun peninga- mannanna að skýra myndina Ne- vada Smith fremur cn kalla hana Max Sand, sem raunar er rétta nafn þessara nafntoguðu sögu- hetju. Það kemur fyrir í einu atriði, að honum dettur allt í einu í hug að kalia.sig Nevada Smith. Það sér hver maður að það er miklu aðgengilegra naín heldur en Max Sand. Steve McQueen er hetjan í myndinni. Hann er einn þeirra Hollywoodkara, sem aldrei hafa kunnað að leika. Brian Keitíi leikur Jonas Cord. Hann lék t. d. aðalhlutverkið í kúrekamyndinni Ilættulegt föruneyti (The' deadly companions), sem Austurbæjar- bíó sýndi á sl. sumri. „Fraip- koma” hans í þeirri mynd var með þeim hörmungum, að maður var gubbi næst. Örlítið hefur hann nú skánað. Morðingjarnjr þrír eru leiknir af Karl Malden, Arthur Kennedy og Martin Lan- dau. Þeirra beztur og raunar sá eini, sem einhverja tilraun gerir til leiks, er Karl Malden, enda vanur slíkum hlutverkum. íslenzkur texti er með þessari mynd og er e.kki nándar nærri nákvæmur. Til að mynda qr „right” á einum stað þýtt meeð „rétt” í staðinn fyrir „hægri”. Og ekki veit ég hver er mismunurina á því að drepa menn eða taka þá af lífi. Sitjuröur Jón Ólafsson. • . Arthur Kennedy og Steve McQueen. 21. febrúar 1967 - ALÞÝ0UBLAÐ1Ð J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.